Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 Fréttir Stuttar fréttir r» v Rússar skutu á fjóra japanska fiskibáta Rússneska strandgæslan skaut í gær á fjóra japanska báta sem voru fyrir innan lögsögu Rússlands, ná- lægt hinum umdeildu Kúrileyjum fyrir norðan Japan. „Strandgæslan skaut á skipin sem sigldu þá á brott. Ég get ekki staðfest eða neitað því hvort einhver hafl særst,“ sagði talsmaður rússnesku strandgæsl- unnar í Kyrrahafl við Reuterfrétta- stofuna. Talsmaðurinn sagði að Japanir hefðu ekki virt viðvörunarflautur rússnesku landhelgisgæslunnar. Fyrr í morgun hafði talsmaður japönsku strandgæslunnar greint frá því að óþekkt skip hefði skotið á japanskan fiskibát og sært tvo skip- verja, annan alvarlega. Hann sagði að svartaþoka hefði valdið því að skyggni var lélegt á svæðinu þegar atburðurinn átti sér stað. Sagði japanski strandgæslu- maðurinn að ekki væri ljóst hvort japanski báturinn hefði farið inn í landhelgi Rússlands. Japanska ut- anríkisráðuneytið hefur haft sam- band við rússnesk stjórnvöld vegna málsins. Yfirvöld í Rússlandi hafa itrekað sakað japanska fiskibáta um að fara inn í rússneska landhelgi umhverf- is Suður-Kúrileyjar. Japanir hafa lengi gert tilkall til eyjanna og segja þær tilheyra sér. í ágúst síðastliðnum skutu rússneskir eftirlitsbátar á tvo jap- anska fiskibáta á svæðinu og særð- ust þá tveir skipverjar alvarlega. Japanir hafa neitaö að undirrita friðarsamning frá seinni heims- styrjöldinni við yfirvöld í Moskvu. Ætla þeir ekki að undirrita samn- inginn fyrr en Rússar hafa skilað eyjunum sem eru norðaustan við Hokkaido, eina af fjórum stærstu eyjum Japans. Þrátt fyrir deiluna um Kúrileyjar virðist sem þíða sé í samskiptum Rússlands og Japans. Á fúndi leið- toga sjö helstu iðnríkja heims í Den- ver í Bandaríkjunum í síðustu viku sagði Borís Jeltsín Rússlandsforseti að Rússar ætluðu ekki lengur að beina kjamorkuflugskeytum að Japan. UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins aö Skógarhlíö 6, Reykjavík, sem hér segir, á eftirfarandi eignum: Borgartún 28, 4. hæð forhús, 123,2 fm, þingl. eig. Jón Þóroddsson, gerðarbeið- andi Gjaldheimtan í Reykjavík, mánu- daginn 30. júm' 1997 kl. 10.00. Bugðulækur 7,4ra herb. kjallaraíbúð, ehl. í húsi 25%, þingl. eig. Hlynur Dagnýs- son, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki ís- lands, mánudaginn 30. júní 1997 kl. 10.00. Dalsel 33, 5 herb. íbúð á 3. hæð t.v. og stæði merkt 0118 í bflskýli að Dalseli 19- 35, þingl. eig. Grímur Antonsson og Björg Freysdóttir, gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, mánudaginn 30. júní 1997 kl, 10,00, Eiðistorg 5, Seltjamamesi 0701 ehl. 5,17%, þingl. eig. Jón Bragi Gunnlaugs- son, gerðarbeiðandi Landsbanki íslands, lögfrdeild, mánudaginn 30. júní 1997 kl. 10.00. Hamraberg 9, þingl. eig. Herdís Erla Sör- ensen og Hafsteinn Tómasson, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður verkamanna, mánudaginn 30. júní 1997 kl. 13.30. Hraunbær 64, 4ra herb. íbúð á 3.h. t.v., þingl. eig. Hljóðfæraverslunin ehf., gerð- arbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, mánudaginn 30. júní 1997 kl. 13.30. Hörðaland 16, 4ra herb. íbúð á 2.h. t.h., þingl. eig. Helga