Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1997, Page 6
26 MÁNUDAGUR 7. APRÍL 1997 Iþróttir [4% EN6LAND Deildabikar - úrslit: Middlesbrough-Leicester .... 1-1 1-0 Ravanelli (95.), 1-1 Heskey (117.) Úrvalsdeildin: Aston Villa-Everton.........3-1 0-1 Unsworth (14.), 1-1 Milosevic (41.), 2-1 Staunton (50.), 3-1 Yorke (54.) Chelsea-Arsenal.............0-3 0-1 Wright (22), 0-2 Platt (53.), 0-3 Bergkamp (80.) Leeds-Blackbum..........í kvöld Liverpool-Coventry..........1-2 1-0 Fowler (52.), 1-1 Whelan (65.), 1-2 Dublin (90.) Man.Utd-Derby ..............2-3 0-1 Ward (29.), 0-2 Wanchope (35.), 1- 2 Cantona (47.), 1-3 Sturridge (75.), 2- 3 Solskjær (76.) Newcastle-Sunderland.......1-1 0-1 Gray (32.), 1-1 Shearer (77.) Nott. Forest-Southampton . . . 1-3 0-1 Magilton (8.), 0-2 Evans (87.), 1-2 Pearce (88.), 1-3 Evans (89.) Tottenham-Wimbledon 1-0 1-0 Dozzefl (81.) Man. Utd 32 18 9 5 63-36 63 Arsenal 33 17 9 7 55-28 60 Liverpool 32 17 9 6 54-28 60 Newcastle 31 15 8 8 60-37 53 Aston Vifla 32 15 8 9 40-28 53 Chelsea 32 13 10 9 51-47 49 Sheff. Wed. 31 12 13 6 41-37 49 Wimbledon 31 12 10 9 42-38 46 Tottenham 32 12 6 14 39-43 42 Leeds 32 11 8 13 26-34 41 Leicester 31 10 9 12 37-44 39 Derby 32 9 11 12 3949 38 Blackbum 31 8 12 11 33-32 36 Everton 32 9 9 14 3948 36 Sunderland 33 8 10 15 3049 34 West Ham 31 8 9 14 31-41 33 Coventry 33 7 12 14 29-47 33 Middlesbro 31 9 8 14 44-52 32 Nott. For. 34 6 13 15 29-52 31 Southampton 32 7 9 16 42-52 30 1. deild: Bamsley-Birmingham O-l Bolton-QPR . . 2-1 Charlton-Man.City 1-1 Cr. Palace-Huddersfield . 1-1 Ipswich-Oldham . 4-0 Oxford-Port Vale . 9-2 Portsmouth-Grimsby . 1-0 Sheff. Utd-WBA . . 1-2 Stoke-Reading 1-1 Swindon-Southend 0-0 Tranmere-Bradford .. 3-0 Wolves-Norwich . 3-2 Bolton 41 25 12 4 88-49 87 Bamsley 40 19 13 8 6945 70 Wolves 41 20 9 12 60-45 69 Sheff. Utd 42 18 11 13 70-51 65 Port Vale 42 16 15 11 5948 63 Portsmouth 41 18 8 15 52-45 62 Ipswich 41 16 13 12 59-49 61 Cr. Palace 39 16 12 11 6940 60 Norwich 42 16 11 15 61-63 59 Tranmere 41 16 11 14 57-50 59 Stoke 41 16 10 15 47-51 58 QPR 42 15 12 15 56-57 57 Birmingham40 14 12 14 4945 54 Swindon 42 15 8 19 52-63 53 Charlton 40 14 10 16 47-55 52 Oxford 42 14 9 19 57-61 51 Reading 41 13 12 16 50-58 51 Man. City 39 14 9 16 49-50 51 WBA 41 12 14 15 63-67 50 Huddersf. 41 12 13 16 45-57 49 Bradford 41 10 11 20 42-67 41 Grimsby 40 9 12 19 52-72 39 Oldham 40 9 11 20 44-57 38 Southend 42 8 14 20 39-75 38 Lárus Orri Sigurðsson lék að vanda allan leikinn með Stoke. Lið hans mátti sætta sig við jafntefli heima og missti af dýrmætum stigum í baráttunni um að komast í úrslita- keppnina um úrvalsdeildarsæti. Guðni Bergsson, fyrirliði Bolton, losnaði úr gifsi í síðustu viku en var ekki tilbúinn í leikinn við QPR. Þorvaldur Örlygsson var ekki i leikmannahópi Oldham gegn Ips- wich. DV Úrslitaleikurinn í ensku deildabikarkeppninni: Bikarinn bíður - Leicester jafnaði gegn Boro, 1-1, og náði í annan leik Fabrizio Ravanelli grípur um höf- uðið eftir að hafa mistekist að koma Boro í 2-0 í gær. Paö reynd- ist líka dýrkeypt því Leicester náöi aö jafna. Símamynd Reuter Fyrsti stóri titillinn í 121 árs sögu Middlesbrough blasti við í gær. Fabrizio Ravanelli, ítalinn grá- hærði, hafði komið liðinu sann- gjamt yflr í framlengingu gegn Leicester. Stuðningsmenn Boro voru byrjaðir að fagna sigri í deildabikarkeppninni ensku - en það var of snemmt. Hinn 19 ára gamli Emile Heskey, sem margir spá því að verði kjör- inn