Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1999 Spurrúngin Hvers myndir þú óska þér ef þú ættir eina ósk? Erna Ásbjörnsdóttir nemi Ég vildi að ég ætti afmæli fyrr á árinu. Anna Svava Sólmundardóttir nemi: Ég myndi óska mér frábærs lífs. Sveinbjörn Rúnar rafvirki: Ég veit það ekki, svei mér þá. Ragnar Sólberg, 12 ára: Ég vildi að ég ætti óteljandi gítara og magn- ara. Arnar Grétarsson, 12 ára: Ég myndi óska mér óteljandi óska í við- bót. Guðrún Bergsdóttir: Ég vil helst síma. Lesendur Viðskiptahallinn er tímasprengja „Orri hefur líka misskilið meint sparnaðaráhrif þess að auka afslátt tii hiutabréfa- kaupa. Skattaskjól af því tagi getur að mati OECD hliðrað til sparnaði en eykur hann ekki.“ Össur Skarphéðinsson, alþingismaður Reykvík- inga, skrifar: Aðstoðarmaður forsætis- ráðherra, Orri Hauksson, segir í DV 13. apríl að það sé rangt hjá mér að ríkisstjórn- in hafi ekkert gert til að draga úr viðskiptahalla. Hann nefnir þrennt: Aukinn lífeyrissparnað, hvata til hlutabréfakaupa og einka- væðingu. Ef við skoðum einkavæð- ingu bankanna er augljóst að Finnur Ingólfsson fór rangt að henni. í stað þess að selja hlutafé úr bönkun- um seldi hann nýtt hlutafé. Þetta jók útlán hjá bönkun- um og ýtti undir viðskipta- hallann, þvert á það sem Orri telur. í þessu sambandi hvet ég aðstoðarmanninn til að lesa upphátt fyrir yfir- mann sinn, forsætisráðherr- ann, ummæli Vals Valsson- ar, bankastjóra íslands- banka, í Mbl. 25. febrúar sl. um einmitt þetta atriði. Orri hefur líka misskilið meint sparnaðaráhrif þess að auka afslátt til hlutabréfakaupa. Skattaskjól af því tagi getur að mati OECD hliðraö til sparnaði en eykur hann ekki. Sumir sérfræðingar telja hann raun- ar hafa neikvæö áhrif á spamaðinn. Það er hins vegar rétt hjá Orra að viðbótarsparnaður í lífeyri um 2% eykur spamað. Hann dugar einn og sér hvergi nærri eins og allir hag- fræðingar vita. Það er svo misskilningur hjá Orra Haukssyni að viðskiptahallinn fari hratt minnkandi. I Morgunkomi á vefsíðu Fjárfestingarbankans 12. apr- U 1999 er gerður samanburður á við- skiptahalla fyrstu tvo mánuði ársins miðað við sama tímabU síðasta árs. Þegar búið er að horfa fram hjá tveimur stómm hreyfingum sem sér- fræðingar FBA segja að skekki sam- anburðinn þá kemur í ljós að við- skiptahallinn hefur ekki minnkað heldur aukist! FBA bætir því við að verðþróun sem nú er í gangi sé það óhagstæð að hún muni verka tU auk- ins haUa af vöruskiptum við úUönd á næstu mánuðum að öðm óbreyttu." Staðreyndin er einfaldlega sú að viðskiptahaUinn er að aukast og um leið eykst hættan á verðbólgunni. Niðurstaða mín er því sú að röð mis- taka af hálfu ríkisstjórnarinnar hef- ur leitt til þess að stöðugleikanum er ógnað. - svo svörum við Borgaðu Gestur Jónsson skrifar: Landssíminn heldur áfram að fara á kostum, þrátt fyrir að al- menningur, fjölmiðlar og eftirlitis- stofnanir á vegum ríkisins fylgist grannt með gangi mála hjá fyrir- tækinu. Hin nauðsynlega þjónusta fyrir- tækisins, uppfletting í símaskrá (118), hefur nefnUega tekið upp á því að láta neytendur greiða fyrir samtal áður en starfsmaður þjónust- unnar svarar! Þegar hringt er í 118 svarar