Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 24
Vivaldi í uppá- haldi við aðgerðir Árstíöirnar fjórar eftir ítalska tónskáldið Antonio Vivaldi er það tónverk sem breskir skurðlæknar og annað hjúkrunarfólk vill helst hlusta á þegar það er við vinnu sína á skurðstofunni. Þetta eru niðurstöður könn- V unar sem kynnt var í blaðinu Hospital Doctor, vikuriti fyrir breska lækna, á dögunum. Önnur vinsæl klassísk tón- verk voru fiðlukonsert Beet- hovens opus 61, Brandenborg- arkonsertar Bachs og Svanur- inn úr Karnivali dýranna eftir Saint-Saéns. Ekki voru allir læknar þó á klassísku nótunum því sumir þeirra nefndu popplög á borð við Smooth Operator með Sade og Heaven in a Place on Earth með Belindu Carlisle. Svefntruflanir Bíósnjórinn getur " verið skaðlegur Læknir einn í Kalofomíu hefur skrifað grein í hið virta læknablað New England Jo- urnal of Medicine þar sem hann varar við gervisnjó þeim sem oft notaður er við fram- leiðslu sjónvarps- og kvik- mynda sem eiga að gerast að vetrarlagi. Læknirinn ráðlegg- ur starfsmönnum við kvik- myndagerð að anda gervisnjón- um alls ekki að sér. > Kaliforníulæknirinn segir frá brellumeistara sem var undir- lagður af hósta og nefrennsli í marga mánuði. Manninum voru gefin alls kyns lyf en ekkert dugði. Það var ekki fyrr en skoðað var ofan í öndunarveg brellumannsins með þar til gerðu röri að þar sáust trefjar úr gervisnjónum. Fjarlægja varð trefjamar um rörið og batnaði manninum eftir það. Margir eru skyldari en þeir hugðu: Tunglið rifnaði fra jörðinni við harðan geimárekstur Krókódíll hélt áfram að stækka nær allt sitt líf: valda bílslysum Þeir sem hrjóta og þjást af óreglulegum andardrætti á með- an þeir sofa eru sjö sinnum lík- legri en aðrir til að lenda í um- ferðarslysum, segir í grein í New England læknablaðinu. Fyrri rannsóknir höfðu bent til þess að fólk með kæfisvefn væri tvisvar til þrisvar sinnum líklegri til að lenda í slysum. Kæfisvefn heitir það þegar háls hins sofandi manns lokast hvað eftir annað og hann nær ekki andanum. Súrefniskortur- inn veldur því að hann hrekkur upp og afleiðingarnar eru þær að viðkomandi verður oft ansi þreyttur yfir daginn. Vísindamenn eru ekki á einu máli um hversu algengur kæfisvefninn er. Samkvæmt nýju rannsókninni plagar kvilli þessi fjögur prósent miðaldra karla og tvö prósent miðaldra kvenna. Aðrir telja að 24 pró- sent karla og 9 prósent kvenna þjáist af kæfisvefni. Nýja rannsóknin á áhrifum svefntruflana á ökumenn var gerð undir forystu J. Terans- Santos við Yague sjúkrahúsið í Burgos á Spáni. Rannsakaðar voru svefntruflanir 102 öku- manna sem komu til meðferðar eftir umferðarslys. Svefntruflan- ir samanburðarhóps, sem i voru 152 sjúklingar, voru einnig rannsakaðar. Og niðurstaðan var sú að þeir voru haldnir kæfisvefni voru líklegri til að lenda í umferðarslysum. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt fram á að syfja kemur við sögu i helmingi allra um- ferðarslysa og í 36 prósentum banaslysa. Hreyfing gegn skaðsemi tóbaks Spænskir vísindamenn hafa ’ rétt reykingamönnum sem vilja ekki eða geta ekki vanið Tunglið er ekki einasta næsti ná- granni okkar í geimnum, heldur bendir allt til að það sé líka náskylt jörðinni. Ný götn frá Lunar Prospector, tunglkönnunarfari bandarísku geimvísindastofnunar- innar (NASA), renna stoðum undir gamlar kenningar um að tunglið hafi rifnað frá jörðinni í kjölfar harðs geimáreksturs. „Þessi uppgötvun er mikilvæg fyrir tilraunir vísindamanna til að átta sig á hvemig jörðin og tunglið mynduðust," segir Alan Binder, stjórnandi rannsóknarhópsins sem skoðar gögnin frá tunglkönnunar- farinu. Niðurstöður rannsókna á gögnum frá tunglkönnunarfarinu voru kynntar á ráðstefnu í Johnsn geim- ferðamiðstöðinni í Houston í Texas nýlega. Þar kemur fram að kjarni tunglsins er minna en fjögur pró- sent af heildarmassa tunglsins. Það er mjög lágt hlutfall, samanborið við það sem gerist á jörðinni. Járn- kjarni