Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1999 UV Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á beinni línu DV í gærkvöld: Uppskrift Samfylkingar ógnar stöðugleikanum „Ungt fólk þarf aö gera áætlanir og byggja fyrir framtíðina. Ég sé engin teikn á lofti um að stöðugleikinn breytist nema þannig að til komi mannanna verk. Ég hef hins vegar séð uppskrift að því að koma honum fyrir kattamef. Samfylk- ingin hefur birt hana,“ sagöi Davíð Odds- son, forsætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, á Beinni línu DV í gær- kvöld. Hringt var nær stanslaust í Davíð þá tvo tíma sem hann sat fyrir svömm á rit- stjórn DV og spurningarnar mjög fjöl- breyttar eins og sést hér í opnunni. Davíð var m.a. spurður um kjör aldr- aðra og þeirra sem lægst hafa launin: „Kaupmáttur láglaunafólks er ekki hár en hefur aldrei hækkað eins mikiö og hann hefur gert á þessu kjörtímabili. Horfðu svo til hinna sem sátu í stjórn þar á undan. Þá hrundi kaupmáttur þessa fólks um 14-15 prósent á tveimur árum ... ef við, þjóðin, höldum eins vel á málum og við höfum gert á undanföm- um árum þá tel ég að kaupmáttur þinna launa sem annarra geti hækkað örar en hann hefur gert í nágrannaríkjunum á næsta kjörtímabili.“ Kvótinn kom auðvitað til umræðu: „Við teljum að sá mikli óróleiki sem ver- ið hefur gangi ekki - því verður aö leita sátta um þau atriði sem mest hefur ver- ið deilt um. En við leggjum ekki til að kvótanum verði kastað fyrir róða án þess að menn viti hvað kemur í staðinn ... Samfylkingin leggur til að kvótakerf- inu verði hent og eitthvað annað tekið upp eftir tvö eða þrjú ár sem þeir vita ekki hvað er. Það er ekki skynsamlegt." -hlh Ekki skylduáskrift Öm Sigurðsson, Reykjavik: Telur þú ásœttanlegt aö byggöur veröi varan- legur flugvöllur í hjarta Reykjavíkur i staö bráóabirgöaflugvallar sem breska hernámsliáiö byggöi áriö 1942? „Ef ekki væri flugvöllur þama í dag þá yrði hann ekki settur þar niður. Hann var settur niður vegna stríðsins. Ég lít á þá aðgerð sem nú fer fram sem viðgerð á vellinum enda er kostnaður þess eðlis. Ég held að staðan sé sú að flugvöllur fyrir innanlandsflug verður ekki til á næstu 10 árum. Þá er staðan sú að ekki er hægt að hafa völlinn í því ástandi sem hann er í dag. Hann er ekki boðlegur." Ingibjörg Stefánsdóttir, Reykja- vík: Ég leitaöi aó stefnu Sjálfstœöis- flokksins á kosningavefnum en fann hana ekki. Eruð þiö ekki meö hana? „Ég hef ekki skoðað vefmn sjálfur. Það er ekki mitt verk. Hins vegar kom fram í blaði í dag um vefi stjómmála- flokkanna að vefur Sjálfstæðisflokks- ins var talinn sá skýrasti. Varðandi kosningastefnuskrá flokksins þá er hún komin út og fólk er að dreifa henni á okkar vegum. Hins vegar liggja verk flokksins fyrir í ríkisstjórn og þau em besti vegvísirinn um það sem við gerum á næsta ári.“ Stefán Gissurarson, Reykjavík: Hyggst þú beita þér fyrir því aö afnema sjómannaafsláttinn á komandi kjör- tímabili? „Nei. Það myndi setja allt í uppnám í þessari stóra og mikilvægu stétt. Um leið og slíkt gerðist myndu tekjur sjó- manna lækka að raungildi sem því næmi.“ Kristján Jónasson, Reykjavík: Hefur þú eitthvaó á móti því aö afnema skylduáskrift aö sjónvarpi? „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að þetta fyrirkomulag sem nú er gangi ekki upp. Á hinn bóginn hef ég ekki getað komið því í framkvæmd eða í verk að finna aðra og nýja aðferð. Mér hefur alltaf þótt óeðlilegt eftir að nýjar stöðvar komu í sjónvarpi og útvarpi að menn séu píndir til þess gegnum notk- un sína á tækjum sem aðra varðar að greiða slík föst gjöld. En ménn verða að fmna aðra leið.