Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1998, Blaðsíða 29
 FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1998 57 Afmæli Ellert Eiríksson Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Suðurgarði 12, Keflavík, verður sextugur á morg- un. Starfsferill Ellert fæddist á Jámgerðarstöð- um í Grindavík en ólst upp í Kefla- vík frá þriggja ára aldri. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskól- anum í Keflavík og hefur sótt fjölda námskeiða um dagana í stjómun og vinnusálarfræði, jafnt erlendis sem innanlands. Eftir tvítugsaldur var Ellert yfir- verkstjóri Keflavíkurbæjar í átján ár, vann tæpt ár hjá Astibach Con. í St. Paul í Bandaríkjunum, var sveit- arstjóri Gerðahrepps í átta ár, bæj- arstjóri í Keflavík í fjögur ár og hef- ur verið bæjarstjóri í Reykjanesbæ í fjögur ár. Ellert var varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjaneskjör- dæmi í nokkur kjörtímabil og hefur setið á Alþingi. Hann hefur verið flokksbundinn sjálfstæði- maður alla tíð, var for- maður kjördæmisráðs á Reykjanesi, formaður fulltrúaráðs í Keflavik, á sæti í nokkrum stjórnum og ráðum á vegum hins opinbera og hefur verið leiðbeinandi á stjómun- arnámskeiðum JC-hreyf- ingarinnar. Fjölskylda Ellert kvæntist 26.6. 1993 Guð- björgu Ágústu Sigurðardóttur, f. 2.11. 1958, hjúkrunarfræðinema og húsmóður. Hún er dóttir Sigurðar Haraldssonar frá Kirkjubæ, sem er látinn, og Sigríðar Ágústsdóttur, húsmóður í Reykjavík. Dóttir Ellerts og Guðbjargar er Guðbjörg Ósk Ellertsdóttir, f. 17.4. 1997. Fyrri kona Ellerts var Bima Helga Jóhannesdóttir. Ellert og Birna Helga skildu en hún er nú látin. Ellert Eiríksson. Börn Ellerts og Birnu Helgu eru Eiríkur, f. 6.12. 1960, látinn; Jóhannes, f. 13.9.1962, kennari, kvænt- ur Katrínu Guðjónsdóttur og eiga þau eina dóttur, Birnu Helgu; Elva, f. 2.3. 1965, nemi í stjómmála- fræði við HÍ en maður hennar er Gústaf Adolf Skúlason stjórnmálafræð- ingur. Stjúpbörn Ellerts, börn Guðbjargar, eru Sigurð- ur Ingi, f. 25.7. 1976, sjó- maður; Una Björk, f. 23.2. 1982, nemi; Páll Kristinn, f. 27.9. 1983, nemi. Hálfsystkini Ellerts, sammæðra, era Eiríkur Guðnason, f. 3.4. 1945, seðlabankastjóri, búsettin- í Kópa- vogi; Steinunn Guðnadóttir, f. 4.6. 1949, verslunarmaður í Keflavík; Ámheiður Guðnadóttir, f. 3.12.1951, hótelhaldari. Hálfsystkini Ellerts, samfeðra, era Guðbrandur Eiríksson, f. 12.4. 1926, búsettur i Grindavík; Valgerð- ur Eiríksdóttir, nú látin. Stjúpbræður Ellerts eru Vignir Guðnason, f. 30.8. 1931 bifreiðar- stjóri í Innri-Njarðvík; Birgir Guðnason, f. 14.7. 1939, fram- kvæmdastjóri og málarameistari í Keflavík. Foreldrar Ellerts voru Eiríkur Tómasson, f. 8.12. 1898, d. 2.9. 1941, útgerðarmaður og bóndi, og Hans- ína Kristjánsdótir, f. 8.5. 