Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1998, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 13. JÚLÍ 1998 Spurningin Lesendur Ætlarðu að keyra Hvalfjarðargöngin? Óttar H. Óttarsson meðferðarfull- trúi: Já, svo sannarlega. Vega Rós Guðmundsdóttir, vinn- ur á elliheimili: Nei, ég þarf aldrei að keyra Hvalfjörðinn. Anna Karen Símonardóttir kynn- ingarfulltrúi: Nei. Fjóla Þórisdóttir skrifstofukona: Já, já, örugglega. Halldór Guðnason skipstjóri: Ég reikna fastlega með því. Skemmtiferðaskip í Reykjavík: Gamla höfnin ákjósanlegust Einar Þ. Einarsson skrifar: Það er ekki seinna vænna að Reykjavíkurborg leggi eitthvað af mörkum til að gera þeim skemmti- ferðaskipum sem hingað koma kleift að leggjast að bryggju við mið- borgina í stað þess sem nú tíðkast, að annaðhvort liggja þessi skip við akkeri á ytri höfninni eða þau smærri liggja við bryggju í Sunda- höfn, við þó allsendis ófullnægjandi aðstöðu. Gamla höfnin í Reykjavík, við Miðbakkann, er ákjósanlegasti stað- urinn fyrir þessa starfsemi, líkt og var hér áður þegar bæði Gullfoss og Dronning Alexandrine ásamt far- þegaskipum Ríkisskipa lágu við bryggju í gömlu höfninni. Þá var þarna líf og mikil umsvif við komu skipanna og brottför þeirra. í dag eiga Islendingar engin far- þegaskip í millilandasiglingum, svo einkennilegt sem það er hjá eyþjóð norður í ballarhafi sem á allt undir því að fá vaminginn heim með skip- um. Farþegana sem vilja fara sjó- leiðis héðan sjá Færeyingar um - frá Seyðisfirði! Þeir kveðja í lok ágúst eða í september með góðu fyr- irheiti um að koma aftur að vori. Það gera þeir en helstu viðskipta- vinir þessa farþegaskips Færeyinga eru útlendir ferðamenn sem koma gjaman hlaðnir farangri, útbúnaði og jafnvel með bíla með sér. Alla þjónustu væri hægt að veita þessum ferðamönnum hér í Reykjavík og það sem næst miðborgarkjamanum væri aðstaða fyrir hendi. Engin ástæða er til að ætla annað en íslendingar, bæði héðan frá höf- uðborgarsvæðinu og frá lands- byggðinni, myndu flykkjast með far- þegaskipi sem legði upp frá gömlu höfninni í Reykjavík til útlanda. Væri aðstaða fyrir hendi myndi skapast nýtt andrúmsloft í og við miðborgina. Með komu erlendra farþegaskipa hingað, skipa sem legðust við bryggju sem næst mið- borgarkjarnanum, myndi verða grundvöllur fyrir því að íslendingar gætu pantað sér far með þessum skipum héðan. Jafnvel væri hægt að bjóða farþegum slíka ferð báðar leiðir, utan og heim aftur. — Með stækkun höfuðborgarsvæðisins, m.a. sameiningu við Kjalarnes, verður hugmyndin um aðstöðu fyr- ir farþegaskip í gömlu höfninni sí- fellt áleitnari hjá stórum hópi fólks. R-lista-vagninn fyrir Vinnuskólann: Misnotkun R-listans Rannveig skrifar: Ég sá í vikunni sem leið á götum Reykjavikur R-lista-strætisvagninn sem notaður var í siðustu kosning- um. Var vagninn skreyttur eins og í kosningabaráttunni síðustu, með tvíræðum einkennisorðum R-list- ans, „til hamingju". Það kom mér á óvart að sjá að vagninn var fullur af bömum. En þegar ég gáði betur sá ég að á skilti á framrúðunni stóð: Vinnuskólinn. R-listavagninn er því núna að aka með börn í Vinnuskóla borgarinnar. Þama er augljóslega um að ræða misnotkun. Ef R-listinn á vagninn þá getur það ekki sam- ræmst að borgin leigi hann af hon- um. Ef R-listinn leigði vagninn af fyrirtæki sem á hann þá er greini- legt að nú er verið að launa þann greiða, því leigan hefur vísast verið lág, og Vinnuskólinn, þ.e. borgin, leigir nú vagninn af fyrirtækinu. Hvað sem öðru líður þá er það forkastanlegt að borgin sé að nota vagn í einkennisbúningi R-listans til að keyra börn í Vinnuskóla borg- arinnar. Ekki er ég viss um að allir foreldrar væru sáttir ef þeir vissu um þetta. Þarna er um augljósa mis- notkun að ræða, að mínu mati þar sem borgin er að borga fyrir auglýs- ingu R-listans. Trabantinn gerður útlægur Konráð Friðfinnsson skrifar: í nýlegum sjón- varpsfréttum var greint frá því að hópur Trabanteigenda hefði komið saman til að sýna sig og sjá aðra — Trabantbíla. Og vita- skuld mætti fólkið á Traböntum. Sumar bif- reiðamar sem sáust í fréttinni voru nokkuö breyttar en inni á milli vora þó óbreyttar út- gáfur af þessum bílum. Um áratugaskeið var Trabantinn fluttur hingað til lands. Og engin furða, því bifreiðin varð vin- sæl meðal margra. Menn komust [LGÍltMIQMi þjónusta allan síma i kl. 14 og 16 sældum Trabantsins hér var