Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1998, Blaðsíða 18
26 FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1998 íþróttir Denis Irwin leikur væntanlega sinn fyrsta leik meö Manchester United í 8 vikur þegar United sækir Chelsea heim í bikarkeppninni á sunnudag- inn. Irwin hefur verið frá síðan í Evr- ópuleik United gegn Feyenoord i haust en þá var brotið illa á honum. Leiks Chelsea og Manchester United er beðið með mikilli óþreyju enda eru þetta liðin sem talið er að muni berj- ast um sigurinn í úrvalsdeildinni i vetur, svo og bikarkeppninni. Liöin hafa mæst tvívegis á timabilinu. í leik um góðgeröarskjöldinn skildu liðin jöfn, 1-1, en United fagnaði sigri í vítakeppni og í deildinni skildu lið- in jöfn á Old Trafford, 2-2. Middlesbrough er búið að setja Brasiliumanninn Emerson á sölulista og vill fá 4 milljónir punda fyrir hann eða sömu upphæð og félagið keypti hann á i fyrra. Howard Kendall, stjóri Everton, hef- ur hafnað tveimur tilboðum í Gary Speed, fyrirliða liðsins. Liðin sem buðu í hann voru Newcastle og ShefHeld Wednesday. Newcastle bauð 4 milljónir punda og að auki vamar- manninn Darren Peacock og boð Wednesday hljóðaði upp á 5 milljónir punda og miðjumanninn Jim Magilton. Hearts og Hibernian skildu jöfn, 2-2, í leik Edinborgarliðanna í skosku úrvalsdeildinni i gær. Hearts komst í 2-0 eftir 10 mínútna leik og skoraði Steve Fulton bæði mörkin en þeir Andy Walker og Pat McGinley jöfnuðu fyrir Hibemian í upphafi síð- ari hálfleiks. Ólafur Gottskálksson og Bjarnólfur Lámsson vora ekki í leikmannahópi Hibemian frekar en í síöustu leikj- um. Hibemian er i neösta sætinu með 15 stig en Hearts er í öðra sæti með 41 stig. í kvöld er stórieikur í deildinni en þá eigast við Glasgowlið- in Celtic og Rangers. Rangers er í toppsætinu með 42 stig en Celtic í þriðja sætinu með 38 stig. Ally McCoist, markahrókurinn mikli sem leikið hefur með Glasgow Rangers, gæti verið á leiö í ensku knattspyrnuna. Newcastle, Sunder- land, Fulham og Birmingham hafa öll borið víumar í þennan 35 ára gamla leikmann sem ekki hefur átt fast sæti i liði Rangers á tímabilinu. Tottenham hefur leitað til Alþjóða knattspyrnusambandsins og beðið það að hjálpa félaginu að útvega at- vinnuleyfl fyrir Svisslendinginn Fritz Schmidt en bresk yfirvöld hafa ekki gefið grænt ljós á leyfið. Hann er að- stoðarmaður landa síns, Christians Gross, og sér um þrekæfingamar hjá Tottenham. Gross hefur undanfarna daga veriö orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Sviss en hann hefur látið hafa eftir sér að komi atvinnuleyfið ekki fyrir Schmidt innan tiðar sjá hann þann kost vænstan að hætta störfum hjá Tottenham og róa á önnur mið. -GH Kristinn til liös við ÍBV? Flest bendir til að Kristinn Lárusson, knattspyrnumaður, sé á leið til íslandsmeistara ÍBV og leiki með þeim á næstu leiktíð. Kristinn lék með Stjörnunni á síðustu leiktið en liðið féll sem kunnugt niður í 1. deild. Kristinn er 25 ára gamall miðju- og sóknarmaður. Hann hefur leikið lengst af sínum ferli með Stjömunni en lék í tvö ár með Valsmönnum. AIls hefur hann leikið 83 leiki í efstu deild og skorað 9 mörk í þeim leikjum. Kristinn er enn einn leikmaðurinn sem Stjömumenn þurfa að sjá á eftir. Ámi