Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1999, Blaðsíða 54
70 dfmæ// FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 IÍV "Jr Eggert Guðmundsson Eggert Guðmundsson húsasmíða- meistari, Lágengi 26, Selfossi, verð- ur fertugur á morgun. Starfsferill Eggert fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til tólf ára aldurs. Þá flutti hann með fjölskyldu sinni að Tungu í Gaulverjabæjarhreppi þar sem for- eldrar hans hófu þá búskap. Eggert var i bamaskóla í Reykja- vík, lauk landsprófi frá Gagnfræða- skóla Selfoss, stundaði nám við Iðn- skólann á Selfossi, lærði húsasmíði hjá Kristjáni Jónssyni, lauk sveins- prófi í greininni 1979 og öðlaðist meistararéttindi 1983. Eggert tók sér ársfrí eftir fullnað- arpróf og sá þá um búskapinn í Tungu, ásamt móður sinni og systk- inum er faðir hans stundaði sjó- mennsku. Eggert vann við beitn- ingu á Stokkseyri og reri tvær vetr- arvertíöir, vann síðan við fláningu við sláturhúsiö Höfn á Selfossi tvö haust og stundaði verkamanna- vinnu einn vetur hjá Grétari Ólafs- syni á Selfossi. Eggert starfaði hjá Kristjáni Jóns- syni húsasmíðameistara til 1980 og síðan hjá Agnari Péturssyni húsa- smíðameistara. Eggert hóf sjálfstæðan rekstur, ásamt félaga sínum, Pétri Kristjáns- syni, 1983, og hafa þeir siðan starfað saman við húsbyggingar. Eggert æfði og keppti í knattspymu með Val og síðan Fylki i nokkur ár. Þá æfði hann frjálsar íþróttir með ungmennafé- laginu Samhygð í Gaul- verjabæjarhreppi og keppti einkum í stangar- stökki en hann átti drengjamet í þeirri grein um skeið. Hann hefur auk Eggert þess keppt í blaki með Guðmundsson. Samhygð og orðið landsmótsmeist- ari í þeirri grein. Eggert hefur starfaði í björgunar- sveitinni Tryggva á Selfossi um ára- bil og sat í stjóm hennar í nokkur ár. Fjölskylda Eggert kvæntist 30.1. 1983 Lilju Guðmundsdóttur, f. 8.12. 1961, versl- unarmanni. Hún er dóttir Guð- mundar Gottskálkssonar, f. 16.4. 1931, fyrrv. organista, og Þuríðar Magnúsdóttur, f. 8.4. 1936, húsmóð- ur. Böm Eggerts og Lilju era Kol- brún Dögg Eggertsdóttir, f. 5.10. 1980, nemi við Fjölbrautaskóla Suð- urlands; Sólrún Tinna Eggertsdótt- ir, f. 20.11.1982, nemi við Fjölbrauta- skóla Suðurlands; Guðmundur Egg- ertsson, f. 23.6. 1984, nemi við Sand- víkurskóla; Þuríður Elva Eggertsdótttir, f. 1.7. 1994. Systkini Eggerts era Óskar Vilhelm Guð- mundsson, f. 16.12. 1956, d. 2.7. 1985, vinnuvélastjóri, var búsettur í Reykjavík, kvæntur Önnu Kjartans- dóttur en synir þeirra era tveir; Guðmundur Pétur Guðmimdsson, f. 9.3.1962, húsasmiður, nemi og kúluvarpari í Bandaríkj- unum, kvæntur Elísabetu Pálma- dóttur og eiga þau fjögur börn; Andrés Guðmundsson, f. 17.4. 1965, mótstjóri fyrir kraftakeppnir, kvæntur Láru Helgadóttur og eiga þau einn son; Rafn Hilmar Guð- mundsson, f. 30.12. 1973, rafvirki og nemi í Bandaríkjunum; Guðrún El- víra Guðmundsdóttir, f. 10.10. 1976, starfsmaður við leikskóla, búsett á Selfossi. Foreldrar Eggerts eru Guðmund- ur Eggertsson, f. 29.1. 1928, fyrrv. bóndi og lögregluvarðstjóri, búsett- ur á Selfossi, og k.h., ída Elva Ósk- arsdóttir, f. 4.7. 