Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Qupperneq 41

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Qupperneq 41
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 49 Lúta í lægra haldi fyrir samkeppni Flugfélagið Air UK,sem hol- lenska flugfélagið KLM á 45% eignarhlut í, hefur ákveðið að hætta flugi til Madrid og Nice frá Stansted flugvelli í London frá og með 27. október. Ástæðan er tap en samkeppnin á þessu flugleiðum hefur aukist mjög með tilkomu nýrra flugfélaga, sem selja ódýrari fargjöld, á sl. ári. | Októberhátíðin slær í gegn Gestimir á októberhátíðinni í Bæjaralandi í Þýskalandi virðast hafa verið bæði svengri og þyrstari en í fyrra. Við lok hátíðarinnar tilkynnti borgar- stjórinn að 3% fleiri hefðu mætt í ár en 1995 eða um 6,9 milljónir manna. Neysla matar og drykkjar jókst enn frekar eða um 6%. Borgarstjórinn, herra Ude, kallaði þetta „óvænt efnahagslegt happ“. KLM til Kenýa Hollenska flugfélagið1 KLM hefur ákveöið að bæta við einni ferð vikulega til Nairobi frá Amsterdam frá og með 22. nóv- ember. iviaiariutaraldur Næstum 300 mamis hafa látið lífið i malaríufaraldri sem nú gengur yfir Rajasthanfylki á Noröur- Indlandi. Sjúkdómur- inn, sem berst með moskítóflug- um, hefur verið að breiðast út frá því að monsúntímabilið hófst fyrir tveimur mánuðum. Indversk blöð hafa eftir hátt- settum embættismönnum að talið sé að um 120 þúsund manns hafi malaríu í fylkinu en mörk þess liggja að Nýju- Dehli. Moskva, borg mikilla öfga: Lenín, verkamannamatur Moskva býr yfir fyrsta flokks listasöfnum, þó nokkuð mörgum góðum en dýrum veitingastöðum og mörgum undraverðum bygginga- listaverkum. En sannleikurinn er sá að flestir Vesturlandabúar, sem heimsækja Moskvu, hafa mestan áhuga á að skoða leifar hins hrylli- lega en þó spennandi tíma harðlinu- kommúnismans. Andi Sovát lifir Besti staðurinn til að byrja á er grafhýsi Leníns. Enn sem fyrr þarf að standa í biðröð til að berja föður byltingarinnar augum en nú eru það aðallega ferðamenn en ekki Rússar sem mynda biðraðirnar. Strangir verðir raða fólki upp í ein- falda röð fyrir framan risastórt graf- hýsið á Rauða torginu, samtöl eru illa séð og myndataka getur leitt til handtöku. Inni í björtu, rauðu her- bergi hvílir svo vel varðveittur lík- ami Leníns eins og Þyrnirós i stórri glerkistu og eru efnin, sem notuð voru við smuminguna á likinu, ennþá ríkisleyndarmál, Alvaran og aginn sem enn er þarna ríkjandi minna gesti óþægi- lega mikið á hvemig kommúnism- inn fjötraði daglegt líf í Rússlandi. Ef enn er sögulegur áhugi fyrir hendi eftir heimsóknina til Leníns má benda á Byltingarsafnið við Tverskaya stræti þar sem jafnt er að fmna glæsibúna borgarbúa, götu- böm og örvæntingarfulla betlara. Gorbatsjov í felum Þegar inn í safhið er komið vekur strax athygli að Trotsky og Gorbat- sjov eru næstum þurrkaðir út úr sögunni, aðeins er að finna af þeim örlitlar myndir í dimmum hornum sem erfitt er að finna. Á safninu má finna fyrstu rússnesku þreskivélina sem byggð var í þágu þjóðnýtingar landbúnaðar svo og ýmis sýnishom af „öreigamat" sem heitir nöfnum eins og