efnilegasti leikmaður úrvals- deildarinnar sá til þess að Leicester fengi annað tækifæri. Hann jafnaði þegar þrjár mínútur voru eftir af framlengingunni, 1-1. Þar með þarf annar úrslitaleikur að fara fram og hann verður á Hills- borough i Sheffield miðvikudagiim 16. apríl. Draumur beggja félaga um að vinna bikar á Wembley í fyrsta sinn er því úr sögunni, alla vega í bili. „Það var ánægjulegt að sleppa í gegn um þetta. Middlesbrough átti möguleika á að bæta við marki í framlenginguxmi, það var allt opið hjá okkur eftir að þeir skoruðu en það var frábært hjá Heskey að jafha,“ sagði Martin O’Neill, fram- kvæmdastjóri Leicester. Hann lét Svíann Pontus Kámark elta Juninho allan tímann. „Hann var kátur yfir því að vera valinn í liðið, allt þar til ég tilkynnti honum hlutverk hans 80 mínútur áður en leikurinn hófst. Þá hvarf brosið af andliti hans en Pontus stóð sig mjög vel,“ sagði O’Neill. „Það eru mikil vonbrigði að vinna ekki leiki þar sem maður ræður ferðinni og það voru margir daprir í búningsklefanum. Ravan- elli hefði getað skorað þrennu, hann var stöðugt að skapa sér færi en þetta var ekki hans dagur,“ sagði Bryan Robson, framkvæmda- stjóri Boro. -VS Toppliðin í Englandi töpuðu óvænt: Frækinn sigur Derby á Old Trafford - og Coventry skellti Liverpool á Anfield (fij ENGLAND Paul Rideout, hinn reyndi sóknar- maður Everton, var búinn að pakka niður og var á leið til liðs í Kína fyr- ir helgina þegar Dave Watson, hinn nýi stjóri liðsins, stöðvaði hann. Mik- il meiðsli hrjá lið Everton og Watson taldi sig ekki hafa efhi á að missa Rideout að svo stöddu. Eric Cantona, Frakkinn hjá Manchester United, sýndi gamal- kunna takta gegn Derby. Undir lokin rétti Robin Van Der Laan, fyrirliði Derby, honum höndina eftir að hafa brotið á honum en Cantona svaraði með því að slá Hoflendinginn. Dómar- inn stóð hjá þeim en var að horfa í aðra átt og því slapp Cantona. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði fyrir helgina að það hefði verið fáránlegt að samþykkja að lengja tímabilið í Englandi eins og Manch- ester United lagði til á formanna- fundi úrvalsdeildarfélaganna. Sú til- laga var fefld og Man. Utd á nú mjög erfitt leikjaprógramm fyrir höndum. Baráttan um enska meistaratitil- inn opnaðist upp á gátt um helgina. Nýliðar Derby gerðu sér lítið fyrir á laugardag og skelltu meisturum Manchester United og það á Old Trafford og í gær fylgdi botnliðið Coventry í kjölfarið með því að sigra Liverpool, 1-2, á Anfield Road. Liverpool hefði tekið forystuna í deildinni með sigri. Arsenal er skyndilega komið í slaginn á ný og útlit fyrir hörkubaráttu þessara þriggja stórvelda um titilinn. Derby þurfti nauðsynlega á sigri að halda til að komast af mesta hættusvæöinu en fæstir áttu von á að hann næðist á Old Trafford þar sem efsta liðið, Manchester United, hafði ekki tapað heimaleik í fimm mánuði. Derby hafði á hinn bóginn aðeins unnið einn af sextán útileikj- um sínum á tímabilinu. Nýliöarnir tveir hjá Derby slógu í gegn En það voru tveir nýliðar hjá Derby sem slógu i gegn. Paulo Ces- ar Wanchope frá Coste Rica lagði upp fyrsta markið fyrir Ashley Ward og skoraði síðan sjálfur stór- kostlegt mark eftir einleik í gegnum cilla vöm United, 0-2. Enskir frétta- menn líktu því við einleiksmark Diego Maradona gegn Englandi í HM 1986. I marki Derby stóð lands- liðsmarkvörður Eistlands, Mart Poom, í sínum fyrsta úrvalsdeildar- leik og sýndi ótrúlegt öryggi. Derby var síðan óheppið að komast