Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 JjV Eigendur Stöövar 3 berjast fyrir lífi hennar: Rekstrarstöðvun náist nauðasamningar ekki - bjartsýnn á að dæmið gangi upp, segir Gunnar M. Hansson stjórnarformaður „Skilyrði nýrra fjárfesta er að okkur takist að lækka skuldastöð- una. Eina leiðin til þess er að fara í nauðasamninga. Ég er bjartsýnn á að dæmið gangi upp en ef það gerist ekki þá blasir ekkert annað við en greiðsluþrot. Auðvitað er þetta önn- ur staða en við hefðum kosiö. Við verðum að geta tekið áföllum, bitið á jaxlinn og haldið ótrauðir áfram,“ sagði Gunnar M. Hansson, stjórnar- formaður íslensks sjónvarps hf. sem rekur Stöð 3, í samtali við DV. Eigendur stöðvarinnar berjast fyrir lífi hennar og hafa boðið stærstu lánadrottnum greiðslu upp í 35% af almennum kröfum. Söfnun nýs hlutafjár hefur ekki gengið sem skyldi og því ákvað stjóm íslensks sjónvarps að fara þessa leið. Skuldir nálgast hálfan millj- arð króna Gunnar vildi ekki upplýsa hverj- ar skuldir stöðvarinnar væru en samkvæmt heimildum DV nálgast þær hálfan milljarð króna. Sem kunnugt er hafa tæknileg vandamál með myndlykla komið í veg fyrir tekjur af áskrift og hefur Stöð 3 ver- ið að tapa hátt í 40 milljónum króna á mánuði. Hluthafar hafa samþykkt að færa niður hlutafé um 60%, eða úr 250 í 100 milljónir króna, svo nauðasamn- Húsnæði Stöðvar 3 í Húsi verslunarinnar. Forráðamenn fyrirtækisins róa Irfróður og hafa ákveðið að leita heimilda til nauðasamninga við kröfuhafa. Skuldir Stöðvar 3 nálgast hálfan milljarð króna. DV-mynd BG ingar takist. Stærstu hluthafar eru Gunnar Jóhannsson í Holtabúinu, Ámi Samúelsson, Árvakur, Nýheiji og Japis. Flestir þessara aðila hafa ákveðið að auka hlutféð í Stöð 3. Aðspurður sagði Gunnar að Sjó- vá- Almennar og Eimskip væru meðal þeirra aðila sem væra enn að íhuga kaup á hlutafé í stööinni en hann vildi ekki greina frá öðram fjárfestum. Um stærstu kröfuhafa vildi Gunnar ekki upplýsa. Enginn þeirra væri með stóra kröfu, hér væru á ferðinni fjölmargir aðilar sem hefðu komið að rekstrinum með einu eða öðra móti. Gunnar sagði að áform um nýtt myndlyklakerfi frá evrópskum framleiðenda væra óbreytt. Stefnt væri að því að taka það í notkun í nóvember, þó ekki 1. nóvember eins og áætlað var í fyrstu vegna nauða- samninganna. Aðspurður sagði Gunnar það aldrei hafa komið til greina að fara með fyrirtækið í gjaldþrot. Þá hefði enginn fengið neitt upp í kröfur og menn þurft að bjnja upp á nýtt. „Við erum að reyna að gera þetta sem sársaukaminnst fyrir sem flesta. Nauðasamningaleiðin er far- sælust. Þá njóta allir kröfuhafar sama réttar,“ sagði Gunnar M. Hansson. -bjb Rót gossins í Vatnajökli: Rakin til megineldstöðvar - efnagreining sýnir tengsl við Bárðarbungueldstöðina „Efnagreining á ösku úr gosinu í Vatnajökli, sem fram fór hjá Nor- rænu eldflal'astöðinni, sýnir að gos- ið á ættir að rekja til Bárðarbungu. „Það er fleira sem bendir til að þetta sé fremur skylt Bárðarbungueld- stöðinni en Grímsvötnum," segir Guðmundur E. Sigvaldason, for- stöðumaður Norrænu eldfjallastöðv- arinnar. Guðmundur segir að efnagrein- ingin bendi til þess að eldstöðin tengist kvikukerfi Bárðarbungueld- stöðvarinnar sem er megineldstöð, en kvikan, sem komið hefur upp í gosinu nú, hafl náð að malla lengi undir yfirborðinu áður en hún braust fram. Á þessum langa tíma hafi hún náð að kristallast auk þess sem efnasamsetning hennar hafi einnig breyst allverulega frá því sem er í Bárðarbungukvikunni. Guðmundur segir að þó að þessi tengsl eldstöðvanna og Bárðar- bungu hafi verið staðfest telji hann ekki ástæðu til að óttast stórgos í Bárðarbungu. Gosið nú sé rénandi og búast megi við að það lognist út af. Spurður um ástæður þess að Grímsvatnahlaup láti á sér standa segir Guðmundur að ástæða sé til að leggja eyrvm við því sem íbúar Öræfanna hafa sagt um hlaup úr vötnunum og hvernig jökullinn hafi breyst, bæði lyfst og þanist út í að- dragandanum. „Þetta era menn sem _ hafa lifað með þessu og era engir glannar," segir Guðmundur E. Sig- valdason. -SÁ Vatnajökull sléttur og felldur: Ekkert bólar á hlaupi - ómögulegt aö segja hvenær þess er von „Þaö bólar ekkert á hlaupi úr Grímsvötnum," sagði Oddur Sig- urðsson, jarðfræðingur hjá Orku- stofnun, við DV í gær, nýkominn ofan af Vatnajökli. „Viö komumst ekki nema upp í rætur Grímsfjalls en urðum frá að hverfa vegna mikils hvassviðris, auk þess sem mjög skýjað var þannig að ekki sást yfir vötnin. Að öðru leyti var allt slétt og fellt á jöklinum alla leiðina upp eftir og enga missmíð á honum að sjá,“ sagði Oddur. Oddur segir engan vafa leika á aö vatnið muni hlaupa fyrr eöa síðar, spurningin sé bara hvenær, en því ráði án efa fjöldamargir þættir sem séu alls ekki þekktir. Þess vegna sé illmögulegt að segja fyrir um hvenær hlaup hefjist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.