Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 7 Fréttir ^ Dómsmálaráöuneytið slær aftur á fingur sýslumanns PatreksQaröar: Aminning felld úr gildi - ávítti lögreglumann vegna Felgumálsins Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sýslumannsins á Patreksfirði, Þórólfs Halldórssonar, rnn að veita lögreglumanninum Jónasi Þór áminningar vegna Felgu- málsins svokallaða. Málið snerist um deilur vegna veitingastaðarins Felgunnar i Vest- urbyggð sem Sigurður Pálsson veit- ingamaðm- rak. Felgan var í sama húsnæði og félagsheimili staðarins. í úrskurði dómsmálaráðuneytis er skýrt þannig frá málavöxtum að þann 20. júni sl. var lögreglunni á Patreksfirði tilkynnt um innbrot í félagsheimilið. Það var eiginkona Sigurðar sem tilkynnti innbrotið en hún er systir Jónasar Þórs, viðkom- andi lögreglumanns. Aðalvarðstjóri tók við tilkynningunni og gaf Jónasi Þór fyrirmæli um að fara á vettvang. Sem lögreglumaður á vett- vangj stöðvaði Jónas Þór athafnir starfsmanna Vesturbyggðar við rnn- rætt félagsheimili. Athafhir starfs- manna fólust í því að þeir voru að skipta um skrá í útidyrahurð húss- ins. Kom til orðaskipta Eftir atvikið átti sýslumaður sam- tal við lögreglumanninn um það. Kom til orðaskipta milli þeirra tveggja vegna atviksins og gaf sýslu- maður Jónasi Þór lögreglumanni þau fyrirmæli að hafa ekki frekari afskipti af málefnum félagsheimilis- ins vegna tengsla við rekstraraðila Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Patreksfiröi. Ákvöröun hans um aö veita lögreglumanni áminningar var felld úr gildi af dómsmálaráöuneyt- inu. þess. í málinu liggur fyrir að kær- andi, lögreglumaðurinn, hafi síðar sama dag, svo og næsta dag, farið einkennisklæddur á lögreglubíl að félagsheimilinu. Hvergi kemur þó fram í gögnum málsins að tilgangur þeirra ferða hafi verið sá að hafa af- skipti af málefhum félagsheimilis- ins sem lögreglumaður. Fram koma i gögnum málsins fullyrðingar þess Samtök jafnaðarmanna og félagshyggjufólks: Gróska á ferð og flugi Gróska, samtök jafnaðarmanna og félagshyggjufólks, verður á ferð og flugi út um allt land dagana 30. október til 4. nóvember nk. Samtök- in ætla að halda 18 fundi á jafhmörg- um stöðum á landinu. „Markmiðið með ferðinni er að stuðla að samfylkingu félagshyggju- fólks í alþingiskosningum 1999 og gefa landsmönnum öllum kost á að hlýða á málflutning Grósku og leggja sitt af mörkmn í umræðuna. Sam- hliða fundaherferðinni verður hald- inn miðstjórnarfundur samtakanna en þar verður til umræðu Hin opna bók Grósku sem inniheldur stefhu samtakanna," segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Gróskumaður. -RR Barbequegrilluð GRÍSA- LUND meö kaldri grillsósu 03 rauölauksmarmelaöl AÐBNSKR.t39CV- Þessi er sælgæti: HVÍTLAUKS- PASTA með ristuöum humri 03 hörpuskel AÐBNSKR.t290r með bakaðri kartöfiu 03 bemaisesósu AÐÐNS KR. 1490,- Húnerengri líkþessi LÚÐU- PIPARSTEIK meö hvítlauks- 03 Pemod-ijóma Glóðuð KJÚKLINGA BRINGA meö ensifer 03 hunansi HLAÐBORÐ SÆLKERANS Frjálstval: Súpa,salatbarosheitur matur, margartegundir. KR.790/ rettum erfjó * sulatbwHiui soeþþasú Bamamatseðill fyrir smáfólkið! Tilboð öll kvöld 1 og um helgar. OG PfiN BRfiUTfiRHOLTI 22 SÍMI551-1690 Hlboðsréttir: efnis að lögreglumaðurinn hafi eftir ofangreinda atburði farið niðrandi orðum um sýslumann vegna þeirra. Sýslumaður veitti Jónasi Þór áminningar 18. júní sl. fyrir óhlýðni við löglegt bann yfirmanna, afskipti af málum nákominna vandamanna, fyrir óvandvirkni í starfi og ósæmi- lega framkomu í starfi. Auk þess veitti sýslumaöur lögreglumannin- um áminningu fyrir að gæta ekki þagmælsku um atriði sem leynt skyldu fara samkvæmt eðli máls. Jónas Þór kærði ákvörðun sýslu- manns til dómsmálaráðuneytis og það hefur nú fellt áminningamar úr gildi. Þetta er 1 annað skipti sem ráðu- neytið slær á hendur sýslumanns vegna Felgumálsins. Fyir á árinu áminnti sýslumaður Sigurð Páls- son veitingamann. Dómsmálaráðu- neytið felldi áminninguna úr gildi og gaf út að sýslumaður hefði átt að víkja sæti í því máli þar sem hann sat báðum megin við borðið, sem sýslumaður og sem formaður Lionsklúbbsins i Vesturbyggð. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.