Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1997, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 1997 Hollustukreppa „Ég ákvað að hætta vegna þeirrar hollustukreppu sem ég var kominn í. Ég sá að ég gat ekki verið að halda utan um ein- hver áróðursmál hjá BSRB og haft atvinnu af því að skamma konuna mína.“ Hjörleifur Sveinbjörnsson, eig- inmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, í DV. Á rangri hillu „Ætli þetta sýni ekki að ég hafi alltaf verið á rangri hillu í boltanum sem varnarmaður.“ Guðni Bergsson eftir að hafa skorað tvö mörk, í DV. Engin sérstök ánægja „Ég hef enga sérstaka ánægju af að koma Halim á bak við lás og slá.“ Sophia Hansen, í Degi-Tíman- um. Ummæli Falleinkunn fyrir Al- þýðubandalagið „Er það ekki algjör fallein- kunn fyrir forystumenn Alþýðu- bandalagsins að nýfijálshyggju- menn taki Þjóðviljann, eina al- vörumálgagn sósialisma og verkalýðsbaráttu fyrr og síðar, kverkataki. Ólafur Árnason, i lesendabréfi í DV. Vasapeningar og unglingarnir „Svona milli klukkan 3 og 5 á daginn erum við aðallega í því að keyra út til unglinga. Vasa- peningar þeirra koma hingað." Pétur Þór Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Hróa Hattar, í Degi-Tímanum. Viðbrögð tunglfara Hann er ekki fjölmennur hópur þeirra manna sem hafa farið til tunglsins enda hefur ekki verið farin tunglferð síðan í byrjun átt- unda áratugarins. Að vera í ná- lægð og stíga fæti á tunglið hefur vakið upp sterk við- brögð hjá tunglfórum og fleygar setn- ingar í alvöru og í gríni hafa komið af vör- um tunglfara. Frægust er að sjálfsögðu setning Neils fánann á tunglið. Armstrongs, fyrsta timglfarans, sem sagði þeg- ar hann steig á yfirborð trmglsins: „Þetta er lítið skref fyrir mann- inn en stórt stökk fyrir mannkyn- ið.“ James Lowell, reyndastur allra geimfara, sló á létta strengi eftir fyrstu tunglferðina um jólin 1968 (þá var ekki lent á tunglinu). Þeg- ar geimfarið var lent heilu og höldnu á jörðinni sagði hann við fjarskiptastöðina í Houston: „Látið vita af því að jólasveinninn er til.“ Blessuð veröldin Charles Conrad, sem var í annarri tungllendingunni í nóv- ember 1969, var beðinn að lýsa yf- irborði tunglsins. Eftir smástrmd sagði hann: „Ef ég ætti að finna eitthvað sambærilegt á jörðinni þá mundi ég fara út úr húsinu mínu og horfa á bílastæðið mitt.“ Alfred Worden, sem var á tunglinu í byrjun ágúst 1971, sagði: „Nú veit ég hvers vegna ég er hér, ekki til að horfa á tunglin heldur til að sjá jörðina." Harrison Schmitt, sem var í sjöttu tunglferðinni í desember 1972, sagði þetta eftir að hafa stig- ið fæti á tunglið: „Þetta er stór- kostlegasta stund í lífi mínu. Þetta er eitthvað sem hver einasti maður ætti að gera einu sinni á lífsleiðinni." Aldrin, einn tunglfara, hefur sett bandaríska Slydda og éljagangur Grunnt lægðardrag á Grænlands- sundi hreyfist norðaustur. 1034 mb hæð er yfir Ermarsundi. Lægðardrag er um 500 km suðaustan við Hvarf og verður við suðvesturströndina sið- degis. Veðrið í dag 1 dag verður suðvestan stinning- skaldi eða allhvasst en sums staðar hvasst. Lægir smám saman. Suðvest- an- eða sunnangola eða kaldi síðdeg- is. Um landið sunnan- og vestanvert verða él en léttskýjað austan til. Síð- degis verður slydda um sunnanvert landið en síðan éljagangur norðan til. Hiti verður nálægt frostmarki sunn- an til en vægt frost um landið norð- anvert. Á höfuðborgarsvæðinu verður hægt minnkandi