Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1997, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 15. MARS 1997 funglíngar •k ★ Berglind og Benedikt stefna á heimsmeistaratitil í dansi um páskana: Annað og meira en spariföt og tjútt Þau Berglind Ingvarsdóttir, 15 ára, og Benedikt Einarsson, 16 ára, undirbúa sig þessa dagana fyrir óopinbert heimsmeistaramót ungl- inga í dansi sem haldið verður í Blackpool á Englandi í lok mánað- arins. Þau ætla sér enga meðal- mennsku á því móti heldur stefna á heimsmeistaratitil. Kunnugir segja möguleika þeirra töluverða en Berg- lind og Benedikt hafa áður hampað fyrstu verðlaunum í þessari gleði- borg á vesturströnd Englands. Þá voru þau 10 og 11 ára og nýbyrjuö að dansa saman. Árangurinn vakti mikla athygli ytra og var mikið skrifað um þau í blöðin. Síðan hafa Berglind og Benedikt dansaö sig til margra verðlauna. Þar má nefna fyrstu verðlaun í latnesk-amerísk- um dönsum á Copenhagen Open í febrúar sl. en það er ein stærsta danskeppni sem haldin er á Norður- löndum. Urðu þau 1 fjórða sæti í standarddönsum í sömu keppni. Blaðamaður hitti þau Berglindi og Benedikt í Dansskóla Jóns Pét- urs og Köru á dögunum þar sem þau æfa af kappi upp á hvem dag. Þau segja að þó sigur í keppnum sé sætur og kastljósið beinist að þeim á því augnabliki liggi gríðar- lega harðar og strangar æfingar og vinna að baki. „Þegar fólk sér okkur brosandi í failegum fotum og vel til höfð hefur það sjaldnast hugmynd um hve mik- il vinna liggur að baki. Margir halda að maður fari bara í sparifót- in og skelli sér í tjúttið. Þegar mað- ur er i dansi af alvöru verður að æfa mjög mikið og gefa sig allan í þetta. Venjulega æfum við þrisvar í viku en þegar líður að keppnum æfum við nánast hvem einasta dag og marga tíma í senn. Það kemst ekkert annað að en dansinn. Dans er alvöru íþrótt,“ segja þau Berglind og Benedikt. Hún er nemi í Garða- skóla í Garðabæ og hann í Víði- staðaskóla í Kópavogi. Eins og systkini Þau segja aðalmarkmiðið að sigra í Blackpool en vegna aldurs er þetta í síðasta skipti sem þau mega taka þátt í unglingakeppninni. Berglind hefur dansað sl. 10 ár en Benedikt fór fyrst að dansa 10 ára gamall. Hann þekkir ekki annan dansfélaga. - En hvernig samband er á milli ykkar? Margir spyrja sjálfsagt hvort þið séuð saman, séuð kæmstupar? „Það erum við ekki, viö erum bara góðir vinir. Ef danspar er líka kærustupar getur sambandið orðið mjög eldfimt og orðið þess valdandi að allt springur, bæði sambandið á gólfinu og utan þess. Sambandi okk- ar má reyndar stundum líkja við hjónaband en nær væri að líkja því við vináttu systkina." - En er pláss fyrir önnur áhuga- mál? „Við höfum mörg áhugamál en getum ekki sinnt þeim af neinni al- vöru. Þegar fólk kemst langt í dansi er ekki tími fyrir annað og það verða þeir sem ætla að leggja þetta fyrir sig að skilja. Dans á keppnis- plani krefst stöðugra æfinga og mik- ils sjáifsaga. Það nær enginn ár- angri með því að dútla í þessu eins og hverju öðru tómstundagamni. Æfingamar eru síður en svo ein- tómur dans á rósum. En aðalatriðið er að hafa gaman af þessu og þess vegna erum við að dansa.“ Mömmurnar allt í öllu En það kostar ekki aðeins tíma heldur einnig peninga að stunda dans. Þau eru svo heppin að njóta góðs stuðnings frá Holtakjúklingi og eru mjög þakklát fyrir það. Að öðr- um kosti gætu þau ekki stundað dansinn af alvöru. En þegar á reyn- ir kemur enginn í stað fjölskyldna þeirra beggja, sérstaklega mæðr- anna. „Mömmur okkar eru allt í öllu. Þær sjá um fotin, hafa okkur til, fara með okkur á keppnir og styðja okkur á allan hátt. Án þeirra gæt- um við einfaldlega ekki staðið í þessu. Pabbar okkar koma einnig á keppnir en mömmumar eru alltaf til staðar.