auðvitað hið lága verð bílsins. Sem dæmi þar að lútandi er mér minnisstætt að eitt árið kostaði þessi bíll 100 þúsund krónur, nýr úr kassanum. Til sam- anburðar kostaði Skó- dinn um sama leyti 220-230 þúsund, og þótti hann þó líka ódýrt far- artæki. Bilanatíðnin var ekki meiri en gerist og gengur um bíla og varahlutir kostuðu lít- ið, auk þess sem hægt var að fá þá alla án taf- ar. - Málið var að fólki fannst Trabantinn menga fullmikið og stafa of miklum hávaða frá vél- inni. Þetta vora að mínu mati helstu ástæður þess að innflutning- ur lagðist meira og minna af er á leið. Mér hefur ætíð fundist furðulegt af yfirvöldum að leggja bann við sölu á þessum ódýra bifreiðum. •Þeir vora langódýrastir bíla í þessu landi fyrr og síðar. Okkur hafa ekki staðið til boða ódýrari bílar síðar. - Það er jú margt skrýtið í kýrhausn- um. Það sem fyrst og fremst olli vinsældum Trabantsins hér var auövitað hið lága verð bílsins. þangað sem þeir vildu á bílnum og litlu eyddi hann eldsneytinu. Marg- ir endumýjuðu sinn gamla Trabant með sömu tegund árum saman. Menn vildu sem sé ekkert annað en þetta „plastdrasl“ eins og sumir nefndu bílana. Trabantinn var einfaldur að allri gerð, hafði tvígengisvél og „klósett“- skiptingu, nefnda svo vegna lögun- ar gírstangarinnar í stýri bílsins en hún leit út eins og snerill á vatns- salerniskassa. Það sem fyrst og fremst ofli vin- DV RÚVfeÍíur i pyttinn Haraldur skrifar: Er „boltamafia" virkilega alls- ráðandi hjá Ríkisútvarpinu? Að flyfla aöalfréttatíma til kl. 21 kvöld eftir kvöld skiptir ekki öllu því nóg er að heyra sömu fréttir tvisvar á aðalfréttatíma kvöldsins. Hitt er annað mál, að notendum RÚV, sem greiða fullt gjald, er sýnd hin mesta lítilsviröing með þessu fyrirkomulagi. Svo er spum- ing: Þurfa símalandi tuðrukynnar ekki að tala skiljanlega islensku? Skyldi Sjónvarpið fá magnafslátt af morðmyndum sem sýndar eru kvöld eftir kvöld! Og að lokum: Þetta með „hundrað þúsund eyru“; er þetta auglýsing eða tilraun til að verða snjallari grínurum í aula- fyndni? Laun eiga að árangurs- tengjast Margrét skrifar: Ég lýsi ánægju minni meö úr- skurð kjaranefndar um launakjör prófessora við Háskóla íslands. Þeir hafa lengi mátt þola slæm kjör miðað við sína menntun. Hækkun milli flokka í starfi, sam- kvæmt árangri í starfinu, er sann- gjöm. t raun ætti alls staðar að meta launahækkanir eftir árangri í starfi, a.m.k. alls staðar þar sem því verður við komið. Þetta tíðkast þar sem bónuskerfi gildir í fisk- vinnslunni (eða gilti þar a.m.k.) og þetta ætti að taka upp sem víðast. Farþegum mismunað í fluginu Ingimar hringdi: Nú kemur í Ijós að farþegum í millilandafluginu er stórlega mis- munað gagnvart innanlandsfar- þegum. Þama hafa þingmenn dreifbýlisins áreiðanlega þrýst á fyrir skjólstæðinga sina. En alltaf þarf svona að komast fyrst i há- mæli þegar erlendar eftirlitsstofn- anir kæra málin til stjómvalda hér. Mismununin sem hér um ræðir, flugvallarskatturinn sem er I. 250 kr. i millilandaflugi en ekki nema 165 kr. í innanlandsflugi, er svívirða. Það er í raun Evrópu- sambandið sem kærir íslensk stjómvöld i gegnum aðild okkar að eftirlitsstofnun EFTA. Þaö verður forvitnilegt að sjá hvort ís- lensk stjórnvöld reyna að láta fenna yfir málið. Innbyggðir stuðarar? J. Ó. hringdi: Við hjónin vorum að líta á nýja bíla í síðustu viku, þar á meðal japanska bila af minni gerðinni. En ég tel það galla að margir þess- ara nýju bíla eru með svokölluð- um innbyggðum stuðara. Ég tel það mikinn galla því ef aðvifandi bíll rekst á svona bíl, jafnvel bara rennur á hann lauslega, þá skrám- ast lakkiö á svona bílum, þótt inn- byggður stuðari haldi að öðru leyti. Því þarf að mála yfir skemmdirnar. Á minum bil og flestum öðrum eru stuðarar eða a.m.k. gúmmi eða listar úr hertu plasti sem varna því að skráma komi á bíl þótt lauslega sé snertur annar bíll eða hvað annað sem fyr- ir verður. Ég vel því ekki bíl með innbyggðan stuðara. Óréttlátur dómur Sigurbjöm hringdi: Margir eru hreint hneykslaðir á dómi þeim sem gekk í hnefaleika- málinu. Enginn gi-einarmunur er gerður á hvernig staðið er að mál- um og hvort hér sé um ólympska hnefaleika að ræða eða ekki. Mér finnst hér farið með offorsi og hlægilegt að sjá gengið hart fram í því að hirða alls kyns áhöld og tæki úr æfingastöðum þeirra sem þetta hafa stundað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.