Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1997, Page 23
\T LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 1997 níenning Saga listarinnar komin út hjá Máli og menningu í þýðingu Halldórs Björns: Vinsælasta listasaga allra tíma Út er komin hjá Máli og menningu Saga listarinnar (The Story of Art) eftir E.H. Gombrich í þýðingu Halldórs Björns Runólfssonar listfræðings. Verkið hefur ekki verið þýtt yfir á íslensku áður. Hér er á ferðinni mikill hvalreki fyrir listasöguunnendur því bókin hefur borið höfuð og herðar yfir aðrar slíkar bækur allt frá því hún kom fyrst út í London árið 1950. Hún hefur verið óhemjuvinsæl, bæði sem kennsluefni og til almenningsnota. Halldór Björn þýðir eftir 16. útgáfu bókarinnar en hún hefur verið aukin og endurskoðuð reglulega. Bókin hefur verið þýdd á 30 tungumál. í bókinni er rakin saga listrænnar sköpunar mann- kyns, allt frá hellaristum til listaverka samtímans. Viðfangsefnið er m.a. húsagerðarlist, myndlist, högg- myndagerð og fleira. Bókin er prýdd 440 litmyndum og inniheldur yfirlit yfir mikilvægar listasögu- og lista- verkabækur, kort, töflur, heimildaskrá og atriðisorða- skrá. Af höfundinum er það að segja að hann er fæddur í Vínarborg árið 1909. Hann er prófessor í listasögu við University of London. Hann var aðlaður 1972 og honum hafa auk þess hlotnast fjöldamargar viðurkenningar og verðlaun á sviði listasögu. Hann hefur skrifað tvær bækur um listasögu til viðbótar við Sögu listarinnar. Fæðingin tók 10 ár! Halldór Björn sagði í samtali við DV að það væri sér sérstakt gleðiefni að bókin væri komin út, eftir 10 ára fæðingu. Það hefði verið fyrst árið 1987 sem átti á gefa bókina út, þá hjá Svörtu á hvítu. „Þegar verkið var hálfnað lagði forlagið upp laupana. Handritið lenti hjá skiptaráðanda þrotabúsins þannig að þetta tafðist í nokkur ár. Síðan barst mér áhugi Máls og menningar til eyma. Eftir nokkurn aðdraganda var ákveðið vorið 1996 að láta til skarar skríða. Þá settist ég niður og vann síðustu kaflana. Verkið tók ýmsum breytingum, þáttur litmynda var aukinn og umbrotið gert aðgeng- ilegra." Haiidór Björn Run- Halldór sagði bókina vera mik- óifsson listfræöingur. inn feng fyrir þá sem vildu kynna Eitt frægasta málverkiö í bókinni er Madonnan meO langa hálsinn eftir Parmigianino, máluö á miöri 16. öld. Halldór segir þetta umdeilt verk, heföi á sínum tíma veriö taliö hneyksii. Þannig væri þaö mönnum enn ráögáta af hverju málarinn lengdi hálsinn á madonnunni! sér listasöguna, sem og þá sem þekktu meira til hennar. Höfundurinn væri með ný og athyglisverð sjónarhom á þekkt listaverk. Halldór sagði bókina einnig vera mik- ilvæga fyrir listasögukennslu í skólum landsins, ekki síst í framhaldsskólunum. -bjb Skólakrakkar þurfa á fullri orku sinni að halda til að klára langa skóladaga. Krakka- T k brauðið er hollt og bætiefnaríkt og því tilvalinn kostur í skólanestið ásamt mjólkinni eða ávaxtasafanum. —^ r'IJLTi'J Nú er auðvelt fyrir alla - ® krakka að eignast skemmtilegt box fyrir ^/Sftejíl í ' skólanestið. Eina sem þarf að gera er að leysa ráðgátuna hér að ofan, fylla og klippa út miðann hér að neðan og senda Samsölubakaríi ásamt 3 Krakkabrauðsmerkjum sem þú klippir af umbúðunum. Allir þátttakendur fá nestisbox* sent heim fyrir 1. nóv. og ein heppin fjölskylda vinnur 300.000 kr. úttekt að eigin vali í IKEA. "s ♦Meðan birgðir endast. Kruldiof"“u,'‘ os útlit fi' liollitttu ( Na'ringttr.’ftt1 , l.ruuðit' o« l't’t' « rikt u| trc'f'jttm, B-fítumnu islandia internet Krokh.ú 110 Rcykjavik Simi 750 5000 Póstnúmer:________________ Sveitarfélag: Svarið gátunni, setjið svarseðilinn í umslag ásamt 3 Krakkabrauðsmerkjum sem þið klippið af umbúðunum og sendið til: Samsölubakarí, Lyngháisi 7, 130 Reykjavík fyrir 15. október.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.