Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1998, Blaðsíða 12
popp Á Gauki á Stöng verður hin svo bráðskemmti- lega '80s hljómsveit Moonboots, með kveðju- skemmtun fýrir aðdáendur sína í kvöld og ann- að kvöld. Á sunnudagskvöldið mætir svo dæg- urlaga-pönksveitin Húfan, með sína einstöku skemmtidagskrá. Miðvikudags- og fimmtu- dagskvöldið verður svo Á mótl sól með alla sfna smelli. Hinir einu sönnu Svensen & Hallfunkel skemmta gestum á Gullöldlnnl alla helgina. Blál flöringurinn spilar á Fógetanum. Klúbburlnn. Björfestivaldiskótek í kvöld og Dj Gumml Gonzalez og Dj Jóhann verða í búrinu. Á morgun verður svo Love Grooove Party og þá veröa ýmis tilboð í gangi. Kostar ekkert inn en menn verða að vera orðnir tuttugu ára. Næturgallnn. Stefán P. og Pétur leika í kvöld og annaö kvöld en þegar líður að kveldi sunnu- dags mætir Hljómsvelt HJördísar Gelrs með nýju og gömlu dansana. Á Inferno í Kringlunni veröa Valll, Bjössl, Frí- mann og Grétar alla helgina. Krlnglukráln. í aðalsal leikur sveitin f hvítum sokkum í kvöld, annað kvöld og meira aö segja líka á sunnudagskvöldið. Vlðar Jónsson verður hins vegarf Leikstofunpi. Fjörukráln. Jón Moller verður með rómantfska píanótónlist á Fjörunni en Víklngasveltin spil- ar í Víkingaveislum I Fjörugarðinum f kvöld og annað kvöld. Rúnar Júl og hljómsveit verða þarna Ifka. Stjórnin veröur á sínum stað, Lelkhúskjallar- anum, f kvöld en á morgun verður hann Slggl Hlö þar meö dúndrandi diskóstemningu. Hljómsveitin Funkmaster 2000 leikur á veit- ingahúsinu Vegamótum annað kvöld en 1 kvöld þeytir Dj Margelr skífum. Álafoss föt bezt. Gildrumezz heldur áfram aö spila dagskrá tileinkaöa Credence Clearwa- ter Revlval. Ásgaröur. Dansleikur f kvöld og hljómsveit Blrgls Gunnarssonar leikur fyrir dansi. Svo verður aftur haldinn þarna dansleikur á sunnu- dagskvöldiö og þá heldur Caprl-tríólö uppi stuðinu. Llz Gammon klikkar ekki frekar en fyrri daginn á Café Romance og Óperu. Café Austurstrætl. Hálfköflóttlr leika frska og fslenska tónlist frá hálftólf til þrjú annað kvöld. Naustlö. Gleöistund leikarans Arnar Árnason- ar og pfanóleikarans Kjartans Valdlmarssonar verður um helgina. Svo veröur bara dansað til þrjú. Naustkjallarinn. Skugga-Baldur leikur um helgina en á fimmtudaginn klukkan nfu verður dansaður Ifnudans eins og venjulega. Kaffl Reykjavík. Slxtles er hljómsveit sem er orkumikil. Lék í gær, f kvöld og Ifka á morgun. Á sunnudagskvöldið tekur svo Eyjólfur Krlst- jánsson viö. Sveitin Hljómsveitirnar Sól- dögg, Skitamórall, Súrefnl og Real Fla- vaz, leika á tónleik- um f Miðgarði Skaga- firði á laugardaginn á vegum Ungs fólks f evrópskri/íslenskri æsku án vfmuefna. Um kvöldiö verður svo slegiö upp stórdans- leik (sveitaballi) á sama stað eða f Miðgarði með Skíta- móral, Sóldögg og Súrefnl, aldurstak- mark 16 ára. Höfölnn f Vestmannaeyjum. Hljómsveitin Butt- ercup leikur þar um helgina og nýjasta lag hennar, Meria dót, mun ábyggilega heyrast. Langlsandur á Akranesi. Karma leikur þar annaö kvöld. Dlskó pöbb veröur í kvöld á Bárunnl, hótelinu á Akranesi. Á morgun verður svo Dansklúbb- urlnn Dunl meö dúndrandi gott harmónfkuball. Búöarklettur ! Borgarnesi. Villibráöarkvöld i kvöld