Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1999, Blaðsíða 8
Útlönd MÁNUDAGUR 8. MARS 1999 Stuttar fréttir i>v Harðlínumenn og hófsamir hafna úrskurði um Brcko Pólitískir leiðtogar bæði harð- linumanna og hófsamra Bosn- íuserba höfnuðu í gær úrskurði al- þjóðadómstóls um að bærinn Brcko verði hlutlaus. Segja leiðtog- arnir úrskurðinn brot á Dayton- friðarsamkomulaginu. Fráfar- andi forsætisráðherra Bosn- íuserba, Miloard Dodik, hvatti neyðarfund þingsins til að sam- þykkja ekki úrskurðinn um að Brcko yrði ekki bær í Serbneska lýöveldinu. Serbar lögðu bæinn undir sig í Bosníustríðinu og ráku burt Króata og múslíma. Ræðst á Monicu og forsetafrúna Saga Monicu Lewinsky um sam- band hennar við Bill Clinton Banda- ríkjaforseta er „uppspuni, ímyndun og farsi“ samkvæmt mati Lindu Tripp, konunnar sem vingaðist við Monicu og sveik hana síðan. Linda segir billegt samband gert að rómantík. Linda Tripp lýsti þessari skoðun INNKA UPA S TOFNUN REYKJA VIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík - sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 - Netfang: isr@rhus.rvk.is ÚTBOÐ F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboði í verkið: „Garðabær - Hraunsholt, 1. áfangi". í Hraunsholti í Garðabæ skal leggja dreifikerfi fyrir hitaveitu og annast jarðvinnu fyrir Rafveitu Hafnarfjarðar og Landssímann hf. ásamt uppsetningu tengiskápa og Ijósastólpa. Helstu magntölur: Skurðlengd: 5.000 m Lengd hitaveitulagna í plastkápu: 4.200 m Skurðlengd fyrir strengi án hitaveitu: 800 m Tengiskápar: 11 stk. Ljósastólpar: 139 stk. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 9. mars 1999 gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 23. mars 1999, kl. 14.00, á sama stað. ovr21/9 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í viðhald raflagna í nokkrum leikskólum Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu okkar á kr. 1.000. Opnun tilboða: 30. mars 1999, kl. 11.00, á sama stað. bgd 22/9 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í viðhald raflagna í nokkrum grunnskólum Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu okkar á kr. 1.000. Opnun tilboða: 6. apríl 1999, kl. 11.00, á sama stað. bgd 23/9 F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í 1000 stk. götuljósastólpa af ýmsum stærðum. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 9. mars 1999. Opnun tilboða: 30. mars 1999, kl. 14.00, á sama stað. ovr 24/9 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í verkið „Malbiksviðgerðir 1999“. Helstu magntölur: Sögun um: 9.600 m Malbikun á grús um: 7.600m2 Malbikun í fræsun um: 4.400 m2 Verkinu skal að fullu lokið 31. október 1999. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkarfrá og með 9. mars 1999, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 24. mars 1999, kl. 11.00, á sama stað. gat 25/9 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í verkið „Gangstéttarviðgerðir 1999“. Helstu magntölur: Steyptar stéttir: 5.300 m2 Hellulagðar stéttir: 3.300 m2 Verkinu skal að fullu lokið 1. október 1999. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 9. mars 1999, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 24. mars 1999, kl. 14.00, á sama stað. gat 26/9 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í verkið „Fræsun slitlaga 1999“. Helstu magntölur: Gróffræsun: 80.000 m2 Fínfræsun: 5.000 m2 Verkinu skal að fullu lokið 1. september 1999. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 9. mars 1999, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 25. mars 1999, kl. 11.00, á sama stað. gat 27/8 F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í „Kaup á gangstéttarhellum árin 1999 t.o.m. 2001“. Áætlað heildarmagn er um 90.000 hellur sem skiptist þannig í árlegt magn: 40x40x5 2.000 stk. 40x40x6 28.000 stk. Fyrsta afhending er 15. maí 1999 og afhendingu skal að fullu lokið 1. júlí 2001. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 9. mars 1999, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 25. mars 1999, kl. 15.00, á sama stað. gat 28/9 Linda Tripp sætir nú rannsókn vegna meintrar ólöglegrar segul- bandsupptöku. Símamynd Reuter sinni í sjónvarpsviðtali í gær. Linda réðst einnig á Hillary Clinton, for- setafrú Bandaríkjanna. Að sögn Lindu var bandaríska forsetafrúin „flækt í raun í öll hneykslismál á meðan ég var þarna“. Linda Tripp kvaðst hafa byrjað að taka samtöl sín við Monicu Lewin- sky upp á segulband þar sem Mon- ica hefði verið að reyna að fá hana til að segja ósatt frá í máli Paulu Jo- nes. „Það var þegar mér hafði verið ógnað og ég beðin um að fremja glæp sem ég vopnaðist segulbandi til að verja mig,“ sagði Linda. Hún vísaði á bug frásögn Monicu af atburðinum þegar menn alríkis- lögreglunnar, sem störfuðu fyrir Kenneth Starr saksóknara, komu til þeirra og yfirheyrðu Monicu á hótelherbergi. Sagði Linda það fjarstæðu að þeir hefðu komið illa fram við Monicu. Jörg Haider og hægriöfgaflokkur hans, Frelsisflokkurinn, unnu í gær óvæntan sigur í kosningunum í Kárnten í Austurríki í gær. Haider gefur hér bangsa að borða eftir að hafa greitt atkvæði. Símamynd Reuter Lögreglan hefnir morða á félögum Serbnesk lögregla barði og særði í gær fimmtán Kosovo-Albana og hrakti tugi frá heimilum sínum við rannsókn á dauða tveggja serbneskra lögreglumanna fyrr um daginn. Sumir beinbrotnuðu við barsmíðar lögreglunnar er hún leit- aði að meintum morðingjum serbnesku lögreglumannanna, að þvi er talsmaður alþjóðlegra eftir- litsmanna greindi frá. Lögreglu- mennirnir voru skotnir til bana snemma í gærmorgun í Pristina. Talið er að morðin tengist ekki átökum Serba og Albana. Leiðtogar Frelsishers Kosovo frestuðu í gær atkvæðagreiðslu sinni um friðaráætlun Vesturland- anna þar til í dag. Vestrænir samn- ingamenn vona að Frelsisher Kosovo samþykki áætlunina svo að hægt verði að auka þrýstinginn á Serba. Þessi albanska kona í Dolnje Prekaz í Kosovo syrgir fallinn leiðtoga. Símamynd Reuter Stanley Kubrick látinn Kvikmyndaleikstjórinn Stanley Kubrick lést í gær á heimili sínu í London. Kubrick, sem varð sjö- tugur, var að vinna að myndinni Eyes Wide Shut með Tom Cruise og Nicole Kidman. Umræða um herstöðvar Vinstrimenn í ítölsku stjóm- inni hafa endurvakið umræður um lögmæti NATO-herstöðva og bandarískra stöðva á Ítalíu. Bonino í forsetaframboð Emma Bonino, fulltrúi í fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins, hefur lýst því yfír að hún hafi hug á að bjóða sig fram til forsetakosn- inganna á ítal- íu. Sjö ára kjör- tímabili Oscars Luigis Scal- faros lýkur í maí. Auk Bonino hafa Romano Prodi, fyrrverandi forsætisráðherra, og einn af fyr- irrennurum hans, Giuliano Amato, verið orðaðir við embætt- ið. Górilluferðir stöðvaðar Yfirvöld í Úganda hafa ákveðið að stöðva um skeið safaríferðir til svæða þar sem fjallagórillur haf- ast við vegna morðanna á átta ferðamönnum og ljórum úgand- ískum vörðum. Skip Cooks Skipsflak, sem gæti verið skip- ið Endeavour, hefur fundist við austurströnd Bandaríkjanna. James Cook sigldi Endeavour kringum jörðina 1768-71. Fréttamaður handtekinn S-afríska lögreglan hefur hand- tekið svissneskan sjónvarpsfrétta- mann fyrir að hafa undir höndum hernaðarleg leyndarmál. Meidd í baki Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, ætlar ekki að fylgja eigin- manni sínum, Bill Clinton Bandaríkjafor- seta, til Mið- Ameriku í þess- ari viku. Hill- ary er illt i bak- inu eftir meiðsl sem hún hlaut er hún renndi sér á skíðum fyrir viku. Hæla meðferð á konum Talebanar í Afganistan vörðu í gær meðferð sína á konum sem þeir banna að vinna og læra. Segja Talebanar Vesturlönd gera lítið úr konum með þvi að út- nefna einn dag ársins alþjóðlegan kvennadag. Áfengi gott fyrir konur Áfengisdrykkja í hófl bætir heilastarfsemina hjá konum yfir fertugt, samkvæmt rannsókn franskra heilbrigðisyfirvalda. Kosningar í Eistlandi Kosningar fóru fram í Eistlandi í gær og er búist við að mynduð verði sam- steypustjórn þriggja miðju- flokka. Sam- kvæmt skoðana- könnunum hlýt- ur miðjuflokkur Edgars Savi- saars, fyrrver- andi forsætisráðherra Eistlands, flest atkvæði. Flokki núverandi forsætisráðherra, Marts Sii- manns, var spáð slæmu gengi. Neita þjófnaði Utanríkisráðherra Kína, Tang Jiaxuan, vísaði í gær reiður á bug frétt í New York Times um að Kína hefði stolið leynilegum upp- lýsingum um kjarnorkuvopna- áætlanir Bandaríkjanna. Kínverj- ar voru sagðir hafa gert tilraunir, byggðar á upplýsingunum. Bandaríkin uppgötvuðu lekann árið 1997.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.