Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1997, Blaðsíða 42
62 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 1997 Afmæli Torfi Jónsson Torfi Jónsson, skipstjóri og út- gerðarmaður, Mýrum 6, Patreks- flrði, verður sjötugur á skýrdag. Starfsferill Torfi fæddist í Kollsvík í Rauða- sandshreppi og ólst þar upp, í Vatnsdal í Rauðasandshreppi og á Patreksfirði þar sem hann hefur lengst af búið. Hann lauk prófi frá fiskimannadeild Stýrimannaskól- ans 1954. Torfi var tólf ára er hann hóf sjó- róðra á árabátum með föður sínum. Hann var sjómaður á togurum 1947-60, fyrst á bv. Verði frá 1947 og þar til togarinn fórst í janúar 1950, var síðan á bv. Ólafi Jó- hannessyni BA 77 1951-60, þar af skipstjóri síðustu þrjú árin, var stýrimaður á vertíðar- bátunum Sigurfara og Dofra 1960-63 en hefur verið eigandi og skip- stjóri á Skúla Hjartar- syni BA 250 frá 1963. Fjölskylda Torfi kvæntist 13.11. 1955 Oddbjörgu Þórar- insdóttur, f. 29.9. 1927, húsmóður. Hún er dóttir Þórarins Kristjánssonar og Kristínar Pálinu Torfi Jónsson. Jóhannsdótfru'. Böm Torfa og Oddbjargar era Kristín Bergþóra, f. 18.6. 1955, bóndi í Neðri- Tungu í Örlygshöfh en maður hennar er Rúnar Ámason bóndi og eiga þau fimm böm; Jón, f. 2.3.1958, húsasmiður í Garðabæ en kona hans er Kolbrún Sig- mimdsdóttir sjúkraliði og eiga þau þrjár dætur; Þór- arinn, f. 2.1. 1966, rithöf- undur í Reykjavik en kona hans er Bjarnheiður Jó- hannsdóttir leirlistamaður og eiga þau tvö börn. Systkini Torfa em Jónína Helga, f. 21.7. 1925, búsett á Patreksfirði; Valgerður, f. 11.4. 1929, búsett í Reykjavík; Lilja, f. 14.3. 1931, búsett á Patreksfirði; Kristin Fanney, f. 23.8. 1933, búsett á Patreksfirði; Unnur Laufey, f. 23.5. 1938, búsett í Reykjavík; Björgvin, f. 28.1.1941, bú- settur í Reykjavík. Foreldrar Torfa vora Jón Torfa- son, f. 21.1. 1892, d. 12.11. 1971, og Bergþóra Egilsdóttir, f. 17.9. 1898, d. 11.2. 1971. Torfi verður að heiman á afrnæl- isdaginn. Jóhann Júlíusson Jóhann Júliusson, útgerðarmað- ur, Hafnarstræti 7, ísafirði er átta- tíu og fimm ára í dag. Starfsferill Jóhann fæddist á Atlastöðum í Fljótavík. Hann stundaði sjó- mennsku frá unglingsámm og fram undir 1940. Um árabil stundaði henn veitingarekstur og var ökur- kennari og bifreiðastjóri á leigu- og vörubílum. Árið 1955 stofnaði hann ásamt fleimm útgerðarfélagið Gunnvör hf. og var framkvæmda- stjóri þess frá upphafi og um tutt- ugu ára skeið. Jóhann sá um rekst- ur Skóverslunar Leós ásamt eigin- konu sinni Margréti Leósdóttur í íjölda ára og starfa þau þar enn. Jóhann hefur setið í stjórn margra fyrirtækja þ.m. Gunnvör hf., íshúsfélag ísfirðinga, Mjölvinnslunni hf. og Olíufélagi Út- vegsmanna hf. Fjölskylda Jóhann kvæntist 8.3. 1945, Mar- gréti Leósdóttur, húsmóður og kaupmanni, f. 22.6. 1914. Hún er dóttir Leós Eyjólfssonar, kaup- manns á ísafirði, og Kristínar Hall- dórsdóttur húsmóður. Böm; Leó Júlíus f. 20.5. 1948, ljó- myndari, búsettur í Austuríki, maki Erica Jóhannsson; Kristán Guð- mundur f. 11.1. 