Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 16
16 i enning MANUDAGUR 22. MARS 1999 Kyrralíf, sjónmál & væntingar - þrjár sýningar í Nýlistasafninu í tveimur neðstu sölum Nýlistasafnsins sýnir Rósa Gísladóttir gifsskúlptúra sem hún kallar „Kyrralífsmyndir". Það er orð að sönnu, a.m.k. fyrrihlutinn, kyrrðin, en and- rúmsloftið í sölunum minnir á grafhvelfingu, þvílík er þögnin í verkunum. Þó er dálítil íronía í því að tala um „líf ‘ í gifsi en á ein- hverri útlensku heitir fyrirbærið reyndar „nature morte“ eða „dauð náttúra". En þetta er ekki aðalatriðið heldur hið hefðbundna innihald kyrralífsins sem er fagurfræðileg rannsókn á jafnvægi og' hlutfóllum formsins, litarins og ijóssins í leit að fullkominni feg- urð. Uppstillingar Rósu eru í senn óvenjuleg- ar en kunnuglegar, t.d. líkjast margir hlutirn- ir ávöxtum og ílátum sem eru sígildur efnivið- ur í kyrralífsmynd. Ég ætla þó ekki að gera meira úr þvi heldur virða það sem stendur í sýningarskrá, að verkunum sé ætlað „að vera viðbót við heimsmyndina en ekki afstraksjón á þekktum fyrirbærum", markmiðið sé „að koma á fullkomnu innbyrðis jafnvægi á milli verkanna". Ég veit ekki til þess að tæmandi skilgreining á hinni fullkomnu fegurð sé til. Því er erfltt að leggja vísindalegt mat á það hvort Rósu heppnast ætlunarverk sitt en per- sónulega held ég að hún komist ansi nærri því. Þetta er mjög falleg sýning. Hversdagsheimar Sýning Ragnheiðar Ragnarsdóttur á mið- hæðinni ber yflrskriftina „Sjónmál" og Qaliar, eins og fram kemur í mjög fallegum texta sem fylgir sýningunni, um tengsl listakonunnar við umhverfið og öll samskiptanetin sem hún er þátttakandi í. Hún hefur útbúið rými úr neti sem er í senn opið og óaðgengilegt og má skoða sem skematíska mynd af tilfmningalífi hennar sjálfrar. Hún sýnir okkur sjálfa sig sem sjónvarpstæki sveipað svörtu klæði. Áhorfandinn horfir inn í hana, inn í hvers- Frá sýningu Rósu Gísladóttur í Nýlistasafninu. DV-mynd E.OI. dagsheiminn hennar og staldrar við rammana sem hún hefur eins og valið af handahófi og e.t.v. tekst honum að skilja hlutina á sama hátt og hún sjálf. Hún leggur hvert netið af öðru með andartökum hversdagslegrar feg- urðar yfir frakkann sinn og reiðhjólið. Þetta er persónuleg sýning, sterk og að sumu leyti angistarfull. Öll erum við „útlendingar", ein á báti. Hversu sem við reynum náum við aldrei algjörum samhljómi með öðrum. En fegurðin deyfir sársaukann. Á sýningu ívars Brynjólfssonar í SÚM-saln- um, „Væntingar", eru svarthvítar ljósmyndir, annars vegar af hálfkláruðum byggingum og hins vegar tómum íbúðum. Og myndimar eru vissulega fullar af væntingum en um leið lýsa Myndlist Áslaug Thorlacius þær ákveðn- um von- brigðum og vonleysi. Það sem er tómt og það sem er ekki orðið hefur í sér fólgna endalausa möguleika. En tómu íbúðirnar hafa líka ver- ið yfirgefnar og nýbygging- amar eru ekkert aðlað- andi svona hráar og grófar. Þetta er hnitmið- uð sýning. Ég stenst ekki freistinguna að blanda mér í umræðuna sem nú er í gangi um ljósmyndina. T.d. heyrði sagt ég í útvarpinu að með til- komu fólks sem kynni að taka „góðar“ myndir væri ljósmynd- in nú að öðlast viðurkenningu sem myndlist. „Viðurkenndir myndlistarmenn", einnig hér- lendis, hafa notað ljósmyndir í marga áratugi, góðar eða slæm- ar, um það geta verið skiptar skoðanir. Hitt getur verið að fagmenntaðir ljósmyndarar séu nú að koma út úr skápmnn sem myndlistarmenn með þvi einmitt að skilgreina sig sem slíka sjálfir og sýna