Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Síða 4
24 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 1997 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 1997 25 íþróttir íþróttir NBA-DEILDIN Aðfaranótt laugardags: Boston-LA Ciippers .... 102-117 Walker 36, Conlon 19, Day 17 - Murray 24, Dehere 17, Rogers 13. Philadelphia-Indiana . . . 103-114 Stackhouse 26, Iverson 22, Weather- spoon 18 - Best 27, D.Davis 20, Smits 17. Atlanta-Detroit..........103-89 Laettner 30, Smith 21, Blaylock 21 - Hill 22, Thorpe 19, Dumars 12. New York-Orlando..........84-93 Johnson 2S, Ewing 20, Oakley 15 - Hardaway 23, Strong 21, Schayes 21. Minnesota-Washington . . . 97-95 K.Gamett 22, Gugliotta 19, Marbury 16 - Howard 21, Strickland 21, Webber 19. Chicago-Cleveland.........84-71 Jordan 22, Pippen 15, Longley 14 - Hill 18, Brandon 18, Ferry 10. Denver-Phoenix .........113-122 McDyess 26, Ellis 25 - Johnson 24, Manning 20, Williams 14. Utah-Vancouver...........106-79 Malone 16, Russell 14, Homacek 13 - Reeves 15, Williams 12, Edwards 12. Portland-Milwaukee......108-93 Rider 27, Anderson 17, Sabonis 16 - Robinson 19, Baker 16, Allen 10. LA Lakers-SA Spurs.......83-94 Rooks 20, Bryant 15, Jones 12 - Wilkins 28, Williams 18, Johnson 12. Sacramento-Houston .... 94-108 Richmond 23, Grant 16, Williamson 14 - Olajuwon 25, Barkley 20, Drexler 20. Aðfaranótt sunnudags: Seattle-Dallas...........103-84 Payton 23, Hawkins 17, Schrempf 15 - Danilovic 18, Bradley 16, Finley 12. Miami-Toronto.............98-84 Hardaway 20, Mashbum 16, Mourn- ing 15 - Stoudamire 25, Camby 13. Charlotte-Philadelphia . . 115-113 Rice 41, Geiger 15, Pierce 14 - Stack- house 39, Iverson 32, Weatherspoon 18. Atlanta-New York ........97-102 Blaylock 32, Smith 26, Mutombo 17 - Starks 26, Ewing 18, Johnson 17. Portland-Phoenix..........90-99 Anderson 22, C. Robinson 19, Rider 12 - Johnson 30, Chapman 22, Kidd 13. Golden State-SA Spurs . . 120-103 Marshall 30, Mullin 22, Sprewell 19 - Wilkins 25, Del Negro 20, Williams 15. Úrslit í gærkvöldi Boston-Washington .... 114-120 Wesley 34, Day 26, Walker 22 - Webber 31, Howard 31, Muresan 17. New Jersey-LA Clippers . . 96-103 Kittles 23, Gill 18, Cassell 17 - Vaught 20, Rogers 16, Dehere 15, Martin 15. Austurdeild: Chicago 64 10 86,5% Miami 56 18 75,7% New York 53 22 70,7% Detroit 51 23 68,9% Atlanta 51 24 68,0% Charlotte 48 26 64,9% Orlando 41 33 55,4% Washington 39 36 52,0% Cleveland 38 36 51,4% Indiana 36 38 48,6% Milwaukee 29 45 39,2% Toronto 27 48 36,0% New Jersey 23 51 31,1% Philadelphia 21 53 28,4% Boston 13 62 17,1% Vesturdeild: Utah 56 17 76,7% Seattle 52 23 69,3% Houston 50 24 67,6% LA Lakers 50 24 67,6% Portland 44 32 57,9% Minnesota 37 37 50,0% Phoenix 36 39 48,0% LA Clippers 34 41 45,3% Sacramento 29 45 39,2% Golden State 28 46 37,8% Dallas 22 52 29,7% Denver 20 54 27,0% San Antonio 19 55 25,7% Vancouver 12 64 15,8% Doug Christie, framherji hjá Toronto, reynir aö komast fram hjá Voshon Lenard, bakveröi Miami, um helgina. Leiknum lauk meö öruggum sigri Miami og liöið stendur mjög vel aö vígi í austurdeildinni. Símamynd Reuter NBA-deildin í körfuknattleik um helgina: Skin og skúrir hjá New York - steinlá heima gegn vængbrotnu liöi Orlando en vann í Atlanta Orlando vann glæsilegan útisigur gegn New York aðfaranótt laugar- dagsins. Þrjá fastamenn vantaði hjá Orlando, Seikaly, Scott og Grant, en það kom ekki aö sök. Danny Schayes tók við af Seikaly sem mið- herji, skoraði 21 stig, tók 11 fráköst og