og annaö kvöld með Lllfar Flnnbjörns- son viö stjórnartaumana. Þotuliöiö leikur f kvöld en á morgun mæta Slgga og Grétar úr Stjórnlnnl. Krlstján IX Grundarfiröi. Stykk er hljómsveit sem ætlar aö leika þar f kvöld. Knudsen. Á morgun leikur Stykk á þessum góöa stað í Stykkishólmi. Gleðlgjafarnlr leika á dansleik á Krúslnnl á isafiröi á morgun. Þetta er styrktardansleikur til handa Styrktarfélagi vangefmna og þar munu koma fram listamenn af diskinum Maö- ur llfandl. Þetta byrjar klukkan ellefu og það kostar þúsundkall inn. meira a. ESS TBsnm í næstu viku er von á nýrri plötu frá Sóldögg sem ber nafn sveitarinnar. Fimm hálfþrrtugir strákar úr Reykjavík eru í bandinu og það hefur áður gefið út plöturnar Breyt'um lit og Klám. Sóldögg er á hálfgerðum berangri í íslensku tónlistarlífi, gerir oft metnaðarfulla tónlist sem gæti flokkast í rokkdeildina, en þess á milli blöðrupopp og hefur haft lifibrauð sitt af ballspilamennsku í nokkur ár. Dr. Gunni hitti Ásgeir Ásgeirsson, gítarleikara og aðallagahöfund, og þeir spjölluðu um bandið og bransann. Eg hei ekkert verri popp heimum Hinir goðsagnakenndu HAM lifa nú i netheimum á slóðinni www.isholf.is/ham. Þar má lesa ýmislegt sniðugt um þessa mögn- uðu sveit og sjá margar fallegar myndir af hinum fögru meðlim- um. Enn er séns að HAM rakni úr rotinu því ekki er útilokað að Rammstein komi til íslands. Þá mun HAM hita kofann enda Rammstein miklir HAM-aðdá- endur eins og heyrist á tónlist þeirra félaga. Það eru fleiri en Rammstein sem byggja á arfleið HAMara því hinar níðþungu ís- lensku sveitir Spitsign og Bisund halda merkinu á lofti. Þó HAM komi kannski saman aftur í eitt skipti eru engar líkur á frekara samstarfi, enda meðlimimir farn- ir að gera annað. „Ég var nú búinn að gera ósköp lítið áður en Sóldögg byrjaði fyrir Qómm ámm,“ segir Ásgeir Ás- geirsson í Sóldögg, aðspurður um fortíð sína í bransanum, „byrjaði frekar seint á þessu. Ég var I Sæl- gætisgerðinni með Jóni Ómari bassaleikara og þar á undan í Jök- ulsveitinni, við spiluðum blús þeg- ar blúsbylgjan gekk yfir. Hinir strákarnir voru í ýmsum böndum, t.d. Sonum Raspútíns, og Berg- sveinn söngvari var í Commit- ments-sjóinu, hann var aðalkall- inn þar.“ Þiö hafið alltaf veriö á jaörinum og kannski ekki meikaö þaö jafn- feitt og margir aörir: „Við höfum aldrei þurft að kvarta yfir aðsókn á böll, en nei, við höfúm aldrei verið gjörsam- lega númer eitt, sem er kannski bara ágætt. Ég kann allavega vel við það. Við höfum líka verið á grensunni, bæði verið að gera metnaðarfulla tónlist (Ásgeir gerir gæsalappir með puttunum) og svo verið að sveitaballast. Þetta er ná- kvæmlega sú staða sem við viljum vera i. Við viljum spila á böllum og til þess þurfum við að spila poppað stöff. Það er eitt og eitt lag sem maður er ekki alveg ánægður með - þegar þetta verður of mikið popp. Ég fíla hitt miklu betur per- sónulega." Ertu strax farinn aö sjá eftir ein- hverju á nýju plötunni? „Nei, ja, það er kannski eitt lag sem ég hef alltaf haft efasemdir um. Mér fínnst aðalmálið að vera alltaf að gera eitthvað nýtt. Við erum að vinna með strengi á nýju plötunni, vorum með margar raddir og ekki bara þessar strengjamottur sem margir gera. Það