verkamannakökm- og bolsé- vikakex. Fyrir utan safnið er búið að stilla upp ónýtum og brenndum rafknún- um strætisvagni sem notaður var sem vegatálmi í valdaránsuppreisn kommúnista 1991. Hvort þarna er um að ræða aðvörun til væntan- legra uppreisnarmanna eða laumu- legan virðingarvott til heiðurs valdaræningjunum 1991 er erfitt að segja. Það er fljótlegt að fá sér bita í Moskvu, enda er nóg um pylsu- vagna og ávaxtasölur. En ætli mað- ur að njóta matar síns þykir best að fara á hinn geypistóra georgíska veitingastað, Aragvi, sem einnig liggur við Tverskaya stræti. Hann er í næstu nánd við einn af fjölda- mörgum McDonalds hamborgara- stöðunum í Moskvu en eins ólíkur þeim og hægt er að hugsa sér. Aragvi er sagður hafa verið uppá- haldsstaður Stalíns og enn þann dag í dag er staðurinn vinsæll, jafnt meðal Rússa og erlendra ferða- manna þó svo að enn sé þar mikill Sovétbragur. Maturinn þykir góður, þjónarnir eru sérlega fyldir, þjón- usta hæg og tónlistin hávær. Skuggar og loðdýr Vilji maður stíga einu skrefi nær inn í nútímann kíkir maður á Cherry Casino þar sem hægt er að fá góða innsýn í líf hinna efnameiri. Þar gilda strangar reglur um klæða- burð (engir æfingagallar, takk fyrir) og inngangseyrir er 40 dollarar eða um 2700 kr. Allir gestir verða að ganga í gegnum málmleitartæki og þola að leitað sé á þeim af vopnuð- um vörðum. Þegar inn er komið ber fyrir augu glingurslega og illa upplýsta sali þar sem glæponar og vafasamir kaupahéðnar vafra í kringum spila- borðin í fylgd með fáklæddum næt- urdrottningum. Lágmarksveðmál er 10 doflarar eðatæpar 680 krónur og flaskan af kampavíni er á 100 doll- ara. Á efri hæðinni er að finna næt- urklúbb, veitingastað og leikfanga- búð sem stingur mjög í stúf við hið dimma og að vissu leyti spillta and- rúmsloft sem þama ríkir. Þar er að finna gífurlegt úrval af rándýrum uppstoppuðum dýrum og hvort þarna er verið stíla upp á foreldra með nagandi samviskubit eða hinar ungu fylgdarmeyjar auðkýfinganna skal látið ósagt! Þýtt og endursagt úr New York Times. -ggá ' Færri ferðamenn til ísrael Hin blóðugu átök milli ísra- elskra hermanna og Palestínu- manna hafa haft í för með sér mikla fækkun á bókunum til ísraels, að sögn ráðherra ferða- mála. | 8 Hraðlest seinkar Anne-Marie Idrac, ráðherra samgöngumála í Frakklandi, hefur tilkynnt að uppbyggingu TVG hraðlestakerfisins verði seinkað sökum fjárhagsörðug- leika. Hún sagði að upphaflegu ár hefðu verið byggðar á óraun- | sæjum fjárhagsáætlunum. „Þetta er ekki verkefni sem hægt er að ljúka á 10 árum, sagði hún, þetta er verkefni | sem tekur heila kynslóð. ’hmmmmmmmmmmmmammammmummmmm heimur FYRIR ALLA kr.* i tvíbýli 7. des. 1 2 vikur á Jardin E1 Atlantico Með flugvallarsköttum og 3% afslætti ef greitt er með reiðufé minnst 4 vikum fyrir brottför eða VISA/Euro greiðslukorti minnst 6 vikum fyrir brottför. Nanari upplýsingar fast a söluskrifstofum Flugleiöa, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum eða í söludeild í síma 50 50 100, virka daga. FLUGLEIDIR Traustur islenskur ferdafélagi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.