Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Blaðsíða 29
TV\7~ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 29 Þekktir leikarar hafa fengið góða dóma fyrir frammistöðu sína. Maður í mislitum sokkum Þjóðleikhúsið hefur sýnt á Smíðaverkstæðinu leikritið Mað- ur í mislitum sokkum eftir Am- mund Backman við miklar vin- sældir. Hefur leikritið fengið mjög góðar viðtökur hjá almenn- ingi, sem og gagnrýnendum. í kvöld verður 75. sýning á verk- inu og er ekkert lát á aðsókninni. Leikritið lýsir í léttum dúr við- burðaríkum dögum í lífi ekkju á besta aldri og nokkrum vina hennar. Hvað gerir góðhjörtuð kona þegar hún finnur ókunnug- an, rammvilltan og minnislaus- an mann á förnum vegi? Tekur hann auðvitað með sér heim. Leikhús Leikaraskipti hafa orðið frá frumsýningu. Erlingur Gíslason hefur tekið við hlutverki Gunnar Eyjólfssonar þau kvöld sem Gunnar er í Sjálfstæðu fólki og Tinna Gunnlaugsdóttir hefur tekið við hlutverki Guðrúnar S. Gísladöttur. Aðrir leikarar em: Guðrún Þ. Stephensen, Árni Tryggvason, Helga Bachmann, Bessi Bjarnason og Ólafur Darri Ólafsson. Leikstjóri er Sigurður Sigurjónsson. Vestfirðingar á Akureyri Vestfirðingafélagið á Akureyri og nágrenni blæs til vorfagnaðar á Fosshóteli KEA á Akureyri í kvöld. Guðjón Amar Kristjáns- son, þekktur sem „Addi Kitta Gauj“, aflaskipstjóri og formaður Farmanna- og Fiskimannasam- bands íslands, verður ræðumað- ur kvöldsins og eins og segir í til- kynningu Vestfirðingafélagsins munu „fimmtán vinstrifrjáls- lyndir og íhaldssamfylkingar- sinnaðir skemmtikraftar efla til framsóknar með stjómlausum húmanískum uppákomum á sviði“. Hljómsveitin 1&70 mun leika fyrir dansi og eru allir Vestfirðingar, vinir þeirra og óvinir velkomnir. Samkomur Kórtónleikar Stúlknakór Tónlistarskólans í Keflavík heldur vestur um haf 27. apríl og hefur mikil vinna verið lögð í að fjármagna ferðina. Söngskráin sem kórinn fer með til Ameríku verður flutt í Ytri- Njarðvíkurkirkju í kvöld kl. 20.30. Stjórnandi og stofnandi kórsins er Gróa Hreinsdóttir. Barn dagsins í dálkinum Bam dagsins eru birtar myndir af ungbömum. Þeim sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma með myndina, ásamt upplýsingum, á ritstjórn DV, Þverholti 11, merkta Bam dagsins. Ekki er síðra ef barnið á myndinni er í fangi systur, bróður eða foreldra. Myndir em endur- sendar ef óskað er. Vorhátíð Grand Rokk Það ætti hver að geta þjórað að eig- in vild á veitingastaðnum Grand Rokk um helgina því þar fer fram Vorhátíð staðarins. Vor-kokteill Grand Rokk verður kynntur og gleði- gjafarnir í hljómsveitinni Trípólí leika fyrir dansi á efri hæðinni á fóstudag og laugardag. Með þeim á sviðinu verður gestasöngvari, hinn daginn, þegar sérstakt Dylan-kvöld eini sanni Karl Hjaltested, sem snýr verður haldið í tilefni vorsins. Þá nú aftur eftir nokkra flar-----------------munu þeir Freyr Eyj- vera. Á neðri hæðinni Clfömmtílllir °^sson °8 Stefán Magn- verður spiluð framsóknar- wRdllllllclllir ússon leika vel valin lög vist, auk þess sem skáklist- eftir meistarann. Allir in verður stunduð grimmt að vanda. eru velkomnir og er ókeypis aðgang- Vorhátíðinni lýkur svo á sunnu- ur sem endranær. SaÉ Hljómsveitin Trípólí verður á Grand Rokk um helgina. Veðrið í dag Hvasst í norðanáttinni Skammt norðvestur af Irlandi er 1000 mb lægð sem hreyfist allhratt suðaustur en 985 mb lægð austur við Noreg þokast vestur og síðan suður. Vaxandi hæðarhryggur er á Grænlandshafi. Norðan stinningskaldi eða all- hvasst en hvassviðri austast í dag. Snjókoma eða éljagangur um norð- anvert landið en víðast bjartviðri syðra. Lægir smám saman, fyrst vestan til með kvöldinu, en síðan einnig annars staðar í nótt og á morgun. Frost á bilinu 0 til 8 stig, mildast við suðausturströndina en kaldast norðvestan til. Á höfuðhorgarsvæðinu verður norðankaldi en gola í kvöld og nótt. Léttir til. Frost 1 til 5 stig. Sólarlag í Reykjavík: 21.03 Sólarupprás á morgun: 05.50 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.44 Árdegisflóð á morgun: 07.03 Veðrið ld. 6 í morgun: Akureyri úrkoma í grennd -5 Bergsstaöir skafrenningur -6 