Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 12. MARS 1998 Ftjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjórl: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn írtgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Samruni banka skaðar fólk Kominn er einn réttlátur í hóp ranglátra. Nýr formað- ur bankaráðs Landsbankans vill ekki sameina hann ís- landsbanka. Helgi S. Guðmundsson segist óttast einokun á bankamarkaði og andmælir hugmyndum um samruna, sem fram hafa komið hjá fyrra bankaráðsformanni. Menn sameina fyrirtæki sumpart til að hagræða, en einkum til að ná betri stöðu á markaði. Landsbankinn er nú þegar langstærstur banka og mundi verða nánast ein- ráður í bankaheiminum, ef annar banki rynni inn í hann. Næg er fáokunin fyrir á þessu mikilvæga sviði. Hugsanlegt er, að hagræðing næðist með stækkun Landsbankans, en líklegra er þó, að samruni yrði notað- ur til að spara bankanum óþægindi af hagræðingu. Landsbankinn hefúr löngum verið rekinn verst allra banka og getur vel sparað, þótt hann éti ekki aðra. Viðskiptamenn banka, hvort sem eru fyrirtæki eða einstaklingar, hafa hag af, að bankar séu sem flestir og samkeppnin sem mest. Alþjóðleg reynsla segir, að auk- inn fjöldi fyrirtækja í einni grein gagnist viðskiptamönn- um vel, en hagræðing með samruna skaði þá. Fáokun er á bankamarkaði hér á landi og samkeppni banka efnisrýr. Hún birtist okkur fremur sem markaðs- setning ímynda en sem hagsbætur fyrir viðskiptamenn. Það sést bezt af, að íslenzkir bankar eru tvöfalt dýrari í rekstri en bankar nágrannalandanna. Vaxtamunur inn- og útlána er um tveimur prósentu- stigum hærri hér á landi en annars staðar á Vesturlönd- um. Þessi vaxtamunur endurspeglar afleitan rekstur bankanna, sem stafar ekki af smæð þeirra, heldur af röngum ákvörðunum þeirra í útlánum sparifjár. Á þessum áratug hafa bankamir sameiginlega tapað 60-70 milljörðum króna af sparifé landsmanna. Þessu fé hafa þeir grýtt í gæludýr, sem ekki hafa skilað peningun- um. Fyrir þetta væru allir bankastjórar landsins réttræk- ir úr starfi, ef réttlæti ríkti í landinu. Fáokunarbankar þjóðarinnar hafa á aðeins einum ára- tug tapað einni milljón króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Þetta gegndarlausa bankasukk er einsdæmi á Vesturlöndum og stafar beinlínis af annar- legum sjónarmiðum í lánveitingum bankanna. Ástæða er til að vara fólk við fullyrðingum stjómenda verðbréfafyrirtækja um gagnsemi bankasamruna. Verð- bréfafyrirtækin em yfirleitt í eigu bankanna, en ekki óháðir umsagnaraðilar úti í bæ. Þau hafa því hagsmuna að gæta af stuðningi við stækkun og fækkun banka. Til langs tíma litið verður erfitt að spoma gegn sam- runa banka. Óheft auðhyggja leiðir smám saman til ein- okunar. Vegna eignaraðildar sinnar getur ríkisvaldið um sinn tafið aukna einokun í bankakerfinu. En fyrr eða síð- ar verður hlutafé ríkisbankanna selt einkaaðilum. Það eina, sem verður viðskiptamönnum banka til bjargar, er frekari þróun alþjóðlegra bankaviðskipta, þannig að íslendingar geti í auknum mæli fært sér í nyt góða banka í útlöndum. Það gerist, þegar bankaviðskipti færast á Netið, þar sem fjarlægðir skipta engu máli. Erlendir bankar þurfa þá ekki að leggja í kostnað við efnislega aðstöðu hér á landi, en geta samt boðið íslenzk- um viðskiptavinum aðild að miklu minni vaxtamun inn- og útlána en tíðkast hér á landi. Þannig getur þjóðin brotizt undan oki fáokunar íslenzka bankakerfisins. Meðan tíminn vinnur með okkur er bezt, að stjómvöld geri sem minnst til að auðvelda bönkunum að níðast enn frekar á viðskiptamönnum sínum en þeir gera nú. Jónas Kristjánsson Gamaniö kárnar þó fyrst þegar kemur á unglingsárin. Pá aukast kröfur félaganna um titla, segir m.a. í grein Árna. Gull er íþrótt betra Það var eitthvað fallegt, eitt- hvað unaðslega barnslegt við allt tilstandið í kringum undirritun samnings við afreksíþróttafólkið okkar um að það tæki að sér að vera æsku landsins fyrirmynd, eins konar lýsandi viti í brimróti skerjagarðsins, svo hún ánetjaðist ekki eiturlyfjum. Þarna var fortíð- arsöknuðurinn ljóslifandi kominn, löngunin til að höndla ungmenna- félagsandann á ný, hugsjónimar, bjartsýnina og bernskuna sem voru aðall aldamótakynslóðarinn- ar. Við gerum miklar kröfur til af- reksfólksins og varla þar á bæt- andi. Við ætlumst til að það sigri og þykir lítið koma til annars en gullverðlauna. Er hægt að ætlast til að það taki að auki að sér það erfiða hiutverk að vera fyrirmynd æskunnar? Geta íþróttir yfirleitt orðið einhver vöm gegn ásókn eiturs- ins? Hrelld sál í