“ Marta Guðjónsdóttir, Reykjavík: Mjög misvísandi upplýsingar eru í gangi um hvort ísiendingar geti eóa geti ekki fengiö undanþágu frá sjávar- útvegsstefnu ESB. Hver er þín skoöun á þessu? „Það er enginn vilji til þess hjá Evr- ópusambandinu að veita íslendingum undanþágu frá sjávarútvegsstefnunni. Bæði ég og utanrikisráðherra höfum rætt við alla helstu forystumenn sam- bandsins. Það hefur komið fram hjá þeim að slík undanþága fengist ekki. Norðmenn sóttu það í tvígang fast að komast inn í Evrópusambandið og lögðu höfúðáherslu á að fá undanþágu frá þessari stefnu. Þeir fengu ekki und- anþágu frá þessari stefhu í mjög hörð- um samningaviðræðum. Þetta passar við það sem okkur hefur verið sagt.“ Kiástín Leopoldína Bjarnadóttir, Reykjavík: Hvers vegna œtti ungt fólk aö kjósa Sjálfstœöisflokkinn? „Það era margar ástæður til þess - vegna stefiiu hans og þeirrar reynslu sem fólk hefur af störfum hans. Ég hef sannfæringu fyrir því að þess hag yrði best borgið með því að stefna Sjálf- stæðisflokksins fengi notið sín; með því að í landinu sé sæmilegur stöðug- leiki, menn geti gert áætlanir langt fram í tímarrn og ekki kippt undan því fótunum með vanhugsuðum efhahags- ráðstöfunum eins og oft hefur gerst í vinstri tíð. Ungt fólk þarf að gera áætl- anir og byggja fyrir framtíðina. Ég sé engin teikn á lofti um að stöðugleikinn breytist nema þannig að til komi mannanna verk. Ég hef hins vegar séð uppskrift að því aö koma honum fyrir kattamef. Samfylkingin hefur birt hana.“ Viljum sátt Guðjón G. Gunnarsson, Reykhól- um: Sjálfstœöisflokkurinn talar um að ná sátt um fiskveióistjómunarkerfiö. Hvernig telur þú aö hún muni nást og um hvaó veröur hún? „Sátt verður ekki nema fleiri komi að henni en ég - ekki er ég í innri deil- um við sjálfan mig um málið. Meginat- riðið er að okkur frnnst fráleitt að henda burtu því kerfi sem við höfum byggt á þrátt fyrir að á því séu gallar. í staö þess að lýsa yfir að einhver ósögð lausn verði fundin eftir 3 ár. Þannig að við segjum; við ætlum að byggja á þessu kerfi sem hefur í meg- inatriðum reynst vel. Við höfum orðið þess vör að um hliðargreinar stefnunn- ar og ýmsa þætti sem snerta hana rík- ir ekki eining. Við teljum að sá mikli óróleiki sem verið hefúr gangi ekki - því verður að leita sátta um þau atriði sem mest hefur verið deilt um. En við leggjum ekki til að kvótanum verði kastað fyrir róða án þess að menn viti hvað kemur í staðinn." Svava Siguijónsdóttir, Reykjavík: Hvaó œtlió þiö aó gera varóandi fjöl- skylduna? Kemur til greina aó tengja fœöingarorlof þannig aö báöir foreldr- ar geti nýtt sér réttinn? „Málefhi fjölskyldunnar snerta nán- ast alla þætti þjóðlífisins. Ekkert eitt svar er til sem tengist bara málefnum hennar. Það er mikilvægt málefni fjöl- skyldunnar að fólkið hafi vinnu. At- vinnuleysi fer sem betur fer minnk- andi. Það er mikilvægt mál fjölskyld- unnar að kaupmáttur launa hækki. Sem betur fer fer sá kaupmáttur að hækka. Mikilvægt fyrir þá sem era í húsnæðisbaslinu er að vextir fari lækkandi af húsnæðislánum og þess háttar og fleiri kostur en einn séu í húsnæðiskerfinu. En einnig hitt sem lýtur að fæðingarorlofi, þar hafa skref verið stigin á kjörtímabilinu, ekki mjög stór, sem snerta bæði kynin.“ Hilmar Eliasson, Reykjavik: Ætl- ar Sjálfstœöisflokkurinn að beita sér fyrir því aö laun okkar hœkki upp í 100 þúsund krónur og hvers vegna á lág- launamaóur aö kjósa Sjálfstœöisflokk- inn fremur öörum? „Settu þig í spor sjálfs þín fyrir 4 árum og þú værir að velja menn til verka. Kannaðu svo hvað hefur gerst. Kaupmáttur láglaunafólks er ekki hár en hefur aldrei hækkað eins mik- ið og hann hefur gert á þessu kjör- tímabili. Horfðu svo til hinna sem sátu í stjóm þar á undan. Þá hrundi kaupmáttur þessa fólks um 14-15 prósent á tveimur árum. Ég ætla ekki að lofa þér neinum tölum í þessu sambandi. En ég segi; ef við, þjóðin, höldum eins vel á málum og við höfum gert á undanfómum árum þá tel ég að kaupmáttur þinna launa sem annarra geti hækkað örar en hann hefur gert í nágrannaríkjun- um á næsta kjörtímabili - kannski ekki fjórum sinnum hraðar eins og nú hefur gerst en samt sem áður hraðar." Kaupmáttaraukning Ámi Bergþór, Reykjavík: Ertu hlynntur sveigjanlegum starfslokum? Ég er afar hlynntur sveigjanlegum starfslokum. Þá get ég bara vísað til gamalla tíma