símsvari, ef einhver bið er. Símsvarinn segir það sama og aðrir símsvarar hjá fyrirtækjum, þ.e. að símtöl verð afgreidd í réttri röð o.s.frv. Finnst neytendum það eðlUegt að sá sem hringir, greiði bæði fyrir biðina eftir að fá afgreiðslu, auk þess tíma sem það tekur fyrir starfs- menn aö fletta upp í símaskránni? Þá væri nú eðlUegra að hafa þetta bara eins og í gamla daga; að láta hringja út ef enginn svarar. En eðli- legast væri að Landssiminn tæki sig á og reyndi að manna starfsfólk (nú þarf víst aö manna þaö, bæði á Ak- ureyri og ísafirði líka) tU þess að svara í símann. Og lang eðlUegast væri að þessi þjónusta yrði notend- um hennar algjörlega að kostnaðar- lausu, því hvað gerir maður eftir að maður er búinn að fá símanúmer uppgefið? Maður hringir í það og þá græðir Landssíminn og það má deUa um hvort hagnaðurinn fari tU neytenda. Það kostar ekkert að fá uppgefin símanúmer hjá Tali, hvort sem er hjá Landssímanum eða sjálfu fyrir- tækinu. Kannski maður ætti að stóla meira og meira á þjónustu þess fyrirtækis. Hagræðing í löggæslu Bjarnþór skrifar: íslendingar hafa engan áhuga á málefnum löggæslu. Nema þá tU að gantast með stöku sinnum í heima- húsum á kostnað lögreglunnar, sem á það aUs ekki skilið. Þeir sem hafa ákveðið að starfa við þessa erfiðu vinnu, eiga aUt hið besta skUið frá þjóðfélaginu, bæði laun og virðingu. En eru íslendingar sáttir við lög- gæsluna eins og hún er í dag? Þegar ég fór í Kringluna fyrir nokkru hugsaði ég með mér: Hef ég nokkum tíma séð lögregluþjón í þessari byggingu? Aldrei nokkurn tíma. EinkaaðUar leysa verkefnið af hendi og það með frábærum ár- angri. Öryggismiðstöðvar gætu ef tU vill leyst fleiri verkefni af hendi, eins og t.d. að annast löggæslu í miðborg Reykjavíkur að degi tU. Hil^HÍRflfP)/^ þjónusta allan sólarhringinn Adelns 39,90 miniiUin Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem birt verða á lesendasíðu Lögreglan mælir hraöa bifreiða. - Bréfritari telur betra að láta einkaaðila um mælingarnar. Væri ekki eðlilegt að verslunareig- endur greiddu fyrir þjónustu örygg- ismiðstöðva, þar sem það hljóta að vera fyrst og fremst þeirra hags- munir að aUt sé með kyrrð og ró. Það fælir a.m.k. ekki viðskiptavin- ina frá. En tU hvers að láta einkaað- ila um þjónustu sem þessa? Jú, hægt væri að nota peningana í önn- ur verkefni, eins og t.d. að efla varn- ir gegn fíkniefnainnflutningi tU landsins. Og hvemig stendur á því að einkaaðilar eru ekki látnir sjá um mælingar á hraöa ökumanna í borginni? Einkafyrirtækið myndi sjá sér mestan hag í því að mæla ökuhraðann sem oftast og á þeim götum þar sem keyrslan er hröðust, tU þess að hagnast á starfseminni. Þeir myndu svo greiða skatta til rík- isins og aflir græða. Meira að segja ökumennimir sem lærðu sína lexíu. Leyfum einkaaðilum að gera það sem þeir geta gert betur en rikið. Efnahagsstjórn Samfylkingar Valgeir skrifar: Ég get ekki verið meira sammála fræðimanninum Guðmundi Ólafssyni, lektor í hagfræði, sem viðtal var við í fréttum um daginn. Hann sagði sem svo að búið væri að sameina í einn stjórnmálaflokk aUa helstu vitleys- inga landsins í efnahagsmálum. Hvern skyldi undra? Hver er