suðvestanátt, stinn- ingskaldi eða allhvasst og él í fyrstu. Breytileg átt, gola eða kaldi og slydda síðdegis. Snýst í norðankalda með kvöldinu. Hiti nálægt frostmarki. Sólarlag í Reykjavík: 19.17 Sólarupprás á morgun: 07.56 Síðdegisflóð f Reykjavík: 20.17 Árdegisflóð á morgun: 08.40 Veöriö kl. ^kureyri 6 í morgun: snjóél -1 Akurnes léttskýjaö 1 Bergstaöir skafrenningur 3 Bolungarvík snjóél -5 Egilsstaöir léttskýjaö -1 Keflavíkurflugv. skafrenningur -0 Kirkjubkl. léttskýjaö 1 Raufarhöfn snjóél -3 Reykjavík snjóél á síð.kls. -1 Stórhöföi snjóél á sið.kls. 3 Helsinki þokumóöa -1 Kaupmannah. þokuruðningur 1 Ósló léttskýjaö -3 Stokkhólmur heiöskírt 2 Þórshöfn léttskýjað 5 Amsterdam þoka 3 Barcelona heiöskýrt 8 Chicago léttskýjaö 7 Frankfurt þokumóöa 3 Glasgow mistur 7 Hamborg þoka 3 London þokumóða 4 Lúxemborg heiöskírt 7 Malaga léttskýjaö 11 Mallorca lágþokublettir 3 Paris þokumóöa 4 Róm þokumóöa 8 New York skýjaö 7 Orlando hálfskýjað 21 Nuuk snjóél á síö.kls. - -19 Vín léttskýjaó 1 Washington heiöskirt 8 Auðunn Kristinsson, stýrimaður og sigmaður: Byrjaði sem messagutti hjá Gæslunni „Þetta er búið að vera einstak- lega viðburðarík vika í vinnunni, fyrst var það björgun áhafnar Vík- artinds af strandstað og svo kom björgunin í fyrradag á skipbrots- mönnum af Disarfellinu, sem er eitthvað það rosalegasta sem ég hef lent í,“ segir Auðimn Kristinsson sigmaður sem ásamt öðrum úr áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur tvisvar á fáum dögum unnið mikið björgunarafrek. Auðunn segir þetta hafa verið mikla reynslu: „Ég hef aldrei lent áður í að bjarga mönnum af strand- staö eða úr sjó þannig að þetta var mikil lífsreynsla. Aðkoman að staðnum þar sem Dísarfellið sökk var virkilega ljót, brak og olía úti um allt og mannskapurinn bundinn saman, fyrir utan tvo.“ Maður dagsins Auðunn vill taka það fram að for- sendan fyrir því hvað björgunarað- gerðir tókust vel á sunndaginn hafi verið góður undirbúningur áhafn- arinnar á Dísarfellinu sem batt sig saman nema tveir: „Það hefði verið mun erfíðara að finna mennina sem allir voru orðnir löðrandi í olíu hefðu þeir verið sinn í hverju lagi. Auöunn Kristinsson. Auðunn segir að flest útköll séu sjúkraútköll út á land eða að ná í veika og slasaða sjómenn og hefur hann í slikum tilfellum sigið niður í skip: „Það er allt önnur tilílnning að síga niður í sökkvandi skip eða þá niður í háar öldurnar." Að baki björgunarafrekanna ligg- ur mikil æfing: „Björgunaraðgerðir eru æfðar tvisvar í viku og það má með sanni segja að æfingamar hafi skilað sér auk þess sem Líf hefur staðist allar þær væntingar sem gerðar voru til hennar." Það var sama áhöfn sem tók þátt í björgun skipverja af Dísarfellinu og Víkartindi en margt var öðru- vísi: „Það var miklu lengra flug að Dísarfellinu eða um sex klukkutím- ar, viö tókum með okkur aukatank og í bakaleiðinni þurftum við að lenda á Höfti til að taka bensín." Auðunn er búinn að starfa lengi hjá Landhelgisgæslunni og starfar sem stýrimaður: „Ég byrjaði sem messagutti fyrir mörgum árum hjá gæslunni fór síðan í stýrimanns- nám og hef starfað síðan hjá gæsl- unni og aðalstarf mitt er stýrimað- ur. Ég er núna á flugvélum og hef verið í tvö ár en það kemur að því að ég fari aftur til sjós. Við emm fjórir stýrimennimir sem skipt- umst á að vera á flugvélunum." Fram undan er vikuvakt hjá Auðunni á Fokker Landhelgisgæsl- unnar. Þegar minnst var á áhuga- mál hjá Auðunni