Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 Viðskipti____________________________________________________________________________________________________r>v Þetta helst: .. „Markaðsávöxtun spariskírteina fellur um 12-20 punkta „ „ „ Töluverð viðskipti á Verðbréfaþingi, alls 1.255 m.kr. ... Hlutabréfaviðskipti 123 m.kr. „„„ Heildarvísitala Vaxtarlista hækkar um 2,14% ... Kíló af þorski á 105,03 kr. . „ „Búnaðarbankinn fjárfestir í Marel . „ „ Evran veikist vegna Kosovo „ „ „ Baugur hf. boðinn út Er með 44% íslenska matvörumarkaðarins Skipting matvörumarkaðar 1998 Baugur 44% 11% 3% Á mánudaginn kemur hefst útboð á 100 milljóna hlut í Baugi hf. á geng- inu 9,95. Markaðsvirði þess sem boð- ið verður út er því 995 milljónir. Hér er um að ræða 10% af heildarhlutafé í Baugi hf. og samkvæmt þessu er markaðsvirði félagsins 9.950 milljón- ir. Eins og kunnugt er keyptu Kaup- þing og FBA 75% hlut í Baugi í fyrra- sumar af Hofsíjölskyldunni. Talið er að gengið í þeim viðskiptum hafi verið 8 og kaupverðið því um 6 millj- arðar. Þetta fæst þó ekki staðfest. Hluturinn sem nú er boðinn til sölu er 4% frá Kaupþingi, 4% frá FBA og 2% af eign Hofsfjölskyldunnar. í vetur hefur hafa Kaupþing og FBA selt um 40% af sínum hlut til Compagnie Financiere í Lúxemborg og Reitangruppen i Noregi. Enn fremm- hafa smærri hlutar verið seldir til minni fjárfesta. Gengið i þessum viðskiptum er talið hafa ver- ið 8,2-8,55. Ljóst er því að þessir fjár- festar hafa gert kostakaup. Álitlegur fjárfestingarkostur Á síðasta ári var Baugur rekinn með 401,5 milljóna króna hagnaði eft- ir skatta en hagnaður fyrir skatta nam 456,6 milljónum króna. Áhrif dótturfélaga voru jákvæð um 53,5 milljónir. Velta Baugs á árinu var 18,7 milljarðar króna. Eignir Baugs voru í árslok færðar til bókar á 6,4 milljarða og eigið fé fyrirtækisins var 1,4 milljarðar. Eðlilegt er því að spyrja hvort Baugur hf. sé álitlegur fjárfestingarkostur miðað við það verð sem í boði er. í áætlunum fé- lagsins fyrir árið 1999 er gert ráð fyr- ir að hagnaður ársins 1999 verði 627 milljónir eða 2,9% af veltu. Jafn- framt er búist við þvi að samkeppni á matvörumarkaði muni aukast enn frekar, sérstaklega í ljósi þess að stjórnir Nóatúns, KÁ og 11 hafa lýst áhuga á auknu samstarfi. Markaðs- hlutdeild Baugs á mat- vörumarkaði var á síð- asta ári 44,1% og ljóst er að markaðsstaða fé- lagsins er afar sterk. Hins vegar er fjölþætt áhætta tengd rekstri Baugs. Tekjur félagsins eru í krónum en gjöld að stórum hluta í er- lendri mynt. Gengisá- hætta er því mikil. Einnig má nefna mark- aðsáhættu, stjórmmará- hættu og hefðbundna hlutabréfaáættu sem m.a. er fólgin í breyt- ingum á efnahagsá- standi. Þrátt fyrir þessa áhættu er framtíðin nokkuð björt og spennandi verður að sjá viðbrögð fjárfesta við útboðinu. -BMG Ný stjórn hjá Plastprenti hf. - slæmar horfur fram undan Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Plastprents hf. í fyrradag. Friðrik Pálsson, stjórnarformaður SÍF, Kristinn Björnsson, forstjóri Skelj- ungs hf., og Einar Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Sjóvár-Almennra, tóku sæti í stjórninni en þar voru fyrir þeir Eggert Hauksson, stjórn- arformaður, og Ásgeir Thoroddsen. Úr stjórn viku þeir Kristján Jó- hannsson, Árni Ólafur Lárusson og Sigurður Sigurkarlsson. Afkoman á síðasta ári var mjög slæm en félagið tapaði þá meira en 70 milljónum. Það sem af er þessa árs hefur verið tap á rekstrinum og ekki góðar horfur fyrir árið í heild. Ástæða þessa taps er öðru fremur mikil erlend samkeppni en minnk- einnig haft nei- kvæð áhrif á af- komu félagsins. Hækkandi launakostnað- ur hefur komið sér illa fyrir fé- lagið. Þessi slæma afkoma hefur komið skýrt fram á fjár- magnsmörkuð- um undanfarið en gengi bréfa Plastprents