Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 31
Vísindamenn í Sandia International rannsókna- stofnunum eru nú að kanna möguleikana á því að nota jarðhita til að framleiða raf- magn með helmingi minni tilkostnaði en áður var mögu- legt. ídag hafa aðeins 3% heimila í Bandaríkjunum raf- magn úr jarðhita vegna þess að það er svo dýrt, mun dýr- ara en að framleiða það úr jarðgasi sem er algengasta leiðin þar í landi. Hægt er að hita þetta vatn upp í allt að 315 gráður og slíkt mun geta gefið af sér töluvert rafmagn sé réttum aðferðum beitt. Framtíðin er falin Þótt sérstaklega erfitt sé að spá um framtíöina (!) reyna það nú samt margir. Starfs- menn bandarísku Battelle- stofnunarinnar eru þeirra á meðal. Þeir segja að heimili framtíðarinnar verði þráð- laust. Það eigi ekki bara viö um síma eöa mótöld heldur líka orkudreifingu. Þannig mimu heimilistæki framtíð- arinnar verða knúin meðraf- magni sem er leitt þráðlaust. Þeir búast líka við því að það verði óþarfi að flokka rusl heldur verði því einfaldlega stungið í sérstök tæki sem sjái um að flokka dósir frá krukkum. Skurðaðgerð í þrívídd Um 200 þús. Bandarikja- menn þurfa að gangast undir aðgerð til að skipta um mjöðm. 20% þeirra þurfa að láta skipta aftur eftir 15 ár vegna erfiðleika. Ný rann- sókn, sem gerð var í Wash- ington, mælir með að nota þrívíddarmyndir af mjaðm- argrindinni í stað venjulegra röntgenmynda. Ástæðan fyrir þessu sé einfaldlega sú að ef þrívíddarmyndir eru notaðar hugsi skurðlæknirinn í þrí- vídd þegar hann skeri upp en ekki í tvívídd. Þetta virðist því leiða af sér betri niður- stöðu úr eins flóknum skurð- aðgerðum og það að skipta um mjöðm geta reynst. Flestir kannast við HTML-forrit- unarmálið sem notað er á flestum heimasíðum. Nú er komið fram eins konar minni afkomandi þessa for- ritunarmáls sem kallast HDML. Þetta mál er einkum ætlað til að búa til heimasíður sem krefjast lít- ils diskpláss og minnis og er því kjörið fyrir þráðlaus tæki, bæði tölvur og farsíma. Innlimun upphaflega þróað af Unwired Planet. Ný útgáfa af WAP var einmitt kynnt fyrir skömmu. Ben Linder, varaforseti Unwired Planet, segir að WAP sé nú frekar hugsað til að sinna farsímum held- ur en vefnum. Þessi nýja tækni mundi því virka ágætlega, t.d. í GSM-símum. Þegar hún er komin í símana er ekki aðeins hægt að nota þá til að tala í heldur einnig til að senda textaskilaboð og jafnvel gera innkaup. Einhver kann að spyrja hvort nokkuð sé líklegra að WAP nái hylli almennings fyrst HDML gerði að ekki strax. stæðan fyrir því að forráðamenn fyrirtæk- isins eru bjartsýnni nú en áður er sú að farsímar með skjá eru að Það er að verða ár síðan þetta forritunarmál kom fyrst á markað. Það var Unwired Planet sem á heiðurinn af að koma málinu á framfæri en síð- an þá hefur það verið innlimað í nýja tækni sem kallast WAP sem stendur fyrir Wireless App- lication Protocol (þráðlaus búnaður). Þessi tækni var fyrst kynnt í júní í fyrra og sam- einaði tæki HDML og sam- skiptatækni milli þráðlausra fjar- skiptatækja en hvort tveggja var Bróöum veröa farsímarnir notaöir f annaö en venjulegt sfmtal. ari, sérstaklega þar sem verðið á þeim er orðið viðráðanlegt. Einnig hafa framleiðendur fundið ódýrari aðferð við að flakka um vefinn gegnum símana. En það er ekki bara vefflakk sem gerir þessa síma nothæfari. T.d. er hægt að nota farsímann til að sýna hvaða reikninga maður þarf að horga