í myndlist- argalleríum myndir þar sem áherslan er á innihaldið, ekki tæknilegu hliðina. Af vatnsberum og sjálf- stæðum konum Sögusviðið er Reykjavík upp úr 1870. Næt- urvörður gengur um götur og tónar vaktara- vísur svo að fólk viti hvað tíma og veðri líð- ur. Við vatnspóstinn í Aðalstræti safnast hin- ir lægst settu, vatnsberarnir, saman snemma morguns með fotur sínar og skjólur. Á meðan betri borgarar nudda stírur úr augum og bíða eftir rakvatni og tæmdri kamarfótu rogast svolítill hópur karla og kvenna með téð ílát um stræti og fær smáumbun fyrir. Ekki eru verkalaunin peningar, sem eru sjaldséðir í höndum smælingjanna, heldur er greitt í fríðu og gaukað að þeim einhverju, sem enginn kærir sig lengur um, mat- arbita eða aflagðri flík. Iðunn og Kristín Steinsdætur hafa valið sér þetta sögu- svið fyrir nýtt leik- rit, Systur í synd- inni, sem Leikfélag Akureyrar frum- sýndi sl. föstudag. Meginþráðurinn er saga íjögurra ólíkra kvenna sem skolar undir þak í Litla- koti þar sem fordrukkinn smiður, Geir að nafni, ræður ríkjum. Tilviljun veldur því að þær gerast gripdeildarsamar og fara að stunda vöruskiptaverslun af miklum móð. Þó að þetta lífgi upp á bæjarbraginn um stund líta yfirvöld málið grafalvarlegum augum og refsing verður ekki umflúin. En þó að þetta sé hryggsúlan i verkinu leggja höfundarnir mikla áherslu á að gefa áhorfendum hugmynd um aldarfar og stétta- skiptingu í bland við daglegt amstur bæjar- búa á þessum tíma. í sýningunni myndast ákveðin togstreita á milli sögunnar af konunum fjórum, sem bera atburðarásina uppi, og þessarar breiðu aldar- farslýsingar. Saga þeirra er dramatísk og dauðans alvara undir niðri en kómíska hliðin er óspart dregin fram, jafnt á betri borgurum sem almúganum. Kynlegir kvistir eru líka Leiklist Auður Eydal .Úr sýningu Leikféiags Akureyrar, Systur í syndinni alltaf þakklátt efni og auðvelt að vekja hlátur með tilburðum þeirra en þar þarf þó að fara varlega og gæta þess að gera ekki fotlun sem slíka, andlega eða líkamlega, að aðhlát- ursefni. Spaugileg og raunsönn Tónlistin skipar veglegan sess og lífgar upp á sýninguna en söngatriðin verða líka oft til þess að klippa á framvinduna og drepa efninu á dreif. Allt verður þetta til þess að gera sýn- inguna óþarflega brotakennda. Þegar upp var staðið saknaði maður þess að fá ekki að vita meira um konumar fiórar, bak- grunn þeirra og örlög. Það hefði mátt sleppa einhverjum dönskuromsum i staðinn. Katrín Þorkelsdóttir leikur Þórunni, undir- gefna og kúgaða húsfreyju í Litlakoti. Það brá fyrir ofleik hjá henni í átakaatriðinu þegar Geir sker af henni hárið til að selja fyrir brennivín en að öðru leyti túlkaði hún persón- una fallega. Margrét Ákadóttir er frábær í hlutverki Droplaugar, groddaleg á ytra borði en hjartahlý. Helga Vala Helgadóttir er sterk og ákveðin í hlutverki Guðnýjar og mjög vax- andi leikkona. Anio Freyja Járvela er greini- lega hæfileikarík og kemur skemmtilega á óvart sem Malla, létt og með blik í auga á hveiju sem gengur. Guðmundur Haraldsson túlkar vel hrotta- skapinn í fyllibyttunni Geir og vinnur sann- færandi úr persónulýsingunni. Af sundurleit- um hópi vatnsberanna má líka nefna Sunnu Borg, sem fer nokkuð offari i hlutverki Engil- Önnu, og Þráin Karlsson (Rusti) sem, eins og svo oft áður, gefur hlutverki sínu spaklegt yf- irbragð. Margir aðrir leikarar koma fram og ekki má gleyma Tjamarkvartettinum sem gegnir stóru hlutverki og mun áreiðanlega draga marga að sýningunni. Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri hefur fengið einvalalið til samvinnu við sig. Elín Edda Árnadóttir gerir ieikmynd sem þjónar verkinu vel og búningaflóran er í senn spaugi- leg og raunsönn. Kolfinna Knútsdóttir gerir leikgervi sem rekur smiðshöggið á útlit per- sóna. Um tónlistina sér Hróðmar Ingi Sigur- bjömsson og blandar saman gömlu og nýju í skemmtilegum útsetningum. Leikfélag Akureyrar sýnir í Samkomuhúsinu: Systur í syndinni eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Frumsýning 19. mars. Myndir af forgengi- legum byggingum í kafaldsbyl nútíma fiölmiðlunar verða þeir listamenn úti sem ekki gera vart við sig með einhverjum hætti, hvað sem það kostar. Ungur myndlistarmaður, Kristján Jónsson, hefur sent frá sér smekklegt og einfalt kver með rúmlega tuttugu litprentuðum myndum sem gerð- ar eru á síðustu fimm árum. Þar er einnig að finna helstu upplýs- ingar um listamanninn og for- mála eftir Ólaf Engilbertsson, fyrrum myndlistargagnrýnanda DV, þar sem hann segir meðal annars: „í verkum Kristjáns speglast... ljóðræn melankólía og nostalgía fólgin í byggingarsögu- legum skírskotunum. Þær geta jafnframt skoðast sem grafskriftir og minnis- varðar athafnamanna, en í eðli sinu eru verk Kristjáns fyrst og fremst tregablandnar stemningar þar sem hið manngerða og rammgerða umhverfi tærist fyrir náttúruöfl- unum og afhjúpar forgengileika sinn.“ Prent- þjónustan sá um ágæta litgreiningu, Máttur- inn & dýrðin um hönnun kversins en Svans- prent um prentun, Sungið í þágu krabbameinssjúkra barna Ung söngkona, Sigrún Jónsdóttir, hefur tekið það upp hjá sjálfri sér að halda tón- leikaröð til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Fyrstu tónleikar hennar voru í Selfoss- kirkju í gær, en nú á mið- vikudaginn syngur hún í Vinaminni á Akranesi kl. 20.30 og næstkomandi laugardag, 27. mars, syngur hún í Laugarnes- kii’kju í Reykjavík. Und- irleikinn annast Ólafur Vignir Albertsson. Sjálf segist Sigrún ekki eiga krabbameinssjúkt bam en hún hafi eignast mjög veikan fyrirbura sem hafi opnað augu hennar fyrir þeim erfið- leikum sem foreldrar krabbameinssjúkra bama standa frammi fyr- ir. Á efnisskrá Sigrúnar era rúmlega 20 ís- lensk sönglög. Sigrún hélt sína fyrstu tónleika í júní 1998 en hafði áður komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri, meðal annars á Myrkum músíkdögum 1992. Nett bók ofan úr Háskóla íslands Stundum villa bækur á sér heimildir með skemmtilegmn hætti. Brúnir um- sjónarmanns lyftust þegar inn á borð hjá honum kom nett bók ofan úr Háskóla ís- lands með kunnug- legt málverk eftir Kristján Davíðsson framan á kápu. Mik- ið eru þeir prógressífir hjá Há- skólaútgáfunni, hugsaði umsjónar- maður; eru komnir í myndlistina. Á kápunni stóð hins vegar, með smáu og fremur ógreinilegu letri: Sources of Economic Growth, og frekari eftirgrennslan leiðir í ljós að höfundurinn er Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofn- unar Háskóla íslands. Inni í bókinni er því hins vegar haldið fram að höfundur mál- verksins á kápunni heiti Davíð Kristjánsson. Annars er þetta örugglega markverö bók og nýtileg. Samkvæmt meðfylgjandi gauki leitast höfundur við að svara því hvernig hagvöxtur ræðst af menntun, verðbólgu, gnægð og stjórnun náttúruauðlinda. „Sum svörin munu vonandi hjálpa til við að út- skýra hvers vegna sum lönd vaxa hraðar en önnur í efnahagslegum skilningi," eins og segir í gaukinu. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.