Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.1999, Blaðsíða 34
42 MÁNUDAGUR 29. MARS 1999 Afmæli Guðleifur M. Kristmundsson Guöleifur Marís Kristmundsson deildarverkfræðingur, Móabaröi 28, Hafnarfirði, er fimmtugur í dag. Starfsferill Guðleifur fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann lauk prófi í sím- virkjun frá Póst- og símaskólanum 1968, prófi frá raungreinadeild Tækniskóla íslands 1970, lauk prófi í rafmagnsverkfræði frá HÍ 1974, stundaði framhaldsnám í verkfræði við Lunds Tekniska Högskola í Lundi í Svíþjóð 1974-75, lauk MA- prófi í raforkuverkfræði frá Uni- versity of Florida í Bandarikjunum 1984 og doktorsprófi frá sama skóla 1989. Guðleifur var verkfræðingur hjá Landsvirkjun 1975-82 og 1989-93, stundakennari við verkfræðideild HÍ, meira eða minna, 1976-82, stund- aði kennslu og rannsóknir við Uni- versity of Florida 1983-88, var að- júnkt við HÍ 1990-93 og dósent þar 1993-95, verkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1996-98 og hjá Orkuveitu Reykjavík- ur frá 1999. Guðleifur var formað- ur Félags tæknimanna hjá Landsvirkjun 1979-81, sat í stjórn rafmagns- verkfræðingadeildar Verkfræðingafélags ís- lands 1980-81, var for- maður menntamála- nefndar Verkfræðingafé- lags Islands 1990-97, fulltrúi að- júnkta í deildarráði verkfræðideild- ar HÍ 1991-92, fulltrúi Verkfræð- ingafélags Islands í stjórn Endur- menntunarstofnunar HÍ1991-96, fulltrúi félagsins í Sammennt, sam- starfsnefnd atvinnulífs og skóla 1991-98, fulltrúi félagsins í Mennt, samstarfsvettvangi atvinnulífs og skóla frá 1998, og fulltrúi félagsins í íslandsnefnd FEANI, samtökum verkfræðinga- og tækni- fræðifélaga í Evrópu frá 1992, þar af formaður 1992- 94 og 1996-97, for- maður Fagstjómar um stöðlun í raftækni á veg- um Staðlaráðs íslands 1993- 94, formaður Raf- staðlaráðs frá 1994, for- maður Iðnfræðsluráðs 1994- 96 og formaður Samstarfs, samstarfs- nefndar um starfsnám á framhaldsskólastigi, frá 1997. Guðleifur hefur skrifað ýmsar greinar í blöð og tímarit um staðla- mál, verkfræðimenntun og önnur verkfræðileg málefni. Fjölskylda Guðleifur kvæntist 20.2.1971 Hildi Baldursdóttur, f. 24.9. 1949, leik- skólakennara og deildarstjóra. Hún er dóttir Baldurs Pálssonar, f. 11.9. 1909 á Bakka í Tjörneshreppi, d. 21.9. 1994, vélstjóra og bátasmiðs á Húsa- vík, og Rannveigar Guðmundsdótt- ur, f. 10.10.1911 í Bolungarvík, d. 7.3. 1989, húsmóður á Húsavík. Börn Guðleifs og Hildar eru Rannveig, f. 3.7.1971, lyfjafræðingur í Hafnarfirði, gift Bjarna Tómasi Jónssyni viðskiptafræðingi og er dóttir þeirra Selma Rún, f. 28.9.1998; Kristmundur, f. 5.2. 1977, nemi í Hafnarfirði en sambýliskona hans er Þurý Ósk Axelsdóttir nemi og er dóttir þeirra Svana Ösp, f. 29.10. 1998; Rebekka, f. 25.5. 1978, nemi í Hafnarfirði en sambýlismaður hennar er Árni Mar Haraldsson nemi og er sonur þeirra Bjarki Freyr, f. 26.5. 1998. Systkini Guðleifs eru Bjarni, f. 14.8. 1934, verkfræðingur i Þýska- landi, kvæntur Birgitt Sonnen- berger fatahönnuði; Jóna Valdís Sigríður, f. 26.1. 1938, atvinnurek- andi í Hafnarfirði, gift Jens Jóns- syni húsgagnabólstrara; Ásdís, f. 11.11. 1942, matráðskona í Reykja- vik, gift Guðbrandi Óla Þorbjöms- syni bifreiðarstjóra. Foreldrar Guðleifs eru Krist- mundur Georgsson, f. á Einarslóni í Breiðuvík 28.11. 1909, d. 21.1. 