Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1999, Blaðsíða 28
36 MÁNUDAGUR 22. MARS 1999 Nemar draga ú dýratilraunum Breskt lyfja- og landbúnaðar- efnafyrirtæki vinnur nú að þróun nýrrar tegundar skynjara sem geta sagt til um hvort skordýraeitur og sveppa- eitur eru hættuleg mönnum og plöntum. Að sögn tímaritsins New Scientist gæti þetta dregið úr þörfinni fyrir tilraunir á > dýrum. „Þetta kemur ekki að fullu í staðinn fyrir tilraunir á dýrum en gefur okkur viðvaranir til að við getum stýrt efnafræð- inni inn á hættuminni braut- ir,“ segir David Evans, rann- sókna- og þróunarstjóri fyrir- tækisins Zeneca. Lífnemar þessir eru glerplöt- ur sem húðaðar eru með næloni eða siliíkoni og á þeim eru brot úr genum sem vitað er að vakna til lífsins þegar þau verða fyrir miklum eituráhrif- um. Minni vinna er vond fyrir hjartað Ef hjartað fengi að ráða vinnutíma okkar yrðu vinnu- dagamir hvorki of langir né of stuttir. Því er nefnilega þannig farið að of stuttir vinnudagar geta verið skaðlegir heilsunni, líkt og of langir vinnudagar. Þessar niðurstöður fengust í japanskri rannsókn á 195 körl- um sem voru lagðir inn á sjúkrahús með blóðtappa í hjarta. Sagt er frá rannsókn- inni í breska læknablaðinu. Sjúklingamir voru spurðir um vinnutíma sinn og hann borinn saman við vinnutíma heil- brigðra karla á sama aldri og i > sömu atvinnugrein. Hættan á blóðtappa í hjarta fjórfaldaðist ef vinnudagurinn var lengri en ellefu klukku- itundir. Þeir sem unnu skemur en sjö stundir á dag voru þrisvar sinnum líklegri til að fá blóðtappa í hjarta en þeir sem unnu venjulegan 7 til 9 stunda vinnudag. Ekki tengsl milli PCB og krabba Ekki hafa fundist nein tengsl milii dauða af völdum krabba- meins og PCB-efna sem hafa v verið bönnuð í meira en tutt- ugu ár, einmitt vegna þess að talið var að þau yllu krabba- meini. Þannig hljóðar niðurstaða rannsóknar á starfsmönnum í verksmiðju bandaríska risafyr- irtækisins General Electric í New York. Rannsóknin stóð í 31 ár. Margir þessara starfs- manna vom með mikið PCB i blóðinu en þeir reyndust ekki í meiri hættu á að deyja úr krabbameini. Rannsóknin var gerð að i' beiðni GE sem einnig greiddi fyrir hana. Hún var gerð af óháðu rannsóknarfyrirtæki og segja talsmenn þess að GE hafi ekki haft nein áhrif á uppbygg- ingu rannsóknarinnar eða úr- vinnslu gagnanna. Fornleifafræðingar fundu múmíu á snævi þöktum fjallstindi í Argentínu: Ungu bami fórnað til að blíðka veðurguðina Múmía barns sem Inkar fómuðu guðum sínum fyrir mörgum öldum fannst nýlega í griðlandi Inka á snævi þöktum fjallstindi í Argent- ínu. Þeir sem voru svo heppnir að fmna múmíu þessa voru sömu forn- leifafræðingarnir og fundu hina frægu „Juanitu“-múmíu í Perú. Mario Lazarovich, forstöðumaður þjóðfræðistofnunar Salta-héraðs í Enginn fær umflúið skæra birtu siðmenningarinncir, ekki einu sinni djúpsjávarrækjur sem lifa við jarð- hitaloftrásir lengst niðri á hafs- botni. Rækjur þessar verða nú blindar í stór- um stíl af völdum ljós- kastara á litlum kafbát- um sem rannsaka haf- djúpin. Sjávarlíffræðingar við haffræðimiðstöðina í Southampton á Englandi segja að augu rækjanna við loftrásar- op Mið-Atlantshafs- hryggsins, sem liggur í gegnum ísland, séu ým- ist alveg ónýt eða svo gott sem. „Við fundum rækjur sem ekki voru með sjónhimnu. Hún virðist hafa hrörnað. Formbreyting- ar eru alveg þær sömu og við höfum fundið i grunnvatnsrækju sem við vitum að ljósið skaðar," segir vís- indamaðurinn Peter Herring. Argentínu, segir að múmían sé af tíu til tólf ára gömlu barni sem hafi ver- ið fórnað við helgiathöfn einhvern tíma á því tímabili þegar heimsveldi Inka réð yfir indíánaþjóðflokkum í Argentínu norðanverðri, eða frá því í kringum 1440 og allt þar til spænsku landnemarnir komu árið 1535. Kyn barnsins hefur ekki enn verið greint. Hann segir að vísindamenn tengi þetta sjúklega ástand einu upp- sprettu skærs ljóss á þessum slóð- um, nefnilega litlum kafbátum. Mönnuð neðansjávarfor, svipuð því sem notað var í kvikmyndinni Titanic til að kanna flak farþega- skipsins samnefnda á hafsbotni, eru á ferð og flugi um hafdjúpin í leit að vísbendingum um jarðhitarásir. Höfuðið vantaði á múmíuna og er