þegar ég og Birgir ísleif- ur Gunnarsson fluttum tillögu í borg- arstjóm, reyndar í stjómarandstöðu, um að borgarstarfsmenn fengu sveigj- anlegan vinnutíma. Þessi tillaga var síðar útfærð að hluta til þannig að ýmsir borgarstarfsmenn náðu því að fara á eftirlaun og halda áfram í hálfú starfi til 75 ára aldurs. Því miður þá hefúr þessi skipan hjá borginni verið lögð af. Að sjálfsögðu era ekki allir vinnuhæfir þegar þeir era komnir á þennan aldur en margir era það. Það á að nota siíka krafta, þekkingu og reynslu." Hafliði Helgason, Reykjavík: Sam- þykkiróu þá miklu upphœö sem Fram- sóknatfbkkurinn hefur áœtlaó í barátt- una gegn eiturlyfjum ef úr stjórnar- myndun milli ykkar verður? „Þessi tala hefur nú ekki verið rædd við okkur þar sem ákvarðanir um stjómarmyndun hafa ekki verið tekn- ar. Hún hefur heldur ekki verið út- skýrð og ekki sundurliðað í hvað á að nota þessa peninga." Stefán Magnússon, Reykhóla- sveit: Hvemig hefur þróun kaupmáttar og lífskjara raunverulega verió hjá öldruóum og öryrkjum? Sem betur fer hafa lífskjör þessa hóps batnað. Margt af þessu fólki hef- ur haft lítið. Þó að kaupmáttaraukning hafi verið 20% þá þýðir það ekki að það flæði peningar út um alla vasa. En þess ber þó að geta að kaupmáttar- aukning þessa hóps á nýliðnu kjör- tímabili er meiri en á nokkra öðra kjörtímabili á undan. Ingvar Gunnarsson, Reykjavík: Mun Sjálfstœðisjlokkurinn beita sér fyrir því aö leggja niöur verötryggingu? „Verðtryggingin í sjálfu sér er ekki skaðvaldur ein og sér en getur gert mönnum mjög erfítt fyrir í verðbólgu- ástandi. En ekki ef um stöðugt verðlag er að ræða. Mér finnst skrítið að menn séu mikið að tala um hana núna þegar verðbólgan er nánast engin. Ég man eftir því þegar ég var sjálfúr að kaupa mér íbúð á sínum tíma. Skuldimar hækkuðu í tölum, sama hvemig mað- ur borgaði. Þetta var lýjandi.“ Björgvin Kristbergsson: Hvaó œtlið þió aö gera í málefnum fatlaðra á nœsta kjörtímabili? „Ég tel að það sé fúllur vilji hjá öll- um stjómmálaflokkum til að bæta stöðu fatlaðra. Það hefúr verið mikið gert til þess og allur vilji manna stend- ur til þess. Og það er þýðingarmest í því sambandi að efnahagurinn sé góð- ur þannig að menn hafi fjármuni til þess. Það er ekki hægt í senn að koma meö tillögur sem fela í sér að efnahags- lífið hrynur og lofa síðan öllu upp í ermina á sér. Það geri ég ekki og þeir sem gera það geta aldrei staðið við eitt né neitt." Eggert S.K. Jóhannesson, Eyrar- bakka: Hvemig líst þér á þoer hug- myndir sem Samfylkingin hefur sett fram í efnahagsmalum? „Satt best að segja þá líst mér ekkert á þá bliku og sem betur fer sýnist mér að eftir því sem kjósendur kynna sér þá stefnu betur litist þeim verr á. Og ég segi líka að mér finnst þessi aðferð, að lofa öllu út og suður, milljónum þar og hér, sé ógeðfelld vegna þess að það mun aldrei standast. Það mun aldrei standast þvL að efhahagslífið mun kikna undan þessu og þar með tekjur rikissjóðsins að sjálfsögðu og þar með er ekki grundvöllur fyrir einu né neinu af þessu.“ Milljónir Sverris Bára Jónsdóttir, Laugarbakka: Stendur til aó fara út í hvalveiöar? „Alþingi samþykkti fyrir sitt leyti að fela ríkisstjórainni að undirbúa hvalveiðar við fyrsta tækifæri. Ég tel hins vegar að við verðum að fara að með gát og fara varlega og kynna það mál vel áður en í það verk verður far- ið. Ég hef hins vegar alltaf haldið því fram að við eigum rétt á að nýta þessi sjávardýr eins og önnur en þó að gæta að þeim stofnum að ekki fari illa.“ Stefán Jónsson, Vestmannaeyj- um: Vió vitum aö þetta sk. kvótabrask er viö lýöi. og það heyrist lítió rcett nema af liösmönnum Sverris Her- mannssonar. Hvaö fmnst þér um aö taka upp sóknarmark þar sem menn eru hrœddir um aö þaö komi einhver og kaupi upp allan kvótann. „Ég segi nú fyrst að munurinn á mér og Sverri Hermannssyni er sá að ég hef aldrei átt kvóta og aldrei fengið 12 milljónir fyrir eign sem byggðist á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.