Gautur Arason, markvörður, samdi á dögunum við norska liðið Rosenborg, Birkir Sigfusson er kominn til KR, Ingólfur Ingólfsson hefur skipt yfir til Vals og Mihajlo Bibercic er kominn á ný til ÍA. -GH Birkir semur Birkir Kristinsson, fyrrum morgun) og geng frá samningi við landsliðsmarkvöröur í knatt- liðið út árið. Mér finnst gott að spymu, hefur ákveöið að ganga tU binda mig ekkert lengur en þetta. liðs við sænska úrvalsdeildarliðið ár. Mér list vel á þjálfarann og lið- Norrköping en hann hefur verið á ið sem er ungt að árum og von- mála hjá Brann í Noregi tvö síð- andi verður þetta bara skemmti- ustu árin. legt tímabil," sagði Birkir við DV „Ég held utan á laugardaginn (á í gær. -GH Micheal Jordan bætti enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn í NBA-deildinni í körfuknattleik þegar honum tókst að slá met Kareems Abduls Jabbars með því að skora yfir 10 stig í 788. leik sínum í röð. Reuter Bandaríski körfuboltinn: Jordan sló metiö - en það dugði Chicago skammt gegn Minnesota Bland f Andreas Schifferer frá Austurríki sigraði 1 bruni karla í heimsbikar- keppninni á skíðum á gamlársdag. Werner Franz, Austurríki, varð ann- ar og Norðmaðurinn Lasse Kjus þriðji. Michael Jordan var í gær útnefhd- ur leikmaður des- embermánaðar í NBA-deildinni. Þessi snillingur leiddi menn sína til sigurs í 11 leikj- um af 14 í mánuð- inum. Hann skor- aði að jafnaði 28,4 stig i þessum leikj- um, tók 6,9 fráköst og átti 3,2 stoðsendingar. Jordan er eins og áður stigahæstur i deildinni með 28 stig að meðaltali i leik. Christian Karembeu, landsliðsmað- ur Frakka í knattspymu, er genginn i raðir spænska stórliðsins Real Ma- drid frá Sampdoria. Kappinn hafði fyrir löngu tekið ákvörðun um að fara til Real Madrid en Sampdoria vildi ekki selja hann þangað þar sem Barcelona hafði boðið mun hærri upphæð i hann. Félagaskiptin runnu svo loks í gegn á gamlársdag. Kiel er komið á topp þýsku 1. deild- arinnar í hand- knattleik eftir sig- ur á tslendingalið- inu Dormagen, 25-16, í fyrradag. Sænski landsliðs- maðurinn Magnus Wislander og júgóslavneski landsliðsmaðurinn Perunicic skoraðu 5 mörk hvor fyrir Kiel. Danski landsliðamaðurinn Claus Jacob Jensen skoraði 6 mörk fyrir Dormagen. Róbert Sighvatsson skoraði 3 mörk en Héðinn Gilsson komst ekki á blað enda nýstiginn upp úr flensu. Raj Bonifacius, Fjölni, tryggði sér sigur í meistarakeppni Tennissam- bands íslands þegar hann sigraði ts- landsmeistarann Arnar Sigurðsson, TFK, i úrslitaleik, 6-3 og 6-4. í undan- úrslitunum sigraði Bonifacius Gunn- ar Einarsson, TFK, 6-4 og 6-4, og Amar lagði Einar Sigurgeirsson, TFK, 7-5 og 6-1. Austrió lagöi vestrið, 129-107, í hin- um árlega leik þar sem aðalstjömur Evrópu í körfuknattleik leiddu sam- an hesta sina. Aleksandr Djorjevic skoraði 23 stig fyrir vesturliðið en Arturas Kamishovas 19 fyrir austur- liðið. Goerge Weah, Li- beriumaðurinn snjalli sem leikur með AC Milan, verður frá knatt- spymuiðkun næstu 2 mánuðina en kappinn þarf að gangast imdir að- gerð vegna þrá- látra ökklameiðsla. Weah hefur ekki náð sér á strik á þessu tímabili og hefur aðeins skorað 3 mörk i 13 leikj- um Mílanóliðsins. Michael Jordan bætti met Kareems Abduls Jabbars þegar hann skoraði yfir tíu