sagðist hann vera mikið fyrir útivem: „Ég hef gaman af að fara á skíöi og stunda skot- veiðar, þá hef ég áhuga á jeppaferð- um og er að koma saman gömlum jeppa og gera hann gangfæran." Eiginkona Auðuns er Sigrún Inga Kristjánsdóttir og eiga þau tvö böm. -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1756: ©__________________-Ey Þo'k,—4— Kynbætur Myndgátan hér aö ofan lýsir orðasambandi. DV Tveir leikir í körfunni Úrslitakeppnin í köfúboltanum heldur áfram í kvöld og nú er komið að öðrum leik liðanna. Skallagrimur mátti þola stórt tap í Grindavík á sunnudaginn. í leik númer tvö, sem er í kvöld, er hann á heimavelli í Borgarnesi og verður örugglega ekki auðveld bráð fyrir Grindvíkinga. KR vann einnig sinn heimaleik gegn ÍA en ÍA verður að teljast sigur- stranglegra á sínum heimavelli. Báðir leikirnir heíjast kl. 20.00. íþróttir Á sama tíma er einn leikur í 1. deild handboltans, í Vestmanna- eyjrnn leika ÍBV og Haukar og er um frestaðan leik að ræða. Abegg-tríóið í Gerðarsafni í kvöld heldur Abegg-trióið tónleika í Listasafhi Kópavogs, Gerðarsafhi. Þetta era lokatón- leikar á ferð tríósins um Norður- löndin og Eystrasaltsríkin. Abegg-tríóið var stofnað 1976 og dregur nafn sitt af Abegg-til- brigðum eftir Schumann. Tríóið hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga og haldið tón- leika í yfir þrjátíu löndum og hljóðritaðar hafa verið yfir tutt- ugu geislaplötur með tríóinu. Tónleikar Á eftiisskránni er píanótríó í c-moll ópus 101 eftir Brahms, píanótríó í d-moll ópus 49 eftir Mendelssohn- Bartholdy og pía- nótríó í b-dúr ópus 99 eftir Schubert. í tríóinu eru Ulrich Beetz fiðla, Birgit Erichson lág- fiðla og Gerrit Zitterbart píanó. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Bridge Undanúrslit íslandsmótsins í sveitakeppni fóra fram um síðustu helgi og þar urðu tvær sterkar sveit- ir að lúta í gras og sætta sig við að komast ekki í úrslitin. Sveit Mar- vins (A-styrkleiki) og Roche (B- styrkleiki) komust ekki áfram i sín- um riðlum en sveitir Málningar og Símonar Símonarsonar, sem komust inn í undankeppnina sem varasveitir, komust inn í sjálfa úr- slitakeppnina. Hinar 8 sveitirnar í úrslitum era Hjólbarðahöllin, Landsbréf, Búlki, Samvinnuferðir, Anton Haraldsson, Eurocard, VÍB og Sparisjóður Mýrasýslu (E-styrk- leiki). Sveit Antons sýndi mikinn styrk, vann alla sína leiki og fékk 159 stig af 175 mögulegum. Spilin í undankeppninni voru forgefrn og sömu spil spiluð í öllum leikjum. Skipting spilanna var venju fremur villt í 5. umferð og eftirfarandi spil er eitt þeirra. Nokkur pör „villtust“ alla leið í alslemmu í tígli eða hjarta á hendur NS. Austur gjafari og allir 4 52 44 Á108432 ♦ KD1096 * — S * DG97432 4 ÁKG «4 D97 4 ÁG73 * Á108 I alslemmu koma tvær leiðir til greina í úrspilinu. Önnur er sú að leggja af stað með hjartadrottningu í trausti þess að negla gosann ein- spil hjá austri og það fannst á minnsta kosti tveimur borðum í alslemmu. Hinn möguleikinn er sá að spila einfaldlega hjarta á ásinn og vonast til þess að kóngur komi einspil frá vestri svo svína megi fyr- ir gosann hjá austri. Einn sagnhaf- anna í sjö reyndi þessa leið með slökum árangri. Spilið er rándýrt í samanburðinum og skapar 30 impa sveiflu ef gert er ráð fyrir því að spiluð sá hálfslemma á öðru borð- inu og alslemma á hinu. ísak Örn Sigurðsson á hættu: 4 10876 «4 K65 4 854 * K65

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.