Jónasdóttir, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður verkamanna, mánudaginn 30. júní 1997 kl. 13.30. Laugamesvegur 110, 3ja herb. íbúð á 4. hæð t.v., þingl. eig. Kári Kárason og Inga Kjartansdóttir, gerðarbeiðandi Bygging- arsjóður ríkisins, mánudaginn 30. júní 1997 kl. 10,00, Miðtún 72, eignarhluti 50%, þingl. eig. Guðfinna Lárasdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Sóknar, mánudaginn 30. júní 1997 kl, 13.30._______________ Skógarás 15, íbúð merkt 0302, þingl. eig. Ingólfur Steinar Margeirsson, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins, mánu- daginn 30. júní 1997 kl. 13.30. Smiðjustígur 4, kjallaraíbúð, merkt 0001, þingl. eig. Björk Thorberg Georgsdóttir og Magnús Ögmundsson, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, mánu- daginn 30. júní 1997 kl. 10.00. Unufell 11, þingl. eig. Hjálmtýr Sigurðs- son, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, Lífeyrissjóður starfsm. Rv- borgar, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Sameinaði lífeyrissjóðurinn, mánudaginn 30. júní 1997 H 10,00,____________________ Vallarás 4, 3ja herb. fbúð á 3. hæð ásamt geymslu á 1. hæð, þingl. eig. Halldóra Ámadóttir, gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður ríkisins, mánudaginn 30. júm' 1997 kl. 13.30.________________________________ Þverholt 5, 2ja herb. íbúð á 2. hæð, 0201, þingl. eig. Amdís Hreiðarsdóttir, gerðar- beiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofn- unar, mánudaginn 30. júní 1997 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háö á þeim sjáif- um sem hér segir: Granaskjól 14, 1. hæð, þingl. eig. Hilmar Gestsson, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður Eimskipafél. fsl. og Lífeyrissjóður versl- unarmanna, mánudaginn 30. júní 1997 kl. 17.00._________________________ Háaleitisbraut 24, 3ja herb. íbúð í suður- enda kjallara, þingl. eig. Bflasalan Borg ehf., gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík og Háaleitisbraut 24, húsfélag, mánudaginn 30. júní 1997 kl. 13.30. Háaleitisbraut 117, íbúð á 2. hæð, merkt 0203, og geymsla í kjallara m.m., þingl. eig. Óskar Smith Grímsson og Þrúður Ólöf Gunnlaugsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Gjaldheimtan í Reykjavflc og Háaleitisbraut 117, húsfé- lag, mánudaginn 30. júní 1997 kl. 14.00. Laugavegur 22A, þingl. eig. Jónína Ema Guðlaugsdóttir og Magnús H. Guðlaugs- son, gerðarbeiðendur Ágúst Kristmanns, Gjaldheimtan í Reykjavík og Guðjón Ár- mann Jónsson, mánudaginn 30. júní 1997 kl. 14.30._____________________ Laugavegur 33, verslun í V-enda, þingl. eig. Búnaðarbanki íslands, gerðarbeið- andi Gjaldheimtan í Reykjavík, mánu- daginn 30. júm' 1997 kl. 15.00. Laugavegur 161, íbúð í kjallara, þingl. eig. Gistiheimilið Perlan ehf., gerðarbeið- endur Gjaldheimtan í Reykjavík og Líf- eyrissjóðurinn Framsýn, mánudaginn 30. júní 1997 kl. 15.30.___________ Lækjargata 6B, þingl. eig. Samleið ehf., gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykja- vík, mánudaginn 30. júní 1997 kl. 16.