stig í 788. leik sínum í röð með Chicago í viður- eigninni gegn Minnesota um ára- mótin. Alls skoraði Jordan 33 stig i leiknum en það dugði þó skammt þvi Minnesota hrósaði sigri og kom það mjög á óvart Úrslit í leikjunum um áramótin. Indiana-New Jersey 109-91 Cleveland-Miami ..............78-90 Detroit-Toronto..............100-95 Minnesota-Chicago.............99-95 Orlando-New York..............79-84 Milwaukee-Dallas.............105-98 Denver-Utah Jazz.............99-132 Phoenix-Boston...............100-90 Portland-Philadelphia.........96-86 Vancouver-San Antonio ......115-124 Golden State-Seattle...........87-101 LA Lakers-Sacramento...........93-80 Sigur Minnesota var fyrir margra hluta sakir sögulegur en síðan Minnesota hóf að leika í NBA 1989 hafði liðinu aldrei tekist að vinna Chicago. Stephan Marbury og Tom Gugliotta skoruðu 23 stig hvor í leiknum fyrir Minnesota. Tim Hardaway skoraði 29 stig fyr- ir Miami þegar liðið lagði Cleveland á útivelli. Varnarleikur Miami var frábær en til marks um það skoraði Cleveland aðeins fjögur stig á fyrstu tíu minútum fjórða leikhluta Elden Campbell gerði 23 stig og tók níu fráköst fýrir Lakers gegn Sacra- mento. Þetta var fimmti sigur liðsins í síðustu sex leikjum og kemur í humátt á eftir Seattle í Kyrrahafsriðl- inum. Vömin hjá New York var líka í lagi gegn Orlando en Orlando skor- aði aðeins ellefú stig í þriðja leik- hluta sem er að sjálfsögðu lægsta skor liðsins í einum leikhluta í vetur. Utah Jazz lék Denver sundur og saman en þar á bæ stendur ekki steinn yfir steini. Denver hefur nú tapað ellefú leikjum í röð. Greg Ostertag skoraði 21 stig fyrir Utah. Damon Stoudamire hjá Toronto sló persónulegt stigamet gegn Detroit. Hann skoraði 36 stig en alls hitti hann úr sjö þriggja stiga skotum í leiknum. Dallas hefur tapað 13 leikjum í röð. í leiknum gegn Milwaukee hafði lið- ið alls möguleika að ná langþráðum sigri en varð undir eftir framlengdan leik. -JKS Japanir vora sigursælir á heimsbik- armóti í skíðastökki á 115 metra palli í gær sem fram fór í Þýskalandi. Kazuyoshi varð hlutskarpastur, Masahiko Harada varð annar og Hiroya Saitoh þriðji. Tveir Finnar vora I næstu sætum, Janne Ahonen og Jani Soininen. Hálfdán Þóröarson var útnefndur íþróttamaður FH 1 á gamlársdag en hefð hefur verið hjá FH-ingum að útnefna íþróttamann ársins hjá félaginu á þessum degi. Hálfdán hef- ur um árabil verið ein styrkasta stoðin I handknattleiksliði FH. Stefan Reuter, fyrirliði Dortmund, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd UEFA. Hann missir þvi af fyrri leik Dortmund gegn Barcelona í Supe-cup. -GH Gamlárshlaup ÍR: Daníel og Bryndís unnu Mikil þátttaka var í hinu árlega gamlárshlaupi ÍR sem þreytt var í höfuðborginni á síðasta degi ársins. f karlaflokki sigraði Ármenningurinn Daníel Smári Guðmundsson á 31,52 mínútum. Finnbogi Gylfason, FH, varð annar á 32,28 mínútum og Smári Bjöm Guðmundsson, FH, varð þriðji. Hjá konunmn sigraði Bryndls Emstdóttir, ÍR, á 37,11 minútum. Laufey Stefánsdóttir, FH, varð önnur á 38,03 mínútum og Erla Gunnarsdóttir, Ejölni, hafnaði í þriðja sæti á 40,16 mínútum. Á myndinni má sjá hluta af keppendum leggja í hlaupið -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.