Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 9 Clinton ver bréfaskriftir Hillary Bill Clinton Bandaríkjaforseti varði í gær yfirlýsingu eiginkonu sinnar Hillary um að flytja ætti bandaríska sendiráðið í ísrael frá Tel Aviv til Jerúsalem. Hillary, sem íhugEir framboð til öldunga- deildarinnar, skrifaði í bréfi til samtaka gyðinga í New York að hún væri þeirrar skoðunar að Jerúsalem væri höfuðborg ísraels og að ekki ætti að skipta borg- inni. Lofaði forsetafrúin stuðn- ingi sínum við að sendiráðið yrði flutt. Almennt er litið á bréfið sem tilraun Hillary til að koma sér í mjúkinn hjá gyðingum. Clinton sagði í gær að allir hefðu rétt til að láta í ljósi skoðan- ir sínar. Óvissa um framhald friðarumleitana á N-írlandi: Myndun heima- stjórnar mistókst Myndun heimastjórnar á N-ír- landi fór út um þúfur í gær þegar Sambandssinnar hunsuðu þing- fundinn og létu ekki sjá sig. David Trimble, leiðtogi Sambandsflokks Ulsters, gaf út tilkynningu rétt fyrir þingfund þess efnis að flokkur hans myndi ekki tilnefna fulltrúa í stjóm að svo stöddu. Þá neitaði Ian Paisley, formaður Lýðræðislega sambandsflokksins, einnig að tilnefna fulltrúa í stjóm- ina og eftir það var ljóst að ekkert yrði af myndun heimastjórnar. Áður en þingfundi var slitið kvaddi Seamus Mallon, varaleiðtogi hófsamra kaþólikka, sér hljóðs. Mallon sagði að í Ijósi þess að ekk- ert yrði af stjómarmyndun segði hann af sér embætti. Mallon hafði verið tilnefndur aðstoðarforsætis- ráðherra í fyrirhugaðri stjóm og kom afsögn hans nokkuð á óvart. Hann hvatti David Trimble til að segja líka af sér enda hefði hann staðið í vegi fyrir því að friðarsam- komulagið kæmist loks til fram- kvæmda. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, var reiður út í þróun mála í gær en sagðist myndu gera allt sem i sínu valdi stæði til að vinna að friði og hann ítrekaði þá skoðun sína að David Trimble ætti að vikja úr emb- ætti án tafar. Óvissa um framhaldið Mikil óvissa rík- ir því um framtíð friðarumleitana á N-írlandi eftir at- burði gærdagsins. Tony Blair sagði í gær að friðarsam- komulagið yrði endurskoðað og hann myndi hitta Bertie Áhem, for- sætisráðherra ír- lands, næstkom- andi þriðjudag til þess að ræða þau mál. Blair viður- kenndi að atburðir gærdagsins væru vissulega áfall og Bill Clinton, for- seti Bandaríkjanna, tók í sama streng en hann hefur fylgst grannt með þróun mála á N-írlandi. Tals- maður Blairs, sagði í gærkvöld að endurskoðun friðarsamkomu- lagsins myndi einkum snúa að því hvemig af- vopnun öfgahópa yrði tryggð. Ljóst þykir að deilan á N-írlandi verður ekki leyst í einni hendingu og óttast sumir að átök kunni að brjótast út á milli mótmælenda og kaþólikka. Til þess að flýta fýrir samningaferlmu hefur Tony Blair óskað eftir því að Tony Mitchell, fyrram öldunga- deildarþingmað- ur á Bandaríkja- þingi og sáttasemjari í deilunni á N- írlandi, verði boðaður til fundarins á þriðjudag. David Trimble, leiðtogi Sambandssinna, mætti ekki til þingfundar í gær og neitaði að tilnefna fulltrúa í nýja heimastjórn. ________________Útlönd Ráðgjafi Jeltsíns grunað- ur um peninga- þvott í Sviss Rannsókn á peningaþvotti í Sviss hefur blásið nýju lífi í hneykslismál sem getur teygt anga sína til skrifstofu Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta í Kreml. Fjármálaráögjafi Jeltsíns, Pavel Borodin, og 21 annar Rússi eru grunaðir um peningaþvott í Sviss. Saksóknari hefur beðið svissneska banka um að frysta reikninga Rússanna. Borodin segir að um pólitískar ofsóknir sé að ræða. Hneykslismálið varð kunnugt í janúar síðastliðnum þegar Rúss- ar, sem rannsökuðu spillingar- mál, báðu Svisslendinga um að- stoð. Þegar rikissaksóknarinn í Sviss, Carla del Ponte, greindi frá því að granur léki á að mútufé hefði verið lagt inn á reikninga 1 Sviss sagði ríkissaksóknari Rúss- lands, Jurí Skuratov, af sér. Síðar dró Skuratov uppsögn sína til baka og fullyrti að háttsettir aðil- ar, sem vildu að rannsókninni lyki, hefðu þrýst á hann að segja af sér. Andstæðingar Jeltsíns studdu Skuratov en þegar kynlífs- myndband með Skuratov og tveimur vændiskonum var birt á rússneskri sjónvarpsstöð tókst Jeltsín að losna við hann. Lögmaður Borodins segir að áframhaldandi rannsókn í Sviss sé liður í hefndaraðgerðum Skuratovs. Rannsóknin sé gerð eftir pöntun Skuratovs. Soldáninn af Brunei, Hassanal Bolkiah, fagnaði 53 ára afmæli sínu með mikilli viðhöfn í gær. Við hlið soldánsins situr Hajah Mariam drottning en hún er önnur tveggja eiginkvenna hans. Símamynd Reuter Ertu búinn að græja bíiinn? Bassabox 900w Verðkr. 23.618 Flnáúst Borgartúni 26 • Sími 535 9000 • Fax 535 9040 • www.bilanaust.is V.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.