Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1998, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1998 15 lag um frið Arum saman gengu íslenskir her- námsandstæðingar mótmælagöngur í þeim tilgangi að krefjast þess að her- stöðin í Keflavík yrði lögð niður og henni lokað. Aðild og þátt- taka okkar í Atlants- hafsbandalaginu var gerð að stórpólitísku deiluefni sem klauf þjóðina í stríðandi fylkingar. Og nóbels- skáldið skrifaði Atómstöðina sem menn lögðu hver og einn sinn skilning í. Sumir litu á hókina sem skáldlegt meist- araverk en aðrir sem mikilvægt pólitískt innlegg í and- stöðuna gegn herstöðinni og vam- arsamningnum. Fylkingar skiptust í þá sem voru á vinstri væng stjórnmálanna og töldu varnarsamninginn óþarfan og herstöðina ógna sjálfstæði þjóðar- innar og hins vegar þá sem voru hægra megin og töldu okkur best borgið í félagsskap ná- granna og vinaþjóða innan NATO. Jafnan var andstaðan við NATO ríkur þáttur í stefnu og starfi a.m.k. Alþýðubandalagsins og rikisstjómir, sem vinstri flokkarnir mynd- uðu með Framsókn, höfðu það á stefnuskrá að herinn færi. Og markaðsbúskapur var bannorð á þeim bæ. Breytt heimsmynd En heimsmyndin hef- m- tekið miklum breyt- ingrnn. Múrarnir hafa horfið hver af öðrum. Fyrst Berlínarmúrinn og járntjaldið. Og síðan Kjallarinn Sturla Böövarsson alþingismaöur hinir pólitísku múrar hver af öðrum. í dag mæla vinstri flokk- arnir fyrir markaðs- lausnum í efnahags- lífinu í anda frjáls- hyggju og aðildarl- öndum NATO fjölgar. Og engar göngur era gengnar þar sem her- námi er mótmælt. í Finnlandi hefúr að- ild að NATO verið rædd sem raunhæfur kostur. Eftir ræðu Matti Ahtisaari for- seta við þingsetningu reyna menn að greina hvaða línur hann leggur gagnvart NATO. í fréttabréfi finnska sendiráðsins frá 16. 2. er haft eftir forstöðumanni utanríkismálastofn- unar í Finnlandi að NATO gegni lykilhlutverki í öryggismálum, m.a. á Norðurlöndum, og þess vegna væri Finnum kappsmál að geta haft áhrif á vamarbandalagið. Sama fréttabréf segir frá þátt- töku Finna í æfingu sem þá stóð yfir hjá NATO í Brússel. Þar var æft hvemig bregðast skyldi við hættuástandi sem skapast gæti. „Þróunin hlýtur aö vera ýmsum gömlum hernámsandstæðingum á íslandi umhugsunarefni, ekki síst þeim sem helst gengu fram fyrir skjöldu í tilraun til þess að siíta samstarfí okkar við NATO• þjóðirnar.u Æfmgin er sögð i senn pólítísks og hemaðarlegs eðlis þar sem annars vegar er látið reyna á ákvarðana- tökuferli innan NATO og hins veg- Ekkert hefur spurst til friöarhreyfinga eftir fall múrsins sem girti af „fyrirmyndarríki" félags- hyggjunnar, segir m.a. í greininni. ar það kerfi sem hið nýja ráð Evr- ópu- og Atlantshafsríkja kallar á, er haft eftir mönnum í finnska vamarmálaráðuneytinu. Þessa frásögn dreg ég hér fram til þess að sýna þær miklu breyt- ingar sem orðið hafa á heims- myndinni, ekki síst hjá Finnum. ____________, Þróunin hlýtur að vera ýmsum göml- um hemnámsand- stæðingum á ís- landi umhugsun- arefni, ekki síst þeim sem helst gengu fram fyrir skjöldu í tilraun til þess að slíta samstarfi okkar við NATO-þjóð- frnar og veikja þann styrk sem um síðir, með öðm, hafði þau áhrif að brjóta niður hið sósíalíska hernaðarkerfi sem Sovétríkin höfðu byggt upp og ógnuðu stöðugt heimsfriðnum. íslenska þjóðin þarf að minnast þess að það var Sjálfstæðisflokkur- inn sem stöðugt stóð vaktina á hinrnn póli- tíska vettvangi