ekki þremur mörkum yfir þegar Ward skaut i stöng. Eric Cantona gaf United von með marki í byrjun síðari hálfleiks en þrátt fyrir látlausa sókn náðu meist- ararnir ekki að jafna. Dean Sturridge nýtti sér hins vegar mikil mistök Schmeichels í marki United, skallaði boltann yfir hann fyrir utan teig og skoraði síðan, 1-3. Ole Gunnar Solskjær svaraði strax, 2-3, en þung sókn United á lokakaflan- um dugði ekki til. Dýrmætt mark Dublins Eftir markalausan fyrri hálfleik virtist Liverpool vera komið á beinu brautina þegar Robbie Fowler skoraöi eftir sendingu frá John Barnes. Coventry, meistarar fallbaráttunnar í áratugi, gáfust ekki upp. Noel Whelcm jafnaði og á lokamínútunni sló dauðaþögn á 40 þúsund áhorfendur á Anfield þegar Dion Dublin gerði sínum gömlu félögum í Man. Utd mik- j inn greiða með því að skora sigurmark Coventry, 1-2. Arsenal enn meö eftir stórsigur Arsenal á enn von í baráttunni um meistaratitil- inn eftir 0-3 sigur í Lundúnaslagn- um við Chelsea á Stamford Bridge. Sigurinn var full- stór miðað við færin en David Seaman varði mark Arsenal af snilld og kom nokkrum sinnum í veg fyr- ir að Gianluca Vialli næði að skora. Shearer strax í gang Alan Shearer lék á ný með Newcastle eftir tæplega sex vikna fjarveru vegna uppskurð- ar. Hann bjargaði stigi í ná- grannabardaganum við Sunder- land, jafnaði 1-1 skömmu fyrir leikslok. Staöa Forest slæm Fallbaráttan harðnar alltaf og þar á Southampton nýja von eft- ir 1-3 sigur á Nottingham Forest í lykilleik. Þar skoraði Mickey Evans tvívegis fyrir Southampton á síðustu þremur mínútunum og samt náði Stuart Pearce að skjóta inn á milli marki fyrir Forest úr vítaspyrnu. Staða Forest í fallslagnum er orðin mjög erfið eftir þennan ósigur. Bolton í úrvalsdeildina Bolton tryggði sér endanlega úr- valsdeildarsætiö á laugardag með 2-1 sigri á QPR. Bolton á enn eftir að leika fimm leiki og yfirburðir liðsins eru gifurlegir. Það þarf að- eins að vinna einn leik enn til að meistaratitill 1. deildarinnar sé í höfn. Nú er aðeins spumingin hvort Bolton nái að skora 100 mörk og hljóta 100 stig sem yrði einstakt af- rek. -VS Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, trylltist yfir þessum ummælum Wen- gers eftir tapið gegn Derby. „Þessi maður hefur enga reynslu af ensku knattspymunni og samt ætlar hann að fara að segja okkur fyrir verkum," sagði Ferguson. Ruud Gullit, stjóri Chelsea, var óhress með sína menn eftir skellinn gegn Arsenal. „Þeir ættu að skamm- ast sín, frammistaðan var móðgandi fyrir stuðningsmenn okkar," sagði sá hollenski. Martin O’NeilI hefúr náð mjög óvæntum árangri með Leicester i vetur en hann er ekki viss um hvort hann vilji vera áfram með liðið. Hann er mjög tregur tfl að skrifa undir nýjan þriggja ára samning sem honum hefur verið boðinn. Coventry virðist vera tilbúið tfl að leika sama leik og undanfarin ár. Félagið kom fyrst í efstu deildina árið 1967 og er eina liðið í sögu ensku knattspyrnunnar sem aldrei hefur fallið þaðan. Hvað eftir annað hefur liðið verið á barmi falls en afltaf bjargað sér. Sigurinn á Anfield í gær bendir til þess að enn eitt björg- unarævintýrið sé i uppsiglingu. Dean Dínó“ Sturr- idge, sóknar- maöurinn snöggi hjá Der- by, hefur vakiö mikla athygli í vetur. Hann skoraöi þriöja mark liösins á Old Trafford á laugardaginn. Símamynd Reuter Paolo Wanchope frá Costa Rica fagnar hinu glæsilega marki sínu fyrir Derby gegn Manchester United. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.