Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1998, Blaðsíða 40
i0 48 MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1998 íþróttir unglinga Samstaöa Keflavíkurstúlkna í úrslitaleiknum viö Tindastól skilaöi bikarmeistaratitlinum suöur meö sjó. Stelpurnar sönnuöu þaö aö allt getur gerst í körfunni ef viljinn og baráttan er fyrir hendi. Samstaöa liösins var lykill aö glæsilegum sigri. Þjálfari liösins er Margrét Sturludóttir. DV-mynd ÓÓJ Snjallir fyrir austan DV, Djúpavogi Það var sannarlega mikið líf og fjör í íþróttahúsinu á Djúpa- vogi er Austurlandsmót 5. flokks í innanhússknattspymu fór þar fram. Strákar og stelpur börðust af lífi og sál um knöttinn og var skemmtilegt að fylgjast með leik- gleðinni og baráttunni í leikjun- um. Allt fór þetta samt mjög vel fram og greinilegt að þama vora að spila leikmenn sem gætu náð langt í íþróttinni, liprir og skemmtilegir spilarar. Reyndar sagði einn ungur og efnilegur knattspymumaður í liði Neista að stefnan væri að gerast atvinnumaður hjá Manchester United. Ekki veitir af góðum liðsauka til að koma þeim á toppinn á ný, eftir að Arsenal skaut þeim ref fyrir rass á dögunum! Bikarúrslitaleikur í körfu í stúlknaflokki 1998: Samstaða - þegar Keflavík vann óvænt en eftirminnilega Fyrir leik Kefla- víkur og íslands- meistara Tindastóls í stúlkna- flokki vora flest- allir sann- færðir um að ný- krýndir meistarar myndu tryggja sér tvöfaldan sigur í ár. Það má segja að Tindastóll Ingibjörg Gunnarsdótt- átt a ir, fyrirliöi Keflavíkur- eðlilegum liösins. de&1 að vinna þennan leik, en 12 stelpur úr Keflavík og þjálfari þeirra voru alls ekki á sama máli þegar i leikinn var komið. Tindastóll hafði aðeins tapað tveimur leikjum í vetur en Keflavík komst ekki í úrslit 6 bestu liðanna i ár og endaði í B-riðli. Það var því fátt sem benti til annars en að Tindastóll myndi tryggja sér tvö- faldan sigur. En menn höfðu kannski enn einu sinni gleymt því hvað íþróttirnar geta verið óút- reiknanlegar. Tindstóll hafði framkvæðið frá byrjun leiksins, komst sem dæmi í 17-8 og það virtist sem liðið ætlaði að auka forskot sitt og ná upp ör- uggri forastu. En svo var sem eitt- hvað hrykki í gang hjá Keflavíkur- liðinu. Allir fóra að taka þátt í leiknum, bæði leikmennirnir inni á vellinum og þeir sem voru á bekkn- um. Staðan breyttist þannig á 8 mínútum úr 16-22 fyrir Tindastól í 27-22 fyrir Keflavík. Þrátt fyrir að Tindastóll skoraði síðan 5 síðustu stigin náði liðið ekki Keflavík aftur sem varð á ótrúlegan hátt bikar- meistari í stúlknaflokki 1998. Tölur hjá Keflavík: Stig: Guörún Karlsdóttir 21, Anna Guð- mundsdóttir 2, Svava Stefánsdóttir 2, Bonnie Lúðvíksdóttir 2, Hulda Jónsdótt- ir 2, Ingibjörg Gunnarsdóttir 1. Stoðsendingar: Anna 4, Bára Lúðvíks- dóttir 2, Ingibjörg Ragnarsdóttir 1, Bonnie 1, Hulda 1. Fráköst: Hulda 9, Guðrún 8, Anna 6, Svava Stefánsdóttir 4, Bára Lúðvíksdótt- ir 3, Ingibjörg R. 3, Bonnie 2, Ingibjörg G. 1. Tölur hjá Tindastóli: Stig : Dúfa Ásbjömsdóttir 12, Sólborg Hermundardóttir 5, Sigriður Garðars- dóttir 5, Halldóra Andrésdóttir 4, Bima Bjömsdóttir 2. Stoðsendingar: Sólborg 3, Sigríður 1, Bima 1. Fráköst: Dúfa 11, Halldóra 11, Sólborg 7, Bima 4, Tinna Guömundsdóttir 2, Sig- riður 1. -66.J Bikarúrslitaleikur í stúlknaflokki í körfuknattleik: Óvænt fyrir alla nema... - Svövu Ósk, Guðrúnu og Önnu úr stúlknaflokki Keflavíkur Liö Hattar frá Egilsstööum í 5. flokki karla, A-liöa, sem varð á dögunum Austurlandsmeistari í innanhússknattspyrnu. DV-mynd Hafdís Liö Neista frá Djúpavogi í 5. flokki karla, B-liöa, sem varö á dögunum Austurlandsmeistari í innanhússknattspyrnu. DV-mynd Hafdís Þær Svava Ósk Stefánsdóttir, Guðrún Ósk Karlsdóttir og Anna Guömundsdóttir stóðu ásamt félög- um sínum í stúlknaflokki Keflavík- ur uppi sem sigurvegarar eftir að hafa lagt að velli nýkrýnda íslands- meistara Tindastóls i hörkuleik á dögunum. Þær vora alveg í skýjun- um eftir leikinn. „Þetta er alveg frábært. Við ætl- uðum okkur að klára þetta fyrir löngu eða alveg frá því að við komumst í úrslitin," sögðu stelp- umar í viðtali viö DV, enda ljóst af framgöngu þeirra inni á vellinum að hugur fylgdi höndum hjá Kefla- vík í þessum leik. Lagt á ráöin heima hjá þjálfaranum Stelpumar sögðu að hópurinn hefði verið einbeittur og að síðasti hluti undirbúningins fyrir hann hefði verið heima hjá þjálfaranum, Margréti Sturludóttur, kvöldiö áður. Þar var að sögn þeirra alveg frábært fjör enda ætlunin að koma með bikarinn suður í Reykjanesbæ og hafa gaman af öllu í leiðinni. Þetta var í fimmta skiptið sem stúlknaflokkur frá Keflavík verður bikarmeistari og voru stelpumar á því að hefðin hefði skilað sér sem öflugur liðsmaður þeirra í þessum leik. Enn í 8. flokki Svava Ósk Stefánsdóttir er enn í 8. flokki og var því að spila upp fyr- ir sig í þessum leik. Hún varð Is- landsmeistari með Keflavík í vetur og þrátt fyrir að vera yngri en hin- ar stelpurnar í liðinu stóð hún sig mjög vel. Svava er enda eitt mesta efnið sem er að koma upp í kvenna- körfunni í Keflavík. Stelpunum hafði ekki gengið neitt sérstaklega vel í vetur, Keflavíkurliðið datt til dæmis niður í B-riðil og náði ekki inn í úrslitin. Þær vora samt allar sammála því að endirinn heföi verið sérstaklega góður og hann skilaði þeim vonandi aftur inn á rétta braut. íkk I Úrslit 5. flokks, A-lið 1. sæti: Liö Hattar, Egilsstöðum. 2. sæti: Liö Þróttar, Neskaupstaö. 3. sæti: Lið Neista, Djúpavogi. Önnur lið voru: Austri 1, Eskifirði, Austri 2, Eskifirði, Huginn, Seyöis- firði, Valur, Reyðarflrði og Leiknir, Fáskrúðsfirði. Úrslit 5. flokks, B-lið 1. sæti: Lið Neista, Djúpavogi. 2. sæti: Lið Hattar, Egilsstöðum. 3. sæti: Lið Austra, Eskifirði. Önnur Uð voru: Höttur, Egilsstöð- um, Valur, Reyðarfiröi og Þróttur, Neskaupstað. Ef marka má þessa tUþrif má búast við fleiru og betra knattspyrnufólki af Austurlandi i næstu frasmtíð. -Hafdís Umsjón ÓskarÓ.Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.