Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1997, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIB SI'MINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fulirar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst óháð dagblað FÖSTUDAGUR 14. MARS 1997 Bjargvættir í Helgarblaði DV kennir að venju margra grasa. Rætt verður við Benóný Ásgrímsson, flugstjóra á TF-LlF, sem bjargaði frækilega 29 mönnum úr sjó af Vikartindi og Dísarfellinu, og eigin- konu hans sem er deildarstjóri á gjör- gæsludeild SR. Einnig verður spjallað við Pál Halldórsson, yfirflugstjóra Landhelgisgæslunnar, sem bjargaði tíu mönnum í vikunni. Spjallað verð- ur við Sigurð Pálsson rithöfund og Magnús L. Sveinsson verkalýðsleið- toga auk umfjöllunar um fyrstu tón- leika Gus Gus í útlöndum sem fram fóru i London. -em/bjb Minkur í mannabústaö: Stakk sér í kló- settið og hvarf DV, Dalvik: Húsráðendum á Þorsteinsstöðum i Svarfaðardal brá heldur betur ný- lega þegar þeir urðu varir við að minkur hafði gert sig heimakominn í íbúðarhúsinu. Halldór Gunnlaugsson bóndi varð var við að einhver skepna var í eld- húsi og vaskahúsi en það tók hann nokkra stund að átta sig á að mink- ur var á ferð. Þegar dýrið varð vart mannaferða tók það strikið inn á baðherbergi og horfði Halldór á það stinga sér í klósettið og hverfa. Greinilegt var að dýrið þekkti út- gönguleiðina og hafði trúlega komið þá leið inn í húsið. Halldór kveðst ekki hafa heyrt um sambærileg tilvik áður og telur að umrætt dýr sé full- orðið og villt. Síðustu daga hefur kló- settið á Þorsteinsstöðum verið tryggi- lega lokað en fólki líður ekki vel með- an óljóst er um afdrif minksins. -hjá Bankamenn strand Samningaviðræður bankamanna og viðsemjenda sigldu í strand í nótt. Sáttasemjari þarf lögum sam- kvæmt að leggja fram sáttatillögu í dag og atkvæði um hana verða greidd í næstu viku. -sv Vonir aö vakna um lausn í yfirstandandi kjaradeilu: Ætla að reyna að fá skattatillögun- um breytt Samkvæmt heimildum DV er unnið að því að fá ríkisstjórnina til að gera þær breytingar á skattapakka sínum að hækka bæ- tumar til hinna lægst launuðu. Það hefur verið gagnrýnt mjög harðlega síðan skattapakkinn var opnaður hve hlutur hinna lægst launuðu er lífill. Takist þetta er það mat manna að samningar gætu tekist mjög fljótlega. Heim- ildarmenn DV benda á að úrslit kosninga um allsherjarverkfalls- boðun 23. mars sé svo eindregin að verkalýðsfélögin geti ekki snú- ið til baka með sama samning og samið var um við Iðju, VR og raf- iðnaöarmenn. „Ég er ekki vonlaus um að samningar takist um helgina og það væri ansi erfitt ef það gerðist ekki. Þá má fastlega búast við að allt fari i harðan hnút. Og ef svo illa færi að allsherjarverkfall hæf- ist 23. mars, eins og boðað hefur verið, mun það standa fram yfir páska og eftir því sem lengra líð- ur verður erfiðara að snúa viö,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, í morgun. „Mér finnst þetta ganga ósköp hægt. Vinnuveitendm eru enn að bjóða okkur sama samning og þeir gerðu við Iðju og VR og Raf- iðnaðarsambandið. Það gengur ekki. Ef menn átta sig ekki á því stefnir beint í átök. Að maður tali nú ekki um eftir niðurstöðuna í verkfallskjörinu