Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1998, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 lönd 23 Kastljósið beinist að Hillary Rodham Clinton eftir játningar forsetans: Ekki meðal daga lífs hennar Oss er ekki skemmt, sagði Viktor- ía Englandsdrottning forðum daga. Heimfæra mætti þau orð upp á Hill- ary Rodham Clinton, forsetafrú í Bandaríkjunum. Henni er áreiðan- lega ekki skemmt þessa dagana, nú þegar eiginmaður hennar, Biil Clint- on, hefur viðurkennt fyrir alþjóð að hafa haft í frammi blekkingar við sína heittelskuðu um samband sitt við Monicu Lewinsky, fyrrum lær- ling í Hvíta húsinu. Clinton viðurkenndi í sjónvarps- ávarpi til þjóðarinnar á mánudag, eftir margra klukkustunda yfir- heyrslur hjá Kenneth Starr, sérleg- um saksóknara, og ákærukviðdómi hans, að hann hefði átt í óviður- kvæmilegu sambandi við stúlkuna. Ekki fer sögum um hvað nákvæm- lega gerðist þegar þau Clinton og Monica voru ein en heimildir herma að þar hafi munni og höndum verið óspart beitt í leitinni að hinni fuli- komnu sælu. r Ohagganleg ást Umheimurinn var varla byrjaður að melta sjónvarpsjátningar Clint- ons þegar Hillary sendi frá sér yfir- lýsingu þar sem hún lýsti yflr full- um stuðningi við bónda sinn til 22 ára og játaði honum ást sína. „Hún trúir á forsetann og ást hennar á honum er óhagganleg og full samúðar," sagði Marsha Berry, talskona Hillary, þegar á þriðjudags- morgun. Mörgum þótti yfirlýsing Hillary Monica Lewinsky hefur valdið meiri titringi í Hvíta húsinu en hana gat nokkru sinni óraö fyrir ákaflega merkileg, ekki síst fyrir þær sakir að forsetafrúin er ekki vön að bera tilfinningar sínar á torg. Hún er þvert á móti þekkt fyrir að halda einkalifi þeirra hjóna fjarri al- sjáandi augum fjölmiðlanna. Yfir- lýsingin þykir sýna óvenjulegan styrk forsetafrúarinnar, bæði persónulegan og pólitískan. „Þetta er mjög göfugmann- legt af henni,“ segir Don- David Luster-man, fjöl- skylduráðgjafi frá New York, sem hefur skrifað þekkta bók um hvem- ig hjón og fjölskyld- ur geta jafnað sig eftir framhjáhald og þvíumlíkt. „Ef hún segði við bandarísku þjóðina, að hún sé nú ekkert fifl og hafi vitað þetta allan tím- ann held ég að henni yrði ekki trúað. En banda- rísku þjóðinni mun aftur á móti líka það vel ef hún segir: „Ég fyrirgef honum, ég dái hann og ég vil að þetta gangi hjá okk- ur“.“ Fyrirgefning syndanna Þeir sem telja sig gerst þekkja hvernig almennings- álitið í Bandaríkjunum virkar eru margir á því að Hillary hafi það í hendi sér hvort eiginmaður hennar eigi sér pólitiska viðreisnar- von á þessum örlagatímum á for- setaferli hans. Skoðanakönnuðir hafa fengið að heyra það marga undanfama mánuði að bandarískur almenn- ingur sé tilbúinn að fyrirgefa forseta sín- um kvennafarið geri Hillary það. Almenn- ingur er nefnilega frekar á því að at- hafnir þeirra Clintons og Monicu í lokuðum herbergjum séu einkamál þeirra. Og þá hugsanlega þeirra nánustu. Hvað og hvenær? Ein spurning brennur á vörum margra. Hún er þessi: Hvað vissi Hillary um framhjáhald eigin- mannsins og hvenær komst hún að því? Talskona Hillary segir að henni hafi ekki verið greint frá hinu sanna eðli sambandsins milli Clintons og Monicu fyrr. en um síðustu helgi. Hún hafði þá um margra mánaða skeið haldið því fram að allar sögur um kynferðissamband forsetans og lærlingsins fyrrverandi væru ósann- ar. „Ég segi það fullum fetum að, eins og eiginmaður minn hefur sagt, þessar staðhæfmgar eru ósannar," sagði Hillary í þættinum Good Morning America á ABC sjónvarps- stöðinni í janúar. Og á NBC sjónvarpsstöðinni sagði hún að þau hjónin hefðu mikið rætt um Monicu og að hún hefði ekki neinar áhyggjur. Þá bætti hún við að það væri mjög alvarlegt mál ef forsetinn hefði haldið fram hjá henni i Hvíta húsinu. Það myndi hins vegar aldrei sannast. „Ég geri þvi skóna að hennar eig- in trúverðugleiki skipti hana miklu máli og að hún vilji ekki að menn haldi að hún hafi vísvitandi villt um fyrir bandarískuþjóðinni, jafnvel þó að hann hafl gert það,“ segir einn af ráðgjöfunum í Hvíta húsinu. Og þeg- ar sá sami ráðgjafi er spurður hvemig á því standi að lögfræðing- ur, menntaður í Yale, einum virtasta háskóla Bandaríkjanna, hafi ekki vitað af þessu fyrr, sérstak- lega þegar þess er gætt að sögur um kvennamál forsetans hafa verið lengi á kreiki, svaraði hann: „Hún trúði honum greinilega þar til hún gat það ekki lengur." Ed Goeas, sem hefur þann starfa að gera skoöanakannanir fyrir repúblikanaflokkinn, segir að hafi Hillary vitað hvers kyns var sé hún ekki lengur fómarlamb ótryggs eig- inmanns heldur meðsek í samsæri um að leyna sambandi forsetans við Monicu. Ekki eru allir sammála um að maður fari beint í hlutverk fórnar- lambsins þótt makinn sé ótrúr. Elizabeth Toledo, varaforseti banda- rísku kvennasamtakanna NOW, seg- ir svo ekki vera. „Eðli femínistans kemur í ljós þegar við tökumst á við slíkan vanda. Það er kannski stundum rétt að binda enda á hjóna- bandið, stundum ekki. Fyrir- gefningin sýnir gífurleg- an persónustyrk, svo og sjálfsöryggi,“ segir Elizabeth Toledo. Treystum guði En meira mn Hill- ary og þá kröfu hennar að forseta- fjölskyldan fái að eiga einkalíf sitt í friði. Marsha Berry, talskona Hillary, sagði einmitt á þriðjudag að for- setafrúnni væri meinilla við að einkalíf hennar væri opinberað eins og gerst hefur. Þá hefði framkoma for- setans valdið henni sársauka. í sjálfu sér merk játning konu sem eitt sinn var sagt um: „Þeim tekst aldrei að fá hana til aö gráta á almannafæri." Og það var vinkona Hillary sem sagði þetta um hana, ekki ein- hver óvinur hennar eða pólitískur andstæðingur. „Þetta er ekki einn af bestu dög- um lífs hennar en hún treystir á mikinn trúar- styrk sinn,“ sagði Berry á þriðju- dag. „Þetta er ekki hamingju- dagur en hún hlakkar til að fara í frí með fjölskyld- unni og vera með henni í næði.“ Byggt á Los Angeles Times, Was- hington Post, Baltimore Sun o.fl. Hillary Rodham Clinton, forsetafrú í Bandaríkjunum, og fjölskylda hennar á leið í guðsþjónustu fyrr í þessum mánuði, áöur en forsetinn viðurkenndi að hafa átt í óviöurkvæmilegu sambandi við Monicu Lewinsky.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.