Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 01.05.1999, Blaðsíða 70
82 ^yndbönd LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1999 ^3'V" • * MYNDBAHDA 1941 Tæknibrellur og stjörnufans Gamanmyndir eru ekki sterkasta hliö leikstjórans Steven Spielberg, en hann ákvað þó að reyna fyrir sér með þessari mynd frá 1979, sem byggir að hluta til á sönnum atburðum, sem gerðust 26. febrúar 1942, þegar sást til japansks kafbáts undan strönd Kalifomíu og aift fylkið fékk móðursýkiskast. Dagsetningin er færð til 13. desember 1941 af handritshöfundunum Robert Zemeckis (leikstjóri Back to the Future) og Bob Gale. Persónumar era margar og myndin flakkar á milli alls konar mismunandi söguþræða sem tengjast hver öðram aðeins lauslega. Leikhópurinn er útbelgdur af fjölda stórstjama, sem fá vart að njóta sín fyrir stanslausum hasar og látum, en myndin er troðfuU af dýrum tæknibrellur. Húmorinn er æsifenginn slapstick og missir æði oft marks, en myndin á nokkur eftirminnileg augnablik, klassíska gullmola. Margir leikaranna skapa eftirminni- legar persónur: Slim Pickens er í hlutverki sveitavargs sem er tekinn höndum af japanska innrásarliðinu". Ned Beatty leikur heimilisfóður sem fer hamfórum með fallbyssu i bakgarðinum. Robert Stack er hershöfðingi sem grætur yfír teiknimyndinni um Dúmbó og syngur með. Bestu er þó John Belushi, sem end- urtekur hlutverk Bluto úr Animal House, í þetta skiptið sem baráttuglaður or- ustuflugmaður. Útgefandi: CIC myndbönd. Leikstjóri: Steven Spielberg. Aðalhlutverk: Dan Aykroyd, John Belushi, Lorraine Gary, Murray Hamilton, Christopher Lee, fim Matheson, Toshiro Mifune, Warren Oates, Robert Stack og Treat Williams. Bandarísk, 1979. Lengd: 114 mín. Öllum leyfð. -PJ The Last Days of DiHoods ★★★ Málglaðir diskóboltar (f§| ^gf Ófáar myndimar hafa verið gerðar um diskó-tímabil- ið að undanfömu. The Last Days of Disco sker sig frá flestum þeirra í ljósi þess að hún heldur því fram að í henni sé kafað undir yfirborð hinna myndanna sem og Travolta-klisjunnar. Hún reynir sem sagt að sýna hlut- ina eins og þeir voru frekar en „útúrflippaða" búninga, svæsna dansara og geðveikt stuð. Hvort aö sú mynd sem birtist í The Last Days of Disco sé eitthvað nær raunveruleikanum skal ósagt látið en eitt er víst að efnistökin eru nokkuð öðravísi. f brennidepli er fjöldi ung- menna með ólíkar skoðanir á lífinu og tilverunni. Og undarlegt nokk era sam- ræður þeirra meira áberandi en diskó-tónlistin. Þær era vel útfærðar frá hendi leikstjórans og handritshöfundarins Whit Stillman sem kemur nokkuð á óvart með þessari mynd. Undanfarið virðist síaukin áhersla vera á áhugaverðar sam- ræður f kvikmyndum sem fjalla um ungt fólk (ath. ekki unglingamyndir) og er það vel. Þær byggja jafhan á vel heppnaðri blöndu af gamni og alvöra, og ósjald- an beinist athyglin að kvikmyndum. Rifrildi um innihald þeirra eru jafnan í brennidepli og hér era teiknimyndir sjálfs Disneys teknar fyrir. Úrvals kvik- myndarýni og alls ekki slæm mynd í kaupbæti. Útgefandi: Sam-Myndbönd. Leikstjóri: Whit Stillman. Aðalhlutverk: Chloé Sevigny, Kate Beckinsale, Chris Eigeman og Matt Keeslar. Bandarísk, 1998. Lengd: 109. Öllum leyfð. -bæn DI5CÖ t /r Hoods Góðir leikarar, vond mynd Stundum skilur maður ekki hvað sfjömumar í Hollywood era að hugsa. Það er alveg hreint með ólik- indum að afbragðs leikarar eins og Joe Mantegna, Kevin Pollak, Jennifer Tilly og Joe Pantoliano hafi fengist til að ljá þessari undarlega vonlausu mynd krafta sína. Nokkur skondin atriði, ásamt góðum leik- uram, bjarga henni um eina stjömu. Þar af er Joe Pantoliano skemmtileg- astur í hlutverki geðsjúks morðingja sem fremur illvirki og reynir að finna hjá sér einhverja samvisku, með litlum árangri lengst af. Mantegna leikur son mafiuforingja. Hann fær það verkefni hjá elliærum föður sínum að drepa son annars mafíósa. Honum bregður í brún þegar hann kemst að því að fómarlambið er aðeins 9 ára. Lengst af virðist myndin gefa sig út fyrir að vera grínmynd, þótt hún sé reyndar ekkert sérstaklega fyndin, og gríninu haldið niðri með draum- kenndum innskotum þar sem Mantegna rifjar upp bamæsku sína. Að lok- um gefur myndin grínið algjörlega upp á bátinn og efnistökin verða eins og um dæmigerða mafiósamynd sé að ræða, grafalvarlegt karakterdrama um ást, vináttu, hollustu og fjölskyldubönd. Ég bara spyr. Hvað dró þessa ágæt- isleikara að þessari bjánalegu mynd? Útgefandi: Stjörnubíó. Leikstjóri: Mark Malone. Aðalhlutverk: Joe Man- tegna, Kevin Pollak, Joe Pantoliano og Jennifer Tilly. Bandarísk, 1998. Lengd: 95 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ ★★ Poodle Springs Einkaspæjarinn Philip Marlowe Þetta ævintýri spæjarans víðfræga gerist snemma á sjöunda áratugnum og hann eilítið farinn að reskjast. Reyndar svo mjög að hann er búinn að gifta sig ungri og ríkri snót. Hann hefur þó ekki verið lengi i paradís hjónasængurinnar þegar hann er kominn á kaf í dularfullt mál þar sem líf hans sjálfs virðist jafnvel í hættu. Kollegi hans hringir í hann og biðm- hann um að koma sér til aðstoðar þegar hann er skyndilega skotinn. Marlowe er fyrstur á vettvang glæpsins en lögreglunni þykir frásögn hans lítt trú- verðug Honum er því skellt á bak við lás og slá þar til hver önnur en eiginkonan bjargar honum úr klípunni - í bili. Það er James Caan sem fer með hlutverk spæjarans í þetta skiptið og ferst það svo sem ágætlega úr hendi. Aðrir leikarar eru lítt eftirminni- legir nema hvað að Sam Vlahos er góður í steríótýpunni sirmi sem hörkutólið Eddie. Poodle Springs er kannski ekki merkilegasta sjón- varpsmynd sem gerð hefur verið en hafi menn yndi af reyfurum má vissulega hafa af henni nokkurt gaman. Útgefandi: Bergvík. Leikstjóri: Bob Rafelson. Aðalhlutverk: James Caan. Bandarísk, 1998. Lengd: 110 mín. Bönnuð innan 16. -bæn Luc Besson: Hugmyndaríkur stOisti Luc Besson hefur stundum verið nefndur franska útgáfan af Steven Spielberg þar sem hann er þekktur fyrir að gera dýrar stórmyndir sem ganga vel í fjöldann. Þeir hafa samt sem áður ansi ólíkan stíl og Luc Besson er þekktur fyrir að vera