Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 13 Fréttir Sáttargjörö um Súðavík: Best að þessu Ijúki svona - segir Hafsteinn Númason „Ég er sáttur. Við erum búin að ná því fram sem við ætluðum með því að hreppsnefndin hefur opinber- lega beðist afsökunar," segir Haf- steinn Númason, einn þeirra sem misstu ástvini sína i snjóflóðinu í Súðavík 16. janúar 1995. Hafsteinn segir að í sáttargjörð- inni, sem séra Kristján Bjömsson vann, séu fleiri atriði en afsökunar- beiðnin sem komi sér vel fyrir að- standendur þeirra sem fómst. „Með þessu sjáum við í fyrsta sinn aðstoð við að vinna okkur út úr þessum málum. Það er kveðið á um eftirfylgd sem felur í sér faglega hjálp viö okkur. Þama er um það að ræða að við gerum upp okkar mál svo sem unnt er og fólk komi lífi sínu í eins gott lag og hægt er,“ seg- ir Hafsteinn. Hann segir að með sáttargjörð- inni sé stigið fyrsta skref til þess að græða þau sár sem urðu þegar per- sónulegum eigum fólks var mokaö í haug í hreinsimarstarfmu dagana eftir snjóflóðið. Hafsteinn vill ekki tjá sig um þá afstöðu Rögnu Aðal- steinsdóttur á Laugarbóli að vera utan sáttarinnar eftir að hafa undir- ritað með fyrirvara. „Það er leitt að hún skuli ekki fylgja hópnum. Að öðra leyti er þetta hennar mál,“ segir Hafsteinn. „Þetta felur aðeins í sér upphaf að sáttum. Tíminn leiðir svo í ljós hvort um fullar sættir verður að ræða. Eg hef þó enga ástæðu til að ætla annað en svo verði. Það er best að þessu ljúki svona," segir Hafsteinn. -rt Hafsteinn Númason. Björgunarskip NA-lands: Staðsett á Raufarhöfn Veiðifélag Elliðavatns Stangveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. maí. Veiðileyfi eru seld á Vatnsenda og Elliðavatni. Á sömu stöðum geta félagar úr Sjálfsbjörg, unglingar (innan 16 ára aldurs) og ellilífeyrisþegar úr Reykjavík og Kópavogi fengið afhent veiðileyfi án greiðslu. Veiðifélag Elliðavatns DV, Raufarhöfn: Hollenskt björgunarskip, sem keypt er til landsins á vegmn Slysa- vamafélags íslands, kom til Raufar- hafnar 23. apríl og varð afhent björgunarbátadeild SVFf á Norður- landi eystra. Skipið sigldi fánum prýtt inn í höfnina þar sem fjöldi fólks tók á móti því á bryggjunni og bílflautur voru þeyttar. Skipið verður á Rauf- arhöfn og mun þjóna sjávarplássum á Norðaustm-landi og hafsvæðinu þar út af. Siglingin frá Hollandi tók viku með viðkomu í Skotlandi og Færeyj- um. Skipstjóri á heimsiglingunni var Haraldur Jónsson og Róbert Þorláksson annaðist vélgæslu. Tveir hollenskir björgunarmenn komu með skipinu og munu leið- beina heimamönnum um notkum þess - einnig fara til Neskaupstaðar í sama augnamiði. Þeir vora mjög ánægðir með haffæmi skipsins og töldu það duga vel til þeirra verka sem því em ætluð við misjafiiar að- stæður. Skipið er það síðasta af fimm sem Slysavamafélagið hefur fest kaup á. Móttökuathöfn var á hafskipa- Gunnbjörg siglir inn til Raufarhafnar. bryggjunni. Þar var skipinu gefið nafnið Gunnbjörg og gerði það Est- er Sigurðardóttir, 12 ára gmnn- skólanemi á Raufarhöfn. Sóknar- prestiurinn, Lilja Kristín Þorsteins- dóttir, blessaði skipið og kirkjukór Raufarhafnar söng. Eftir athöfnina á bryggjunni var samkoma í félags- heimilinu Hnitbjörgum þar sem Mýrdalshreppur: Skólarnir sam- einaðir í haust DV-myndir GJA slysavarnadeild kvenna á Raufar- höfn sá um kaffiveitingar fyrir gesti. Til móttökunnar mættu fúlltrúar Slysavarnafélags íslands, svo og fúlltrúar slysavamadeilda og björg- unarsveita úr nálægum byggðarlög- um. Einnig stærstur hluti íbúa á Raufarhöfn. Ávörp voru flutt og björgunarbátasjóðnum bámst marg- ar góðar gjafir og heillaóskir. Bland- aður kór Raufarhafnar söng lög undir stjóm Stefaníu Sigurgeirs- dóttur söngstjóra og Þorkell Steins- son söng einsöng. -GJA /EVOSTIK ELDVARN ARKÍTTI Þenst út við hita og hindrar útbreiðslu reyks og elds. ArvIk ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SÍMI 568 7222 • MYNDRITI 568 7295 Síðasta vetrardag var haldið upp á 30 ára afmæli Ketilsstaðaskóla í Mýrdal. Ýmislegt var til skemmtun- ar og fróðleiks gert. Bömin fóru með ljóð og leikþætti og sýndar voru gamlar og nýjar myndir úr skólastarfinu. Skólastjóri Ketils- staðaskóla er Kolbrún Hjörleifsdótt- ir. Skólahúsið að Ketilsstöðum tók við af skólanum i Litlahvammi sem var löngu orðinn of lítill. í þann skóla var öllum bömum úr dreifbýl- inu vestan Víkur ekið eftir að hætt var að kenna í litlum skólahúsum í Reynishverfi, Sólheimum og við Deildará. Þar sem fólki hefur fækkað í Mýr- dal hefur nemendafjöldi í skólum Mýrdalshrepps dregist svo saman að skólamir i Vík og á Ketilsstööum verða sameinaðir í einn skóla, Grunnskóla Mýrdalshrepps, næst- komandi haust. Verður í fyrstu kennt á báðum stöðum. Nemendur í Kolbrún Hjörleifsdóttir, skólastjóri Ketilsstaðaskóla. DV-mynd Njöröur 1.-4. bekk úr öllum hreppnum verða á Ketilsstöðum en í 5.-10. bekk í Vík. -NH upplýsíngar i Internet Elnataklingaþjónusta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.