og lét hvergi undan árásum þeirra sem vildu veikja vamarsamstarf Atl- antshafsþjóðanna inn- an NATO og vitnuðu til friðarhreyfinga. Ekkert hefur til þeirra spurst að undanfömu. Þær hurfu með falli múrs- ins sem girti af fyrir- myndarríki félags- hyggjunnar. Þetta vil ég minna á núna þegar Finnar telja samvinnu við NATO skipta miklu máli og þeir koma því á fram- færi á vegum sendi- ráða. Það tel ég gleggsta vitnisbm-ð þess að NATO er bandalag um frið. Sturla Böðvarsson NATO banda Jafnrétti og samkeppni Jafhréttisbaráttan hefur verið að taka á sig nýjar myndir innEm Evrópusambandsins. Þessar nýju áherslur munu leika veigamikið hlutverk hér á landi á næstu árum, vegna formlegra tengsla okkar við ESB um Evrópska efna- hagssvæðið. Þá veitir ESB vem- lega fjármuni til rannsókna og átaksverkefna á sviði jafnréttis- mála í formi styrkja; styrkja sem við getum sótt um sem aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu og eig- um að sækja um í ljósi þeirra áhrifa sem Evrópusambandið aug- ljóslega mun hafa á okkur á þessu sviði. 4. framkvæmdaáætlunin „Látiun verkin tala“ er yffr- skrift 4. framkvæmdaáætlunar Evrópusambandsins í jafnréttis- málum. Þessi yffrskrift er tákn- ræn fyrir þann einarða ásetning sem lesa má úr áætluninni, að vinna bug á kynbundnu misrétti hvar sem það birtist. Það er eink- um þrennt sem virðist að mati ESB knýja á um róttækar aðgerð- ir á þessi sviði. í fyrsta lagi má nefna að með auknu jafnrétti hyggst ESB styrkja stöðu sína í sífellt harðn- andi alþjóðlegri samkeppni. Þá er 4. framkvæmdaáætlunin gegnsýrð af að- gerðum sem vinna eiga gegn kyn- bundnu misrétti á vinnumarkaði. Það er athyglis- vert, svo að ekki sé meira sagt, hvem- ig ESB hefur með þessum hætti skil- greint jafnrétti sem eina af for- sendum bættrar samkeppnisstöðu sameiginlega markaðarins innan ESB á alþjóða- markaði. Mannréttindamál í öðm lagi ætlar sambandið bersýnilega að jafna stöðu aðildar- ríkja ESB innbyrðis með aðgerð- um á sviði jafnréttismála. Þessi þáttur jafhréttisstarfs- ins tengist samruna- ferli Evrópusam- bandsins, og skiptir okkur í sjálfu sér ekki miklu. Á hinn bóginn undirstrikar þetta enn og aftur hvemig þessi málaflokkur, jcifnrétti kynjanna, skipar sífellt veiga- meiri sess í öllu innra starfi sambandsins. í þriðja og síðasta lagi má nefna augljósar siðferðiskröfur; kröf- ur um að allir njóti sömu réttinda óháð kynferði. Mikilvægir styrkir Eins og áður sagði veitir Evrópusam- bandið verulega fjármuni til bæði rannsókna og átaksverkefna á sviði jafnréttismála innan ramma 4. framkvæmdaáætlunarinnar. Eitt átaksverkefni hér á landi hef- ur þegar hlotið styrk, sem er fæð- ingarorlof fyrir feður á vegum Reykjavíkurborgar. Skemmst er frá þvi að segja að verkefnið hef- ur vakið verulega athygli innan sambandsins og herma fregnir að í Bmssel sé beðið niðurstaðna þess með eftirvænt- ingu. Meginhugsunin að baki styrkveitingun- um er sú að hagnýt- ar rannsóknir og átaksverkefni geti flýtt vemlega fyrir því að jafnréttisstarf skili áþreifanlegum árangri. Með virkri þátttöku í 4. fram- kvæmdaáætluninni getum við notið góðs af því athyglisverða jafnréttisstarfi sem á sér stað á vegum ESB, auk þess sem við búum í haginn fyrir breytingar sem Evrópusambandið mun með einum eða öðrum hætti hafa áhrif á hér á landi. Við þetta má bæta að fyrir hvem styrk sem við fáum til rannsókna eða átaksverkefna hér á landi aukum