1954, framkvæmda- stjóri á ísafirði, maki Inga Steinunn Ólafsdóttir ferðafræðingur. Fósturdóttir Jóhanns og Margrét- ar er Jónína Högnadóttir f. 29.11. 1942, kaupmaður búsett á ísafirði, maki Birkir Þorsteinsson, umboðs- maður. Systkyni, Ingibjörg f. 1906 látin, Geirmundur f. 1908 látinn, Sigurlína f. 1909 látin, Jón Ólafur f. 1910 lát- inn, Guðmundína f. 1915 búsett í Bandaríkjunum, Snorri f. 1916 lát- inn, Þórður f. 1918 búsettur á ísa- firði, Judith f. 1920 búsett í Reykja- vík, Júlianna f. 1921 látin, Anna f. 1923 búsett í Reykjavík og Guð- mundur f. 1925 látinn. Foreldrar Júlíus Geirmundsson útvegsbóndi, Atlastöðum Fljótavík og Guðrún Jónsdóttir. Jóhann og Margrét taka á móti gestum á heimili sinu að Hafnar- stræti 7, fsafirði á afmælisdaginn frá kl. 15 til 18. Angela Angela Guðbjörg Guðjónsdóttir, starfsmaður Reykjavíkurborgar, Austurströnd 12, Seltjamamesi, verður sextug á annan í páskum. Starferill Angela fæddist á Svarfhóli í Svínadal í Borgarfirði. Hún stund- aði nám við Kvennaskólann í Hveragerði. Angela átti heima á Eyrarbakka um skeið en flutti til Reykjavíkur 1956 þar sem hún stundaði verslun- arstörf lengst af, einkum hjá versl- unum Silla og Valda og hjá heild- versluninni fslensk erlenda. Guðbjörg Guðjónsdóttir Hún flutti til Sand- gerði 1981 og starfaði þar hjá versluninni Skiphól til 1984. Þá hóf hún störf við mötuneyti varnar- liðsins í Rockville. Hún flutti síðan aftur til Reykjavíkur 1995 og starfar nú við umönnun aldraðra á vegum Reykjavíkurborgar. Fjölskylda Eiginmaður Angelu er Einar Grétar Bjömsson, f. 17.8. 1927, matsveinn. Angela Guðbjörg Guðjónsdóttir. Dóttir Angelu og Sigurðar Sigurdórssonar er Fjóla Sigurðardóttir, f. 17.10. 1954, húsmóðir í Reykja- vík, gift Inga Rúnari Ell- ertssyni skipstjóra og eiga þau fjögur böm. Hálfsystkini Angelu, sam- mæðra: Steinunn Ingvars- dóttir, f. 27.2. 1943, hús- móðir og starfsmaður hjá Reykjavíkurborgar, búsett í Reykjavík; Gunnar Randver Ingvarsson, f. 31.3. 1944, starfsmaður íþróttaráðs í Reykjavík; Guðfinnur Ingvarsson, f. 11.6. 1946, d. í janúar 1986, vélstjóri á Sauðár- króki; Hólmfríður Ingvarsdóttir, f. 21.5. 1948, starfsmaður hjá Sund- laugum Reykjavíkur, búsett í Reykjavík; Agnes Ingvarsdóttir, f. 2.5. 1951, d. 24.12. 1990, starfsmaður vamarliðsins. Foreldrar Angelu vom Guðjón Hjálmarsson, f. 11.10. 1903, d. 22.7. 1954, trésmiður og bóndi á Svarfhóli í Svindal, og Guðný Fjóla Gísladótt- ir, f. 4.2. 1917, d. 7.10. 1967. Til hamingju með aímælið 30. mars 85 ára Jón Óskar Guðmundsson, Langholtsvegi 44, Reykjavík. 80 ára Einar Eysteinsson, Hraunbergi 7, Reykjavík. Hann er að heiman. Olgeir Þorsteinsson, Bárugötu 18, Akranesi. 75 ára Sigurjón Þórðarson, Hrafnistu við Skjólvang, Hafnarfirði. Eirikur Örn Gíslason, Hamrabergi 38, Reykjavik. 70 ára Málmfríður Sigurðardóttir, Löngumýri 12, Akureyri. Guðný Pálsdóttir, Húnabraut 10, Blönduósi. 60 ára Skjöldur Þorláksson, Kirkjuvegi 14, Keflavik. Jón Ingvar Þorvaldsson, Túngötu 3, Ólafsfirði. 