Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1997, Blaðsíða 40
V I K I N G A O tvrra ■ jjrir líl. if í lUy FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR ' virinkl Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUFt 17. DESEMBER 1997 Alvarlegt slys Kona var flutt á sjúkrahús eftir mjög alvarlegt umferöarslys á Suður- götu á móts við Háskólann klukkan 8.30 nú í morgun. Konan varð fyrir bU sem ekið var í norður í átt að hring- k-torginu. Talið er að konan sé alvar- lega slösuð. Loka varð götunni hátt í klukkustund eftir slysið. -RR Ungkratar æfir „Ætli maður lofi ekki jólunum að líða og sjái svo til,“ sagði Gunnar Levy Gissurarson varaborgarfulltrúi. Gunnari var ekki stillt upp í prófkjöri R-list- ans af hálfu Alþýðu- flokksins og eru stuðn- ingsmenn hans æfir. Stuöningsmenn hans eru einkum ung-______________ ir alþýðuflokksmenn Qunnar Levy og hygaa þeir jafnvel Qissurarson. á hópúrsagnir úr ^'Hflokknum af þessum sökum. Gunnar vildi í samtali við DV í morgun ekki segja hvort hann hygðist segja sig úr Alþýðuflokknum, en sagði augljóst að ákveðnir aðilar hefðu viljað sig út og hefðu haft sitt fram. -SÁ Landspítali: Ætla aö hætta Mikil óánægja ríkir meðal aðstoðar- lækna á Landspítala, að sögn Helga H. Helgasonar, formanns Félags ungra ^iækna. Þar hafa 42 unglæknar sagt upp störfum og virðist svo sem flestir ætli að hætta. Fyrstu uppsagnir taka gildi í dag. „Þama eru sömu forsendur að verk- um, lækkuð yfirvinnuprósenta," sagði Helgi. „Þá eru ungir læknar á Land- spitala mjög óánægðir með að þar hef- ur verið ákveðinn áróður í gangi sem hleypt hefur kergju í hópinn." Unglæknar á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri hafa allflestir dregið uppsagnir sínar tfl baka, að sögn Helga. -JSS Allri áhöfn togarans Hvannabergs sagt upp: Oskemmtileg jóla gjof fra utgerðinni DV, Akureyri: „Það getm- hver og einn ímynd- að sér það hvort ekki er þungt í mönnum sem fá í hendumar upp- sagnarbréf eftir tuttugu ára starf hjá útgerðinni, ég segi ekkert meira en þaö,“ segir Þorbjörn Sig- urðsson, skipstjóri á rækjutogar- anum Hvannabergi frá Ólafsfirði, en öll áhöfn togarans hefúr fengið í hendumar uppsagnarbréf frá út- gerðinni, Þormóði ramma/Sæ- bergi. Uppsagnarfrestur er allt frá hálfum mánuði til þriggja mánaða hjá yfirmönnum skipsins. Málefni áhafnarinnar á Hvannabergi hafa verið í brenni- depli missemm saman. í fyrsta lagi vegna sifefldra dómsmála um þátttöku áhafnarinnar í kvóta- kaupum en nú upp á síðkastið vegna deUu áhafhar og útgerðar um rækjuverð. Sú deila er reynd- ar komin á borð úrskurðarnefnd- ar sjómanna og útgerðarmanna og mun eiga að ræða hana í nefnd- inni í dag. „Það má hver túlka það eins og hann viU“ var svar Þorbjöms Sig- urðssonar skipstjóra við þeirri spurningu hvort hann tengdi upp- sagnir áhafnarinnar við defluna um rækjuverðið. Aðrir áhafnar- meðlimir sem DV hitti að máli á Ólafsfirði í gær voru hins vegar á þeirri skoðun að þama væri sam- hengi á milli. „Þetta er ekki skemmtilega jólagjöf frá útgerð- inni en maður mátti svo sem eiga á öUu von,“ sagði einn úr áhöfn- inni sem DV ræddi við í gær. „Við höfum fengið um 85 krón- ur fyrir kílóið af rækjunni í nokkum tíma, en útgerðin gerði okkur á dögunum tflboð um verð á bilinu 40-95 krónur, eftir gæða- flokkun rækjunnar. Við prófuðum það í einum túr að flokka rækjuna samkvæmt þessu tilboði og út- koman var 20 króna lækkun þegar upp var staðið. Auðvitað sættum við okkur ekki við slíka launa- lækkun,“ sagði einn