Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1998, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1998 Fréttir Prófkjör Sjálfstæðisflokksins i Reykjanesi: Stefnir í harðan slag um efstu sæti Það stefnir í harðan slag um efstu sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesi. Þótt framboðsfrestur til prófkjörs sé ekki runninn út má segja að kosningabaráttan hafi haf- ist formlega í gær þegar þeir átta frambjóðendur sem þegar hafa gefið kost á sér sátu fyrir svörum á mál- efnaþingi SUS. Þrir frambjóðendur bítast um fyrsta sætið en það eru þau þing- mennirnir Árni Mathiesen og Sig- ríður Anna Þórðardóttir ásamt odd- vita sjálfstæðismanna í Kópavogi, Gunnari Birgissyni. Á annað sætið stefna þeir Kristján Pálsson og Árni Ragnar Ámason. Aðrir frambjóð- endur eru Stefán Tómasson, Jón Gunnarsson og Markús Möller en tveir hinir síðamefndu hafa ekki boðið sig fram áður. „Það má búast við átökum í þessu Frambjóðendur til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesi sátu fyrir svörum á málþingi SUS í gær. Þetta eru þau Markús Möller, Sigríður Anna Þórðardóttir, Gunnar Birgisson, Kristján Pálsson, Árni Mathiesen, Stefán Tómasson, Jón Gunnarsson og Árni R. Árnason. DV-mynd ÞÖK Whirlpool þvottavélarnar * Lágt verð! • Stór hurð sem opnast 156°. • „Water lift system" sem eykur gæði þvottarins. • Ullarvagga. Vélin „vaggar" þvottinum líkt og um handþvott væri að ræða. • Nýtt silkiprógramm. •Barnalæsing. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 www.ht.is Umboðsmenn um land allt .r Byggingavörudeild KEA Akureyri Mosfell Hcllu <0 Einar Stefánsson Búðardal Póllinn ísafirði Elís Guðnason Eskifirði Rafmagnsverkstæði KR Hvolsvelli * Eyjaradíó Vestmannaeyjum Radíónaust Akureyri Fossraf Selfossi Rafborg Grindavik Guðni Hallgrímsson Grundarfirði Rafbær Siglufirði • Htjómsýn Akranesi Rafmætti Hafnarfirði Z Kask - vöruhús Höfn Hornafirði Rás Þorlákshöfn Z Kaupf. Húnvetninga Blönduósi Skipavik Stykkishólmi 5 Kaupf. Borgfirðinga Borgarnesi Skúli Þórsson Hafnarfirði O Kaupf. Héraðsbúa Egilsstöðum Turnbræður Seyðisfirði 0 Kaupf. Þingeyinga Húsavlk Valberg Ólafsfirði z Kaupf. V- Húnvetninga Hvammstanga Viðarsbúð Fáskrúðsfirði z Kaupf. Skagfirðinga Sauðárkróki Samkaup - Njarðvík Reykjanesbæ 0 z Kaupf. Vopnfirðinga Vopnafirði Blómsturvellir Hellissandi prófkjöri og baráttan hefst óvenju- snemma að þessu sinni. Mér fmnst vera gríöarleg stemning fyrir þessu prófkjöri sem skilar sér vonandi í góðri þátttöku kjósenda, Við erum með fimm þingmenn í dag en ef nið- urstöður skoðanakannana ganga eftir gæti sjötti maöurinn verið á leið inn,“ sagði Árni Mathiesen í gær. Kristján Pálsson var í fimmta sæti listans fyrir síðustu kosningar en stefnir nú ótrauður á annað sæt- ið. „Ég set markið á annað sætið og það má búast við mikiili baráttu því einhvers staðar verða þeir að lenda sem tapa fyrsta sætinu. Þrátt fyrir það er ég bjartsýnn og tel að störf mín á síðasta þingi muni skila mér að settu marki,“ sagði Kristján Páls- son. Sigríður Anna Þórðardóttir sagði það ekki há sér að vera eina konan í framboði. „Ég er orðin svo gamal- reynd í pólitíkinni að það háir mér ekki. Ég sakna þess að sjá ekki fleiri konur í framboði en það er ekki öll nótt úti enn því enn er vika til stefnu," sagði Sigríður Anna Þórð- ardóttir. Fleiri frambjóðendur kunna að bætast við því framboðsfrestur rennur ekki út fyrr en 11. október. Líklegt þykir að frambjóðendum muni fjölga og hafa nöfn Hreins Loftssonar, Laufeyjar Jóhannsdótt- ur, forseta bæjarstjórnar í Kópa- vogi, Þorgerðar Katrínar Gunnars- dóttur dagskrárstjóra og Hólmfríðar Jónsdóttur í Sandgerði oft verið nefnd í því sambandi. Próíkjör sjálf- stæðismanna í Reykjanesi fer fram 14. nóvember nk. -aþ Edda Helgason: Orsakir erfið- leika nærtækari „Vegna fréttar í blaðinu 3. okt. um erfiðleika í rekstri verðbréfafyr- irtækisins Handsals hf. skal þess getið að nú eru nær þrjú ár frá því ég sagði starfi mínu lausu hjá fyrirtæk- inu. Öll þau ár sem ég var viðriðin fyrir- tækið skilaði það hagnaði enda keypti Lífeyrissjóður Aust- urlands hlutabréf mín í fyrirtækinu á verulegu yfirverði. Að rekja