stal boltanum 6 sinnum. Penny Hardaway átti líka stórleik. „Þeir voru að hugsa um að stöðva Penny en ekki mig,“ sagði Schayes eftir leikinn. „Þeir yfirspil- uðu okkur gjörsamlega," sagði Pat- rick Ewing, miðherji New York. Scottie Pippen átti furðulegan leik þegar Chicago vann Cleveland. Hann var hræðilegur í fyrri hálfleik og skoraði ekki stig. í þriðja leik- hluta hrökk Pippen í gang, skoraði 15 stig og lét þar við sitja. Malone fyrstur í 2.000 stig tíu tímabil í röð Karl Malone náði stórum áfanga þegar Utah burstaði Vancouver. Hann varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem skorar 2.000 stig eða meira tíu keppnistímabil í röð. „Þetta er spennandi en það er eitt takmark sem ég hef ekki enn náð,“ sagði Malone og átti þar við meist- aratitil NBA. Utah vann sinn 11. leik í röð og er til alls líklegt í úr- slitakeppninni. Mikilvægur sigur New York í Atlanta Leikmenn New York tóku sig saman í andlitinu í fyrrinótt og unnu mikilvægan útisigur í Atl- anta, 97-102. Þessi tvö lið berjast ásamt Detroit um að ná þriðja sæti austurdeildar sem getur reynst mjög mikilvægt. Liðið sem verður númer þrjú sleppur nefnilega við að mæta Chicago í tveimur fyrstu um- ferðum úrslitakeppninnar. Jeff Van Cundy, þjálfari New York, var enn reiður við sina menn eftir skellinn sólarhring áður. „Þetta var frábær sigur gegn sterku liði en það bætir ekki fyrir ófarim- ar gegn Orlando. Þessi óstöðugleiki er stórt vandamál,“ sagði Van Cundy. John Starks átti stórleik með New York og skoraði sjö þriggja stiga körfúr. Phoenix á fleygiferö Phoenix er eitt „heitasta" lið deildarinnar í dag. Það tapaði fyrstu 13 leikjunum í vetur en er nánast öruggt með sæti í úrslitakeppninni eftir góðan útisigur í Portland, 90-99. Það var níundi sigur Phoenix í röð. Bakverðir Phoenix fara á kostum, þeir Kevin Johnson, Jason Kidd og Wesley Person, með góðum stuðningi framherjans Rex Chapmans sem líka skorar grimmt fyrir utan. Clippers stefnir í úrslitin Baráttan um sæti í úrslitakeppn- inni er komin á lokastig en deilda- keppninni lýkur um aðra helgi. Washington, Cleveland og Indiana berjast um áttunda sætið í austur- deildinni og LA Clippers virðist ætla að vera áttunda liðið í vestur- deildinni. Clippers vann í gærkvöldi sinn þriðja útileik í röð, gegn New Jersey, og er komið með gott forskot á Sacramento sem er í níunda sætinu. Stuðningsmenn Clippers sjá því fram á bjartari tíma en liðið hefur aðeins þrívegis náð að komast í sextán liða úrslitin á síðustu átján árum. -VS Keflvikingar langbestir - sigruðu Grindvíkinga í þremur leikjum og tryggðu sér þar með íslandsmeistaratitilinn Keflavík (62) 106 Grindavík (56) 92 0-1, 4-1, 4-3, 8-3, 11-13, 24-18, 24-22, 33-22, 41-31, 41-39, 45-39, 57-16, (62-56), 64-56, 70-68, 70-77, 81-86, 93-86, 100-88, 106-92. Stig Keflavíkur: Damon Johnson 30, Guðjón Skúlason 27, Falur Harð- arson 24, Kristinn Friðriksson 13, Al- bert Óskarsson 10, Birgir Öm Birgis- son 2. Stig Grindavíkur: Herman Myers 44, Jón Kr. Gíslason 18, Pétur Guö- mundsson 9, Helgi J. Guðfínnsson 9, Unndór Sigurðsson 6, Marel Guð- laugsson 4, Páll A. Vilbergsson 2. Fráköst: Keflavík 30, Grindavík 31. 