Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Side 55

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1996, Side 55
LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1996 Vinnuflokkur Rarik á Sauöárkróki viö eina af nýju jaröstöövunum skammt frá Berglandi í Fljótum. DV-mynd Örn Farsæll endir á hundamálinu: Hundarnir ekki aflífaðir - borgin ber allan kostnað „Málið fékk farsælan endi. Það fundust eigendur fyrir alla hundana í gær þannig að það þarf ekki að aflífa þá eins og til stóö,“ segir Kristbjörg Stephensen, skrif- stofusfjóri hjá heilbrigðiseftirlit- inu, við DV í gær vegna hund- anna, 31 að tölu, sem teknir voru af heimili manns í Laugardal fyr- ir rúmum tveimur vikum. Eigandi hundanna hafði ekki leyfi fyrir þeim og því voru þeir fluttir í geymslur. Samkvæmt reglum um hundahald á að geyma hundana í 10 daga og aflífa þá sið- an ef eigandi hefur ekki fengið leyfi fyrir þeim eða fengið aðra aðila til að taka þá að sér. „Það mátti ekki tæpara standa því það var húið að panta dýra- lækni sem átti að aflífa þá i gær. Hundarnir dreifast til margra að- ila. Samkvæmt heimildum DV mun Reykjavíkurborg taka á sig allan kostnað vegna hundanna. Venju- lega sér borgin ekki um slíkt en máliö er talið mjög óvenjulegt vegna fjölda hundanna. -RR Landsþing Funklistans: Við erum öll systkin Fimklistinn á ísafirði, framboð framhaldsskólanema sem fékk tvo fulltrúa kjörna í vor eins og frægt var, heldur landsþing sitt í dag í fé- lagsheimilinu Vonalandi á Ingjalds- sandi. Bæjarfulltrúamir ætla m.a. að flytja stutt erindi um stjómsýslu ísafjarðarbæjar og störf Funklistans í bæjarstjóm með yfirskriftinni „Fé, græðgi og fólskuverk." „Það gefur á bátinn og því skul- um vér skunda á Vonaland og byrja að stíga ölduna saman í þeirri trú að fley vort haldist á floti um alla framtíð. Nú ríður á að standa sam- an og halda hópinn í baráttunni, hún kemur oss öllum við vegna þeirrar einfóldu staðreyndar að við erum öll systkin," segir m.a. í til- kynningu frá Funklistamönnum. -bjb Sundlaugar Reykjavíkur: 12 starfsmönnum boðin full vinna „Það er ekki rétt að 25 starfs- mönnum hafi verið sagt upp störf- um hjá sundlaugum Reykjavíkur. Hins vegar var ráðningarsamningi hjá 12 starfsmönnum sagt upp og þeim öllum boðin full vinna á breyttum forsendum,“ segir Snorri Jóelsson, starfsmannastjóri hjá íþrótta- og tómstundaráði Reykja- vikur, við DV. „Hjá sundlaugum Reykjavikur hafa verið starfandi 16 næturverðir og þrifamenn. Starfsmennirnir voru í 87,4 prósent ráðningarhlutfalli. Á síðustu misserum hafa þessir starfs- menn og Starfsmannafélag Reykja- vikurborgar óskað eftir því að þess- ir starfsmenn verði ráðnir i fulla vinnu. íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hefur nú tekið tillit til þessara óska,“ segir Snorri. -RR Framlög til stjórnmálastarfsemi: Allir sitji við sama borð - segir Verslunarráðið við fjármálaráðherra Vegna umræðu um fjármál for- setaframboða hefur Verslunarráð íslands sent erindi til fjánnálaráð- herra þar sem bréf frá 1994 er ítrek- að og sú afstaða að öll framlög til stjómmálastarfsemi sitji við sama borð. Umrætt bréf var sent 12. desember 1994 til ráðherrans vegna frádráttar- bæmi framlaga til prófkjörsbaráttu. Bent var á að ef virða ætti jaíhræðis- reglu, skoðanafrelsi og félagafrelsi yrði að skýra ákvæðið um frádrátt vegna framlaga til stjómmálaflokka á þann hátt að undir falli allir styrk- ir til stjómmálastarfsemi. Verslun- arráðið hvatti til að öllum vafa yrði eytt í lögum frá 1993 um frádráttar- bæran rekstrarkostnað. Svar barst frá ráðuneytinu í árs- byrjun 1995 og sagt að erindið yrði tekið til nánari athugunar. Verslun- arráð er ósátt við að ekkert hafl gerst i málinu síðan. -bjb %éttírm Fljótin: Háspennulína sett í jörð DV, Hjótum:______________________ Nú er að ljúka vinnu við að setja 6,5 km langan kafla af háspennulinu í jörð í Fljótum - kaflann frá Skeiðs- fossvirkjun að eyðibýlinu Hamri. Á þessu svæði fór línan mjög illa í októberáhlaupinu sl. haust. Raunar fer talsvert meira af loft- línum úr notkun á þessum slóðum því heimtaugar að þremur sveita- bæjum og fjórum sumarbústöðum voru settar í jörð jafnhliða vinnu við aðallínuna. Á næstu dögum hefst vinna við að koma línunni frá Miðhúsum að Krossi í Óslandshlíð í jörð jafnhliða vinnu við aðallínuna. Á næstu dögum mun svo byrja vinna við að koma línunni frá Mið- húsum að Krossi í Óslandshlíð í