Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 1999 61 Verk eftir Sigrid Valtingojer. Táknog náttúruform Tvær sýningar standa yfir í Listasafni ASÍ. Myndlistarmenn- imir Sigrid Valtingojer og Kristín ísleifsdóttir sýna verk sín saman í Ásmundarsal og í Gryfju Lista- safns ASÍ við Freyjugötu. Sigrid sýnir grafíkmyndir, trér- istur og einþrykk. Hún hefur þró- að myndmál sem vísar til arftek- inna tákna og náttúruforma sem oftast flæða yfir myndflötinn og umbreytast, sameinast eða klofna. Sýningar Þetta er 15. einkasýning lista- konunnar. Auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga víða um heim og hlotið viðurkenning- ar fyrir verk sin á Ítalíu, í Japan og Bandaríkjunum. Sigrid er stundakennari við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Sýningamar em opnar frá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga og lýkur þeim 28. mars. Nemendur Kvennaskólans Verk nemenda í myndlistarvali Kvennaskólans í Reykjavík em til sýnis í Gallerí Geysi - Hinu hús- inu v/Ingólfstorg. Á samsýningu nemendanna eru lokaverk þeirra sem unnin era með akrílmáln- ingu á striga, auk nokkurra ann- arra verka. Sýningin stendur til 28. mars. Samvinnu- háskólinn Pétur H. Blöndal alþingismaður flytur í dag fyrirlestur í málstofu Sam- vinnuháskólans á Bifröst. Fyrirlestur- inn nefnist Verðmæti heiðarleika og góðs siðferðis fyrir einstaklinga, at- vinnulíf og þjóðfélagið. Málstofan hefst kl. 15.30 í hátíðarsal Samvinnu- háskólans og em allir velkomnir. MHÍ Amdís Ámadóttir hönnuður flytur fyrirlestur í dag í Barmahlíð, Skip- holti 1, á vegum Myndlista- og hand- iðaskóla íslands. Fyrirlesturinn, sem hefst kl. 12.30, fjallar um íslensk hús- gögn og nefnist Fylgst með straumn- um 1925-1945 - „moderne", funkis eða Art Deco. Samkomur Námskeið í flókagerð Námskeið í flókagerð á vegum Myndlista- og handíðaskóla íslands fer fram í MHÍ í Laugamesi fostudag- inn 19. mars, kl. 18-22, og helgina 20.-21. mars, kl. 10-16. Á námskeiðinu verða ýmsir möguleikar tækninnar kynntir. Þátttakendur koma með hug- myndir sem þeir hafa áhuga á að út- færa og fá leiðsögn miðað við það. Þannig er tekist á við fjölbreytt vinnubrögð sem nýtast öllum. Kenn- ari er Anna Þóra Karlsdóttir mynd- listarmaður. Hjúkrunarráðstefna Norræn hjúkrunarráðstefna um stjómun i heilbrigðisþjónustu verður haldin á Hótel Sögu dagana 17.-19. mars. Heiti ráðstefnunnar er Toppledelse af sykepleietjenesten i Norden - funktion, organisering, ansvar, kompitanse. Ráðstefnan er haldin á vegum Sam- vinnu hjúkmnarfræðinga á Norður- löndum (SSN) og er ætluð yfirstjóm- endum hjúkrunar á sjúkrahúsum og í heilsugæslu á Norðurlöndunum. Oliver! í Hnífsdal Litli leikklúbburinn og Tónlistarskóli ísafjarðar fmmsýna söngleikinn Oliver! eftir Lionel Bart í þýðingu Flosa Ólafs- sonar fóstudaginn 19. mars kl. 20.30 í fé- lagsheimilinu í Hnífsdal. 28 leikarar og hljóðfæraleikarar taka þátt í uppfærsl- unni, þar af 15 nemendur úr 8. til 10. bekk. Þórann Kristjánsdóttir leikur Oliver Twist, Páll Gunnar Loftsson leikur skúrkinn Fagin, Herdís Jónasdóttir leikur vasaþjófinn Hrapp og Auður Guðnadóttir leikur gleðikonuna Nancy. Leikstjóri er Guðjón Ólafsson, Mar- grét Geirsdóttir sér um söngstjórn og Friðrik Lúðvíksson sér um tónlistar- stjóm. Leikhús Flestir leikaramir syngja með kór Tónlistarskólans eða stunda söngnám við skólann. Söngleikurinn Oliver! er fyrsta sam- starfsverkefni Litla leikklúbbsins og Tónlistarskólans. Tónlistin er eftir Lion- el Bart. Flosi Ólafsson þýddi verkið. Söngleikurinn er settur upp með sér- stöku leyfi The Southbrook Group and Cameron Mackintosh Ltd. Miðasala er í Edinborgarhúsinu á ísafirði frá kl. 17-19. Miðapantanir em í sima 456 5444. Flosi Olafsson þýddi Oliver! Hiti ofan frostmarks Næsta sólarhring verður austlæg átt, gola og léttskýjað norðanlands en allhvasst og sums staðar hvasst sunnan til og slydda eða snjókoma. Veðrið í dag Það hvessir einnig síðar norðan til og þar má gera ráö fyrir snjókomu eða slyddu um tíma. Sunnankaldi og hiti ofan frost- marks verður um mestallt land um og upp úr hádegi. Síðdegis gengur í norðanstorm á Vestfjörðum með snjókomu og kólnandi veðri. í kvöld verður vaxandi norðan- og norð- vestanátt um allt norðan- og vestan- vert landið með snjókomu og kóln- andi veðri. Sólarlag í Reykjavík: 19.33 Sólarupprás á morgun: 7.37 Síðdegisflóð í Reykjavlk: 