í gær þar sem 91 prósent þeirra sem kusu vilja fara í verkfall til að fylgja eftir kröfum sinum. Mitt mat er að það sé fé- lagslega útilokað fyrir okkur að komast út úr þessu ef við ekki sjá- um 70 þúsund króna lágmarks- laun í tilboði vinnuveitenda," sagði Halldór Bjömsson, formað- ur Dagsbrúnar, í morgun. Á sunnudagskvöld hefst verk- fall bensínafgreiðslufólks í Reykjavík hafi samningar ekki tekist. Hafnarverkfall í Reykjavík og Hafnarfirði hófst á miðvikudag og verkfall í Mjólkusamsölunni hefur staðið síðan á mánudag. Búið er að hoða allsherjarverk- fall hjá Flóabandalaginu svokall- aða 23. mars næstkomandi hafi samningar ekki tekist. Þetta eru verkalýðsfélögin Framsókn, Dags- brún, Hlíf í Hafnarfirði og Verka- lýðs- og sjómannafélag Keflavík- ur. -S.dór Þyrlan flutti stúlkuna úr Skálafelli. DV-mynd S Slysí Skálafelli Stúlka var flutt með þyrlu Land- helgisgæslunnar, TF-SIF, á Sjúkra- hús Reykjavikur eftir að hafa slasast efst uppi á Skálafelli í gær. Stúlkan fékk stól úr stólalyftunni yfir sig þegar hún hrasaði við að fara úr stólnum. Hún meiddist á höfði og baki og leist mönnum þannig á að ekki væri þorandi að flytja hana með bíl til byggða. Ung- ur piltm meiddist við svipaðar að- stæður í fyrradag en hann fékk áverka á höfuð. Engar upplýsingar fengust um líðan stúlkunnar á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í morgun en þess getið að nokkur fiöldi slysatilfella hefði komið úr Skálafelli í gær. -sv Nýr banki sagðurí uppsiglingu „No comment," sagði Bjarni Ár- mannsson, framkvæmdastjóri Kaup- þings, þegar hann var spurður um stofnun nýs banka á íslandi í morgun. Sterkur orðrómm er nú um stofn- un nýs banka í samvinnu við er- lenda bankastofnun en í viðtali í morgunútvarpi rásar 2 í morgun sagði Pétur Blöndal að hann grun- aði að verið væri að hugleiða slíkt. Kunnm maðm í fiármálaheiminum segir við DV að stofnun nýs banka hafi verið í athugun alllengi og sé komið að því að taka ákvörðim. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta en menn eru alltaf að hugleiða hlutina," sagði Bjami Ármannsson. -SÁ Steinsstaöamálið: 8 ár fýrir að bana systur sinni Hæstiréttm dæmdi í gær Gest Ei- rík Eggertsson, bónda á bænum Steinsstöðum í Öxnadal, í 8 ára fang- elsi fyrir stórfellda líkamsárás á 62 ára systur hans, Sigríði, með högg- um, hrindingum og hálstaki sem leiddi til þess að hún lét lífið á bæn- um í lok april á síðasta ári. -Ótt Sex og sjö ára krakkar í Seljaskóla nýttu sér góða veðrið í gær og léku sér á þotum á skíðasvæði Breiðhyltinga. Krakkarnir létu það ekki á sig fá þó kuldaboli biti aðeins í kinnarnar. DV-mynd ÞÖK ÞARNA ER EKKI TIL SETUNNAR 30Ð\Ð\ Veðriö á morgun: Frost um allt land Á morgun er gert ráð fyrir suð- austankalda og skýjuðu veðri suðvestanlands en hægri suðaust- lægri eða breytilegri átt og létt- skýjuðu í öðrum landshlutum. Frost verðm um allt land, mest í innsveitum norðanlands. Veðrið í dag er á bls. 36 533-1000 Kvöld- og helgarþjónusta 7 MERKILEGA MERKIVELIN brother pt 2^ islenskir stafir 5 leturstærðir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar í tvær linur Verð kr. 6.995 Nýbýlavegi 28 Simi 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.