1911, d. 5.11.1997, húsmóðir. Fósturfaðir Ellerts var Guðni Magnússon. Ellert tekur á móti gestum á Tjamargötutorgi á afmælisdaginn 1. maí, eftir kl. 17.00. Boðið verður upp á kakó með rjóma og afmælisköku. Skemmtiat- riði fyrir alla fjölskylduna, m.a. Léttsveit Tónlistarskóla Keflavikur, Eiríkur Fjalar, sextiu leikskóla- börn, rapphljómsveitin Oblivion, Rúnar Júlíusson og Marteinn Mos- dal. Allir eru hjartanlega velkomn- Kristjana Gunnarsdóttir Kristjana Gunnarsdóttir húsmóð- ir, Lindargötu 61, Reykjavík, er sex- tug í dag. Starfsferill Kristjana fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún var í Landakotsskóla, siðan Miðbæj- arskólanum og lauk gagnfræðaprófi við Ingimarsskólann við Lindar- götu. Kristjana stundaði verslunarstörf hjá Vilhelm Norðfiörð en sinnti síð- an húsmóðurstörfrun. Hún starfaði síðan lengi við ungbamaskoðun á barnadeild Heilsuverndarstöðvar- innar í Reykjavík. Þá var hún að- stoðarstúlka hjá skólatannlæknum um nokkurra ára skeið til 1984. Fjölskylda Kristjana giftist 2.8. 1957 Guð- mundi Sigurðssyni, f. 28.5. 1929, sem nú er látinn, leigubílstjóra. Kristjana og Guðmundur slitu sam- vistum 1982. Börn Kristjönu og Guðmundar Sigurðssonar eru Örn Leó, f. 25.6. 1956, rekstrarfræðingur í Kanada, kvæntur Elisabetu Þorsteinsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvær dætur, Rakel Kristjönu, og Leu Margréti; Guðmundur Leó, f. 7.5. 1959, húsasmiður, búsettur í Reykjavík og á hann tvær dætur, Lindu Karen, og Evu; Geir Leó f. 24.12. 1968, verslunarmaður, búsett- ur í Reykjavík en kona hans er Rósa Viggósdóttir garðyrkjufræð- ingur og er sonur þeirra Eðvarð Leó. Seinni maður Kristjönu er Guð- mundur Pétursson, f. 12.8. 1925, ökukennari. Hann er sonur Péturs Ásbjömssonar, sjómanns frá Ólafs- vfk, og k.h., Ingibjargar Ólafsdóttur húsmóður. Systkini Kristjönu eru Erna, f. 12.12. 1932, fyrrv. húsfreyja á Kirkjulandi á Kjalar- nesi, nú búsett í Kópa- vogi, ekkja eftir Gísla Jónsson en þeirra böm eru Ragnhildur Gísla- dóttir söngkona og Gunnar Leó Gíslason; Þorsteinn Leó, f. 15.7. 1936, fatahönnuður í Reykjavík, kvæntur Bergljótu Frímann og eiga þau þrjú börn; Hrefna, f. 17.9. 1942, d. 1996, húsfreyja að Felli í Kjós, var gift Helga Jónssyni bónda og eru böm þeirra sex. Foreldrar Kristjönu voru Gunnar Leó Þorsteinsson, f. 31.7. 1907, d. 7.7. 1989, málarameistari frá Ólafs- Kristjana Gunnarsdóttir. vík, og k.h., Guðmunda Sveinsdóttir frá Hafnar- firði, f. 5.12. 1908, d. 7.8. 1996, húsmóðir. Ætt Gunnar Leó var sonur Þorsteins Þórðarsonar, smiðs og bónda á Brimils- völlum í Fróðárhreppi, og k.h., Kristjönu Jónatans- dóttur. Guðmunda var dóttir Sveins Guðmundssonar, sjómanns i Hafnarfirði, og k.h., Guðlaugar Guðmundsdóttur. Kristjana og Guðmundur taka á móti vinum og vandamönnum í þjónustumiðstöðinni að Lindargötu 59, við Vitatorg á afmælisdaginn milli kl. 17.00 og 19.00. Hrafnhildur Pálmadóttir Jósefina Hrafnhildur Pálmadóttir, húsmóðir og ræstitæknir, Árholti, Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu, verður fimmtug á morg- un. Starfsferill Hrafnhildur fæddist á Blönduósi en ólst upp í Holti á Ásum í Torfa- lækjarhreppi. Hún lauk landsprófi frá Blönduós- skóla 1964 og stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi 1964-65. Hrafnhildur og eiginmaður Jósefína Hrafnhildur Pálmadóttir. hennar stofnuðu nýbýlið Árholt sem er úr Holts- landi, árið 1966 og byggðu þar upp öll hús. Þar hafa þau stundað búskap sið- an. Hrafnhildur vann lengi við Héraðssjúkrahúsið á Blönduósi. Fyrir ellefu árum hóf hún störf hjá Sölufélagi Austur-Hún- vetninga á Blönduósi og starfar þar enn. Fjölskylda Hrafnhildur giftist 3.9. 