50 ára Dofri Eysteinsson, Stóragerði 7, Hvolsvelli. Ellen Hekla K. Andersson, Heimalandi við Vatnsenda, Kópavogi. Sigurður J. Guðjónsson, Blikabraut 9, Keflavík. Steindór Gunnarsson, Espilundi 4, Akureyri. Ástríður Guðmundsdóttir, Skeljagranda 3, Reykjavík. Jóhann Johansen, Hátúni 8, Reykjavík. 40 ára Einar Albertsson, Sólheimum 25, Reykjavík. Ásgrímur Grétar Jörundsson, Sogavegi 115, Reykjavík. Guðlaug Jónsdóttir, Hofsvallagötu 59, Reykjavík. Þorkell Gunnar Hjaltason, Njálsgötu 44, Reykjavík. María Antonsdóttir, Leirabakka 16, Reykjavík. Jón Pétur Ólafsson, Staðartungu, Skriðuhreppi. Ólafur Sigurðsson, Sundabakka 12, Stykkishólmi. Fréttir Áttræður vildi DV-áskrift Haukur Pétursson varð áttræður á dögunum og í afmælisgjöf færði frúin, Jytte Lis Ostrup, honum áskrift að DV. Haukur sagðist í samtali við DV alltaf hafa lesið blaðið á vinnustað áður en hann hætti störfum og að hann sakn- aði þess að sjá það ekki. Því var það eina ósk hans fyrir afmælið að hann fengi áskrift að blaðinu. Ekki stóð á frúnni að uppfylla þá ósk hans. Myndin er tekin að morgni afmælisdagsins. DV-mynd Hari Halldór Viðar Halldórsson Halldór Viðar Halldórsson húsa- smiður, Austurgötu 9, Hafnarfirði, verður fimmtugm- þann 1.4. nk. Starfsferill Halldór fæddist i Reykjavík og ólst þar upp á Grímsstaðarholtinu. Hann gekk í Melaskólann í Reykja- vík, lauk miðskólaprófi frá Haga- skólanum, stundaði nám við Iðn- skólann i Reykjavík og lauk sveins- prófi í húsasmíði 1969. Halldór hefur síðan lengst af stundað sína iðngrein, fyrst hjá ýmsum húsasmíðameistumm en hefur undanfarin ár rekið eigið smíðaverkstæði í félagi við Hlyn S. Þórðarson í Reykjavík. Fjölskylda Halldór kvæntist 16.5. 1970 Auði Gísladótfru-, f. 19.5. 1948, kirkjuverði við Fríkirkjuna í Hafnar- firði. Hún er dóttir Gísla Guðmundssonar, fyrrv. forstjóra í Vélsmiðjunni Kletti í Hafnarfirði og Guðlaugar Högnadóttur húsmóður. Börn Halldórs og Auð- ar eru Fanney Eva Hall- dórsdóttir, f. 7.3. 1970, starfsstúlka við leik- skóla, búsett í Reykjavík en maður hennar er Kristmundur Birgisson og eiga þau tvær dætur, Katrínu Evu og Söndm Dögg; Elínbjört Halldórs- dóttir, f. 7.12. 1972, starfsstúlka við bakarí, búsett í Hafnarfirði en mað- ur hennar er Sigurður Jón Sveins- son og eiga þau einn son, Kristófer Inga; Halldór Viðar, f. 30.11. 1978, nemi og verkamaður í foreldrahús- um. Systkini Halldórs eru Birgir Viðar Halldórsson, f. 22.10. 1948, búsettur i Kópavogi; Konráð Viðar Halldórsson, f. 12.10. 1950, búsettur í Bandarikjun- um. Hálfsystir Halldórs, sam- feðra, er Ásgerður Hall- dórsdóttir, f. 27.5. 1944, búsett á Selfossi. Foreldrar Halldórs: Hall- dór Oddsson, f. 4.12. 1924, d. 20.10. 1952, skrifstofu- maður í Reykjavik, og Fanney Magnúsdóttir, f. 3.3. 1928, starfsmaður við sambýli í Reykjavík. Halldór Viðar og Auður taka á móti ættingjum og vinum á heimili sínu á annan í páskum eftir kl. 15.00. Vonast þau til að sjá sem flesta. Halldór Viðar Hall- dórsson. Áskrifendur fá 19% aukaafslátt af aW rnil// h/m. Smáauglýsingar 'É smáauglýsingum DV 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.