Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1998, Blaðsíða 6
6 Neytendur MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1998 Honda Civic VTEC '98, 4 d., 5 g., ek. 41 þús. km, AÍnrauður, álfelgur, spoiler. Verð 1.400.000. MMC Lancer ST. 4x4 '97. 5 d., 5 g., ek. 18 þús. km, vínrauður. Verð 1.550.000. MMC Lancer GLX '91, 5 d., 5 g., ek. 86 þús. km, rauður, álfelgur, spoiler. Verð670.000. Mazda MX3 V6 24V '92, 3 d., 5 g., ek. 72 þús. km, blágrænn. Verð 1.250.000, VWGolfGL 1800 '94, 3 d., 5 g., ek. 73 þús. km, vínrauður, sóllúga, álfelgur. Verð990.000. - ’VW Passat GL dísil '96, 5 d., ssk., ek. 51 þús. km, vínrauður. Verð 1.590.000. Subaru Legacy 2,2L '90, '4 d., ssk., ek. 110 þús. km, brúnn. Verð 890.000. Borgartúni 26, ámar 561 7510 & 561 7511 Niðurstöður könnunar á merkingum efnavöru: Merkingum stór- lega ábótavant - Brýnt að efla eftirlit verulega Af 93 merkingaskyldum efnavörutegundum, sem kannaðar hafa verið, reynd- ust aðeins 18 vera rétt merktar, eða 19 prósent. Með öðrum orðum, merk- ingu var ábótavant í 81 pró- sent tilvika. Þetta kemur fram í skýrslu Hollustu- verndar ríkisins og Heil- brigðiseftirlits sveitarfélaga sem kynnt var nýlega. Aðdragandi þessarar könnunar var sá, að á haust- fundi Hollustuvemdar ríkis- ins og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga í október 1996 var stofnaður vinnuhópur um efnavörur. Hlutverk vinnuhópsins er m.a. að standa fyrir samræmdu átaki í eftirliti með merking- um efnavara. Efhavörar era fjölbreyttur flokkur vörategunda sem era víða til sölu s.s. í dagvöra- verslunum, á bensínstöðvum og í ýmsum sérverslunum og þjónustufyrirtækjum. Fellur mikill hluti þeirra undir regl- ur um merkingar hættulegra efha. í reglugerð frá 1990 um flokkun og merkingu hættu- legra efna (nr.236/1990) er skýrt tekið fram að hættuleg efni og vörur sem era á al- mennum markaði skuli vera merktar vamaðarmerking- um á íslensku. Ákvæði um vamaöarmerkingar sem era í gildi hér á landi era í sam- ræmi við reglur Evrópu- bandalagsins og er skýrt tek- ið fram í reglugerðinni að innlendur framleiðandi, inn- flytjandi eða umboðsaðili sé ábyrgur fyrir því að efnavör- ur séu merktar í samræmi við gildandi reglur. 35 vörutegundir Merkingarkönnun könnun á 93 merkingarskyldum vörutegundum - Salernisvörur 1 Hreinsiefni á úðabrúsum H Skóvörur S Fægilögur Fjórir vöruflokkar kannaðir Á vormánuðum 1997 vora skoðaðir fjórir vöruflokkar með tilliti til merkinga: ræstivörur fyrir salemi, hreinsiefni á úðabrúsum, skóáburður og skyldar vörur ásamt fægilegi. Gagnasöfnun fór fram á tímabilinu mars til júní 1997 og vora skoðaðar vörur bæði í smásölu og hjá heildsölum. Könnun- in náði til 119 vörategunda en af þeim vora 26 sem féllu ekki undir reglur um hættulegar vörur og vora því 93 þeirra merkingarskyldar. 0 ^3 Merking í lagi Merking ábótavant í niðurstöðum könnunar- innar kemur fram að merk- ingum á tilteknum flokkum efnavöru er stórlega ábótavant. Rétt merking í 19 prósent tilvika Af þeim 93 merkingarskyldu vörutegundum sem skoðaðar voru reyndust einungis 18 vera rétt merktar eða 19 prósent eins og áður sagði. Framleiðendur og innflytj- endur virðast vera betur vakandi þegar hreinlætisvörur eru annars vegar en af hreinsiefnum var um helmingur vörategunda vanmerkt- ur, þ.e.a.s. 8 af 16 salemisvörum og 12 af 22 hreinsiefnum á úðabrúsum. Ástandið var verst í vöruflokkunum skóvörur og fægilegir, þar sem allar merkingarskyld- ar vörur reyndust van- merktar. Þrátt fyrir að ýmislegt hafi áunnist á undanfom- um árum varðandi merk- ingar á hættulegum vöru- tegundum er greinilegt að nauðsynlega þarf að bæta eftirlitið og gera það skil- virkara. Efla þarf þekkingu umboðsaðila efnavöru og brýnt er að þeir séu meðvit- aðir um þær skyldur og þá ábyrgð sem á þeim hvílir. í lokaorðum skýrslu Holl- ustuverndar ríkisins um niðurstöðu könnunarinnar segir að búast megi við auk- inni markaðshlutdeild vöra sem ekki flokkist hættuleg. Áhugi almennings á verndun umhverfis- ins hafi farið vaxandi, fræðsla um skaðsemi efna hafi aukist og því hafi krafa um hættuminni vöruteg- undir orðið háværari meðal al- mennings. -esig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.