jörð. Þar verður um 4,5 km langan kafla að ræða og eru þetta þeir tveir kaflar af dreifikerfi RARIK í Skaga- firði sem settir verða niður í ár. Að sögn Jóhanns Svavarssonar, rafveitustjóra á Sauðárkróki, reynd- ist landið sem jarðstrengurinn var lagður um fremur erfitt. Þannig varð að grafa fyrir strengnum á kafla næst Skeiðsfossvirkjun en fjær var hægt að nota plóginn. Jafnhliða þessu voru settar niður fjórar jarðstöðvar. Þar var ný gerð tekin í notkun sem ætlað er að leysa plastkúlumar, sem flestir kannast líklega við að einhveiju leyti af hólmi. Ekki verður annað sagt en þessi nýja gerð falli mun betur að umhverfinu en kúlumar. Jóhann sagðist telja að eftir þessa fram- kvæmd væru Fljótin orðin nokkuð góð hvað dreifikerfið varðaði enda hefði verið gert mikið átak við að koma verstu ísingarsvæðunum í jörð á síðustu ámm. -ÖÞ Póstur og sími: Starfsmönnum ekki sagt upp - segir Hrefna Ingólfsdóttir „Það er ekki rétt að starfsmönn- um Pósts og síma hafi verið sagt upp störfum frá næstu áramótum. Þvert á móti hafa flestir fastráðnir starfsmenn þegar fengið sent heim til sín tilboð um sambærilegt starf og ráðningarsamning sem þeir hafa verið beðnir um að skrifa undir," segir Hrefna Ingólfsdóttir, upplýs- ingafulltrúi hjá Pósti og síma vegna umræðu um uppsagnir starfsfólks hjá fyrirtækinu vegna breytinga þess úr opinberu fyrirtæki í hlutafé- lag. „Á næstunni verður auk þess samið sérstaklega við þá sem gegna yfirmannsstörfúm. Fljótlega munu fara í gang kjarasamningar við stéttarfélög starfsmanna en gildandi kjarasamningar renna út um ára- mótin. í fyrradag funduðu forsvars- menn hins nýja hlutafélags og yfir- maður starfsmannahalds með tals- mönnum rafiðnaðarmanna hjá Pósti og síma og lögfræðingi þeirra. Sá fundur var gagnlegur og þar komu rafiðnaðarmenn með ábend- ingar sem tekið verður tillit til. Það er því engin ástæða fyrir rafiðnað- armenn eða aðra starfsmenn Pósts og síma að óttast um starfsöryggi sitt,“ segir Hrefna. -RR Halldór Ásgrímsson færði Stúdentaráöi eina og hálfa milljón króna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar til að styrkja háskól- ann í Bosníu. Halldór er lengst til vinstri á myndinni, þá Sveinbjörn Björnsson, rektor Háskóla íslands, og Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Stúdentaráös. DV-mynd ÞÖK Minningartónleikar um Ingimar Eydal: Forsala aðgöngumiða er hafin DV.flkureyri:___________________________ Forsala aðgöngumiða á minning- artónleikanna um hinn dáða hljóm- listarmann, Ingimar Eydal, sem fram fara í íþróttahöllinni á Akur- eyri 20. október er hafin og eru mið- ar seldir í forsölu í versluninni Bók- vali og í Tónabúðinni á Akureyri og í Reykjavík. Eins og fram hefur komið mun stór hópur landsþekktra tónlistar- manna koma fram á tónleikunum og gefa þeir allir vinnu sína. Til- gangur tónleikanna er einnig að safna fé í minningarsjóð um Ingi- mar og á að verja því fé til kaupa á vönduðum konsertflygli sem verður í vörslu Tónlistarfélags Akureyrar. í tengslum við tónleikana kemur út geisladiskur Gunnars Gunnars- sonar sem hann tileinkar minningu Ingimars og inniheldur diskurinn m.a. lag eftir Ingimar og annað sem Gunnar hefur samið sérstaklega minningu hans. Einnig kemur út á tónleikadaginn geisladiskurinn Kvöldið er okkar sem inniheldur úr- val laga með hljómsveit Ingimars Eydals. Miðaverð á tónleikana er þúsund krónur fyrir fullorðna en Hækkandi neysluvísitala: Lækkun bílatrygginga dugði ekki Hagstofan hefur reiknað út nýja neysluvísitölu miðað við verðlag í byrjun október. Vísitalan hækkaði um 0,1% frá september sl. og nemur 178,5 stigum. Verðlækkun bilatrygg- inga, sem lækkaði vísitöluna um 0,31%, dugði ekki til því töluverð hækkun grænmetis vó þyngra. Síðustu tólf mánuði hefur neyslu- vísitalan hækkað um 2,1%. Undan- fama þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,9% sem jafngildir 3,7% verðbólgu á ári. Neysluvísitalan gildir til verð- tryggingar í nóvember 1996. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 3.524 stig fyrir nóvembermánuð. Þess má geta að Hagstofan birtir yfirlit yfir verðbólgu í nokkrum ríkj- um frá ágúst í fyrra til ágúst í ár. Þar kemur fram að verðbólgan á íslandi var hærri en í nágranna- og við- skiptalöndum okkar. Hér mældist hún 2,6%, var 2,3% að meðaltali í rikjum Evrópusambandsins og 1,9% í helstu viðskiptalöndum íslendinga. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.