Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 Fréttir___________________________d’ 14 ára stúlka hætt komin: Með sprunginn botn- langa í 6 sólarhringa - þrír læknar skoöuðu hana en töldu hana vera með kveisu eða vírussýkingu Pála Hallgrímsdóttir meö foreldrum sínum, Ágústu Friðriksdóttur og Hallgrími Jónassyni.. Pála var hætt komin eftir aö hún hafði veriö meö sprunginn botnlanga í sex daga. Prír læknar höfðu þá skoðað hana. DV-mynd S 14 ára stúlka, Pála Hallgrímsdótt- ir, var mjög hætt komin á dögunum eftir að hún hafði verið með sprung- inn botnlanga í 6 sólarhringa. Stúlk- an var skoðuð á þeim tíma af þrem- ur læknum sem sögðu hana vera með kveisu, virus- eða bakteríusýk- ingu. Pála var ekki send í rannsókn fyrr en 6 sólarhringum eftir að hún fann fyrst fyrir verkjum og þá greindist hún með sprunginn botn- langa. Þá var hún mjög illa haldin af kvölum. DV frétti af veikindum Pálu og spjallaði við foreldra henn- ar, Ágústu Friðriksdóttur, og Hall- grím Jónasson. Sögö vera meö kveisu „Aðdragandi veikindanna var sá að Pála kom úr skólaferðalagi um hádegi á fóstudegi. Þá var henni illt í maganum. Verkurinn ágerðist eft- ir því sem leið á daginn og um kvöldið var hún orðin svo kvalin að hún bar varla af sér. Henni var bæði illt í maganum og flökurt. Þá fórum við með hana á læknavaktina við Barónsstíg. Þar var hún skoðuð af lækni sem sagði hann að þetta væri kveisa í uppsiglingu. Hún byrj- aði að kasta upp strax eftir að hún kom heim. Læknirinn hafði sagt að við skyldum gefa henni Paraseta- mól við verkjum og hita. Hún var óskaplega veik um helgina og þó að við gæfum henni ótakmarkað af verkja- og hitalækkandi lyfum var hún alltaf með tæplega 40 stiga hita,“ segja Ágústa og Hallgrímur, foreldrar Pálu. Komin með óráö „Á sunnudag var hún áfram með mikla kviðverki, háan hita og einnig komin með óráð. Þá fékk ég heim lækni frá læknavaktinni sem skoðaði hana. Hann sagði að hún væri með vírussýkingu og við skyldum halda áfram að gefa henni verkja- og hitalækkandi lyf. Á þriðjudeginum var ég í sambandi við lækni og daginn eftir fór ég aft- ur með hana til læknis. Hann skoð- aði hana og sagði að hún væri með bakteríusýkingu og skrifaði upp á breiðvirkt sýklalyf sem við fórum að gefa henni. Morguninn eftir var hún ennþá með 40 stiga hita og orð- in svo veik og máttfarin að hún gat með herkjum staðið. Loks í rannsókn Þá vorum við foreldrarnir orðnir ákveðnir í að það yrði að rannsaka bamið. Hún var búin að vera fár- veik í sex daga og engin batamerki sjáanleg. Þá hringdi ég í heimilis- lækni og sagði honum að við vild- um að Pála yrði rannsökuð. Það hlyti að þurfa að reyna að finna út hvað væri að barninu þar sem hún væri búin að vera svona mikið veik í tæpa viku og hún væri hreinlega að gefast upp. Þjáningamar, sem hún var búin að ganga í gegnum, voru óbærilegar. Læknirinn hringdi þá niður á bráðamóttöku og í framhaldi af því var hún strax send í blóð- og þvagrannsókn og síð- an í röntgenmyndatökur og sónar- skoðun.. Þá kom í ljós að hún var búin að vera með spmnginn botnlanga í 6 sólarhringa. Haft var samband við skurðlækni þá um kvöldið og hann látinn meta hvort hún færi strax í skurðaðgerð. Þá kom í ljós að of langt var síðan botnlanginn hafði sprangið til að hægt væri að skera hana strax. Hún var þá sett á mjög sterka sýklalyfjameðferð sem hún fékk í æð, einnig mikla næringu því hún var ekkert búin að borða í um viku,“ segja foreldrarnir. Ásökum ekki læknana Pála var á sjúkrahúsinu í 8 daga en er nú nýkomin heim. Eftir tæpa tvo mánuði fer hún í skurðaðgerö og þá verður sprangni botnlanginn fjarlægður. Fjölskyldan segist vona innilega að ekki verði um meiri eft- irköst að ræða. „Það var geysilega vel hugsað um Pálu á spítalanum, alveg frá því hún kom inn á bráðamóttökuna og þang- að