efna- hagsstefna Samfylkingarinnar? Hún er a.m.k. ekki eins og efnahagsstefna breska Verkamannaflokksins sem við- urkennir markaðinn - en hin nýja jafnaðar- og markaðsstefna hans er auk þess með félagslegum áhrifum. Á þetta vUl Samfylkingin ekki láta reyna, enda er hún jafn fjarri því að boða heUbrigða efnahagsstefnu og Húmanistaflokkurinn og KristUegi lýðræðisflokkm-inn, sem menn hljóta að líta á sem grínframboö. Efnhagur landsins fer norður og niður ef Sam- fylkingin fer í stjórn. Fleiri flóttamenn Bjöm hringdi: Er það ekki svo að við íslendingar getum tekið á móti fleiri flóttamönn- um en um 100 manns? Ég skU ekki hvemig við æflum að rétflæta það að taka á móti svo fáum á meðan þjóðir eins Qg Norðmenn eru að taka á móti nokkrum þúsundum. Höfum við ekki efni á því miðað við þau orð sem for- ystumenn landsins hafa látið faUa að undanfórnu? Hér er jú svo gott að vera. Næg atvinna, aldraðir hafa það gott, laun að meðaltali hærri en ann- ars staðar, miðað við hlutfaU þjóðar- tekna o.s.frv. Hvað tefur þá að við get- um bjargað lífum um 400 manns tU viðbótar? Góðærið? Lífeyrissjóður sjómanna Hilmar skrifar: Þaö er mjög alvarlegt mál, ef satt er, sem sagt hefur verið um lífeyrissjóð sjó- manna. NefnUega það að lífeyrisgreiðsl- ur hafi skerðst um tæplega þriðjung, þar sem ekki hafi tekist að ávaxta fé sjómanna nógu vel. Hvemig er hægt að bjóða sjómönnum, sem hafa ef tU viU verið a0 vinna sólarhringum saman í gegnum árin, aö einhver sé búinn að kasta svona stórum hluta sjóösins á glæ? Þetta er mál sem verður að taka tU endurskoðunar. Skyldi nokkum undra þótt ýmsir aðUar hafi talað um að gefa launafólki algjört frelsi hvar það ráð- stafar eignum sínum? Góð ábending Vilhjálms Sigurður Pálsson skrifar: Nýlega las ég blaðagrein, sem VU- hjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfuU- trúi hafði skrifað, um að afnema eign- arskatt. Þar kemur fram það sjónar- mið að niðurfeUing eignarskatts af íbúðarhúsnæði sé mikið réttiætismál. Hér er fjaUað um stórmál fyrir eldri borgara sem vUja búa lengur í íbúð sinni, en eignaskatturinn er hægfara eignaupptaka. í dag bjóða sumir stjórnmálamenn upp á það að margt eigi að gera fyrir eldri borgara með nýjum sköttum. Væri ekki betra að af- nema eignarskattinn samkvæmt tU- lögu VUhjálms og stuðla þannig að betri lífsskUyrðum eldri borgara? Ómenntaðir leiðbeinendur Foreldri skrifar: Það hefur komið fram að 40 prósent leiðbeinenda í grunnskólum landsins séu með sömu menntun og nemend- umir sem þeir eru að kenna. Hvers konar vitieysa er þetta? Hver ber ábyrgð á þessu? Leiðbeinendum fer fiölgandi ár frá ári og nú er svo kom- ið að það verður að fara bregðast við. Það Mýtur að vera sá aðili, sem fer fremstur i menntamálráðuneytinu, sem ber ábyrgð á þessum vanda. Hvernig er það hægt að vísa stöðugt á sveitarfélögin, af því að grunnskólinn er kominn þangað? Það er hveijum manni ljóst að þegar grunnskólinn var færður tU sveitarfélaganna jukust kvaðir þeirra mjög gagnvart nemend- um. Að 40 prósent leiðbeinenda hafi sömu menntun og nemendur er hörmulegt, jafnt sem fámenni í kenn- arastéttinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.