taiið að það hafi eyðilagst þegar grip- deildarmenn sprengdu sprengjur í griðlandinu snemma á níunda ára- tug þessarar aldar. Forsprakkar leiðangursins i Argentínu, Bandaríkjamaðurinn Jo- han Reinhard og Perúmaðurinn José Chavez, fundu Juanitu, eða „hefðar- dömuna frá Ampato", nærri gíg eld- Talið er að lífið á jörðinni kunni að hafa kviknað við aðstæður sem eru eins og þær sem ríkja í jarðhitarás- um þessum. Visindamenn höfðu til þessa ekki gert sér grein fyrir þvi að starfsemi þeirra ylli skaða á þeim lífverum sem hafast við á svona miklu dýpi. Herring og félagar hans, sem greina frá niðurstöðum rannsókna sinna í vísindaritinu Nature, skófl- uðu upp rækjum sem höfðu fengið skært ljós á sig á Mið-Atlantshafs- hryggnum og fóru með þær upp á yflrborðið til nánari skoðunar. All- ar höfðu orðið fyrir skemmdum, mismunandi miklum þó. Herring segir engin ráð tilað rannsaka jarðhitarásimar án þess að valda skaða á augum rækjanna þar sem þær séu þar allt um kring í miklu magni. Hann bætir þó við að svo virðist sem augnskemmdirnar hafi ekki áhrif á afkomu dýranna. Rannsóknir hafi sýnt fram á að þannig væri því farið um grunn- sjávarrækju. Qalls eins i Andesfjöllum Perús árið 1995. Juanita er best varðveitt múmían sem nokkru sinni hefur fundist. Hún fannst ásamt fimm öðrmn líkum og höfðu öll verið vafm inn í alpakaull. Allt í kringum múmíurnar voru smámyndir úr gulli og silfri. Lazarovich segir að barnsmúmí- an, sem fannnst í sex þúsund metra hæð yfir sjávarmáli, hafi verið vafm inn í ábreiðu úr ull af lamadýri, að því er best verði séð. Með fullkomn- um tækjum var hægt að sjá barnslík- ið innan undir ábreiðunni og eru bein þess og hörund vel varðveitt. Frekari rannsókna er þörf til að greina kyn barnsins en líklegt er talið að það hafi verið stúlka. Til stendur að taka vafninginn ut- an af múmíunni og má vænta frekari niðurstaðna af rannsóknum vísinda- mannanna einhvern tíma um mitt ár. Við hlið múmíunnar fundust áhöld, matur og kókalauf fyrir ferða- lag fómarlambsins til að biðja guð- ina um gott árferði. Reinhard hafði tvisvar komið i griðlandið á níunda áratugnum. Hann vissi um tilvist smíðisgrip- anna en hafði enga hugmynd um múmíuna, hina þriðju sinnar teg- undar sem hefur fundist í Argentínu síðan 1914. Heimsveldi Inka náði yfir mestöll Andesfjöllin, með vesturströnd Suð- ur-Ameríku, frá Chile og Argentínu í suðri og allt norður til Ekvadors. Formóðir okkar verður enn eldri Hún Eva gamla, eins og vis- indamenn hafa leikið sér að kalla formóður okkar mann- anna, er að öllum líkindum nokkuð eldri en hingað til hefur verið hald þeirra sem vitið hafa. Þróunarliffræðingar, sem not- uðu hvatbera til að rekja þróun mannsins, töldu að Eva hefði lif- að fyrir eitt hundrað til tvö hundruð þúsund árum. Nú er hins vegar komið babb í bátinn, að því er fram kemur í tveimur rannsóknum sem sagt er frá i riti á vegum hins breska Royal Society. Það mun nefni- lega vera svo að hvatberaaðferð- in til að rekja sig aftur í þróun- arsögu mannsins er ekki jafn- áreiðanleg og vísindamenn höfðu gengið út frá. „Eva er hugsanlega eldri en við héldum," segir Adam Eyre- Walker frá háskólanum í Essex á Bretlandi. „Við héldum að hún hefði verið uppi fyrir eitt hundr- að til tvö hundruð þúsund árum. Hún gæti verið allt að tvöfalt eldri.“ Vísindamenn töldu DNA úr hvatberum vera bestu leiðina til að rekja þróun mannsins af því að þeir héldu að það hefði erfst nær óbreytt frá móður til dóttur. Nýjar rannsóknir benda aftur á móti til þess að DNA úr hvatber- um foðurins komist einnig inn í eggin og blandist þar DNA úr hvatberum móðurinnar. Rannsóknirnar bættu ekki að- eins árum við Evu heldur gera þær erfiðara um vik að rekja þróun mannsins. Hillary Clinton, forsetafrú í Ameríku, var meðal þeirra sem skoðuðu múmíuna sem fannst í Andesfjöllum 1995 þeg- ar efnt var til sýningar á henni hjá National Geographic Society í Washington. Múmían er af ungri stúlku sem var fórnað, rétt eins og múmían sem fannst í Argentínu nýlega. Sömu mennirnir fundu báðar múmíurnar. Vísindamenn verða að passa sig í hafdjúpunum: Rannsóknarkafbátarnir blinda djúpsjávarrækju

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.