3ja stiga körfur: Keflavík 27/14, Grindavík 19/6. Vftanýting: Keflavík 9/6, Grinda- vlk 10/6. Dómarar: Kristinn Albertsson og Leifur S. Garðarsson, dæmdu mjög vel. Áhorfendur: Rúmlega 1.000. Maður leiksins: Falur Harðar- son, Keflavík. Of mikill æsingur í mínum mönnum DV, Suðurnesjum: „Við áttum fullt af sénsum í leiknum. Þegar við náðum forystu þá fannst mér eins og æsingurinn væri of mikill í mínu liði. Við vit- um að þeir spila hraðan leik og taka mikla áhættu þannig að mér fannst við á þessum kafla hlaupa með þeim og þá misstum við svolítið dampinn og þeir komu að nýju inn í leikinn," sagði Friðrik Ingi Rún- arsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn. -ÆMK NBA-DEILDIN Shawn Kemp á enn í útistöðum hjá Seattle. Hann hefur ekki verið í byrjunarliðinu í undanfómum leikjum og staða hans versnaði enn á fostudag þegar hann mætti ekki á æfingu. Kemp fékk aðeins að spila í 7 mínútur gegn Dallas um helgina. Grant Hill átti stórleik meö Detroit gegn Atlanta. Hann skoraöi 22 stig, tók 12 fráköst og átti 12 stoðsending- ar. Lið hans mátti samt þola fjórtán stiga tap. Toni Kukoc meiddist í upphitun og lék ekki með Chicago gegn Cleveland. LaPhonso Ellis, framherji hjá Denver, verður skorinn upp á hásin á miðvikudag og verður frá i sex til níu mánuði. Matt Geiger tryggði Charlotte sigur á Philadelphia, 115-113, með körfu á síðustu sekúndunni. Glen Rice skoraði 41 stig fyrir Charlotte í leiknum og náði 40 stigum 1 sjötta skiptið í vetur. Donar steinlá á heimavelli Herbert Arnarson og félagar í Donar steinlágu á heimavelli í gærkvöld, 79-93, fyrir Finish Profiles í undanúrslitum hol- lensku úrvalsdeildarinnar í körfubolta. Profiles er þá komið 2-1 yfir og getur klárað dæmið á sínum heimavelli. Herbert komst ekki á blað meðal stiga- hæstu leikmanna að þessu sinni. -VS DV, Suðurnesjum: Keflvíkingar tryggðu sér íslands- meistaratitilinn í DHL-deildinni í körfuknattleik í gær með glæsilegum sigri á Grindvíkingum, 106-92, þar sem 3ja stiga skyttumar fóru hamfór- um. Keflvíkingar unnu því einvígið, 3-0, og unnu sigur á öllum þeim mót- um sem þeir tóku þátt í, hreint glæsi- legur árangur. Það var fyrirfram búist við að róð- urinn yrði Grindvíkingum erfiður enda 2-0 undir í einviginu auk þess að spila á útivelli og ekki bætti úr skák að sárafáir Grindvíkingar voru mættir til að styðja við bakið á sínum mönnum. 3ja stiga skyttur Keflvíkinga heitar Keflvikingar sýndu það í þessum leik og í úrslitunum að þeir hafa á að skipa langbesta liði landsins. Liðs- heildin var sterkari en hjá Grindvík- ingum auk þess sem 3ja stiga skyttur liðsins voru mjög heitar. Keflvíkingar keyrðu á sínu sterka byrjunarliði mestallan leikinn og það náði að klára leikinn með stæl síðustu 6 mín- útur leiksins. Grindvíkingar höfðu um tíma 7 stiga forskot í síðari hálf- leik en þá tóku leikmenn Keflvíkinga við sér, keyrðu upp hraðann og sigu fram úr. Þrátt fyrir að Grindvíkingar næðu að komast yfir náðu skyttur liðsins einfaldlega ekki að skjóta sig í stuð og í staðinn gengu Keflvíkingar á lagið. Enn einn stórleikur Fals Falur Harðarson átti enn einn stór- leikinn í liði Keflvíkinga. Hann skor- aði sex 3ja stiga körfur og nýting hans í leiknum var frábær. Eins og í fyrstu tveimur leikjunum komu körfur hans á mjög mikilvægum augnablikum. Guðjón Skúlason var ekki síðri og átti mjög góðan leik og Damon Johnson var sterkur að vanda, fjölhæfur leik- maður sem var gríðarlega sterkur undir körfunni. Kristinn Friðriksson náði sér vel á strik og baráttujaxlinn Albert Óskarsson lék frábæra vörn og smitaði samherja sína með mikilli baráttu. Herman Myers var langbestur í liði Grindvíkinga. Jón Kr. Gíslason var mjög sterkur og sýndi frábær tilþrif á köflum en aðrir lykilmenn liðsins náðu sér ekki á strik. -ÆMK Keflvíkingar fagna íslandsmeistaratitlinum eftir leikinn við Grindavík í gærkvöldi. Einstöku