hraustum lík- ama Okkur er tamt að líta með vel- þóknun til starf- semi íþróttafélaga því við höldum að hugsjónir ráði þar ríkjum. íþróttafé- lögin stunda þó ekki góðgerðar- starfsemi. Þau era sjálfum sér næst og alhliða mannrækt er þar ekki á dagskrá. Eina markmið þeirra er að sigra og hampa titl- um. í sjálfu sér er ekkert athuga- vert við það en við skulum gera okkur ljóst hvað slíkt markmið hefur í for með sér. Félögin laða til sin böm og veita þeim þjálfun í hinum og þessum íþróttagreinum gegn ríflegu gjaldi sem foreldrarnir reiða fram. íþróttafé- lög tryggja þó ekki að bömin hljóti leiðsögn fullorðinna, hvað þá að þeir sem þiggja laun fyrir leiðsögnina séu vandanum vaxnir eða þess umkomnir að vera fyrirmyndir. Gamanið kárnar þó fyrst þegar kemur á unglingsárin. Þá aukast kröfur félag- anna um titla, þá byrja þau að vinsa úr því meistaraflokkur er á næsta leiti. Þeim er hampað sem hafa hæfileika en þeim út- skúfað sem skortir líkamlega burði eða andlegt þrek. Þegar keppnisferli lýkur er enginn stuðningur við af- reksfólkið og skelfilegt tómaróm kemur í stað spennunnar, enda hefur þjálfunin ekki miðað að því að auðga andann. Allt lagt í sölurnar Áður sögðu menn að góð íþrótt væri gulii betri og áttu við að iðk- un íþróttarinnar væri góð í sjálfri sér, drengskapur væri göfugur, íþróttaandinn æskilegur. Nú er gullið talið betra en góð íþrótt. Nú stritast menn við að hljóta verðlaun án þess að hafa hugsjónir íþróttamennskunnar í hávegum. Þannig sjáum við t.d. afreks- menn í flokkaíþrótt- um á borð við fót- bolta, sýna útsjónar- semi til að hafa rangt við, við sjáum rudda- skap, subbulegan munnsöfnuð, óhemju- gang, ofbeldishneigð innan vallar sem utan og ömurlega kynþáttafordóma. Allt eru þetta fylgi- fiskar óhaminnar keppni þar sem loka- takmarkið er ekki vegsemd vegna drengskapar heldur mikill verald- legur auður. Afreksfólk leggur hart að sér en fregnir af þeim sem missa titla og keppnisrétt vegna lyfjanotkunar eru skelfilega al- gengar. Gamaldags iþrótta- mennska er orðin svo sjaldséð að við undramst stórum ef við verð- um vitni að henni. Nú era þau Guðrún, Jón Amar og Vala reyndar alls góðs makleg og ég kem ekki auga á annað en þau hafi verið sjálfum sér og íþróttunum til sóma. Við getum ekki krafið þau um meira og að- eins vonað að gullhungur smá- þjóðar með minnimáttarkennd sverfi ekki svo að þeim að þau leiðist út í lyfjanotkun tii að vinna sigra. Það þarf sterkan vilja til að standa gegn slíku og háskinn er mikill ef afreksfólkið gefur þjáifúr- um, liðsstjórum og öðrum íþrótta- forkólfum vald yfir vilja sínum. Árni Ihsen „íþróttafélögin stunda þó ekki góðgerðarstarfsemi. Þau eru sjálfum sér næst og alhliða mannrækt er þar ekki á dag■ skrá. Eina markmið þeirra er að sigra oghampa titlum.“ Kjallarinn Árni Ibsen rithöfundur Skoðanir annarra Engin lög um Keikó „Að því er varðar dýrahald í landinu þarf ekki sérstakt leyfi tii að hafa dýr og það gildir ekkert sérstakt um þetta dýr. Lögin um innflutning dýra eiga ekki við í þessu tiifelli.... Það er ekki gert ráð fyrir þvi að þurfi sérstök leyfi til að hafa dýr með höndum hér á landi. Fyrirkomulag laganna er að sé ástæða til að ætla að dýr sé haldið smitsjúkdómi er gert ráð fyrir að yfirvöld geti gripið inn í. Yfirvöld eiga vitaskuld rétt á að fylgjast með því hvort um slíka sjúkdóma geti verið að ræða.“ Jón Steinar Gunnlaugsson í Mbl. 11. mars. Stór jafnaðarmannahreyfing „Sumsstaðar eru menn sem lengi hafa starfað að stjómmálum við þær aðstæður sem ríkt hafa hér á landi, og þeir finna, með réttu eða röngu, að með breyttri stöðu hljóti þeirra tími að vera liðinn. Samt eru þeir ekki tilbúnir til að standa upp strax, og reyna því að leggjast þversum í götuna.... Það vita allir að vandfundið er fólk undir miðjum aldri úr stuðningsfylkingum A-flokkanna sem sér einhver veigamikil rök gegn því að menn komi sér saman um stóra jafnaðarmannahreyfingu hér landi, af því tagi sem tíðkast með flestum siðmenntuðum þjóð- um.“ Einar Kárason í Degi 11. mars. Drottnarar fiskauðsins „Nú er höfðað til sjómannastéttarinnar um þegn- skap. Nú er hrópað: Þið hafið örlög efnahagslífsins i hendi ykkar. Nú er viðurkennt hvert er framlag stéttarinnar til þjóðfélagsins. Er ekki rétt að ríkis- stjómin eigi það vandamál við sjálfa sig og þá sem hún hefur velþóknun á, sægreifana? Hún hefur búið þessa stétt til sem drottnara fiskauðsins. Það hefði ekki sakað þótt hún hefði um leið búið til einskonar siðferðisbæn fyrir þá að fara með.“ Einar Erlingsson í Mbl. 11. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.