með viöeigandi skipunum. Að sjálf- sögðu verður svo hægt að komast í tölvupóstinn hvar sem er. Eitt ár Sérfræðingar telja þó að þessi tækni verði ekki notuð af almenn- ingi fyrr en í fyrsta lagi eftir eitt ár. Ein meginástæðan fyrir því er sú að vefsiður eru ekki skrifaðar í þessu tungumáli heldur enn þá í HTML. Þá yrði annaðhvort að breyta forrit- un allra síðna (sem er eiginlega ógjömingur) eða þá að fá tækið til að breyta síðunum sjáifvirkt í hitt málið. Linder segir hins vegar aðeins timaspursmál hvenær þetta vandamál verður leyst. -Hl/Wired Fleiri í rekstur gagnvirks sjónvarps Gagnvirkt sjónvarp viröist freistandi fyrir marga. Enn eru að gera vart við sig nýir aðilar til að reka gagnvirkt sjónvarp. Nýjustu að- ilarnir eru tölvufram- leiðendurnir heims- þekktu, Microsoft og Intel. Bæði fyrirtækin em að reyna að auka hlutdeild sina í skemmtanaiðnaðinum þar sem mörkin milli sjónvarpsins og Net- ins verða sífellt óskýr- ari. Þarna sjá for- svarsmenn fyrirtækj- anna kjörið tækifæri til þess. Fyrsta skrefið i þessum efnum verð- ur að Microsoft fær einkaleyfi á sérstakri tækni fyrir gagnvirkt sjónvarp, Intercast, sem gerir notendum kleift að horfa á gagn- virka sjónvarpsþætti. Talsmaður Micro- soft segir að fyrirtæk- ið sé þarna að leita nýrra leiða til að vaxa enn frekar. Þetta sé kjörið tækifæri til þess. Meðal þess sem fyrirtækin eru að reyna að gera er að sýna efni, sem hingað til hefur eingöngu verið not- að á vefnum, í tækjum gerðum til að skoða slíkt efni. Þar á meðal eru PC- tölvur með innbyggðum sjónvarps- stilli. Fyrst mun fyrirtækið einbeita sér að venjulegum sjónvarpsútsend- ingum en seinna meir er ætlunin að fara út í starfrænar útsendingar en þær hafa einmitt verið mikið í um- ræðunni undanfama mánuði. Fyrir- tækin sjá gríðarlega mikla mögu- leika í framleiðslu á skemmtiefni þegar það er komið á koppinn. Meðal þess sem hægt er að gera með Intercast er að skoða vefsíður sem framleiðendur sjónvarpsefnis senda um leið og þeir senda út þátt- inn. Nokkrar stöðvar hafa þegar tekið slíkt upp og má þar nefna NBC og MTV. Þeir sem nota hugbúnað frá Intel geta reyndar þegar notað þessa tækni þegar þeir setja sjón- varpsstilli í tölvuna sína. Einkaleyfis- samningurinn sem gerður var milli fyrirtækjanna mun þýða að þessi búnaður verður innifalinn í Windows 98 þegar það kemur út. 1 stýrikerfinu verður einmitt búnaður sem gerir manni kleift að horfa á vefsjónvarp. Eins og menn þekkja eru Intel og Microsoft mjög stór fyrirtæki í tölvubransanum. Stýrikerfi frá Microsoft eru í 90% af öllum PC- tölvum í heiminum og Intel- örgjörvarnir eru í álíka mörgum tölvum. Það er því ljóst að fyrirtækin ætla sér stóra hluti á þessum markaði og spurningin er hvort þau verða eins stór á þessu sviði líka. -Hl/Wired Audi 100 2,3 E '91, 4 d., ssk., ek. 111 þús. km, silfurgrár. Verð 1.450 þús. VWVentoGL '94, 4 d., 5 g., ek. 63 þús. km, ljósblár. Verð 990 þús. VW GolfCL '94, d., 5 g., ek. 58 þús. km, rauður. Verð 840 þús. Chrysler Saratoga '91, 4 d., ssk., ek. 60 þús. km, brúnn. Verð 850 þús. VW GolfCL '95, 3 d., 5 g., ek. 78 þús. km, hvítur. Verð 850 þús. Ford Econoline dísil '91, 4 d., ssk., ek. 100 þús. km, grár. Verð 1.190 þús. Toyota Land Cruiser '88, 5 d., 5 g., ek. 272 þús. km, vínrauður, 38“ dekk, læstur o.fl. Verð 1.850 þús. Borgartúnl 26, simai 561 7510 & 561 7511 %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.