18.31 Árdegisflóð á morgun: 6.48 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri Bergsstaðir Bolungarvík Egilsstaðir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfði Bergen Helsinki Kaupmhöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Þrándheimur Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Halifax Frankfurt Glasgow Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal Narssarssuaq New York Orlando París Róm Vín Washington Winnipeg alskýjaó -7 skýjaö -7 alskýjað -5 -3 slydda 1 snjókoma 0 skýjaó -3 snjókoma 0 alskýjaö 2 súld 5 alskýjað -1 skýjaó 0 0 0 léttskýjaö 14 alskýjað 2 heiöskírt -10 heiöskírt 8 heióskírt 12 þokumóóa 6 þokumóða 10 skýjaö -l léttskýjað 4 alskýjaö 1 súld 5 úrkoma í grennd 2 heiöskírt 13 súld 6 léttskýjaö 10 léttskýjaö -2 léttskýjaö 8 þokumóöa 9 hálfskýjaö 0 léttskýjaö 0 skýjaö 9 mistur 1 úrkoma í grennd -6 lágþokublettir 6 léttskýjaö 2 Hálka á Hellisheiði Skafrenningur og hálka er á Hellisheiði, í Þrengslum og viða á Suðurströndinni. Skafrenning- ur er á Bröttubrekku, Steingrímsfjarðarheiði og á Færð á vegum stöku stöðum á NA-landi og A-landi. Að öðm leyti em allir aðalvegir færir en hálka er víðast hvar. Amalia Sigurrós Þessi litla stúlka sem hlotið hefur naftiið Amal- ía Sigurrós fæddist 18. desember, kl. 3.48, á fæð- ingardeild Sjúkrahúss Barn dagsins Suðurnesja. Við fæðingu var hún 3.640 grömm og 53 sentímetrar. Foreldrar hennar em Oddný Kristrún Ásgeirs- dóttir og Stefán Halldór Magnússon og er hún fyrsta bam þeirra. Skafrenningur E3 Steinkast 121 Hálka m Vegavinna-aðgát b Öxulþungatakmarkanir Ófært Þungfært (£) Fært fjallabílum Ástand vega Robin Williams í hlutverki sínu í Patch Adams. Patch Adams Sagt er að hláturinn lengi lífið og það notar læknirinn Hunter Patch Adams sem meðferð fyrir sjúklinga sina. Kvikmyndin Patch Adams er einmitt gerð eftir bók Adams þar sem hann lýsir þeim aðferðum sem hann notar í læknamiðstöð sinni. Stutt er í brosið hjá Adams en áður en hann fór í læknanám þurfti hann að velja á milli þess eða hvort hann ætti að gerast trúður. Því má segja að hann sam- eini þessar tvær greinar á lækna- miðstöð sinni: hann bregöur sér í trúðsbúning eða fer í górillubún- ing til að létta lund sjúklinga sinna. Myndin hefur verið ein vin- sælasta kvikmyndin í Bandaríkjunum ’///////// <7 Kvikmyndir undanfamar vikirr og er það að þakka leik aðalleikarans, Robins Williams. Eftirminnilegustu myndirnar sem hann hefur leikið í era Good Morning Vietnam, Dead Poets Society, The Fisher Kings og Good Will Hunting. Aðrir leikarar eru Monica Pott- er, Peter Coyote, Daniel London, Bob Gunton og Philip Seymour Hoffman. Leikstjóri er Tom Shadyac. Hann leikstýrði einnig Ace Ventura, Pet Detective, The Nutty Professor og Liar, Liai’. Nýjar myndir: Háskólabíó: Hilary and Jackie. Bíóborgin: Lock Stock and Two Smoking Barrels. Stjörnubíó: Divorcing Jack. Regnboginn: La vita e bella. Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 Lárétt: 1 vatn, 6 hús, 8 stjóma, 9 umtal, 10 hryðja, 11 hölluðust, 12 bauð, 13 bjálfar, 15 svik, 17 vensla- mann, 19 yndi, 21 traðkaði, 22 púki. Lóðrétt: 1 viður, 2 hests, 3 göfug- menni, 4 gort, 5 brúkar, 6 sóar, 7 ótta, 12 þó, 14 tóm, 16 fas, 18 tími, 20 komast. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 glögg, 6 ós, 8 rása, 9 ólm, 10 át, 11 krafa, 13 snuðar, 15 karp, 17 tía, 18 arm, 20 ólag, 21 kvalir. Lóðrétt: 1 grá, 2 látnar, 3 öskur, 4 garö, 5 góa, 6 ól, 7 smaragð, 12 fríar.Jt 13 skak, 14 Atli, 16 pól, 19 MA. Gengið Almennt gengi LÍ17. 03. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 71,600 71,960 69,930 Pund 116,540 117,140 115,370 Kan. dollar 46,930 47,220 46,010 Dönsk kr. 10,5790 10,6370 10,7660 Norsk kr 9,1870 9,2380 9,3690 Sænsk kr. 8,7420 8,7910 9,0120 Fi. mark 13,2200 13,2990 13,4680 Fra. franki 11,9830 12,0550 12,2080 Belg. franki 1,9484 1,9602 1,9850 Sviss. franki 49,2500 49,5200 49,6400 ^ Holl. gyllini 35,6700 35,8800 36,3400 Þýskt mark 40,1900 40,4300 40,9500 it. lira 0,040590 0,04084 0,041360 Aust. sch. 5,7120 5,7460 5,8190 Port escudo 0,3921 0,3944 0,3994 Spá. peseti 0,4724 0,4752 0,4813 Jaþ. yen 0,603800 0,60740 0,605200 írskt pund 99,800 100,400 101,670 SDR 97,970000 98,56000 97,480000 ECU 78,6000 79,0700 80,0800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 ,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.