Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1998, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1998, Page 1
MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 1998 Ermonlinskij verður áfram á Skaganum DV, Akranesi: Stjórn Körfuknattleiksfé- lags Akraness hefur samið við Alexander Ermon- linskij um þjálfun liðs- ins á næstu leiktíð. Búið er að gera samning við hann til eins árs. Að sögn Sigurð- ar Sverrissonar, for- manns félagsins, reiknar hann ekki með miklum breyting- um á liðinu. Jón Þór Þórðarson kemur lík- lega aftur eftir tveggja ára vist á Laugarvatni og óvíst er með Sigurð Elvar Þórólfsson. Hann íhugar nám erlendis næsta vetur en það er óljóst á þessari stundu. Þá eru engar likur taldar á því að Damon John- son verði með Skagamönnum á næstu leiktíð. Við munum vænt- anlega fara að skoða með haustinu að fá góðan útlending. Það er Ijóst að okkur mun vanta góðan og háan leikmann því að Ermonlinskij mun ekki leika eins mikið og hann gerði á síð- astliðnum vetri. Johnson í Keflavik? Svo kann að fara að hinn sterki leikmaður, Damon John- son, sem lék með Skagamönn- um, leiki með Keflvíkingum á næstu leiktíð. Hann hefur verið í viðræðum við Keflvíkinga að undanfomu en hann hefur áður leikið með liði Keflvíkinga. Mistök Leifturs sem gætu þýtt tap gegn Poltava í stað sigurs Leiftursmönnum urðu á alvarleg mistök í leiknum gegn úkraínska liðinu Vorskla Poltava í Intertoto-keppninni í knattspymu á Ólafsfirði sl. laugardag sem gætu reynst liðinu mjög dýrkeypt. Á 63. minútu leiksins gerðu Leiftursmenn breyt- ingu á liði sínu þegar Sindri Bjamason kom inn á sem varamaður. Þá kom í ljós að umræddur leikmaður var ekki á leikskýrslunni. Dómari leiksins skilar leikskýrslunni tÚ UEFA eins og venja er og þá ræðst hvemig UEFA tekur á málinu. Heimildarmaður DV, sem þekkir vel til mála af þessu tagi, sagði í gær að það væri nær öraggt að leikurinn yrði dæmdur tapaður fyrir Leiftur. Leiftur vann hins vegar glæstan sigur i leiknum á Ólafsfirði á laugardaginn en síðari leikurinn verður í Úkraínu næsta laugardag. Frá leiknum er greint á bls. 27. -JKS Taqui Zade sendur heim? Svo kann að fara að hinn nýi leikmaður Skaga- manna frá Azerbajdzhan, Caeer Taqui Zade, verði sendur heim í næstu viku. Hann meiddist í síðasta leik liðs sins, Flora í Tallin, sem Teitur Þórðarson þjálfar og mun vera um nárameiðsl að ræða. Samkvæmt heimildum DV mun hann fara i læknisskoðun eftir helgi og ef meiöslin era alvarleg verður hann trúlega sendur heim. Þá hefur DV heimildir fyr- ir þvi að búið sé að semja við Júgóslvann Ivsic. - í leikjum HM um helgina. Tveir þjálfarar reknir. Þrenna hjá Batistuta. Bls. 22-26

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.