hef- ur lækkað úr andi eftirspurn eftir vönduðum 4,1 í 1,98 á rúmu ári. -BMG plastumbúðum í sjávarútvegi hefur i\ii i*ýiiniiii \rÍ€<l lil vc!»aui flntniiiga. Sjáumst í Hqfinurfirði! iVýti kortatimabil. SKO Reykjavíkurvegi 50 sími 565-4275 Alan Greespan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Vaxta- hækkanir í Bandaríkj- unum Mikil uppsveifla hefur verið í bandarísku efnahagslífi undanfar- in ár. Hagvöxtur hefur verið mik- ill og stöðugur og fátt bendir til þess að hann sé að minnka. At- vinnuleysi er í sögulegu lágmarki og bjartsýni ríkir. Þrátt fyrir þennan uppgang eru lítil merki um að verðbólga sé að fara af stað. Við þessar efnahagsaðstæður blómstra fyrirtæki og það sést kannski best á því hversu miklar hækkanir hafa verið á Dow Jones- hlutabréfavísitölunni á Wall Street. Það er þó mat margra að hagvöxturinn byggist að einhverju leyti á þessu háa hlutabréfaverði sem aftur er afleiðing spákaup- mennsku. Þetta þýðir að verð margra hlutafélaga er of hátt skráð miðað við markaðsvirði. Al- menningur í Bandarikjunum er mjög virkur í hlutabréfakaupum og þessi aukna eign fólks veldur aukinni neyslu sem hugsanlega er byggð á röngum forsendum. í kjöl- far þessarar umræðu hefur orðrómur um að vaxtahækkun sé væntanleg komist á kreik. Það verður hins vegar að benda á að á hverju ári hefur því verið spáð að efnahagur Bandaríkjanna standi ekki undir þessum væntingum. Engin þessara spáa hefur ræst. í ljósi fortíðar er því ailt eins vist að áframhaldandi uppgangur verði í bandarisku efnahagslífi. Nýr framkvæmdastjóri íslenskrar getspár Bergsveinn Samsted, sem hef- ur verið forstöðumaður einstak- lingssviðs hjá Eo- urocard, tekur við starfi fram- kvæmda ís- lenskrar getspár í júní nk. ‘f Hann tekur við af Vilhjálmi Vil- hjálmssyni sem lætur af störfum fyrir aldurs sakir. É. Fjölbreyttar veröbólguspár FBA spáir 0,35-0,4% hækkun á neysluverðsvísitölu milli mán- aða. Það jafngildir 4,3-4,9% verð- bólgu á ársgrundvelli. Ástæður þess eru hækkun á markaðsvirði húsnæðis, matvörum, bensíni og fatnaði. Kaupþing spáir 5% veröbólgu Kaupþing spáir að veröbólga í mars mælist um 5% á árs- grunni. Kaupþing segir þó að nokkurt svigrúm sé til hækkun- ar á þessari verðbólguspá. Á mánudag birtir Hagstofa ís- lands niðurstöður mælinga sinna á vísitölu neysluverðs sem notuð er til grundvallar neysluverðsvísitölu. Fjárvangur selur Fjárvangur hefur tilkynnt að félagið hafi selt öll hlutabréf sín i Básafelli hf. Nafnvirði bréfanna er samtals að nafnvirði 52,4 millj- ónir eða 6,9% af heildarhlutafé Básafells. Nýr stjórnarformaður Ármannsfells Stefán Friðfinnsson, fram- kvæmdastjóri íslenskra aðalverk- taka, hefur verið kos- inn stjóm- arformaður Ármanns- fells. Gunn- ar Halldór Sverrisson og Gunnar Lárusson verða meðstjómendur hans. Burðarás kaupir í Síldarvinnslunni Burðarás hf., fjárfestingatfélag Eimskips hf., hefur eignast stærri en 10% hlut í Síldarvinnsl- unni hf. Tilkynning þessa efnis barst Verðbréfaþingi íslands í gær. Samtímis barst tilkynning um að Lífeyrissjóður Austur- lands hefði dregið stórlega úr hlut sínum. Ljóst er því að Burðarás keypti hlut Lífeyris- sjóðsins. Jenið að styrkjast Hlutabréf hafa hækkað í verði undanfarið í Japan og hefur það aukið eftirspum eftir jenum. Það hefur styrkt jenið. Talið er lík- legta að jenið muni halda áfram að styrkjast á næstu dögum og vikum en muni svo lækka þegar líða tekur á árið. Ný fjárlög í Svíþjóð Ný fjárlög og fjármálaráöherra í Svíþjóð hafa glætt vonir manna um að hagvöxtur í Svíþjóð fari vaxandi. Lagt er til að tekjuskatt- ar verði lækkaðir og að það muni örva hagvöxt. Þetta mun síðan hafa jákvæð áhrif á gengi sænsku krónunnar og möguleikar á inn- göngu í EMU aukast. -BMG -BMG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.