hug- myndaríkur stílisti. Myndir hans eru jafnan frumleg, sjónræn lista- verk þar sem fljótandi kvikmynda- taka og viðar linsur eru meðal helstu höfundareinkenna. Hann er sannkallaður kvikmyndahöfundur og skrifar jafnan handritin að myndum sínum og oftar en ekki framleiðir hann þær einnig. Foreldrar hans kenndu köfún og á æskuárunum ferðaðist hann með þeim um Miðjarðarhafið og kynnt- ist sjávarlífinu. Hann synti og kaf- aði mikið og þegar hann var 10 ára gamall kom hann auga á höfrang þar sem hann var að sigla með for- eldrum sinum. Hann stakk sér í haf- ið og synti með höfrungnum. Þessi reynsla átti eftir að hafa mikil áhrif á hann og hann fór að kynna sér höfrunga með það fyrir augum að verða sjávarlíffræðingur og sérhæfa sig í höfrangum. Hann fór að stunda köfun og neðansjávarmynda- töku af miklum móð. 17 ára gamall varð hann síðan fyrir áfalli þegar hann lenti i köfúnarslysi sem átti eftir að breyta öllum hans framtíð- aráformum. Hann lá 10 vikur á sjúkrahúsi í Marseilles og var sagt að hann myndi aldrei geta kafað aft- ur. Kvikmyndaóhugi kviknar Þetta reyndist ekki rétt og Luc Besson gat inn síðir byrjað að kafa aftur en í millitíðinni þurfti hann að finna sér aðra köllun í lífinu. Frá bamæsku hcifði hann sýnt listræna hæfileika og m.a. skrifað sögur, þ. á m. eina sem hann kallaði Le Petit Siren, sem myndaði grunnhug- myndina á bak við The Big Blue. Hann hafði einnig áhuga á tónlist og myndatöku. Hann flutti aftur til fæðingarborgar sinnar, Parísar, og kynntist þar stórborgarlífi í fyrsta skipti síðan hann var ungbam. Þar blossaði upp hjá honum áhugi á sjónvarpi og kvikmyndum sem hann sá að gæti sameinað helstu áhugamál hans - tónlist, mynda- töku og skriftir. Hann hætti fljótlega í skóla og fór að vinna ýmis störf við franskar kvikmyndir. Um leið fór hann að sjá eins margar kvikmyndir og hann mögulega gat. 18 ára gamall fór hann síðan til Hollywood, vann þar við kvikmyndir og aflaði sér reynslu og þekkingar i þrjú ár áður en hann hélt heim aftur. Eftir að hafa gegnt herþjónustu vann hann sem aðstoðarleikstjóri við nokkrar myndir og leikstýrði nokkrum tón- listarmyndböndum. Hann stofnaði kvikmyndafyrirtæki, Les Films du Loup (Úlfamyndir), og komst í kynni við Eric Serra sem átti eftir að semja tónlistina við allar myndir hans. Fyrsta kvikmyndin Luc Besson var að verða reiðubú- inn að leikstýra sinni fyrstu kvik- mynd. Hann gerði fyrst stuttmynd- ina L’Avant-demier, sem var for- veri fyrstu kvikmyndar hans í fullri lengd, Le Dernier Combat (Síðasti bardaginn). Myndin var myrk fram- tíðarsýn, kvikmynduð í svart/hvítu fyrir lítinn sem engan pening. Myndin vann til fjölda alþjóðlegra verðlauna og vakti athygli fyrir fág- aða kvikmyndatöku, athyglisverða sögu og ffumleg stilbrögð, þætti sem áttu eftir að verða einkennismerki leikstjórans, ásamt tónlist Eric Serra og leikaranum Jean Reno, sem hefúr leikið í öllum myndum leikstjórans, nema The Fifth Elem- ent. Aðeins 24 ára gamall var Luc Bes- son orðinn þekktur leikstjóri í Evr- ópu og velgengni hans hélt áffam