við ekki aðeins hróður okkar sem jafnréttissinn- að eyriki heldur bætum þekkingu og reynslu okkar á sviði jafnrétt- ismála; málaflokks sem flest bendir til að verði öðmm fremri að mikilvægi á nýrri öld. Helga Guðrún Jónasdóttir „Meginhugsunin að baki styrk• veitingunum er sú að hagnýtar rannsöknir og átaksverkefni geti fíýtt verulega fyrir því að jafnrótt- isstarf skili áþreifanlegum ár- angri.u Kjallarinn Helga Guörún Jónasdóttir sérfræöingur hjá Skrif- stofu jafnréttismála Með og á móti Bygging knattspyrnuhúss á Akureyri Langvinsælasta íþróttin „I minum huga er það engin spuming að næsta framkvæmdin varðandi íþróttamannvirki hér á Akureyri á að vera fyrir knatt- spymumenn. Undanfarin kjör- tímabil hefur ekkert gerst í úrbótum fyrir knattspyrnu- menn hér í bænum annað en það að stúk- an á Akureyrar- velli hefúr verið lagfærð. Á sama tíma hafa félög- in i bænum af Þórarínn E. Sveins- son, forseti bœjar- stjómar. miklum vanmætti verið að reyna að laga og halda við knattspymu- völlum sinum en þeir hafa því miður samt sett niður. Knatt- spyma er óumdeilanlega langvin- sælasta íþróttin sem hér er stund- uð en aðstaðan fyrir knattspymu- menn á öllu Eyjafjarðarsvæðinu er ekki í neinu samræmi við það. Hér á svæðinu eru tugir knatt- spymufélaga sem halda úti skipu- lögðum vetrar- og voræfingum og menn að standa í því allar helgar yffr veturinn og fram á vor með endalausum æfinga- og keppnis- ferðum suður á höfúðborgarsvæð- ið að geta æft við mannsæmandi aðstæður. Eina voraðstaðan sem hér hefur verið er Sanavöllurinn sem er að víkja vegna skipulags. Fyrir sunnan em margir gervi- grasvellir og menn eru sammála um að næsta stigið sé að byggja yffr velli þannig að hægt sé að æfa utan blásumarsins í skjóli fyrir veðri og vindum. Rekstrarkostn- aður íþróttcunannvirkja á Akur- eyri myndi ekki aukast við svona framkvæmd, við myndum loka „Skemmunni“ á Gleráreymm og fá þar peninga, auk þess sem við myndum nýta mun betur þá að- stöðu sem þegar er fyrir hendi á svæði Þórs, s.s. búningsaðstöðu." Ekkert svigrúm „Það era engin fjárhagsleg rök fyrir því að ráðast í þessa bygg- ingu núna. Við emm í mjög kostn- aðarsömum framkvæmdum við sundlaugina og önnur mannvirki á sundlaugar- svæðinu og ég tel ekki svig- rúm til að taka stærri hluta af framkvæmdafé bæjarins til íþróttamála en þegar hefur ver- ið gert. Þá erum við einnig búnir að skuldbinda okkur varðandi vetraríþróttamið- stöðina. Bærinn er í fjölmörgum öðrum kostnaðarsömum verkefn- um og við höfum hreinlega ekki svigrúm fyrir knattspymuhúsið um þessar mundfr. Ég er mótfallinn því að ráðast í lántökur vegna byggingar sem þessarar því hér er ekki um aö ræða atvinnuskapandi verkefni. Það er hægt aö spyrja þeirra spuminga hvað eigi að segja við þá sem vilja fara í framkvæmdir við Amtsbókasafnið, auka fram- kvæmdir í fráveitumálum, við- haldi húsa, framkvæmdir við leik- húsið og fleira. Hvers vegna á að setja knattspymuhús í slíkan for- gang að það réttlæti lántökur og skuldbindingar fyrir bæinn um- fram margt annað? Ef við slökum á þeirri stefnu sem við höfum haft að leiðarljósi undanfarin ár þá er voðinn vís. Aðstaða knattspymu- manna í bænum þyrfti hins vegar að vera betri og við þurfum að leika einhvem millileik í þessu máli án þess að ég geti bent á hann nákvæmlega á þessari stundu.“ -gk Jakob Bjömsson, bæjarstjóri á Akur- oyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.