Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999 Stuttai fréttir dv Krakkar í Washington leika sér t snjónum. Skólum hefur veriö lokaö í borginni vegna gríðarlegs fannfergis en samgöngur ganga treglega vegna ófæröar. Símamynd Reuter UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri _______sem hér segir:____ Hesthús í Vatnsendalandi v/Kjóavelli 13, D 0104, þingl. eig. Edda Hrönn Kristins- dóttir, gerðarbeiðandi Samvinnusjóður íslands hf., mánudaginn 15. mars 1999 kl. 14.00,_______________ SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI Utlönd Milosevic harður í afstöðu sinni Rafmagnsleysi á að kynda undir getnaði Klukkan fimm mínútur yflr tíu að kvöldi 10. apríl næstkomandi verða ljósin slökkt á strandhóteli og nágrenni þess í Piteá í Svíþjóð. Er þetta gert til þess að skapa rómantískt andrúmsloft fyrir þá sem vilja eignast bam 1. janúar árið 2000. Yfirmaður fæðingardeildar sjúkrahúss staðarins hefur reikn- að út að 10. eða 11. apríl sé hent- ugasti tíminn fyrir þá sem hafa hug á bameignum á fyrmefndum tíma. Um er að ræða sérstaka áætlun bæjaryfírvalda. Bleiu- fyrirtæki mun styrkja áætlunina. 40 ár firá uppreisn Tíbeta Tíbetar minntust þess í gær að 40 ár eru liðin frá því þeir gerðu til- raun til uppreisn- ar gegn kínverska setuliðinu í Tíbet. Yfir 7 þúsund út- lægir Tibetar í Indlandi og Nepal mótmæltu her- námi Kínverja í gær. Dalai Lama, útlægur trúarleiðtogi Tíbeta, hvatti í gær til þess að endi yrði bundinn á deilu þjóðanna og sjálfstjórn Tí- bets komið á. Löggur rændu konu Þrír spænskir lögreglumenn vom handteknir á miövikudaginn fyrir að hafa rænt konu árið 1992. Héldu þeir konunni fanginni í 492 daga. Faðir konunnar sagði að ekkert lausnargjald hefði verið greitt. Rannsókn um einelti Fjórða hvert bam er lagt í einelti samkvæmt könnun WHO, Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar. Konur við leiðinieg störf Mikill meirihluti kvenna í Evr- ópusambandinu stundar leiðinleg venjubundin skrifstofustörf en karl- ar gegna stöðum yfirmanna, sam- kvæmt rannsókn stofnunarinnar. Barist í Indónesíu Blóðugir bardagar geisuðu í gær milli kristinna og múslíma í Ambon í Indónesíu og létu allt að tíu manns lífið. Aðhöfðust ekkert Bandaríkin áttu stóran þátt í að þjálfa og selja öryggissveitum Gu- atemala vopn í byrjun 9. áratugarins þegar borgarastríð geisaði í landinu. Þetta kemur fram í Washington Post en þar segir að öryggissveitimar hafi myrt þúsundir manna í árásum á þorp indíana. Bandarískir embætt- ismenn munu hafa vitað af blóðbað- inu en ekkert aðhafst. Styttist í framboð Repúblikaninn Elizabeth Dole hefur sett á stofn nefnd sem ætlað er að safna pening- um til hugsanlegr- ar kosningabar- áttu og einnig að kanna möguleika hennar á að ná kjörÍÆ Samkvæmt könnunum undan- farið hefur hún verið í öðru sæti á eftir George W. Bush sem þó hefur ekki tilkynnt formlega um framboð. Richard Holbrooke, sendimanni Bandaríkjanna, tókst ekki að telja Slobodan Milosevic Júgóslavíufor- seta á að heimila dvöl erlends gæsluliðs í Kosovo í viðræðum þeirra í Belgrad í gær. Holbrooke og Aðalfundur Lögmannafélags íslands Aðalfundur Lögmannafélags íslands 1999 verður haldinn föstudaginn 12. mars nk., kl. 14.00, í Ársal Hótel Sögu. DAGSKRÁ: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 8. gr. samþykkta fyrir Lögmannafélag íslands. 2. Framtíð Námssjóðs og Ábyrgðarsjóðs LMFÍ. 3. Kynning á niðurstöðum skoðanakönnunar Gallups um félagsdeild LMFÍ. 4. Önnurmál. Að loknum aðalfundi LMFÍ verður haldinn fyrsti aðalfundur félagsdeildar LMFI. Stjórn Lögmannafélags íslands Milosevic hittust tvisvar í gær og rædd- ust samtals við í um átta klukkustundir. „Milosevic hefur ekki skipt um skoðun og það höfum við ekki heldur," sagði Holbrooke er hann hélt frá Belgrad. Milos- evic mun hafa lagt áherslu á að ekkert stríð geisaði í Kosovo. Þar færi fram herferð gegn hryðjuverkum eins og annars staðar í heimin- um. Holbrooke taldi engan vafa leika á því að Milosevic gerði sér grein fyrir því að NATO gæti gripið til vopna- valds. Holbrooke mun greina Madeleine Al- bright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, frá viðræðunum á morg- un. Holbrooke kveðst ekki fara aftur til við- ræðna við Milosevic nema Albright biðji hann um það. Friðarviðræður deiluaðila í Kosovo hefjast aftur í Frakklandi á mánudaginn. Haft er eftir Fahmi Agani, fulltrúa Kosovo-Albana, að Albanir vilji ekki halda viðræðun- Júgóslavneskir hermenn á ferð nálægt Pristina, höfuðborg Kosovo. Símamynd Reuter um áfram náist ekki samkomulag í París á mánudaginn. Frelsisher Kosvo hefur sett það skilyrði að júgóslavneskar lögreglu- og her- sveitir hætti árásum á meinta dval- arstaði liðsmanna frelsishersins. @ Husqvarna Husqvarna heimilistækin eru komin aftur til landsins. Þau taka á móti gestum í verslun okkar alla virka daga frá 9:00- 18:00. Endurnýjum góð kynni! ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.