með næstu myndum. Subway var léttur og gamansamur óður til neð- anjarðarmenningarinnar í París. Hún skartaði rísandi stjömum, lan Holm, Bruce Willis og Milla Jovovich í The Fifht Element. Klassfsk myndbönd The Big Blue (Le Grand Bleu) ||| Hafið bláa hafið hugann dregur Jacques Mayol (Jean-Marc Barr) kemur upp úr sjónum eftir vel heppnaða köfun. The Big Blue er gæluverkefni Luc Besson og persónulegasta mynd sem hann hefur sent frá sér. Reynsla hans af köfun og sérstaklega höffungum mótaði hann sem bam og unglingur. Myndin er byggð á þeirri reynslu, sögu sem hann skrifaði sem ungling- ur og myndaði grunnhugmyndina í The Big Blue, og kynnum hans af Jacques Mayol, sem setti met í frjálsri köfun með því að kafa niður á 92 metra dýpi, en hann ljær aðalsögu- hetju myndarinnar nafn sitt. Myndin segir frá köfurunum og æskuvinunum Jacques Mayol (Jean- Marc Barr) og Enzo Molinari (Jean Reno). Enzo er frekur og sjálfsánægð- ur hrokagikkur meðan Jacques er hæglátur og tilfinninganæmur ein- fari. Þrátt fyrir ólíka persónuleika og samkeppnina sem ríkir milli þeirra, bera þeir mikla viröingu hvor fyrir öðrum og er vel til vina. Reyndar er Enzo mun meira upptekinn af því að vera bestur í faginu. Hann er heims- meistarinn í frjálsri köfun meðan Jacques tekur að sér verkefni víðs vegar um heiminn og eyðir eins mikl- um tíma og hann getur með höfrang- um. Enzo sannfærir Jacques um að taka þátt í heimsmeistarakeppninni og þeir setja sig í æ meiri hættu með því að kafa niður á sífellt meira dýpi. Jacques verður ástfanginn af banda- rískri konu (Rosanna Arquette), en raunveruleg ástríða hans er sjórinn, og hans æðsti draumur er að yfirgefa landið endanlega og sameinast höfr- ungafjölskyldu sinni í sjónum. Luc Besson er afar hugmyndaríkur handritshöfundur, en hann hefur ekki verið þekktur fyrir að skrifa neitt sér- staklega gáfuleg handrit. Einn helsti veikleiki myndarinnar er slappt hand- rit. Luc Besson er alltof mikið niðri fyrir og skrifar barnalega og fremur bjánalega fantasíu, þótt hugmyndin sé í sjálfu sér ágæt. Það er því erfitt að lifa sig inn í söguna að einhverju marki. Hins vegar er tónlist og kvikmyndataka í hæsta gæðaflokki og bestu atriði myndar- innar era neðansjávar- atriðin og höfrunga- dansarnir. Það era nokkrir góð- ir leikarar í myndinni, en þeir líða fyrir að þurfa að tala ensku, sem flestir þeirra gera fremur illa. Jean Reno nær sér þannig ekki al- veg á strik þótt hlut- verkið sé í raun full- komið fyrir hann. Rosanna Arquette þarf ekki að hafa áhyggjur af ensk- unni en gerir ekki mikið úr hlutverki sínu. Jean-Marc Barr reynir, en það er ekkert vit í persónunni sem hann leikur. Nokkrir ágætir aukaleikarar gleðja augað, sérstaklega Jean Bouise, Marc Duret og Paul Shenar, sem ein- hverjir ættu að muna eftir í hlutverki fikniefnabarónsins Sosa í Scarface. Fæst í Aðalvídeóleigunni. Leikstjóri: Luc Besson. Aðalhlutverk: Jean-Marc Barr, Jean Reno og Ros- anna Arquette. Frönsk/ítölsk, 1988. Lengd: 168 mín. Pétur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.