1932, hárgreiðslu- meistari og húsmóðir. Ætt Guðmundur er sonur Eggerts, skipstjóra á Sæbóli í Dýrafirði, bróður Þorbjargar, ömmu Gerðar Bjarklind útvarpskonu. Önnur syst- ir Eggerts var Björg, móðir Sigurð- ar, prófasts á Flateyri, föður Eggerts Haukdal. Eggert var sonur Guð- mundar, b. og sjómanns í Höll í Dýrafirði Eggertssonar, b. í Höll Guðmundssonar. Móðir Guðmund- ar í Höll var Björg Jónsdóttir. Móð- ir Eggerts var Elínborg Jónsdóttir, hreppstjóra á Sveinseyri Hákonar- sonar, prófasts á Eyri, bróður Val- gerðar, langömmu Guðrúnar, móð- ur Svavars Gestssonar sendiherra. Bróðir Hákons var Þorvaldur, langafi Guðbjargar, ömmu Óla Þ. Guðbjartssonar skólastjóra. Hákon var sonur Jóns, ættföður Deildar- tunguættarinnar Þorvaldssonar. Móðir Guðmundar var Guðríður, systir Jófríðar, ömmu Össurar Skarphéðinssonar alþm. Bróðir Guðríðar var Ólafur, faðir Gunnars arkitekts. Guðríður var dóttir Gests, b. á Skálará í Keldudal í Dýrafírði Jónssonar, bróður Skarp- héðins, föður Friðjóns, fyrrv. ráð- herra. Móðir Guðríðar var Ingibjörg Einarsdóttir. Ida Elva er dóttir Óskars Vilhelm Olsbo, skrifstofustjóra Tuborg í Kaupmannahöfn, og k.h., Elviru Olsbo húsmóður. Jón Valgeir Guðmundsson Jón Valgeir Guðmundsson, fyrrv. vélstjóri, kaupfélagsstjóri og gjald- keri, Hjallastræti 32, Bolungarvík, verður sjötugur á laugardaginn. Starfsferill Jón Valgeir fæddist á Folafæti í Súðavíkurhreppi og ólst þar upp. Hann stundaði barnaskólanám í Súðavík og Bolungarvík en hann flutti til Bolungarvíkur fjórtán ára. Jón Valgeir var í vélstjóranámi á ísafirði og lauk því 1954. Jón var vélstjóri á sjó á áranum 1954-61, stundaöi verslunarstörf hjá Einari Guðfmnssyni hf. til 1963, var útibússtjóri Kaupfélags ísfirðinga í Bolungarvík 1963-73 og síðan gjald- keri hjá Einari Guðfinnssyni hf. til 1992 er hann lét af störfum vegna heilsubrests. Jón tók þátt í ýmsum leiksýning- um á sínum yngri árum, var í Karlakórnum Erni í Bolungarvík í nokkur ár og var í Lionsklúbbi Bol- ungarvíkur. Fjölskylda Jón kvæntist 19.11. 1955 Rann- veigu Snorradóttur, f. 9.10. 1937, verkakonu og húsmóður. Hún er dóttir Snorra Hildimars Jónssonar, f. 8.4. 1911, d. 9.11. 1990, sjómanns og verkamanns í Bolungarvík, og k.h., Þorbjargar Magnúsdóttur, f. 25.12. 1913, d. 1.5. 1970, verkakonu og hús- móður. Börn Jóns og Rannveigar era El- ísabet, f. 5.7. 1955, verslunarmaður og húsmóðir í Reykjavík, í sambúð með Guðjóni Helgasyni viðskipta- fræðingi og verktaka og eru börn þeirra Helgi, f. 25.7. 1982, og Lára, f. 23.7.1987, auk þess sem dóttir Elísa- betar með Kristni Ebenesersyni frá því áður, er Rannveig Hildur, f. 19.10. 1974, verslunarmaður í Reykjavík en sonur hennar og sam- býlismanns hennar, Valdimars Gunnars Sigurðssonar málara, er Sigurður Steinar, f. 3.1. 1996; Snorri Hildimar, f. 19.12.1956, stýrimaður á ísafirði en sambýliskona hans er Þórhildur Sigurðardóttir húsmóðir og eiga þau tvíburana Söru Rut, og Sigurð Aron, f. 5.2.1996, en fyrir átti Snorri Rannveigu, f. 3.9. 1984, með Birnu Guðbjörgu Hauksdóttur; Guð- rún Jónína, f. 4.5. 1958, verslunar- maður og húsmóðir í Bolungarvík, gift Halldóri Jóni Hjaltasyni húsa- smið og eru börn þeirra Jón Val- geir, f. 15.4. 1977, Guðrún Halldóra, f. 24.3. 