jarðarinnar er um þrjátíu prósent heildarmassans. Svipuð jarðefnasamsetning bend- ir til að jörð og tungl eigi sameigin- legan uppruna. Munurinn á hlut- falli kjarna af heildarmassa bendir aftur á móti til að tunglið hafi verið hluti af jörðinni og rifnað af við árekstur. „Þessi árekstur varð eftir að jám- kjarni jarðarinnar myndaðist og þeytti grýttu, jámsnauðu efni úr ytri skel sinni út í geiminn," segir Binder til skýringar á kenningunni. „Þetta efni safnaðist síðan saman og myndaði tunglið." Árekstrarkenningin gerir ráð fyr- Fimm tonna ferlíkið drap risaeðlur á svipstundu % sig af þessum ósið pinkulítið hálmstrá. Hægt er að draga úr skaðlegum áhrifum tóbaks- reykinga með því að hreyfa sig. Niðurstaða þessi fékkst eftir að læknarnir fóm yfir ljölda rannsókna. Útgangspunktur- inn var stór rannsókn frá átt- unda áratugnum sem náði til fólks i nokkrum evrópskum borgum og í einni borg i Bandaríkjunum. í stuttu máli var niðurstaða þeirra rannsóknar sú að Spán- verjar i Gerona hefðu átt að fá -' flesta blóðtappa í hjarta, meðal annars vegna þess að þeir reyktu meira en aðrir. Blóð- tappamir vom hins vegar fæst- ur þar og er það nú skýrt með því að Geronabúar hreyfðu sig meira en aörir í rannsókninni. Þar með dró úr magni vonda kólesterólsins í blóðinu. ir að jörðin hafi mjög snemma orð- ið fyrir einhverju á stærð við reiki- stjörnuna Mars. Hún komst fyrst á kreik á sjöunda áratugnum þegar vísindamenn voru að byrja að safna saman upplýsingum um þennan næsta granna okkar. Nýju gögn tunglkönnunarfarsins eru þyngdaraflsmælingar sem benda til að radíus kjarna tunglsins sé 220 til 450 kílómetrar. Binder telur að með frekari rann- sóknum verði hægt að komast að enn ákveðnari niðurstöðum um hvort árekstrarkenningin er rétt eða hvort tunglið hafi myndast á einhvern annan hátt. Tunglkönnunarfarið heldur áfr- am að fljúga umhverfis tunglið á mjög þröngum sporbaug til að kort- leggja það og safna upplýsingum. Við megum því eiga von á fram- haldi siðar. Tunglið mun einhverju sinni hafa verið hluti af jörðinni en síðan rifnað af við harðan árekstur jarðar og annarrar stjörnu. Sumt er stærst í Texas. Þar lifði fyrir sjötíu milljónum ára svo stór og ógurlegur krókódíll að hann gat lagt meðalstórar risaeðlur að velli með því einu að grípa þær með skoltunum. Bandarískir vísinda- menn hafa nú uppgötvað hvers vegna skepna þessi varð svona ógn- arstór. Krókódíllinn, sem hefur hlotið nafnið deinosuchus og lifði í bæði Texas og Montana, gat orðið allt að tíu metra langar. Þyngstur varð hann um flmm þúsund kíló, eða fjórum sinnum þyngri en stærstu krókódilar eru nú til dags. Hauskúpa af skepnunni sem var grafin upp mældist tveggja metra löng. Ekki er þvi erfitt að sjá hvers vegna króksi fór jafnlétt með að sporðrenna meðalstórri risaeðlu, uppáhaldsmatnum sínum. Vísindamönnum hefur til þessa verið ráðgáta hvernig krókódíllinn fór að því að verja svona stór. En nú hafa vísindamenn við Stanford há- skóla í Kaliforníu og Field náttúru- sögusafnið í Chicago komist að hinu sanna. Krókódíllinn hélt einfaldlega áfram að stækka nánast allt sitt lif. „Risaeðlur sem voru svipaðar aö stærð og deinosuchus, svo sem andaneijan, náðu fullorðinsstærð á aðeins sjö eða átta árum. Krókódíll- inn risavaxni þurfti aftur á móti til þess 35 ár,“ segja Gregory Erickson og Christopher Brochu í bréfi til vísindaritsins Nature. Visindamennimir, sem skoðuðu beinaleifar af skepnunni og skyld- um tegundum, reiknuðu út að risa- krókódillinn hefði náð fimmtíu ára aldri, eða miklu hærri aldri en nán- ir ættingjar hans. Króksi óx ámóta- hratt og aðrar skepnur fyrstu fimm til tíu ár lífsins en hélt svo bara áfram að stækka og stækka eftir að hinir létu staðar numið. Þessir krókódílar eru bara smásmíði sé miðað við risavaxinn frænda þeirra sem æddi um þar sem Texas er nú. Sá var tíu metra langur og níðþungur. MANUDAGUR 29. MARS 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.