Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 9 Utlönd Mobutu, forseti Saírs, rýfur þögnina um hútúana: Flóttamennirnir fari aftur heim Mobutu Sese Seko, forseti Saírs, hefur slegist í lið með þeim sem vilja senda aftur til sins heima rúm- lega eina milijón flóttamanna af ætt- bálki hútúa sem komast hvorki lönd né strönd vegna styrjaldarátaka í austurhluta Saírs. Kanadísk stjómvöld buðust í gær til að leiða fjölþjóðlegar sveitir sem eiga að tryggja að matvælaaðstoð berist flóttamönnunum og jafnframt að tryggja að þeir komist á brott frá átakasvæðunum. Jean Chrétien, forsætisráðherra Kanada, hvatti Sameinuðu þjóðimar til að heimila hjálparsveitirnar „svo fljótt sem auðið er“. „Ef umheimurinn grípur ekki í taumana er meira en ein milljón maxmslífa í hættu,“ sagði Chrétien á fundi með fréttamönnum í Ottawa. En af afdráttarlausri yfírlýsingu Mobutus að dæma verður helsta hlutverk fjölþjóðaliösins að fylgja flóttafólkinu aftur heim til Rúanda. Mobutu hefur til þessa verið talinn vemdari hútúmannanna sem þora ekki að snúa heim af ótta við hefnd- araðgerðir tútsímanna vegna fjölda- morða árið 1994 þegar allt að milfj- ón tútsímanna var myrt. „Flóttamennfrnir valda mörgum vandamálum," sagði Mobutu í sjón- varpsviðtali í Frakklandi þar sem hann er að ná sér eftir skurðaðgerð vegna krabbameins. „Allir ættu því aö fara heim og sérhver ríkisstjóm ætti að bera ábyrgð á eigin þegnum.“ Flestir hútúmannanna em frá Rúanda en eitthvað er um Búrúndí- menn í þeirra hópi. Starfsmenn hjálparstoöiana segja að þúsundir flóttamannanna kunni að deyja af völdum hungurs og sjúk- dóma ef hjálp berst ekki til þeirra. Kólera hefur gert vart við sig í búð- um 250 þúsund flóttamanna í aust- urhluta Saírs. Chrétien sagði í gær að fyrstu kanadísku hermennimir gætu farið til Saírs innan tveggja sólarhringa frá því ákvörðun um að senda þang- að lið væri tekin. Fyrst yrði 350 manna lið sem er sérþjálfað í að veita neyðaraðstoð, bæði heima og erlendis. Fjölmörg ríki hafa lýst vilja sín- um til að senda lið til Saírs en beð- ið er eftir að Bandaríkjamenn til- kynni um afstöðu sína. Þeir hafa ekki enn tekið ákvörðun um hvort þeir styðji slíkt fjölþjóðalið. Reuter Fyrirsætan og leikkonan Liz Hurley er hér í hlutverki Delilah í nýrri útgáfu á Sampson og Delilah sem sýnd veröur i bandaríska sjónvarpinu í desember. Myndin var tekin í Marokkó. Símamynd Reuter Prestur gortaði af misnotkun á drengjum á Internetinu Rómversk-kaþólskur sóknarprest- ur í Durham í norðurhluta Eng- lands var í gær dæmdur fyrir að misnota fjóra unga drengi og nota Intemetið til þess að segja öðrum bamaníðingum frá glæpum sínum. Presturinn var auk þess búinn að koma sér upp risastóru safni af klámmyndum af drengjum á íjórum tölvum sínum. Saksóknari sagöi fyrir rétti í Newcastle að þetta væri í fyrsta sinn í Englandi sem tengsl hefðu fundist milli samskipta á netinu um klám við aðra bamaníðinga og raunverulegrar misnotkunar á bömum. Presturinn, sem játaði sig sekan um 12 ákæruatriði, var handtekinn i desember síðastliðnum. Lögreglan fór í sókn hans eftir að hafa gert skyndileit á heimili annars bama- níðings og fundið 37 númer hjá tengiliðum á Internetinu. Mörg bamaníðingsmál hafa komið upp hjá kaþólsku kirkjunni í Bret- landi, írlandi og Bandaríkjunum en á þessum stöðum er nú í auknum mæli farið að ræða um hvort leyfa eigi prestum að kvænast. Reuter lofti 99,97% hreinu) Stillanlegur sogkraftur < Stillanlegt Sogrör • Fylgihlutageymsla 1 Tveir auka sogstútar • Inndraganleg snúra 1 Rykpoki 4 lítrar • 1400 vött • Þyngd 7 kg 1 Vampyr 6100 • Fjórföld ryksíun • Stillanlegur sogkraftur • Fylgihlutageymsla • Tveir auka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 4 lítrar • 1300 vött • Þyngd 7 kg Vampyr 5010 Fjórföld ryksíun • Stillanlegur sogkraftur • Tveir auka sogstútar • Inndraganleg snúra • Rykpoki 4 lítrar 1300 vött • Þyngd 6 kg • B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 533 2800 Umbo&smenn um allt land Reykjavfk: Byggt og Ðúiö Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni E.Hallgrímsson, Grundarfiröi. Vestflrölr:.Rafverk,Bolungarvík.Straumur,ísafirði. Noröurland: Kf. Steingrímsfjaröar, Hólmavík. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö.Sauöárkróki. KEA, byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urö, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfirðinga, Fáskrúösfirði.KASK, Höfn Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergsson, Kirkjubœjarklaustri. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. „ Vantar þig varahlutmn? Við komum honum til þín strax á morgun!u Þéttriðið þjónustunet Landflutninga Samskipa tryggir að viðskiptavinir á öllum helstu þéttbýlisstöðum landsins fá vörur sínar til sín strax daginn eftir að þær fara frá Reykjavík. (Vörur sem sendar eru á I / föstudegi koma þó á mánudegi.) Til að tryggja að vörur komist með ^^bílum samdægurs þurfa þær að hafa borist a.m.k. klukkustund fyrir SAMSKIP Skútuvogi 8, Reykjavík. Sími: S69-8400. Fax: 569-8657. Afgreiðslutími: Mánudaga-Jimmtudaga 8-17,föstudaga 8-16 Hðnnun: Gunnaf Stainþótsaon / FlT / BO-02 86-018

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.