Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 1997 9 Utlönd Borís Jeltsín Rússlandsforseti kynnir uppstokkun stjórnar sinnar: Umbótasinnarnir ráða öllu í efnahagsmálum Borís Jeltsín Rússlandsforseti kynnti langþráðar breytingar á stjórn sinni í gær þegar hann skip- aði unga umbótasinna í ráðherra- stöður og munu þeir hefjast handa þegar í dag við að hressa upp á efha- hag landsins. Á meðan bíða aðrir stjómarliðar eftir fréttum af því hvað verður um þá. Jeltsín skipaði hinn 37 ára gamla nafna sinn, Borís Nemtsov, umbóta- sinnaðan fylkisstjóra, í embætti fyrsta aðstoðarforsætisráðherra og slæst hann þar í lið með Anatolí Tsjúbaís, helsta höfundi einkavæð- ingaráætlunar rússneskra stjórn- valda sem Jeltsín skipaði nýlega í sama embætti. „Það er klárt að umbótasinnar hafa orðið ofan á í efnahagsliði stjórnarinnar," segir stjómmála- skýrandinn Sergei Markov. „Allt sem snýr að efhahagslífinu verður í höndum umbótasinna." Nemtsov, sem Jeltsín segir að sé eftii í forseta, mun leiða umbætur í félagsmálum, svo sem á velferðar- kerfinu. „Ég mun ekki segja ósatt, ég þigg ekki mútur og ég stel ekki. Ég mun skýra út fyrir þjóðinni allt sem ég geri, jafnvel ógeðfelldustu hlutina,“ sagði Nemtsov við fréttamenn. Hann hefur til þessa verið fylkis- stjóri í Nízhní Nóvgorod. Tsjúbais, sem einnig mun fá titil fjármálaráðherra, mun hafa yfirum- sjón með efnahagsmálum. Nokkrir íhaldssamir ráðherrar hurfu úr stjóminni við þessa nýju Borís Nemtsov, ungur umbótasinni á Uppleiö. Símamynd Reuter uppstokkun Jeltsíns eða þá að þeir voru lækkaðir í tign. Jeltsín tilkynnti enn fremur að hann ætlaði að loka nokkrum ráðu- neytum, þar á meðal iðnaðarráðu- neytinu og hergagnaiðnaðarráðu- neytinu. Uppstokkunin á ríkisstjórninni er tíl marks um að Jeltsín er aftur kominn á fullt í Kreml, eftir níu mánaða veikindi. Óvist er hins veg- ar hvort hann hefur persónulegan og pólitískan styrk til að halda það út. „Þetta er svo sannarlega sá Jeltsín sem hóf umbæturnar í Rúss- landi,“ sagði Alexander Livhits, sem missti embætti sitt sem fyrsti varaforsætisráðherra, við Interfax- fréttastofuna. Reuter Metafli upp úr sjón- um en gagnast svöngum lítt Fiskveiðar í heiminum hafa aldrei verið meiri en nú en ólíklegt er talið að það muni gagnast fátæk- um og hungruðum, að minnsta kosti ekki þegar til skemmri tíma er litið. Þetta kemur fram í skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ (FAO) sem kynnt var í gær. í skýrslunni er einnig talað um umhverfísspjöll sem mikil ásókn í fiskistofna hefur haft í fór með sér, einkum í Austurlöndum fjær og Kína þar sem efnahagslíflð vex hröðum skrefúm. Fjórir létust í eldsprengjuárás á kaffihús Fjórir Belgar týndu lífl í elds- voða sem kom upp í fjölbýlishúsi í Brussel í gærmorgun eftir að bensínsprengju hafði verið varp- að inn í kaffihús á jarðhæð húss- ins. Átta manns hafa verið yfir- heyrðir vegna árásarinnar, að sögn lögreglu. Fimm eru enn í haldi en ákæra hefúr ekki verið lögð fram. Reuter Þýski hönnuðurinn Karl Lagerfeld sýndi þessa kápu úr krókódíla- og hlé- barðaskinni á tískusýningu í París í gær. sfmamynd Reuter Feröamálafrömuðir æstir: Lögreglustjóri varar ferðafólk við Flórída Ferðamálafrömuðir í Flórída í Bandaríkjunum hafa ráðist harka- lega á lögreglustjórann i Leesýslu í suðvesturhluta ríkisins fyrir að hafa hvatt ferðamenn til að halda sig í burtu. Lögreglustjórinn lét þau orð falla í sjónvarpsþætti á föstudaginn að ekki væri á það hættandi fyrir ferðamenn að koma í heimsókn til Flórída þar sem hundruðum glæpa- manna hefði verið sleppt úr fang- elsi. „Ég myndi ekki ráðleggja nein- um, ekki einu sinni mínum eigin ættingjum, að koma. Ég tel það vera mjög hættulegt," sagði lögreglu- stjórinn. Ummæli lögreglusljórans hafa ekki bara vakið athygli í Bandaríkj- unum heldur einnig i Evrópu. Af ótta við glæpi hafa evrópskir ferða- menn fækkað ferðum sínum til Flórída. Á árunum 1992 til 1993 voru 9 evrópskir ferðamenn myrtir í Flórída. Ferðamálafrömuðir segja að grip- ið hafi verið til fjölda aðgerða á und- anfómum árum til að koma í veg fyrir ofbeldi gegn ferðamönnum. Embættismenn benda á að í öllum rikjum sé á hverju ári glæpamönn- um sleppt, oft áður en þeir hafa af- plánað fangelsisdóma sína. Hæstiréttur úrskurðaði í síðast- liðnum mánuði að stytta yrði vist þúsunda fanga vegna þrengsla í fangelsum. í síðustu viku var 300 fóngum í Flórída sleppt og í þessari viku fá 200 frelsi. Reuter CD Rekki 30x30x33 cm. Áður kr. 7,900. Nú:6,320.- Há kommoða 8 skúffur. 30x43x127 cm. Áðurkr. 39,950. Nú: 31,960.- Kommóða 5 skúffur. 57x40x98 cm. Áður kr. 39,950. Nú:31,960.- Kringlunni 0( (Lfttu við f kjallara Falleg húsgögn Framtíðareign tofjÍ RADGfíEIOSLUR \ EUROCARD ÍL’ij'i'iÉi:riiivn.^1 raö^rciöslur TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA Skrifborð - Snyrtiborð 97x46x74 cm. Áðurkr. 29,800. Nú:23,840.- Stóll nú kr. 5,520.- Skatthol 78x50x105 cm. Áður kr.35,800. Nú:28,640.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.