“ Talið berst að fatnaðinum og kröfum tengdum honum. Þau segja að tískan breytist ekki svo mikið í Ballroom eða samkvæmisdönsum en hún sé sífellt að breytast í lat- nesk- amerískum dönsum eða latin. Berglind hefur þrjá kjóla með sér í keppnir og Benedikt tvö sett. Og svo fylgja nokkur pör af skóm. Ekki í atvinnumennsku í maí verður önnur danskeppni í Blackpool þar sen keppendur eru eldri og atvinnumennska komin í spilið. Hafa þau áhuga á atvinnu- mennsku í dansi? „Nei, ég held við nennum því ekki. Það getur varla verið skemmtilegt starf,“ segir Benedikt. Þau segja dansinn ekki hafa mik- il áhrif á tónlistarsmekk, þau spili sömu tónlist heima og aðrir ung- lingar. En hvemig er fyrir dans- snillinga eins og þau að fara á ball? * hin hliðin ★ ★ „Þaö nær enginn árangri meö því aö dútla í þessu eins og hverju ööru tóm- stundagamni. Æfingarnar eru síöur en svo eintómur dans á rósum. En aöal- atriöiö er aö hafa gaman af þessu og þess vegna erum viö aö dansa," segja Berglind og Benedikt. DV-mynd Pjetur Setja þau sig í stellingar eða dansa eins og hinir? „Við dönsum bara eins og hinir.“ Berglind og Benedikt segja nauð- synlegt að byrja snemma að taka dans alvarlega ef áhugi er á að ná langt. „Ég var mjög seinn í gang, hefði ekki mátt byrja mikið seinna en 10 ára,“ segir Benedikt. -hlh Haukur Guðmundsson, sá er syngur Kvöldin í bænum: Langar að renna mér niður Mælifellshnjúk Haukur Guðmundsson skaust skyndilega upp á íslenskan poppstjörnuhimin þegar Verslunarskólinn setti söngleikinn Saturday Night Fever eða Laugardagsfárið á svið við góöar undirtektir. Haukur fór með eitt viða- mesta sönghlutverkið í Laugardagsfárinu sem eigandi skemmtistaðarins þar sem hin frægu Travolta-spor eru stigin. En þó hætt sé að sýna Laugardagsfárið er Haukur síður en svo þagnaður. Lagiö Kvöldin í bænum, sem hann syngur, hefur verið í efstu sætum ís- lenska listans. Haukur segir geysiskemmti- legt að taka þátt i uppfærslu á söngleik og ekki útilokað að hann eigi eftir að syngja meira á sviöi. Þá segir hann afar skemmti- legt að leika og aö gaman væri að reyna fleira á því sviöi. Fullt nafh: Haukur Guðmundsson. Fæðingardagur og ár: 11. júní 1977. Unnusta: Hildur Hallgrímsdóttir. Börn: Engin. Bifreið: Landbúnaöarvélin. Starf: Nemandi í Verslunarskóla íslands. Laun: Engin. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei. Heyrðu jú, ég vann einu sini 50-kall í Happaþrennu. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Renna mér á snjóbretti og ríða út. Ég er mik- ið í hestum. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Hanga heima um helgar og hafa ekkert að gera. Uppáhaldsmatur: Kínamatur. Uppáhaldsdrykkur: Mjólk. Hvað íþróttamaður stendur fremstur f dag? Jón Amar Magnússon. Uppáhaldstímarit: Eið- maka? Naomi Campbell. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjóminni? Hlynnt- r. Hvað persónu langar þig mest til að hitta? Jamiroquai. Uppáhaldsleikari: Quentin Tarantino. Uppáhaldsleikkona: Wynona Ryder. Uppáhaldssöngvari: Ro- bert Plant. Uppáhaldsstjómmála- maður: Jón Baldvin Hannibalsson. Uppáhaldsteikni- myndapersóna: Hómer Simpson. Uppáhaldssjón- varpsefni: X-Files og Vísitölufjöl- skyldan sem var á Stöð 3. Uppáhaldsmat- sölustaður/veit- ingahús: Grillið á Hót- el Sögu. Haukur Guömundsson segir ekki útlokaö aö sviöi. Hvað bók langar þig mest að lesa? Ég hef enga í huga í augnablikinu. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? X-iö. Uppáhaldsútvarpsmaður: Sig- valdi Kaldalóns. Hverja sjónvarpsstöðina horfir þú mest á? Ég horfi mjög lítið á sjónvarp þar sem ég hef yfirleitt nóg annað að gera. Uppáhaldssjónvarpsmað- ur: Kolfinna Baldvinsdóttir. Uppáhaldsskemmti- staður/krá: Bíóbar- ^ inn, niðri. Uppáhaldsfélag í l-J* V iþróttuni: Stjarn- an. Stefnir þú að einhveiju sér- stöku í fram- tfðinni? Að verða ríkur. Annars er svo margt á döfinni og erfítt að segja. Mig langar mjög til að renna mér nið- ur Mælifellshnjúk einhvem tíma í líf- inu. Hvað ætlar þú að gera 1 sumarfríinu? Vinna, von- andi. Annars I er ekkert á t hreinu varð- m andi sumar- I 14 hann eigi eftir aö syngja aftur á DV-mynd Pjetur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.