Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1997, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 1997 Mikið um að vera á bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur: Rúmlega 100 manns leita aðstoðar á hverjum sólarhring Það var mikið um að vera á slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykja- víkur þegar DV-menn kiktu þangað í heimsókn að kvöldlagi i síðustu viku. Á bráðamóttökuna getur fólk leit- að allan sólarhringinn ef það slasast eða veikist. Það er óhætt að segja að mikil aðsókn sé á bráðamóttökuna en þangað leita að meðaltali rúmlega 100 manns á hverjum sólarhring. Að koma inn á bráðamóttökuna minnir óneitanlega dálítið á hinn vinsæla bandaríska sjónvarpsþátt, Bráðavaktina. George Clooney og fé- lagar eru að vísu ekki á staðnum en þar er engu að síður einvalalið lækna og hjúkrunarfólks sem er á þönum að taka á móti og skoða sjúkl- inga. Frammi á biðstofunni bíður á þriðja tug manns eftir að komast að. Jón Baldursson, yfirlæknir á bráð- amóttökunni, er nýkominn á vakt- ina. Með honum eru tveir læknar og sex hjúkrunarfræðingar. Þeirra bíð- ur greinilega löng og ströng vakt. Týpiskt ástand „Það virðist ætla að vera óvenjumikið að gera núna. Ofan á bætist að það vantar einn lækninn þannig að við erinn bara þrír núna. Þetta er eiginlega týpiskt ástand en þetta hefst nú vonandi samt sem áður,“ segir Jón yfir- læknir. Sjúklingar héldu áfram að streyma inn á móttökuna en sem betur fer virtist enginn alvarlega slasaður. Sjúklingamir eru flokk- aðir í þrjá forgangsflokka, eitt, tvö og þrjú eftir alvarleika slysa. Þeir sem eru í þeim þriðja þurfa að bíða lengst þar en þeir sem eru skráðir í fyrsta eru taldir alvarleg- ast slasaðir. Húmorinn í lagi Einn sjúklingurinn mátti ekki vera að því að bíða. Hann hafði skráð sig inn í móttökuna en bætti því við að hann kæmi aftur eftir tvo klukku- tíma. Starfsfólk gantaðist með það að hann hefði eflaust skroppið í bíó á meðan. Húmorinn virtist í góðu lagi þrátt fyrir strembna vakt og læknar og hjúkrunarfólk sló á létta strengi þegar hægt var. „Það verður að vera hægt að halda húmornum í lagi og það er mesta furða hvað starfsfólkinu tekst vel til í þessari þrotlausu keyrslu. Oft á tið- um verður starfsfólk vitni að harm- leikjum en svo koma tímar þar sem vel tekst til og jafnvel mannslífum bjargað og það er auðvitað yndisleg tilfinning," segir Jón. -RR Hjúkrunarfræöingarnir Elisa Arnardóttir og Eyrún Jónsdóttir aö störfum í aögerðastofu á bráöamóttökunni. Hér eru þær að setja gifs á fótinn á Hólmfríði Sigurðardóttir, sem slasaöist þegar hún féll ofan í fiskræsi á Flateyri. DV-mynd Pjetur Er giftur vinnunni segir Jón Baldursson, yfirlæknir á „Það er vissulega oft mikill hraði og spenna hér á bráðamóttökunni og það þarf að taka krítiskar ákvarðanir á stuttum tíma. Starfsfólkið veit í sjálfu sér aldrei hverju er von á þegar vakt- in byrjar. Ég hef oft sagt að þeir sem vinna á bráðamóttökunni þurfi að vera vinnu- og spennuflklar. Ég verð að viðurkenna að ég er giftur vinn- unni minni,“ segir Jón Baldursson, yf- irlæknir á bráðamóttökunni, en hann hefur verið settur yfirlæknir þar síð- an 1994. „Aðalhlutverk deildarinnar er að taka á móti sjúklingum sem eru alvar- lega slasaðir eða veikir. Það er tölu- vert um að hingað leiti fólk sem er lít- ið eða jafnvel ekkert slasað. Fólk ger- ir þetta aðallega af því að það veit ekki hvert það á að snúa sér, eins og t.d. til heimilislæknis. Þetta er vanda- mál sem allar bráðamóttökur eiga við að stríða. Við þjónum fyrst og fremst Reykjavíkursvæðinu en töluvert er um að fólk komi utan af landi ef það er alvarlega slasað eða veikt. Það má segja að við þjónum í heildina ö 1 1 u Norður- Atlants- hafinu ef út í það er farið.“ bráðamóttöku hingað rúm- lega 100 sjúklingar á s ó 1 a r - hring. Það sem gerir o k k u r starfsfólk- inu í geði er biðin sem sjúkling- a r n i r þurfa o f t Rúm- lega 100 a solar- á bráöamóttökunni. hring „Aðaltörnin er á daginn og að næt- urlagi um helgar. Að meðaltali koma Friörik Sigurbergsson barnalæknir og Jón Baldursson yfirlæknir voru á léttu nótunum þrátt fyrir mikla keyrslu DV- mynd Pjetur að ganga í gegnum. Hér þarf að fjölga starfsfólki mikið og sérstaklega þegar Evrópureglurnar taka gildi um tak- markaðan vinnutíma," segir Jón. -RR Erfiðast á bráðamóttökunni - segja hjúkrunarfræðingarnir Elísa og Úlöf Hjúkrunarfræðingarnir Elísa Amardóttir og Ólöf Krisfjánsdóttir vora á fullri ferð við að sinna sjúk- lingum þegar DV-menn bar að garði. Þær gáfu sér þó smástund til þess að spjalla við blaðamann DV meðan þær bundu um sár Jóhanns Sævarssonar sendibílstjóra sem hafði meitt sig á fingri í vinnuslysi fyrr um daginn. „Það er oftast mjög mikið að gera hér á bráðamóttökunni og spennan er vissulega fyrir hendi því það er aldrei að vita hvað að höndum ber. Ég hef starfað víðar sem hjúkrunar- fræðingur og ef ég ber þetta saman þá er erfiðast að starfa hér,“ segir Elísa. Biðin það versta - segir Hólmfríður Sigurðardóttir „Það sem er verst er biðin eft- ir að komast að. Að öðru leyti kvarta ég ekki og starfsfólkið er mjög flnt hérna,“ segir Hólmfríð- ur Sigurðardóttir, 23 ára gömul, en verið var að setja gifs á vinstri fót hennar eftir upp- skurð. Hólmfriður lenti í vinnu- slysi á Flateyri þegar hún féll ofan í fískræsi. „Ég kom hingað til að láta taka af mér gifs þar sem ég fékk mjög slæman sinadrátt í kálfann. Ég var skorin upp fyrir tveimur vikum og þá var sett gifs alveg frá ökkla og nánast upp í mitti,“ segir Hólmfríður og hún var síðan send inn í aðgerð- arstofú þar sem látið var nýtt gifs á fótinn. -RR „Það er erfitt að bera þetta saman við að vinna á öðrum deildum. Þar er oftar sama fólkið í einhvem tíma en hér er keyrslan miklu meiri og alltaf að koma fólk inn. Mi finnst þetta m j ö g skemmtilegt og krefjandi starf og oft á tíðum mjög spennandi," segir Ólöf sem er nýbyrjuð að starfa á bráða- móttökunni. -RR Elísa Arnardóttir og Ólöf Kistjánsdóttir hjúkrunarfræöingar gera að sárum Jóhanns Sævarssonar, sem meiddist á fingri. DV-mynd Pjetur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.