til hún fór heim. Það er aðdáun- arvert hversu vel er hugsað um þessi veiku böm á spítölunum og allt gert til þess að reyna að láta þeim liða eins vel og hægt er. Öll umönnun gat að mínu mati ekki verið betri, hvorki gagnvart sjúk- lingum eða aðstandendum þeirra. Við viljum taka það fram að við erum ekki að ásaka þessa lækna. Það hefur eflaust verið erfitt að greina þetta botnlangatilfelli hjá Pálu og læknar eru líka mannlegir. Þetta var mjög erfiður timi fyrir okkur öll og auðvitað fyrst og fremst fyrir Pálu,“ segja Ágústa og Hallgrlmur. -RR Dagfari Orlæti Pósts og síma Dagfari hefur ekki aðgang að Intemetinu og hefur þess vegna ekki tök á því að senda Pósti og sima hamingjuóskir sínar og þakk- arkveðjur á Netinu. Þeim er hér með komið á framfæri. Pósti og sima hefur verið breytt yfir í al- menningshlutafélag í stað þess að vera eitt af stærstu ríkisfyrirtækj- um landsins. Nú eru að koma í ljós kostir þessarar skipulagsbreyting- ar. Nú kemur í ljós hversu við- skiptavænt fyrirtækið er af því að nú verður það að taka tillit til eig- enda sinna, símnotenda og allra viðskiptavina. Fyrirtækið er orðið markaðsvænt. Það sem hefur gerst er að landið allt hefur verið gert að einu not- endasvæði. í kjölfarið hefur Póstur og sími lækkað utanbæjarslmtöl verulega og fyrirtækið hefur sömu- leiðis lækkað millilandasímtöl og það eina sem hefur gerst og fólk er að gera athugasemdir við, er að innanbæjarsímtöl era hækkuð um 80% í kr. 1.99 per skref. Þetta er ekki mikil hækkun í Ijósi þeirrar lækkunar sem gerð er á öðram símtölum, enda birtist heilsíðu auglýsing frá Pósti og síma í dagblöðunum í gær, þar sem Póstur og simi óskar landsmönn- um öllum til hamingju með þá „ánægjulegu staðreynd" að simtöl hér á landi eru með því lægsta sem þekkist í heiminum. Forsvarsmenn Pósts og síma sjá sem sagt sérstaka ástæðu til að flytja íslendingum hamingjuóskir í tilefni þessara gjaldskrárbreytinga. Svo kemur borgarráð Reykjavík- ur og mótmælir einhverri hækkun, sem ekki er orð á gerandi! Og al- þingismenn kveðja sér hljóðs utan dagskrár til að gera mál út af þeirri tillitssemi sem Póstur og simi hef- ur sýnt viðskiptavinum sínum! Era laun heimsins ekkert nema vanþakklæti? Gera menn sér til dæmis grein fyrir því að Póstur og sími telur sig tapa um eitt hundrað milljónum króna á þessum breyt- ingum? Það er áreiðanlega eins- dæmi í heiminum að stórt og öflugt fyrirtæki, sem ræður algjörlega markaðnum og getur gert sem þvi sýnist með símgjöldin, skuli breyta gjaldskrám sínum til aö ná fram tapi í rekstrinum!! Þeir era ekkert að leika sér að þessu. Þeir lækka ekki utanbæjar- símtölin og þeir hækka ekki innan- bæjarsímtölin, nema vegna þess að það er í þágu símnotenda og fyrir- tækið tekur jafnvel á sig stórt tap, til þess eins að geðjast viðskipta- vinum sínum. Og svo eru menn að rífast út af þessu og mótmæla 80% hækkun, þegar allir sjá að sú hækkun er „ánægjuleg staðreynd" í ljósi þeirr- ar hagræðingar sem af henni hlýst og tapinu sem hún hefur í fór með sér. Fjölmiðlar hafa verið að krefja Póst og sima svara um forsendum- ar fyrir breytingunum á gjald- skránni. Póstur og sími hefur neit- að að gefa þær upp, enda viðskipta- leyndarmál. Aðrir mega auðvitað ekki komást að því hvemig Póstnr og sími fer að því að hækka gjöld- in hjá obbanum af þjóðinni til þess eins að tapa á þvi. Sérstaklega er það varasamt gagnvart keppinautunum á mark- aðanum, sem að visu era ekki enn þá fyrir hendi, en maður veit aldrei nema einhver geti hækkað gjöldin enn meir og þess vegna er best að segja sem minnst. Og alls ekki í símann. Nema þá í símtölum til útlanda. Þau eru ódýrust, þannig að ef menn vilja tala innanbæjar, þá er um að gera að skreppa til útlanda til að hringja þaðan. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.