1996, trésmíðameistari í Hafnarfirði, og Sigríður Guðleifsdóttir, f. i Keflavík 4.4. 1908, d. 28.9. 1980, húsmóðir. Ætt Kristmundur var sonur Napóle- ons Georgs Ólasonar, vinnumanns á Öndverðarnesi i Breiðuvík, og Guð- mundínu Oddrúnar Oddsdóttur, húsmóður í Ólafsvík og i Hafnar- firði. Sigríður var dóttir Guðleifs Guðnasonar, sjómanns og verka- manns í Keflavík, og Erlendsínu Marínar Jónsdóttur, frá Hlíð undir Austur-Eyjafjöllum Eiríkssonar. Móðir Erlendsínu Marínar var Valdís Erlendsdóttir Guðleifur Marís Kristmundsson. Ingimundur B. Garðarsson Ingimundur Bergmann Garðars- son, bóndi að Vatnsenda í Villinga- holtshreppi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Ingimundur fæddist að Skuld á Seltjamarnesi og ólst upp á Sel- tjarnamesi og í Reykjavík. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skólanum við Lindargötu 1966 og prófi sem vélfræðingur frá Vélskóla íslands 1991. Ingimundur var vélstjóri á skip- um skipadeildar SÍS 1968-78, skip- um Samskipa 1991-93 og síðan hjá Eimskip hf. Hann var fangavörður á Litla Hrauni 1988 og vélstjóri á tog- aranum Þorláki sumarið 1989. Ingimundur hefur verið búsettur á Vatnsenda frá 1966 en hann tók við búi þar 1970. Ingimundur var stjórnarmaður í Félagi alifuglabænda i nokkur ár. Fjölskylda Ingimundur kvæntist 26.12. 1970 Þórunni Kristjánsdóttur, f. 31.8. 1950, bónda og húsfreyju á Vatns- enda. Hún er dóttir Ingv- ars Kristjáns Jónssonar, bónda í Villingaholti, og Grétu Svanlaugar Jóns- dóttur, húsfreyju þar. Börn Ingimundar og Þórunnar eru Indriði, f. 23.7. 1970, sjómaður á Vatnsenda, en synir hans era Hafsteinn Reykdal, f. 23.9. 1990, og Andri Þór, f. 30.9 1993; Þórey, f. 18.12. 1971, líffræðingur í Hafn- arfirði, en sonur hennar er Jón Ingþór, f. 19.6. 1991; Ingvar Guðni, f. 18.2. 1978, vélsmiður í Árborg, en sambýlis- kona hans er Anna Jóna Úlfarsdótt- ir; Gróa Valgerður, f. 17.12. 1981, nemi í Árborg, en sambýlismaður hennar er Benedikt G. Guðmunds- son. Hálfsystkini Ingimundar, sammæðra: Steinberg Ríkarðsson, f. 20.12. 1954, kennari í Reykjavík; Hildur Rík- arðsdóttir, f. 31.3. 1957, verkfræðingur í Reykja- vík; Heimir Ríkarðsson, f. 15.5.1962, lögreglumað- ur í Reykjavík; Reynir Ríkarðsson, f. 5.6. 1964, verkamaður Reykjavík. Hálfsystkini Ingi- mundar, samfeðra: Ómar Garðarsson f. 17.9. 1949, ritstjóri í Vest- mannaeyjum; Sævar Garðarsson, f. 6.2. 1951, verkamaður á Seyðis- firði; Gréta Garðarsdóttir, f. 31.10. 1962, bókhaldari á Seyðisfirði; Júlí- anna Björk Garðarsdóttir, f. 21.6. 1965, verslunarmaður i Reykjavík. Foreldrar Ingimundar eru Garðar Eymundsson, f. 29.7 1926, trésmíða- meistari á Seyðisfirði, og Gróa Val- gerður Ingimundardóttir, f. 13.7. 1931, d. 23.10. 1978, húsmóðir. Ingimundur verður að heiman á afmælisdaginn. Hl hamingju með afmælið 29. mars 80 ára______________ Emil Sigurðsson, Blönduhlíð 21, Reykjavík. 75 ára Ása Karlsdóttir, Hæðargarði 33, Reykjavik. Sigurbjörn Ágústsson, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Sigurlaug Júliusdóttir, Bleikargróf 13, Reykjavík. 70 ára Olgeir Olgeirsson vélstjóri, Fannafold 17, Reykjavík. Ásgeir Tómasson, Hellishólum, Hvolsvelli. Guðmundur Óskarsson, Víkurbakka 10, Reykjavík. Jójúna Vilhjálmsdóttir, Gaukshólum 2, Reykjavík. 60 ára Anna Þorgrímsdóttir, Espigerði 18, Reykjavík. Sigurður Jón Kristjánsson, Laufrima 37, Reykjavík. 