Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1998, Blaðsíða 8
MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 1998 . 28 Iþróttir Björgvin Sigurbergsson, GK, er lengst til hægri meö sigurlaunin en hann varö í gær íslandsmeistari ( holukeppni. í miöjunni er Ólafur Már Sigurösson, GK, sem varö í ööru sæti, og lengst til vinstri er Sveinn Sigurbergsson, GK, sem hafnaöi f þriöja sæti. Athygli vekur góö frammistaöa kylfinga úr Golfklúbbnum Keili i Hafnarfiröi en þrír efstu mennirnir eru allir t Keili. Á myndinni til vinstri eru þrjár efstu konumar i holukeppni kvenna. Lengst til hægri er Herborg Arnarsdóttir, GR, sem varö í ööru sæti. Fyrir miöri mynd er íslandsmeistarinn, Óiöf María Jónsdóttir, GK, og lengst til vinstri er Ragnhildur Siguröardóttir, GR, sem varö i þriöja sæti. DV-myndir Jói Danny Granville vamarmaður hefur verið keyptur til Leeds United frá Chelsea. Granville fékk engin tækifæri hjá Vialli, stjóra Chelsea, og var seldur á 1,6 milijónir punda. Úrvalsdeildarlið Nottingham Forest keypti um helgina Frakk- ann Jean-Claude Darchewille frá Rennes. Kaupverðið var 700 þús- und pund. Bandaríkjamaðurinn Maurice Green náði frábærum árangri í 100 metra hlaupi um helgina á móti í Bandaríkjunum. Green hljóp á 9,88 sekúndum en hafði áður hlaupið á 9,86 sekúnd- um en meðvindur var þá of mik- m. Rallkeppnin á Hólmavík um helgina þótti takast mjög vel og heimamenn sýndu keppninni töluverðan áhuga. Höfðu nokkr- ir j>eirra á orði að gaman væri að taka þátt í ralli i náinni fram- tíð. Þrir leikir fóru fram í 3. deild karla í knattspymu í gær. Bmni vann KFS, 2-0, Léttir tapaði á heimavelli sínum fyrir Víkingi, Ólafsvík, 2-3, og loks vann Sindri stórsigur á heimavelli Hugins, 0-7. Sœnski kylfingurinn Mats Lanner vann í gærkvöld sigur á Madeira Island-golfmótinu á Spáni. Lanner lék holumar 72 á 277 höggum, 11 höggum undir pari. Mats Lanner vann þama mjög mikilvægan sigur því að með sigrinum tókst honum að endur- heimta leikrétt sinn á Evrópu- mótaröðinni en þeim rétti tapaði hann fyrir 18 mánuðum. Spœnski miðvallarleikmaður- inn Guillermo Amor, sem leikið hefur með Barcelona, hefúr feng- ið frjálsa sölu frá félaginu. Amor er með spænska liðinu á HM en hefur ekki náð sér á strik þar frekar en aðrir leikmenn spænska landsliðsins. -SK HM-leikur Spörtu í síma 905 5050 Kemst þú í HM-liðið? Ellefu bestu vinna HM-treyju frá Spörtu, Laugavegi 49 Þú svararfjórum HM-spurningum. Þeir ellefu sem komast oftast í pottinn vinna HM-landsliðstreyju að eigin vali. SPORTVÖRUVERSLUNIN SPARTA Laugavegi 49 • Sími 551 2024, 66.50 mínútan íslandsmótið í holukeppni í golfi: Spenna og gott golf Björgvin Sigurbergsson, GK, varð um helgina íslandsmeistari í holu- keppni karla í golfl og Ólöf María Jónsdóttir, GK, varð íslandsmeist- ari í kvennaflokki. íslandsmótið í holukeppni var annað mótið í sumar í íslensku mótaröðinni og gaf stig til landsliðs. Björgvin lék til úrslita um ís- landsmeistaratitilinn gegn Ólafi Má Sigurðssyni, GK. Báöir léku þeir mjög gott golf en svo fór að lokum að Björgvin náði að knýja fram sig- ur á 16. brautinni og sigraði því 3-2, átti þrjár holur á Ólaf þegar einung- is tvær holur voru eftir. Þorsteinn Hallgrímsson, GR, og Sveinn Sigurbergsson, GK, áttu að eigast við í slag um þriðja sætið en af baráttu þeirra varð ekki. Þor- steinn varði aðfaranótt sunnudags- ins á fæðingardeildinni þar sem kona hans ól honum bam og mætti Eyjapeyinn því svefnlaus í Grafar- holtið að morgni sunnudags og var skiijanlega ekki vel upplagður til golfiðkunar. Ákvað Þorsteinn að gefa leikinn gegn Sveini enda hafði hann leikið 36 holur daginn áður. Óiöf María sigraöi Herborgu Til úrslita í kvennaflokki léku þær Ólöf María Jónsdóttir, GK, og Herborg Amarsdóttir, GR. Ólöf sigr- aði eftir nokkra baráttu, 3-2. Um þriðja sætið léku þær Þórdís Geirsdóttir, GK, og Ragnhildur Sig- urðardóttir, GR, og sigraði Ragn- hildur, 3-2. „Kylfingar vom að leika mjög gott golf á þessu móti sem var gott í alla staði. Margar viðureignir vom jafnar og spennandi og þetta lofar góðu fyrir sumarið," sagði Ragnar Ólafsson landsliðseinvaldur í sam- tali við DV í gærkvöld. Björgvin í efsta sætinu Staðan í stigakeppni karla til landsliðs er þannig, 5 efstu menn: 1. Björgvin Sigurbergsson, GK .... 144 2. Þórður Emil Ólafsson, GL .......129 3. Sigurpáll Sveinsson, GA.........126 4. Sveinn Sigurbergsson, GK.......121 5. Ólafur Már Sigurðsson, GK .... 118 Staðan hjá konunum: 1. Ólöf María Jónsdóttir, GK......124 2. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR . . 119 3 Herborg Amarsdóttir, GR.........112 4. Þórdís Geirsdóttir, GK..........100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.