Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 7 Fréttir Hæðarviðvaranir við göngubrú á Miklubraut: Segl setur kerfið í gang „Við höfum sett upp þessar hæðar- viðvaranir til að koma í veg fyrir að flutningabifreiðar með of háan farm rekist á göngubrúna. Ástæðan er sú að við höfum orðið ítrekað fyrir því að skiltabrýr, sem eru álíka háar og þessi göngubrú, séu keyrðar niður og skemmdar. Það yrði auðvitað mjög alvarlegt ef farmur flutninga- bils rækist upp undir brúna. Það er bæði hættulegt gangandi vegfarend- um á brúnni og auðvitað er um að ræða mikið fjárhagslegt tjón líka,“ segir Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri, ápurður um hæðar- viðvaranir sem hafa verið settar upp beggja vegna við göngubrúna yfír Miklubraut við Rauðagerði. „Ef farmur bifreiðar er of hár rekst hann upp undir slána á þess- um viðvörunum. Sláin lendir á segli og þá fer viðvörunarkerfí af stað, há hljóðmerki sem heyrast greinilega, bæði fyrir ökumenn og gangandi vegfarendur á brúnni. Viðvaranirn- ar eru það langt frá brúnni að þeir sem stýra flutningabifreiðum með of háan farm eiga að geta stöðvað íslenska farsímafélagið: Verðið er leyndarmál „Við teljum ekki tímabært að gefa út okkar verðskrá núna. Það atriði bíður síns tima. En auðvitað ætlum við að bjóða upp á verð og gæði sem koma væntanlega til með að haldast í hendur. Ef ég gæfi yfirlýsingu um verð á þessu stigi málsins er aldrei að vita hvað Póstur og sími gerði,“ sagði Arnþór Halldórsson, talsmaður ís- lenska farsímafélagsins, um þá sam- keppni sem félagið ætlar að veita Pósti og sima í GSM-símaþjónustu. Fyrirtækið hefur rekstur fyrir 1. maí á næsta ári. Þá munu GSM- símanotendur geta valið á milli þjónustu íslenska farsímafélagsins, sem er dótturfyrirtæki hinna bandarísku Western Wireless og Walter Group, og Pósts og síma. Eins og frcim kom í DV í gær er Sanövíkurhreppur, sem er skammt frá Selfossi, fýrsta sveitarfélagið til að samþykkja uppsetningu fjar- skiptamasturs fyrir dreifikerfi Is- lenska farsímafélagsins. Amþór sagði að viðkvæmar samningaviðræður stæðu yfir við aðra aðila: „Við höfum farið þess á leit við viðkomandi bæjarfélög að fá að setja upp möstur sem verða 20-50 metra há. Þar sem samningaviðræð- ur em á viðkvæmu stigi get ég ekki gefið upp væntanlegar staðsetning- ar þeirra," sagði Arnþór. „Við mun- um reyna af fremsta megni að koma möstrunum upp þannig að þau verði lítt sýnileg - uppi á húsþökum eða á núverandi mannvirkjum. Hins vegar em ákveðnir staðir þar sem því er ekki til að dreifa. Þar þarf að reisa möstur á jörð. Við ætlum að byggja ppp GSM- kerfi sem býður almenningi góða þjónustu og mikil gæði. Við stefn- um að því að verða fullgilt fyrirtæki í íslensku samfélagi þó að bakhjarl- inn sé erlendis," sagði Amþór. Arnþór sagði að starfsleyfið og kröfumar sem Póst- og fjarskipta- stofnun setur fram setji félaginu skorður: „Vissulega krefst það þess að vel sé haldið á málum og uppbygging þarf að vera þaulskipulögö. Það kemur hins vegar ekki í veg fyrir að við getum hafið rekstur eigi síðar en 1. maí eins og leyfið kveður á um,“ sagði Arnþór. Hann segir jafnframt að þegar fé- lagið hefur rekstur muni GSM-kerfi félagsins ná yfir suðvesturhornið, það er höfuðborgarsvæðið, Suðumes, vel austur á Suðurlandsundirlendi og allt upp í Borgarfiörð. Síðan, væntan- lega þegar næsta sumar, verði unnið hratt að uppbyggingu kerfisins í norður, austur og vestur. -Ótt bifreiðirnar í tæka tíð áður en þeir koma að sjálfri brúnni," segir Sig- urður. -RR Hæðarviðvaranir hafa verið settar upp beggja vegna við göngubrúna yfir Miklubraut við Rauðagerði. Ef flutningabifreið með of háan farm ekur upp undir slána fer viðvörunarkerfi af stað. DV-mynd S Áskrifendur fá tStEr**-./ immM aukaafslátt af smáauglýsingum DV Smáauglýsingar m 550 5000 HITACHI CP2856 Kr. 69.900 stgr. • 28" Black Line D myndlampi • 40w Nicam Stereo magnari íslenskum stöfum með öllum aðgerðum á skjá • Sjólfvirk stöðvaleitun • Svefnrofi 15-120 mínútur • Tvö Scart-tengi og AV inngangur framan á tækinu • Fullkomin fjarstýring Slónvarpsmiðstöðin QLQUiVíLLÁ. U - ULUlL UUU UQ QQ UmboðsmEnn um land allt:VESTURLAND: Hljómsýn. Akranesi. Kaupfélag Dorgfirðinga. Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellíssandi. Guðni Hallgrímsson. Grundarfirði. VESTFIRBIR; Hafbúð Jánasar Mrs. Patreksfirði. Póllinn, Isafirði. NDRÐUBLAND: KF Sieingrímsfjaröar, Hólmavík. KF V-Húnveminga, Hvammstanga. IF Húnvetninga. Blönduósi. Skagflrðingabúð, Sauðérkróki. KEA Dalvík. Bókval. Akureyri. Ljósgjafinn, Akureyri. Oryggi, Húsavik. IIF Pingeyinga. Húsavík. Urð. Raufarhöfn.AUSTURlAND: Kf Héraðsbúa. Egilsstöðum. Verslunin Vik. Neskaupsstað. Kauptún. Vopnafirði. KF Vupnfirðinga. Vopnafirði. KF Héraðsbúa. Seyðisfirði. Turnbræður. Seyðislirði.KF Fáskrúðsfjaröar, Fáskrúðsfirði. (ASÉ Djúpavogi. KASK. Höfn Hornalirði. SUÐUBLANB: Bafmagnsverkstæði KR. Hvolsvelli. Mosfell. Hellu. Heimstækni. Selfossi. KF Árnesinga. Selfossi. Rás. barlákshöfn. Brímnes. Vestmannaeyjum. REYKJANES: Rafburg. Grindavík. Rallagnavinnust. Sig. Ingvarssonar, Garðl. Rafmætti. Halnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.