Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1997 Spurningin Lesendur Ætlaröu á Kvikmynda- hátíö í Reykjavík? Gunnar Vagnsson og Hreinn Fannar: Nei, ég hef engan áhuga á þessu. Svava Birgisdóttir nemi: Það held ég ekki. Eyrún Sigmundsdóttir nemi: Nei. Margrét Snorradóttir húsmóðir: Nei, ég bý úti á landi. Þórir Ágústsson öryggisvörður: Nei, ég hef bara engan tíma til þess. Guðrún Ibsen móðir: Já, það kann vel að vera að ég skelli mér á hátíð- ina. Bý ég þá í ban- analýðveldi? Fordómar í gangi gagnvart bifhjólafólkinu? spyr bréf- ritari. Albert V. Kristjánss. skrifar: Föstudaginn 26. sept. sl. lenti ég í því óhappi að aka helst til hratt á leiðinni heim til mín og var stöðv- aður af lögreglu sem sagði mig hafa ekið á 110 km hraða upp Grensásveg. Þar sem ég ók ekki svo hratt, heldur á um 90-95 km hraða við hlið vinar míns, sem var á öðru bifhjóli og vottaði það með mér, þá sögðust lögregluþjónarnir vera að gera okkur greiða með því að segja okkur vera á aðeins 110 km hraða því radarmælirinn hjá þeim hefði „flöktaö" upp í 117-119 km hraða. Þessum niðurstöðum mótmælti ég og var þá til- kynnt að ég væri handtek- inn og yrði færður á lög- reglustöð til yfirheyrslu. Var það gert og næstu 3 klukkustundir fóru í það að biða eftir því að fá að gefa skýrslu um atburðinn. Að því loknu var ég færður til varðstjóra og sviptur öku- réttindum til bráðabirgða. Ég hef ekkert við það að at- huga að vera sviptur ökuréttindum en margt annað hef ég við málið að athuga. Fyrst; framkvæmd hraðamæling- arinnar. - Mælingin er gerð í mik- illi rigningu. Oftsinnis er búið að sanna að Doppler-radar, eins og þeir er lögreglan notar, virkar ekki sem skyldi við þær aðstæður. - Doppler- radar er viökvæmur fyrir utanað- komandi áhrifum og hefur komið í ljós að rafkerfi bilanna hafa oft valdið truflunum á starfsemi rad- arsins. Það er t.d. engin nýlunda að snúningshraði í miðstöðvarmótor- um bílanna hefur lagst við þann hraða sem ökutæki eru mæld á. - Miðað við staðsetningu mína er mælingin var gerð er ómögulegt fyr- ir mig að ná þessum hraða á þeirri vegalengd sem er frá umferðarljós- um við Grensásveg/Miklubraut og yflr gatnamótin þar sem ég var mældur. Þá er það framkvæmd málsins: Þegar ég sótti ökuskírteinið mitt að mán- uði liðnum beið mín plagg sem ég átti að undirrita til að fá skírteinið aftur. Þar átti ég að gangast við því að hafa ekið á 110 km hraða sem ég gerði ekki. - Vildi ég ekki gangast við þessu broti, þá færi málið fyrir dóm og við hraðasekt- ina bættist sakarkostnað- ur! Eftir að búið var að knýja mig til að skrifa undir með þessum rökum og viðurkenna allar sakar- giftir var mér bent á að fara í afgreiðslu og sækja skírteinið mitt. Ekki tók betra við þar því mér var neitað um skírteinið nema greiða 24.000 kr. sekt sem fylgdi ökuleyfissvipting- unni. Eftir stapp við að koma þeim í skilning um að ég væri með leyfi til að sækja skírteinið þá var mér vísað, fýluferð, inn í innheimtudeild og til baka. Þetta stapp kostaði 2 klukkustundir! - Er af- greiðslufólk þama að sýna manni eitthvert vald? Eða er bara verið að gefa í skyn að mér hefði verið nær að missa ökuréttindin? Voru það upphaflega fordómar gagnvart bifhjólafólki að ég var stöðvaður og sakaður um það sem ég gerði ekki? Það er líka kannski bara minn misskilingur að telja að ég væri saklaus þar til sekt mín væri sönnuð. En mér líður samt eins og fórnarlambi bananalýðveld- is eftir útreiðina hjá lögreglunni. Vanhæfir ráðherrar Ólafur Einarsson hringdi: Marga er farið að undra hve grunnt er á dómgreindinni hjá ís- lenskum ráðherrum. Marga þeirra skortir líka þekkingu og reynslu, t.d. af störfum úti í þjóðlífinu. - Á ég þá ekki við almenn skrifstofustörf, heldur af rekstri fyrirtækja eða ábyrgðarstörfum í atvinnulífinu. Það kemur nú æ oftar fyrir að ráð- herra er vændur um afglöp í emb- ættisfærslu, að vísu byggðum á upp- lýsingum annarra embættismanna, t.d. úr ráðuneytum eða annars stað- ar. Hefðum við ekki sannkallaðan heiðursmann í stóli forsætisráð- herra, mann sem hefur ágæta dóm- greind og reynslu, ekki síst frá borg- arstjómarárum sínum, mann sem tekur á málunum strax í stað þess að leyfa vandanum að vaxa þjóðinni yfir höfuð, værum við illa sett. Gleði- og verslunarborg? Borgin hefur breyst til hins verra, segir bréfritari - og vill nýjan