Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1999, Blaðsíða 32
V I K I N G A L«n« að.vinncL< ^trírjit f£K iLjl FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Hamraborg 20 í Kópavogi: Ógnaröld í stigagangi „Hér í stigaganginum eru 12 íbúðir og flestir íbúar gamalt fólk. Það finnur ekki lengur til öryggis heima hjá sér vegna þessa leigj- anda míns og gesta hans,“ segir Bjami Bjarnason framkvæmda- stjóri, sem leigir út eina íbúð í >**'Hamraborg 20 í Kópavogi með fyrr- greindum afleiðingum. íbúarnir eru hræddir og um daginn spörk- uðu gestir leigjandans upp hurð hjá nágranna og höfðu á brott með sér sjónvarpstæki hans þegar þeir yfirgáfu gleðskap. „Ég hef komið inn til leigjandans og veit fyrir víst að þarna er neytt fíkniefna. íbúarnir hafa einnig tjáð mér að gestir hans viti stundum ekki hvort þeir eru að koma eða fara þegar þeir eru að þreifa sig áfram í stigaganginum eins og fá- > ♦ vitar; út úr heiminum og í annar- Akureyri: Fjórir á slysadeild DV| Akureyri: Ökumaður bifreiðar, tveir lög- reglumenn og slökkviliðsmaður, voru fluttir á slysadeild Fjórðungs- sjúkrcihússins á Akureyri um mið- nætti, eftir að bíll fór í sjóinn í Sandgerðisbót. Ökumaður bifreiðarinnar sem ^fór í sjóinn bjargaði sér sjálfur i land, en vissara þótti að senda menn i sjóinn til að kanna hvort fleiri væm í bifreiðinni. Tveir lög- reglumenn og slökkviliðsmaður skelltu sér því í sjóinn og gengu úr skugga um þá hluti. -gk Bjarni Bjarnason viö Hamraborg 20. DV-mynd Teitur legu ástandi," segir Bjami sem hef- ur kvartað yfir þessu til lögregl- unnar. „En lögreglan segist ekkert geta gert. Svo virðist sem mann- réttindi brotamannsins séu sett ofar öryggi gamla fólksins sem býr við þessa ógn í stigaganginum." Bjami berst nú við að losna við umræddan leigjanda svo friður skap- ist aftur í stigaganginum í Hamra- borginni. Hann segir mál sitt alls ekkert einsdæmi á höfuðborgarsvæð- inu. Fjöldinn allur af ibúðareigend- um standi í sama stríði og gangi á vegg þegar þeir vilja grípa til að- gerða: „Ég hef líka rætt þetta við fram- bjóðendur sem standa nú og gefa lof- orð út og suður fyrir kosningar. Þeim verður tíðrætt um fíkniefnavandann, en þegar maður segir þeim farir sín- ar ekki sléttar í þessum efnum verða þeir kindarlegir og segja að málið sé snúið. Það er ekki snúið á meðan ógnaröld ríkir í stigaganginum hjá mér og nágrönnum," segir Bjarni Bjamason. -EIR Nígeríumenn bíöa dóms: Úr fangelsi í brúðkaup Nígeríumennimir tveir sem ákærðir hafa verið fyrir skjala- fals og fjársvik gagnvart íslands- banka upp á 11 milljónir króna notuðu báðir tækifærið og gengu í hjónaband þegar þeir sluppu úr gæsluvarðhaldi. „Ég get staðfest að mennirnir gengu í það heilaga; annar á laugardaginn og hinn ætlar að kvænast næsta laugardag, ef hann er þá ekki búinn að því nú þegar,“ sagði Halldór Jónsson lögmaður og verjandi annars Ní- geríumannsins. „Mönnunum var sleppt úr gæsluvarðhaldi skömmu eftir páska og settir í farbann. Hjónaböndin hafa engin áhrif á málsóknina gegn þeim en ég á von á dómi um miðjan naesta mánuð,“ sagði Halldór. í ákæru gegn Nígeríumönnun- um er gerð krafa um að öðrum þeirra verði vísað úr landi eftir fullnustu dóms. Hvort nýorðið hjónaband hans skiptir þar ein- hverju máli er óvíst. Báðir hafa Nígeríumennimir verið búsettir hér á landi um árabil og verið í sambúð með núverandi eigin- konum sínum. Á annar þeirra bam með eiginkonu sinni en hinn stjúpbam. Sá fyrmefndi hefur starfað við fiskútflutning en hinn verið skráður iðnverka- maður. -EIR Réttarhald í Hamborg Héraðsdómari í Hamborg tók í morgun fyrir mál 21 árs konu úr Reykjavík sem handtekin var með kíló af amfetamíni og 120 grömm af kókaíni í flughöfninni þar ytra rétt fyrir jólin. Lögmaður konunn- sagði í samtali við DV að þýsk- ur lögreglumaður yrði að líkind- um eina vitni ákæruvaldsins í réttarhaldinu. Tveir kviðdómend- ur munu taka afstöðu til sektar sakborningsins. Lögmaðurinn kvaðst búast við að dómur í mál- inu gengi jafnvel strax í dag. Eins og fram kom í DV í gær hefur konan setið við illan aðbún- að í gæsluvarðhaldsfangelsi ná- lægt miðborg Hamborgar frá því hún var handtekin. Faðir hennar segir aðstöðuna mannskemmandi. Ekki er rétt að hún hafi orðið fyr- ir skordýrabiti í andliti, eins og sagt var í tilvísun. -Ótt MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1999 í vorblíöunni lífnar allt við; blómin og neistinn í augum Drífu Óskar sem brosir framan í heiminn. DV-mynd Hilmar Þór Veöriö á morgun: Súld suð- austan- lands Á morgun verður norðvestlæg og síðan vestlæg átt, víðast gola. Dálítil rigning og síðan súld verða suðaustanlands og um vest- anvert landið en annars þurrt að kalla. Hiti verður á bilinu 4 til 9 stig. Veöriö í dag er á bls. 53. Ingvar Helgason hf. Scevarhöfða 2 Simi 525 8000 www.ih.is Ný, öflugri og öruggari SUBARU IMPREZA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.