1966 Ingi- mar Skaftasyni, f. 12.10. 1940, bónda. Hann er sonur Skafta Krist- óferssonar og Helgu Maríu Ólafs- dóttur sem bjuggu í Hnjúkahlíð í Blönduóshreppi. Börn Hrafnhildar og Ingimars eru Helga Björg, f. 6.7. 1966, banka- starfsmaður, búsett á Blönduósi en maður hennar er Vignir Ásmimd- ur Sveinsson og eiga þau þrjú börn, Skafta, Ingimar og Ölmu Dröfn auk þess sem dóttir Vignis frá því áður er Sandra Dögg; Dómhildur Jóna, f. 28.7. 1970, sjúkraliði og snyrtifræð- ingur á Blönduósi og er dóttir hennar Hrafnhildur; Pálmi Þór, f. 31.12. 1971, bóndi og starfsmaður hjá Sölufélagi Austur-Húnvetn- inga, búsettur að Árholti; Sverrir Snær, f. 8.10. 1983, nemi við Húna- vallaskóla. Systkini Hrafnhildar eru Vil- hjálmur Hróðmar, f. 3.8. 1949, múr- arameistari í Reykjavík; Guðrún Sigríður, f. 1.3. 1951, iðjukennari, búsett í Reykjavík; Þorgrímur Guð- mundur, f. 1.5.1954, húsasmiður og bóndi í Holti; Ólöf Stefanía, f. 24.2. 1956, skrifstofumaður, búsett á Blönduósi; Elísabet Hrönn, f. 16.8. 1957, sjúkraliði á Sauðárkróki; Bryndís Lára, f. 12.1.1959, gjaldkeri I Holti. Foreldrar Hrafnhildar eru Pálmi Ólafsson, f. 12.10.1916, og Aðalbjörg Guðrún Þorgrímsdóttir, f. 20.4. 1918. Þau bjuggu í Holti í Ásum en era nú búsett á Blönduósi. Hrafnhildur verður ekki heima á afmælisdaginn. www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR Til hamingju með afmælið 1. maí 85 ára Jóhanna S. Guðjónsdóttir, Hvassaleiti 56, Reykjavík. 80 ára Marta Þórðardóttir, Hreggsstöðum, Patreksfirði. Sigurjóna Gottliebsdóttir, Hornbrekku, Ólafsfirði. Guðrún Hermansdóttir, Norðurgarði 9, Hvolsvelli. 75 ára Sigríður L. Marianusdóttir, Njörvasundi 34, Reykjavík. Guðrún Guðmundsdóttir, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði. Ragnar Stefánsson, Hraöiagilsstræti 29, Akureyri. 70 ara Guðjón Þorleifsson, Lækjargötu 4, ReyKjavík. Svanfríður Stefánsdóttir, Gaukshólum 2, Reykjavík. Ingólfur Njálsson, Koltröð 12, Egilsstöðum. 60 ára Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Hrísateigi 12, Reykjavík. Magnús Guðjón S. Jónsson, Birkihvammi 5, Hafnarfirði. 50 ára Pétur G. Jóhannesson, Kleppsvegi 138, Reykjavík. Gerður H. Helgadóttir, Hagaseli 21, Reykjavik. Sigurður Sigfússon, Kögurseli 13, Reykjavík. Hallur Ámason, Lundahólum 1, Reykjavík. Bjarnheiður Guðmundsdóttir, Birkigrand 27, Kópavogi. Jóhanna E. Stefánsdóttir, Suðurgötu 45, Hafnarfirði. Bára Magnúsdóttir, Sævangi 4, Hafnarfirði. Sigríður Gunnlaugsdóttir, húsi PO, Varmal. Borgamesi. Teresa Witkowska, Aðalstræti 9, Bolungarvík. Sigurður Sigurðsson, Hólavegi 33, Siglufirði. Aldís R. Hannesdóttir, Rimasiöu 14, Akureyri. Helga Kristrún Þórðardóttir, Steinahlíð 7 B, Akureyri. 40 ára Oddný Lína Sigurvinsdóttir, írabakka 6, Reykjavík. Sigurjón Þór Hafsteinsson, Hraunbæ 134, ReyKjavík. Helga Margrét Söebech, Hraunbæ 198, ReyKjavík. Garðar Guönason, Þingási 53, Reykjavik. Einar Pétursson, Efstahjalla 9, Kópavogi. Hannes Ómar Sampsted, Löngubrekku 8, Kópavogi. Helga J. Guðbrandsdóttir, Heiðarbóli 8 F, Keflavík. Jóhanna Bára Jónsdóttir, Laugabóli, Hvammstanga. Hilma Hrönn Njálsdóttir, Bæjarási 1, Bakkafiröi. Margrét Auður Óskarsdóttir, Gauksrima 1, Selfossi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.