50 ára Margrét Gústafsdóttir, Hraunbæ 68, Reykjavík. Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Stangarholti 14, Reykjavík. 40 ára Arnar Hilmarsson, Breiðvangi 43, Hafnarfirði. Guðný Óskarsdóttir, Vestmannabraut 51b, Vestmannaeyjum. Guðríður Jónasdóttir, Rafnkelsstaðvegi 11, Garði. Maren Ósk Sveinbjörnsdóttir, Hafnarbraut 39, Höfn. Tryggvi Edwald, Jakaseli 13, Reykjavik. INNKA UPA STOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavík Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 - Netfang: isr@rvk.is Forval F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir umsóknum verktaka um að fá að taka þátt í lokuðu útboði á uppsteypu, frágangi að utan og lögnum vegna Borgaskóla í Grafarvogi. Stærð byggingar: Flatarmál húss: 4.200 m2 Tæknirými: 500 m2 Áætlaður verktími er maí 1999 til ágúst 2000.Forvalsgögn verða afhent hjá Innkaupastofnun Rvíkurborgar frá og með 30. mars nk. Umsóknum skal skila á sama stað eigi síðar en kl. 12.00 8. apríl 1999. INNKA UI?ASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 -121 Reykjavík Simi 552 58 00 - Fax 562 2616 - Netfang: isr@rvk.is VIÐHALDSVINNA Á ÁRINU 1999 F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings og Trésmiðju Reykjavíkurborgar er óskað eftir verktökum til þátttöku í væntanlegum lokuðum útboðum eða verðkönnunum v/viðhaldsvinnu á fasteignum borgarinnar á eftirfarandi starfssviðum: Blikksmíði: Loftræstikerfi, rennur og niðurföll, hreinsun loftstokka. Múrverk: Múrviðgerðir utanhúss, almennar viðgerðir. Húsasmíði: Almenn viðhaldsvinna utanhúss og innan. Innréttingar: Sérsmíði innréttingar og hurða. Pappalagnir: Ýmsar viðgerðir og endurnýjun þakpappa. Raflagnir: Almennt viðhald og endurbætur. Pípulagnir: Almennt viðhald og endurbætur. Járnsmíði: Ýmiss konar sérsmíði. Málun: Ýmis viðhaldsvinna og endurmálun. Garðyrkja: Endurbætur á lóðum. Dúkalögn: Gólfdúkalagnir. Steypusögun: Steypusögun, múrbrot og kjarnaborun. Umsóknareyðublöð fást afhent á skrifstofu okkar að Fríkirkjuvegi 3 og skal skilað á sama stað eigi síðar en 10. apríl 1999. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíður ISR: www.reykjavik.is/innkaupastofnun,. Einungis þeir verktakar koma til greina sem staðið hafa í skilum á opin- berum og lögbundnum gjöldum. Þeir verktakar sem skiluðu umsókn á árinu 1997 þurfa að endurnýja umsókn sína. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Skeiöarvogur, undirgöng Fyrir liggur tillaga um gerð undirganga við Skeiðarvog sunnan hringtorgs á gatnamótum Skeiðarvogs og Suður- landsbrautar. Tillagan verður til sýnis í sal Borgar- skipulags og Byggingarfulltrúa í Borgar- túni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10:00 - 16:15 frá 29. mars til 20. apríl 1999 BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3*105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Sóltún 24, skrifstofubygging Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 16. mars 1999 byggingu skrifstofuhúss á lóðinni Sóltún 24. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 frá 22. janúar til 19. febrúar 1999. Athugasemdir bárust , tillit var tekið til þeirra við afgreiðslu málsins og hefur það verið sent Skipulagsstofnun til yfirferðar. Þeir sem óska frekari upplýsinga geta snúið sértil Borgarskipulags Reykjavíkur. Ingimundur B. Garðarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.