Bolungarvík skýjaö -5 Egilsstaöir -5 Kirkjubœjarkl. skafrenningur -4 Keflavíkurflv. skýjaö -4 Raufarhöfn snjóél -5 Reykjavík snjóél -4 Stórhöföi léttskýjaö -4 Bergen slydda 1 Helsinki rigning 3 Kaupmhöfn skýjaó 5 Ósló léttskýjaö 0 Stokkhólmur 4 Þórshöfn snjóél á síö. kls. 0 Þrándheimur skýjaó 2 Algarve léttskýjaö 9 Amsterdam þokumóöa 3 Barcelona Berlín rigning 4 Chicago rigning 7 Dublin hálfskýjaö -1 Halifax heiöskírt 1 Frankfurt skýjaó 2 Glasgow skýjaö 0 Hamborg léttskýjaö 2 Jan Mayen skafrenningur -2 London þokuruöningur 1 Lúxemborg skýjaö 1 Mallorca skýjaó 5 Montreal léttskýjaö 4 Narssarssuaq rigning 3 New York alskýjað 13 Orlando skýjaö 14 París léttskýjaö 1 Róm rigning 13 Vín skýjaö 7 Washington þokumóöa 8 Winnipeg alskýjað -2 Slæmt ferða- veður Hvassviðri, skafrenningur og vont ferðaveður er víða á landinu, síst þó á Suður- og Suðvesturlandi. Ófært er um Bröttubrekku og Steingrímsfjarðar- Færð á vegum heiði. Á Norðurlandi er ófært um Víkurskarð. í gær var orðið þungfært um Mývatns- og Möðru- dalsöræfi og Vopnaíjcuðarheiði. Kristófer Myndarlegi drengurinn á myndinni, sem fengið hefur nafnið Kristófer Númason, fæddist 28. febrúar síðastliðinn kl. Barn dagsins 7.00 á fæðingardeild Landspítalans. Við fæð- ingu var hann 3810 grömm að þyngd og 54 sentímetrar. Foreldrar Kristófers era Auður Erla Logadóttir og Valdimar Númi Hjaltason og er hann þeirra fyrsta barn. Mel Gib- son leikur Porter sem leitar hefnda í Payback. Auga fyrir auga... Payback, sem Sam-bíóin sýna, er gerð sakamálasögu sem áður hefur verið kvikmynduð og var það breski leikstjórinn John Boorman sem gerði söguna ódauð- lega i Point Blank árið 1967, kvik- mynd sem löngu er orðin klassísk og þykir með betri sakamála- myndum sem geröar hafa veriö. í Point Blank lék Lee Marvin hlut- verk hins ólánsama glæpamans, Porters, en í Payback er það Mel Gibson sem leikur Porter. Payback gerist í svartri veröld þar sem karlmenn era morðingj- ar, konur hórur og löggur styðja þá sem borga mest. Við fylgjumst með tveimur glæpon- um, Porter (Mel '///////// Kvikmyndir •//<£;;” Gibson) og Val (Gregg tP*" Henry), sem hafa *“ framið stórrán. Þegar kemur að þvi aö skipta fengnum kemur í ljós að Porter hafði gert þau mis- tök að treysta vini sínum. Val er sem sagt stunginn af með alla pen- ingana og eiginkonuna og gerir tilraun til að myrða Porter. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: Payback Saga-Bíó: Jack Frost Bióborgin: One True Thing Háskólabíó: A Civil Action Háskólabíó: Dóttir hermanns graetur ei Kringlubíó: Mighty Joe Young Laugarásbió: Blast From the Past Regnboginn: Life Is Beautiful Stjörnubíó: Still Crazy Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 Lárétt: 1 blóð, 8 blástur, 9 jarðir, 10 org, 12 átt, 13 birta, 14 fátæk, 15 eira, 17 treg, 19 borgun, 20 óhreinki, 21 flatfiskurinn, 22 flökt. Lóðrétt: 1 hestur, 2 gamla, 3 eigi, 4 hiti, 5 pípur, 6 eðli, 7 forfaðir, 11 snúna, 14 fljótan, 16 fé, 18 mark. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 fræg, 6 gró, 8 læður, 9 óð, 10 áði, 11 máta, 12 manaði, 14 órað, 16 una, 17 kú, 18 signa, 20 ama, 21 stal. Lóðrétt: 1 flá, 2 ræða, 3 æðina, 4 gumaði, 5 gráöugt, 6 rót, 7 óðara, 12 móka, 13 inna, 15 rúm, 18 sa, 19 al. Gengið Almennt gengi LÍ16. 04. 1999 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgenqi Dollar 72,810 73,190 72,800 Pund 116,920 117,520 117,920 Kan. dollar 48,950 49,250 48,090 Dönsk kr. 10,4550 10,5130 10,5400 Norsk kr 9,3750 9,4270 9,3480 Sænsk kr. 8,7450 8,7930 8,7470 Fi. mark 13,0650 13,1440 13,1678 Fra. franki 11,8430 11,9140 11,9355 Belg.franki 1,9257 1,9373 1,9408 Sviss. franki 48,4700 48,7400 49,0400 Holl. gyllini 35,2500 35,4600 35,5274 Þýskt mark 39,7200 39,9600 40,0302 lt. líra 0,040120 0,04036 0,040440 Aust. sch. 5,6450 5,6790 5,6897 Port. escudo 0,3875 0,3898 0,3905 Spá. peseti 0,4669 0,4697 0,4706 Jap. yen 0,614400 0,61810 0,607200 írskt pund 98,640 99,230 99,410 SDR 98,690000 99,28000 98,840000 EC0 77,6800 78,1500 78,2900 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 < t- t f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.