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Hermenn úr kínverska alþýðuhernum í rúllustiga í Hong Kong. Hermennirn- ir eru komnir til Hong Kong til aö taka þátt í undirbuningi vegna hátíöarhald- anna vegná valdaskiptanna 1. júlí. Sfmamynd Reuter Reykingamenn í Evrópu látnir borga brúsann Reykingamenn í Evrópu verða að öllum líkindum látnir borga veru- legan hluta skaðabótagreiðslnanna sem bandarískir tóbaksframleiðend- ur hafa fallist á að inna af hendi. Þegar eru fluttir út milljarðar sígarettna til Evrópu og verið er að stækka markaðinn. Búist er við að markaðssóknin aukist enn frekar. Beinast augu markaðsfræðinganna einkum að A-Evrópu. Bandarískir reykingamenn þurfa stöðugt að sæta fleiri og fleiri tak- mörkunum en I Evrópu eru reglur um reykingar á opinberum stöðum ekki jafn strangar. í sumum Evróp- ulöndum eru þær alls ekki virtar. Tóbaksframleiðendur hafa ekki leynt því að þeir ætli að margfalda sölu sína í A-Evrópu á næstu árum. Áður en járntjaldið féll var litið á pakka af amerískum sígarettum sem gjaldmiðil sem var jafnvel sterkari en dollarinn. Enn í dag þykir fmt að reykja amerískar síga- rettur í A-Evrópu. Reuter Fimmta sjálfsmoröiö Fimmti Frakkinn sem grun- aður var í stærsta bamakláms- máli sem upp hefur komið í Frakklandi hefur framið sjálfs- morð. Maðurinn fannst hengdur skömmu eftir að hann var lát- inn laus úr varðhaldi. í fórum hans höfðu fundist myndbands- spólur með barnaklámi. Vandræði með orku Rússneskir geimfarar hafa snúið skemmdri Mír-geimstöð- inni mót sólu til að reyna að auka orkuna en geimfarið átti í vandræðum með raforkuna eftir árekstur við ómannaða flutn- ingaflaug í gær. Áhöfnin er ekki talin í hættu. Blair kynnir afvopnunartillögur Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, gerði í gær grein fyrir til- lögum sínum um afvopnun skæruliða á Norður-ír- landi á breska þing- inu. Rangiega ákærðir í gær var 114 manns sleppt úr fangelsi í Perú. Fólkið hafði ver- ið ranglega ákært fyrir hryöju- verk þegar átök stóðu sem hæst milli ríkisins og vinstrisinnaöra uppreisnarmanna. Eldgos í Montserrat Eldfjall í Montserrat spúði ösku og grjóti yfir stóran hluta eyjunnar í gær. Óvíst er um af- drif 17 manna. 500 kíló af heróíni Lögregla í Pakistan handtók tvo menn og lagði hald á 500 kíló af heróíni í Karachi. Vopnaútflutningur Evrópusambandsriki hafa aukið markaðshlutdeild sína í vopnaútflutningi undanfarinn áratug. Bandaríkin eru enn stærsti útflytjandinn. Öldruðum fjölgar Yfirvöld í Japan tilkynntu í morgun að aldraöir Japanir væru nú í fyrsta sinn fleiri en börn undir 15 ára aldri. Bardagar í Kongó Hermenn Lissouba, forseta í Kongó, reyna að verjast árásum á flugvöllum við Brazzaville gegn árásum uppreisnar- manna. Stríðandi fylkingar skiptust á skotum í höfuðborg- inni í gær. Dengfjölskyldan fagnar Næstum öll fjölskylda Kína- leiðtogans Dengs Xiaop- ing verður viðstödd há- tíðahöldin í Hong Kong 1. júlí. Það var eitt af mörg- um baráttu- málum Dengs að Kínverjar fengju Hong Kong aftur frá Bretum. Sjálfur haföi Deng vonast til að geta lifað það að vera viðstaddur valda- skiptin. Engin laun Embættismenn Laurents Kabila, forseta í Lýðveldinu Kongó, sem lofaö hafði verið launum eftir margra mánaða bið, voru látnir snúa tómhentir heim í gær. Reuter H 'I i( jl i '( ( ( 'I '( \( í (4 4 4 N 4 4 í 4 HAMftrfRÍEH »|fgflÐASK(M)MN Hf FLUGFÉLAG ÍSLANDS Alr h rlaml ® TOYOTA ISLANDSBANK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.