1985, og Gunnar Hildimar, f. 30.8. 1994; Lára Kristín, f. 21.3. 1964, verslunarmaður í Reykjavfk, var gift Lúðvíki Karlssyni og era böm þeirra Karl Bachmann, f. 12.12. 1986, og Ellen Bachmann, f. 13.11. 1988; Selma, f. 29.4. 1968, verslunarmaður í Reykjavík, gift Guðmundi Birgissyni og era börn þeirra Óttar Bjarni, f. 15.4. 1990, Guðjón Valgeir, f. 12.7. 1992, og Eyþór Atli, f. 29.3.1997; Erna, f. 22.5. 1976, bankamaður í Bolungarvik og er sonur hennar og Braga Elefsen, Erik Snær, f. 19.10. 1997. Systkini Jóns: Ásgeir, f. 12.12. 1919, d. 1997, sjómaður; Þórður Bjarni, f. 24.5. 1922, d. 1978, sjómað- ur;Jónína Helga, f. 29.9. 1923, hús- móðir á Akureyri; Sigurður Borgar, lést 8 ára; Kristján Bjöm, f. 2.10. 1924, fyrrv. sjómaður í Reykjavík; Elías Hólmgeir, f. 24.2. 1927, um- boðsmaður og fyrrv. símstöðvar- stjóri í Bolungarvík; Sigurður Þór- berg, f. 12.3. 1931, fyrrv. sjómaður í Jón Valgeir Guðmundsson. Ætt Reykjavík; Arni, f. 27.4. 1933, d. 1997, sjómaður; Sigríður Sigurborg, f. 11.7. 1934, húsmóðir í Reykja- vík; óskírðir tvíburar, f. andvana 1935. Foreldrar Jóns: Guð- mundur Salómonsson, f. 3.8. 1894, d. 9.4. 1963, sjó- maður í Bolungarvík, og k.h., Guðrún Sigurðar- dóttir, f. 16.5. 1901, hús- móðir og verkakona í Bolungarvík. Föðurforeldrar Jóns Valgeirs vora Salómon Sigmundur Rós- inkarsson og Charlotta Jónsdóttir. Bróðir Guðrúnar er Sigurgeir, skipstjóri og útgerðarmaður í Bolungarvík, afi Pálma Gestssonar leikara. Guðrún var dóttir Sigurðar Borgars, útvegsb. í Folafæti Þórðarsonar, b. í Hestijarðarkoti Gíslasonar. Móðir Sigurðar var Guðrún Ólafsdóttir, b. á Skjaldfönn Jónssonar. Móðir Guðrúnar var Evlalía Guð- mundsdóttir, b. á Fossum í Skutulsfirði Árnasonar. Ragnheiður Jónsdóttir vora að vaxa úr grasi. Hún hóf störf við ræsting- ar hjá Landsbankanum og vann síðan við matseld hjá mötuneyti Reykjavík- urborgar um nokkurt skeið. Ragnheiður og eigin- maður hennar hófu sinn búskap á Hvolsvelli en fluttu síðan til Reykjavík- ur þar sem þau hafa búið síðan. Ragnheiður hefur starf- að í Oddfellowreglunni um langt árabil. Ragnheiður Jónsdóttir. Ragnheiður Jónsdóttir húsmóðir, Barðavogi 24, Reykjavík, verður áttræð á páskadag. Starfsferill Ragnheiður fæddist í Laugardalshelli, í Reyðar- múla í Laugardalshreppi og ólst þar upp fyrstu þrjú árin en flutti þá með for- eldrum sínum í Vallarhjá- leigu í Gaulverjabæ. Þaðan fluttu þau að Mið- Meðalholtum, og loks að Ragnheið- arstöðum. Ragnheiður ólst upp við öll al- menn sveitastörf þess tíma og á unglingsáranum vann hún einnig við bamagæslu og heimilisstörf á Selfossi. Eftir að Ragnheiður gifti sig vann við húsmóðurstörf á meðan börnin Fjölskylda Ragnheiður kvæntist 1.10. 1939 Erlingi Dagssyni, f. 7.11.1914, fyrrv. aðalbókara hjá Vegagerðinni. Hann er sonur Dags Brynjólfssonar, bónda og hreppstjóra í Gaulverja- bæ, og Kristrúnar Guðjónsdóttur húsfreyju. Börn Ragnheiðar og Erlings era Þór Ingi Erlingsson, f. 18.8. 1940, off- setprentari í Reykjavík en kona hans er Margrét Sigurðardóttir úti- bússtjóri og eiga þau þrjú böm og þrjú barnaböm; Vigdís Erlingsdóttir, f. 29.7. 