er líka meira forritað, það er einna helst breytingin frá síðustu plötu." Hvaö syngiö þið nú um? „Bergsveinn semur þetta mest og Baldvin hefur átt nokkra texta. Hann segist semja mikið um dauð- ann sem ég veit ekki alveg hvem- ig stendur á. „Friður" finnst mér besti textinn okkar. Hann er um súran gæja sem lemur gamal- menni og reykir Kamel. „Geng í hringi einn“ skýrir sig sjálft. Það hefur verið sagt að við séum frek- ar þungir i textagerð en það kem- ur á móti að við höfum líka átt nokkra léttari texta, hálfgerða froðu.“ Næsti áfanga- staður: Bæjaraland Þiö eruö ekki með í Poppi í Reykjavík - ánœgóir meö þaö? „Nei, frekar svekktir. Ég vil nú meina að við eigum fullt af lögum sem hefðu passað þama inn. Að vissu leyti eigum við ekki erindi í Poppið en að öðru leyti eigum við erindi þama inn. Við getum hald- ið klukkutímatónleika með okkar eigin efni sem er virkilega sann- færandi." Finnst þér vera einhver flokkun í gangi? „Þegar bönd spila á balli er alltaf talað um þau sem eitthvert sveitaballadót, það þykir fínna að sleppa því. En maður hefur nú svo sem heyrt um „fín“ hönd sem spila á böllum líka. Þetta em samt flest frábær bönd þama í mynd- inni - þetta er það skemmtilegasta sem er að gerast - en það kemur öllum vel að spila á balli. Ég held að enginn sé verri þó að hann sé að gera popp, ef hann filar það sjálfur sem hann er að gera. Ég hlusta nú annars voða sjaldan á popp og rokk - er algjört djass- fan.“ Hvaó er fram undan? „Nú aö kynna plötuna. Svo er hugmynd - við höfum verið spil- aðir mikið á Bæheim dræ eða eitt- hvað í Bæjaralandi - þetta er ekki djók - og það er gæi frá Þýska- landi sem vill fá okkur út. Annars hefur það nú aldrei verið á stefnu- skránni að vera heimsfrægir í út- löndum en ef þetta kemur svona upp er sjálfsagt að fylgja því eftir. Auðvitað vilja allir meika það í út- löndum og verða forríkir, það tek- ur bara svo geðveikan tíma. Þetta eru svoddan risamarkaðir - og því að fara alltaf fyrst til Englands? Af hverju ekki Danmörk eða Bæjara- land - væ nott?“ plötudómar Á bak við Ensími er reynt fólk úr rokkdeildinni, m.a. fyrrum fé- lagar í Jet Black Joe og Quicksand Jesus, sem nú rokka með breyttum áherslum. Tölvutæknin hefur ver- ið tekin til þjónustu og er hér not- uð sem krydd á heilsteikt rokkið. Sú nýbreytni er hér líka frá þessu fólki aö textar eru á íslensku og Málræktamefnd sendir hamingju- kveðjur. Þó flestir meðlimimir séu sjóaðir í bransanum er Ensími ferskt band og þessi plata er lamin áfram af greinilegum áhuga og ánægju - það er auðheyrt að meðlimimir fíla sig og tónlistina í botn. Það er engin ástæða til annars en að hlustendur með rokkvön eyra ættu líka að hafa mjög gaman af þessari framsmíð. Hér hristast öragglega saman takt- fastir grunnar, rokkaðir gitarar, poppaðar melódíur og eigties-legar hljómborðslínur. Ensími hljómar ekki eins og neitt annað band þó ýmsar vísanir séu í gangi. Áhrif frá amerískum kraftpoppböndum eins og Foo Fighters skína í gegn og mæta stundum syntapoppi banda eins og Depeche Mode, New Order og jafnvel Duran Duran á miðri leið. Lögin era dálítið einhæf við fyrstu hlustun, eru flest á sama hraða í miðgír en við ítrekaðar hlustanir greiðist úr. Lögin „Gaur“ og „Atari" eru hreinasta poppsnilld sem festast á heilann eins og glimmerhúðaöir límmiðar en önnur skríða hægar inn. Það er kraftmik- ill heildarhljómur á plötunni en iög- in eru þó stundum máluð með óvæntum litum, eins og með saxó- fónsólói Óskars Guðjónssonar í Ensími - Kafbáta- músík: ★★★ „í heildina litið er Kafbáta- músíkin fín byrjun hjá Ensími og það verður gaman að heyra þetta rokk á tónleikum því þá ætti það að verða jafnvel enn kröftugra.