viðmælenda DV úr áhöfninni í gær. „Það var yfirlýst þegar Þormóð- ur rammi og Sæberg voru samein- uð að til að ná hagkvæmni i rekstrinum þyrfti að þjappa veiði- heimildum saman á fæmi skip. Þess vegna lögðum við rækjutog- aranum Jöfri og þess vegna fer það skip og Hvannabergið einnig á söluskrá núna. Það er ástæða uppsagnanna nú, málið er ekki flóknara en það. Auðvitað verður alltaf ágreiningur um fiskverð en það hefur nákvæmlega ekkert með uppsagnirnar að gera,“ sagði Ró- bert Guðfinnsson, framkvæmda- stjóri Þormóðs ramma/Sæbergs, við DV í gær. -gk Smári Sigurðsson, trúnaðarmaður áhafnarinnar á Hvannabergi, við skip- ið ásamt syni sínum í gær. Smári vildi ekki tjá sig um deilu áhafnarinnar og útgerðarinnar. DV-mynd gk < > Vesturbær: Gengu berserksgang - skemmdu bíla og hús. Sjá forsíðumynd Tveir átján ára strákar gengu ber- serksgang í vesturbænum í nótt, brutu rúður í húsum og fjölda skemmdu bíla. Alls urðu þrettán bíl- ar fyrir barðinu á piltunum og ljóst er að tjónið á þeim nemur hundruð- um þúsunda. Speglar voru brotnir, lakk rispað, bílarnir dældaðir með spörkum og hliðarrúður brotnar. Þá voru rúður brotnar í húsum við Framnesveg. Einhver spjöll voru einnig unnin á húsum við Túngötu en samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu er ekki vitað hvort umræddir þokkapfltar voru þar á ferð. Slóð berserkjanna lá frá Túngötu og Holtsgötu og um Framnesveg og siðan um Flyðrugranda og Fjöru- granda. Ekki er vitað hvað pfltunum gekk til. Þeir munu ekki vera þessir svokölluðu fastagestir lögreglu. Pilt- arnir voru handteknir um klukkan tvö í nótt, voru í fangageymslum í nótt og verða yfirheyrðir í dag. -sv Kröfur um aðskilnað við Dani vegna bankamáls: Færeyingar æfir - eftir sjónvarpsþátt í gærkvöld „Þeim vex nú ásmegin sem vilja að- skilnað við Dani. Poul Nyrup Rasmus- sen er hataðasti maður í Færeyjum og það er mat flestra að hann og stjórnin hafi svikið Færeyinga," segir Eiríkur Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Mjólkursamsölunnar í Þórshöfn, um þá reiði sem er í Færeyjum eftir að færeyska sjónvarpið rakti sögu þess hvemig Danir sviku milljarða út úr Færeyingum. Lokaþátturinn var i gær. Forsagan er sú að færeyski Sjó- vinnubankinn varð gjaldþrota. Þá prönguðu Danir inn á Færeyinga úti- búi Den danske bank í Færeyjum sem var sameinaður rústum Sjóvinnu- bankans. Hinn sameinaði banki lifði aðeins i nokkrar vikur og varð gjald- þrota með þeim afleiðingum að millj- arðar danskra króna féllu á færeysk stjómvöld. Það leiddi af sér kreppu og skattahækkanir á almenning. Poul Nyrup er væntanlegur í heimsókn tfl Færeyja 6. janúar. Eiríkur segir hann passa sig á að koma áður en niður- stöður rannsóknar á bankamálinu verða gerðar opinberar þann 15 janú- ar. Eiríkur segir að þrátt fyrir ofsareiði færeysks almennings eigi hann ekki von á því að gengið verði í skrokk á forsætisráðherranum. „Við erum jafnlyndir menn Færey- ingar en það er alveg ljóst að hann mun mæta ískulda. Framhaldið ræðst síðan af því hvort Danir taka á sig hluta af þessu tjóni sem þeir hafa valdið færeysku þjóðarbúi," segir Ei- ríkur. -rt VOÐA ERU ALLIR ÆFIR í DAG! Veörið á morgun: Allhvasst með suður- ströndinni Austankaldi en allhvasst með suöurströndinni. Súld með köfl- um við suður- og austurströnd- ina en annars þurrt. Hiti 0 til 5 stig en sums staðar vægt frost í innsveitum norðanlands. Veðrið í dag er á bls. 37. 2° ~ u A ► * \ ? ? ? ? ? ?? 5° V ^ ?? ; /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.