erfið- leika fyrirtækisins til minna starfa - nær þrem árum eftir brottfór mína, er ótrúleg óskammfeilni og hreinn tilbúningur. Orsakir erfið- leikanna hljóta að vera nærtækari," segir Edda Helgason, fyrrverandi ffamkvæmdastjóri Handsals, vegna fréttar í DV þar sem frá því er greint að arftaki hennar í starfi, Þorsteinn Ólafs, hafi sagt upp starfi sínu og sé á fórum frá Handsali. I fréttinni kom fram að fyrirtæk- ið hefði afskrifað 80 milljónir króna á síðasta ári. Jafnframt var haft eft- ir stjórnarformanni Handsals, Jóni Guðmundssyni, að ekki væri við fráfarandi framkvæmdastjóra að sakast vegna erfiðs reksturs og for- tíðarvandinn væri mikill. -rt Ölvaður velti bíl Ölvaður ökumaður slapp giftu- samlega þegar hann velti bifreið sinni á Suðurlandsvegi í gær. Ökumaðurinn var einn i bílnum. Hann var í bílbelti og slapp ómeidd- ur. Glæný bifreið hans slapp ekki eins -vel því hún er talin ónýt eftir veltuna. Lögregla svipti manninn ökuréttindum. Þá stöðvaði lögregla á Selfossi fimm ölvaða ökumenn um helgina. Edda Helga- son. scmdkorn Frostavetur Þeir vom margir sem veittu þvi eft- irtekt hversu Kristínu Ástgeirsdótt- ur, utan flokka, brá þegar lesið var upp hverjir skipuðu einstakar nefnd- ir Alþingis í vetur. Þegar þar kom sögu upplesturs- ins að sýnt var að Krist- ín og fyrmm skoðana- systir, Guðný Guð- björnsdóttir, Kvenna- lista, áttu samleið í tveimur nefndum þá fraus Kristín. Merkja mátti glöggt á henni að ekki hugnað- ist henni þessi skipan mála. Aðrir nefndarmenn umræddra nefnda sjá ffarn á mikinn frostavetur með þeim stallsysfrum... Páll í vanda Páll Pétursson félagsmálaráð- herra stendur frammi fyrir erfiðu máli þessa dagana en það er að taka afstöðu til þeirrar kröfu Skagfirðinga að fá að búa í Skagafirði. Örnefna- nefnd vill ekki að Skag- firðingar búi í Skaga- fxrði en mun geta sætt sig við að þeir búi í Skagaflarðarbyggð eða Skagaflarðar- hreppi. Formaðm- ör- nefnanefndar, sem mun vera hálærður „málspekingur", hefur látið hafa eftir sér að hann eigi alls ekki von á að ráðherrann gangi gegn vilja ömefnanefndar. Skagfirðingar trúa því hins vegar ekki að nokkrum mán- uðum fyrir kosningar til Alþingis ætli ráðherrann að meina þeim að búa í Skagafirði. Páli er sagður undir feldi og svo eru V-Húnvetningar að svekkja hann líka með því að heimta nafnið Húnaþing fyrir sitt sveitarfé- lag. A-Húnvetningar, sveitungar Páls, em óhressir en þar, sem í V-Húna- vatnssýslu, era einnig kosningar til Alþingis eftir nokkra mánuði og úti- lokað fyrir Pál að gera öllum til hæf- is. Sjónvarpsstjörnur Sandkornsritari varð þeirrar gæfu aðnjótandi á dögunum að beija augum útsendingu sjónvarps- stöðvarinnar Aksjón á Akureyri. Ef til viil væri réttara að tala um útsendingu dag- blaðsins Dags því á skjánum blasti við Birgir Guðmunds- son, aðstoðarritstjóri þess blaðs. Stórt Dagsmerki var í bakgranni og á borði Birgis lá Dagur frá því fyrr um daginn. Birgir las svo fréttir af mikilli innlifun og vitaaði ýmist í Dag sem komið hafði út þá fyrr um daginn, eða í Dag sem kæmi út næsta dag eða bara Dag sem kæmi út einhvern tímann. Útkoman varð að sumra mati hreint stórkostleg og reyndar hefúr sandkomsritari það íyr- ir satt að aöstoðarritstjórinn og blaða- menn Dags, sem komist hafa í frétta- lesturinn, standi sig svo vel að sjálfur Stefán Jón Hafstein eigi ekki mögu- leika þrátt fyrir alla sína reynslu ... Vegtyllna leitað Þorsteinn Jóhannesson, yfir- læknir og fallinn leiðtogi sjáifstæðis- manna í ísaflarðarbæ, er nú að líta í kringum sig eftir nýjum póli tískum vegtyflum eft- ir að forsetastól hjá ísaflarðarbæ sleppti. Hann mun hafa haft hug á að komast í stjórnarsæti hjá Samtökum sveitarfélaga en þrátt fyr- ir fulltingi fóstbróður síns, Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra á Ak- ureyri, tókst það ekki. Nú hefur kvis- ast út að Þorsteinn vflji fara í slaginn fyrir alþingiskosningarnar. Þriðja sætið hjá sjöOum, á eftir Einari K. Guðfinnssyni og Einari Oddi Krist- jánssyni, er opið og nú mun yfir- læknirinn liggja undir feldi og Uiuga að bjóða þar fram krafta sína ... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.