“ „Flotkví". Þar tekst hið sjaldgæfa; að láta saxófón virka í rokki. Textamir era ekki prentaðir í umslagi og ekki mjög greinilegir í söng. Dálítil flatneskja er yfir söngnum á þessari plötu, eitthvert fljótandi rokkhvísl í gangi og það sjaldan brotið upp. Söngur og tón- list er þó vel pússað saman og það er eins og röddin sé bara eitt hljóð- færiö í viðbót. í heildina litið er Kafhátamúsík- in fín byrjun hjá Ensími; þessu liöi er trúandi tO frekari afreka í fram- tíðinni og það verður gaman að heyra þetta rokk á tónleikum því þá ætti það að verða jafnvel enn kröftugra. Gaman gaman. Gunnar Hjálmarsson Bubbi: Arfur ★★★★ Hvað gerir lag að góðu lagi? Þetta er eitthvað sem maður veltir fyrir sér við hlustun á Arfi, nýjustu plötu Bubba. Bubbi sagð- ist í fyrra vera farinn að pæla mikið í íslenskum þulum og að það yrði grannur þessarar plötu. Og mikið rétt, frásagnir í einskon- ar þuluformi, frásagnir um subbu- skap og óréttlæti, frjálshyggju og ást, óblíð örlög og rotið innræti heyrast hér. Bubbi lagar sumt til - formið eða textann og síðan er þetta innpakkað í þjóðvegablús- inn, Kúburúmbuna eða Dylanfíl- inginn, hér finnst allt, allur spiminn og maður raular eitt og eitt viðlag með strax í byrjun. Næsta hlustun er ljúfari, maður þekkir lögin og skynjar heildina. Bubba hefur enn tekist að gera svona „mellow" plötu en töfrarnir við þessa eru textamir. Eða „þul- umar“ eins og segir. Alls staðar eru textarnir við hæfi, segja sig sjálfir, grófir eða varfæmir eftir því sem við á. Bubbi leikur sér líka skemmtilega eins og í laginu Þú og ég, tregasöng um týnt sam- band sem í meðforum Bubba lýsir samt glettni og trú á lífið. Og það er einhvernvveginn grunntónn plötunnar, hún er virkilega þægi- leg og lætur manni líða vel, forvitnileg og „kúltíveruð". Eins og áður hefur Bubbi i kringum sig einvalalið. Eyþór Gunnarsson er eins og áður með upptökustjórn í höndum og Gunnlaugur Briem sér um áslátt. Óskar Páll tekur upp og hljóðblandar og Gunnlaugur Guðmundsson plokkar kontra- bassa. Eitt pirrar mig þó við mngjörð þessarar plötu og það er umslagið! Á bakhlið annars ágæts um- slags er þema plötunnar útskýrt með samanþjappaðri leturtýpu sem fær augun til að kiprast enda- laust og á endanum hætti ég að reyna að staulast gegnum þennan texta. En Bubba hlýtur að líða vel! Og kannski er það nóg, fyrir jafn ágætan tónlistarmann og Bubbi er, til að gera góð lög. Páll Svansson „Bubba hefur enn tekist að gera svona „mellow“ plötu en töfrarnir við þessa eru textarnir. Eða „þulurnar“ eins og segir. Alls staðar eru textarnir við hæfi, segja sig sjálfir, grófir eða varfærnir eftir því sem við á.“ f Ó k U S 30. október 1998 12

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.