tímabili er lokið hjá Keflavíkurliðinu sem vann öll fimm mót vetrarins. DV-myndir Hilmar Pór Besta 115 sem ég hef leikið með - sagði Guðjón Skúlason, fyrirliði Keflvíkinga DV, Suðurnesjum: „Eftir að hafa náð að vinna annan leikinn og sýnt góðan karakter kom ekki til greina að tapa þessum leik. Mér fannst Grindavíkurliðið of einhæft. Ég var persónulega alveg pottþéttur á því fyrir tímabilið að við myndum vinna þetta mót. Þetta er búið að vera ólýsan- legt tímabil hjá okkur,“ sagði Falur Harðarson sem átti hreint frábæra leiki með Keflvíkingum í úrslitakeppninni. Skytturnar aðalmunurinn „Þeir eru greinilega með sterkara Uð en við. Aðalmunm-inn á liðunum voru skyttumar. Hjá okkur náðu þær sér ekki í gang en hjá þeim voru þær í stuði alla þijá leikina," sagði Jón Kr. Gíslason, leikmaður Grindvíkinga og fyrrum þjálf- ari og leikmaður Keflvíkinga, en hann átti mjög góða leiki með Grindavikurlið- inu og var sínum gömlu félögum oft erf- iður. Frábær karakter ,Atenn voru of lengi að taka á því og héldu að þetta myndi smella saman af sjálfu sér. Þegar við sáum að við þurft- um að hafa virkilega fyrir þessu þá tók- um við á því. Þetta er besta hðið sem ég hef spilað með. Þetta er frábær hópur, mikil breidd og frábær karakter í hópn- um. Það var æðisleg tilflnning að taka við bikamum. Við erum búnir að bíða síðan 1994 og bikamum mun líða vel hjá okkur,“ sagði Guðjón Skúlason, fyrirliði Keflvíkinga, eftir leikinn en hann átti mjög gott tímabil í vetur. Kem líklega aftur „Okkar bekkur er sterkari en Grind- víkinga. Þeir hafa á að sKipa góðu 5 manna liði en þegar þeir þurftu að skipta inn á þá nýttum við okkur það. Ég mun nú setjast niður með stjóminni og vonandi náum við saman. Ég kem lík- lega aftur og það er búið að vera frábært að vera hjá Keflavík,“ sagði Keflvíking- urinn Damon Johnson, besti erlendi leikmaðurinn í úrvalsdeildinnL Takmarkið náðist „Það sem gerði gæfúmuninn var að liðsandinn hjá okkur var frábær og mik- il breidd í liðinu. Það settu sér allir tak- mark sem allir unnu vel að og allir sam- an höfðum við tiú á því sem við vorum að gera. Það var skemmtilegt að klára þetta á heimavelli. Það er engin spum- ing að við erum með besta liðið á land- inu og ekki hægt að horfa fram hjá því. Við settum okkur það takmark í júli að vinna öll mót og það gekk eftir,“ sagði Kristinn Friðriksson, stórskytta Keflvik- inga. Létum verkin tala „Myers skoraði mjög mikið gegn okk- ur í öllum leilcjunum en við þurftum að fóma einhverju. Þeir náðu ekki að skjóta 3ja stiga skorum vegna góðrar vamar hjá okkur. Við höfúm látið verk- in tala og unnum alla titla sem vom í boði. Einbeitingin hefúr verið til fyrir- myndar hjá strákunum,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjáifari Keflvikinga og tvímælalaust þjálfari ársins. Síðasti leikur Alberts „Ég ætlaði að hætta i fyrra en ákvað að lengja það um eitt ár. Ég hef ákveðið að hætta með Keflavík vegna þess að ég er að fara í nám til Bandarikjanna. Það var stórkostlegt að enda tímabilið svona. Við erum með sterkara lið,“ sagði Albert Óskarsson sem átti eitt sitt besta tímabil og verður mikil eftirsjá í þessum mikla baráttujaxli. -ÆMK Jón Kr. Gíslason óskar fyrrum félögum sínum úr Keflavík til hamingju meö íslandsmeistaratitilinn og þaö sama gerir Helgi J. Guöfinnsson. Albert Óskarsson er hér hylltur af félögum sínum en þetta var síöasti leikur hans meö Keflvíkingum í bili að minnsta kosti. DV-myndir Hilmar Pór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.