borgarstjórn- armeirihluta. J. Jóhannsson skrifar: Gleði- og verslunarborgin Reykja- vík; hrein torg, fogur borg - laus við glæpi, og til fyrirmyndar á öllum sviðum. Ekki er þetta nú sú mynd sem við íbúar Reykjavíkur höfum af borginni um þessar mundir. Þetta er vissulega sú mynd sem við höfðum og viljum hafa af Reykjavík. Staö- reyndin er hins vegar sú að þetta er ágætis byrjun á öfugmælavísum um Reykjavík nú um stundir. Með skipulögðum hætti hefúr R- listinn smám saman gert verslun- um ólíft i miðbæ Reykjavíkur. Sóða- búllur með vínveitingaleyfi, útrunn- ið eða ekki, við göngugötu eða hálf- göngugötu, virðast vera það sem nú- verandi meirihluti í borgarstjóm telur farsælast fyrir miðbæinn. Það hefur sýnt sig á þessum næst- um 4 árum sem R-listinn hefur ver- ið í forsvari meirihluta í borginni, að sá viðbrenndi flokkagrautur er orðinn gjörsamlega bragðlaus. - Með borgarstjórann, Ingibjörgu Sól- rúnu, i broddi fylkingar líður R-list- inn áfram að sínum feigðarósi. Talandi um borgarstjórann, þá finnst mér lítið leggjast fyrir for- ingjann að „velja“ sér sæti á listan- um fyrir komandi kosningar. Mín skoðun er sú að ákvörðun hennar um að velja sér 8. sætið, sé úthugs- uð flóttaleið af sökkvandi skipinu. - Ég skora á borgarbúa að kynná sér afrek R- listans í framkvæmdum og ráðningum í borginni og í fram- haldi af því að velja sér stjórn sem þeir geta treyst. Jóla-Bónus og Ikea Margrét Jóhannsd. skrifar Það var einkar ánægjuleg send- ing sem ég fékk inn um dyralúg- una þann 29. október frá Bónusi og Ikea í Holtagörðum. Dýrindis auglýsingablað um að jólin væm að koma. Ég er Bónusi og Ikea einkar þakklát. Ég vissi ekki að jólin væru að koma. Hélt þau kæmu ekki fyrr en í lok desem- ber. Það er því ekki seinna vænna en að drífa sig í Bónus og Ikea og ljúka jðlainnkaupunum svo mað- ur geti hætt að hafa áhyggjur af jólunum. Reyndar er ég hissa á Bónusi og Ikea að hafa ekki bent á það í ágúst að jólin væru að koma! Vonandi verða kaupmenn- irnir í Holtagörðum fyrr á ferð- inni að ári. Seilingin hjá krötum Bjöm skrifar: „Á ferð til framtiðar" skrifar Guðmundur Árni Stefánsson í blaðið Dag (ekki Dagblaðið) sl. föstudag. - Hann segir margt benda til þess að innan seilingar séu að verða einhveijar mestu breytingar í íslenskri pólitík sem átt hafa sér stað á lýðveldistíman- um. Aumingja Guðmundur Ámi, hann er að vísu bjartsýnn sem betur fer, en hann á að vita að þessi Grósku-herferð er þegar fall- in um sjálfa sig. Fáir eða engir mæta á fundina hjá Gróskufélög- unum á landsbyggðinni. Og sífellt lengist í seilinguna hjá krötum um samfylkingu félagshyggju- flokkanna eða hvaö þessi garða- gróður heitir sem vaxið hefur villtur í íslenskum stjómmálum og verður seint upprættur. Nýju rökin sjávarútvegs- ráðherra Ingólfur hringdi: í glænýrri frétt í Mbl. em tekin orðrétt ummæli sjávarútvegsráð- herra: „Lífskjör færð aftur um 10 - 15 ár“. Þetta eru nýju rökin hjá sjávarútvegsráðherra. Því hefur hann aldrei haldið þessu á lofti fyrr? Er hann fyrst núna að sjá þetta? Það þykir mér klént hjá æðsta postula í sjávarútvegsmál- um. Og svo segir hann líka að veiðUeyfagjaldið muni rýra kjör sjómanna! Ég er undrandi á að þessi rök skuli vera að koma fyrst fram núna. En Morgunblaðið er kannski bara að slá þessum um- mælum sjávarútvegsráðherra upp sem gi'íni. - Enda bara grín. P&S sækir að Stöð 2 Helgi Þ. skrifar: Nú sést best hvaö Póstur og sími er að bralla með breiðrás- inni sem bjóða skal áskrifendum á kostakjörum - til að byrja með a.m.k. Póstur og sími er gagngert að sækja með tangarsókn að Stöð 2 sem í dag býður prýðilega þjón- ustu og þúsundir fiölskyldna era hæstánægðar með. En Póstur og sími ætlar ekki aö láta af þeirri iðju að hrella íslenskan almenn- ing. Fyrst með einokun, síðan með handayfirlagningu í formi einkarekstrar - og allt í plati. Þingmenn á þroska- þjálfalaun Drífa hringdi: Ég hef lengi undrast hve al- þingismenn hafa lítið haft sig í frami sjálfir vegna allra þeirra kjaradeilna sem nú hafa verið í umræðunni. Það er eins og þeir skilji ekki hvað málið snýst um. Nefnilega of lág laun í landinu. Mér þætti ekki ósanngjamt að þingmenn væra látnir búa við t.d. þroskaþjálfalaun í svo sem hálft ár. Þeir myndu þá hugsanlega sjá lífið í kringum sig í öðra ljósi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.