1943, bókari í Keflavík en maður hennar er Stein- ar Geirdal Þórðarson byggingafræð- ingur og eiga þau þrjú börn og sjö bamaböm; Kristrún Erlingsdóttir, f. 19.1. 1949, framkvæmdastjóri í Connecticut USA en maður hennar er John Robert Romano forstjóri og eiga þau þrjú börn; Jón Sverrir Erlingsson, f. 31.5. 1952, mælinga- maður í Reykjavík en kona hans er Kristín Stefánsdóttir læknaritari og eiga þau tvö böm; Kjartan Ragnar Erlingsson, f. 14.8. 1956, matreiðslu- maður á Hellu en kona hans er Kol- brún Hákonardóttir sjúkraliði og eiga þau þrjú börn; Gretar Öm Erlingsson, f. 8.9.1960, framreiðslu- maður í Kaupmannahöfn en sam- býliskona hans er Guðrún Ólafs- dóttir hárgreiðslukona og eiga þau eitt bam auk þess sem Gretar á tvö börn með Hjördísi Kristjánsdóttur. Systkini Ragnheiðar: Magnús, f 10.3. 1920, í Laugardalshólum; Hrafnhildur Ásta, f. 20.2. 1922, í Laugardalshelli, látin; Guðrún, f. 27.8. 1928, í Mið-Meðalholtum; Hannes Rafn, f. 19.4. 1932 á Ragn- heiðarstöðum, nú látinn; Kristín Erla, f. 29.2. 1936, i Mið-Meðalholt- um; Þorvarður Vignir, f. 27.3.1939, í Mið-Meðalholtum. Foreldrar Ragnheiðar vora Jón Þorvarðarson, f. 3.8 1891, d. 28.2. 1982, og Vigdís Helgadóttir, f. 20.2. 1898, d. 18.8. 1975, húsfreyja. Hl hamingju með afmælið 1. aprfl 85 ára Einar Sverrisson, Grafarholti við Vesturlandsv., Reykjavík. 80 ára Rósa Ámadóttir, dvalarheimilinu Kjarnalundi, Akureyri. 75 ára Haraldur Örn Sigurðsson, Goðatúni 8, Garðabæ. Friðrikka Jónasdóttir, Héðinsbraut 9, Húsavík. Þómnn Magnúsdóttir, Túngötu 9, Seyðisfirði. 70 ára Baldur Sigurður Kristensen, Lækjarsmára 2, Kópavogi. Nikulás Þórir Sigfússon, Tjamarstíg 26, Seltjamarnesi. Thorgerd Ellsa Mortensen, Vesturvangi 44, Hafnarfirði. Sigríður Jónsdóttir, Prestbakka, Kirkjubæjarkl.. 60 ára Guðmundur Ólafsson, Bölum 4, Patreksfirði. Margrét Pétursdóttir, Freyjugötu 30, Sauðárkróki. 50 ára Bjöm J. Guðmundsson múrarameistari, Strandgötu 10, Hvammstanga. Sambýliskona hans er María Guðmanns- dóttir. Þau era á Barcelona. Guðjón Guðmundsson, Víðihlíð 34, Reykjavík. Ásbjörn Jóhannesson, Heiðarási 10, Reykjavík. María Sigurðardóttir, Garðhúsum 16, Reykjavík. Helga Einarsdóttir, Daltúni 33, Kópavogi. Xiuhui Chen, Kjarrhólma 30, Kópavogi. Eva María Gunnarsdóttir, Tjarnarmýri 11, Seltjarnarn. Hrefna Steindórsdóttir, Haukanesi 15, Garðabæ. Ingólfur Magnússon, Selvogsgötu 24, Hafharfirði. Ingimar Halldórsson, Sunnuholti 4, Isafirði. Sigurður Friðriksson, Bakkaflöt, Varmahlíð. Aðalheiður K. Ingólfsdóttir, Bjarmastíg 15, Akureyri. Steingrúnur Benediktsson, Gerðisbraut 1, Vestmeyjum. 40 ára Kanlaya Bunpaeng, Skúlagötu 54, Reykjavík. Karl Kristinn Andersen, Dalalandi 2, Reykjavík. Sigurður V. Dagbjartsson, Engjaseli 84, Reykjavík. Margrét Elíasdóttir, Jórufelli 4, Reykjavík. Þórarinn Guðmundsson, Hjallabrekku 33, Kópavogi. Hrafnhildur Jóhannsdóttir, Garðbraut 88, Garði. Guðjón Stefánsson, Móasíöu 6 A, Akureyri. Hugrún Stefánsdóttir, Borgarsíðu 1, Akureyri. Jón Ragnar Kristjánsson, Einholti 12 A, Akureyri. Gísli Sigurðsson, Arnþórsgerði, Ljósavatnshr. Sólveig Jónsdóttir, Skútahrauni 12, Reykjahlíð. Jóhanna Jakobsdóttir, Júllatúni 11, Höfn. «.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.