Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1999, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999 Sviðsljós 19 Michael Douglas ástfanginn upp fyrir haus: Catherine neitaði að svara bónorðinu Michael Douglas er sagður svo veikur af ást til welsku leikkonunn- ar Catherine Zetu Jones að hann er þegar búinn að biðja hennar. Það hefði hann þó ekki átt að gera, að minnsta kosti ekki strax, því Cat- harine sagðist ekki geta svarað hon- um. Að sögn vina Catherine hefur hún mema að segja gefið í skyn að líklegt sé að hún hafni bónorðinu al- farið. „Michael hefur ekki spáð í aðrar konur síðan hann hitti Catherine. Hann er hreint og beint háður henni,“ sagði kunningi Michaels í viðtali við Daily Express. Það má ljóst vera að Micahel er afar ástfang- inn ef vinir hans eru farn- ir að undrast áhugaleysi hans á öðrum konum. „Þeim kemur afar vel sam- an og þau eiga mörg áhuga- mál fyrir utan kvikmynda- iðnaðinn," var haft eftir kunningja skötuhjúanna. Catherine sjálf hefur sett sér það markmið að verða rík og fræg kvik- myndastjarna. Hjónaband er því ekki heppilegt að mati leikkonunnar sem vill miklu frekar skemmta sér rækilega. Því hefur verið haldið fram að Catherine sé að notfæra sér Michael sem nýtur jafnan mikillar hylli fjölmiðla. Þessu hafnar Catherine og segist munu sýna það og sanna að hún þurfi engan Mich- ael Douglas til að skjóta sér upp á stjömuhimininn. Ewan McGregor skellir hér kossi á eiginkonu sína, Eve Mouvrakis, er þau komu á frumsýningu nýjustu Stjörnustríðsmyndarinnar í London í vikunni. Símamynd Reuter o 00 70 <D < 9MM ■ Q < # __ Faxctferií 8 UTSRLH Kjama útsala á fatnaði fyrír alla aldursnópa Opið: lllán-fim 10 -18 Fö 10-19 Lau 10-18 Su 12-17 Beckham með nafn sonarins tattóverað á bakið Fótboltaáhugamenn, sem sáu David Beckham á æfingu með yngri unglingaliði Manchester United fyrr í vikunni, ráku upp stór augu þegar hann lyfti bolnum og klóraði sér á bakinu. Það mátti nefnilega sjá nafnið Brooklyn tattóverað. Samkvæmt bresku pressunni lét David Beck- ham rita nafh sonarins á bak sitt þegar í apríl, skömmu eftir fæðingu sonarins. Það mun hafa tekið fjórar klukkustundir að tattóvera nafnið á bak Beckhams og aðgerðin var ekki sársaukalaus. „Ég gerði þetta til að sýna Brook- lyn hversu hrifinn ég er af honum,“ sagði fótboltakappinn við náinn vin sinn til útskýringar á húðflúrinu. Það er greinilegt að Beckham er ekki bara yfir sig hrifinn af eigin- konu sinni, Kryddpíunni Victoriu Adams. Brooklyn litli skipar stóran sess í hjarta foður síns. Sölustaðir sem þjónusta áskrifendur í sumarbústöðum: Til þess aö fá DV til sín í fríinu þarf ekki annað en aö hringja í 550 5000 ogtilkynna um dvalarstaö og þú færö DV sent sent sérpakkað og merkt á sölustað nærri dvalarstaö. Arborg, Gnúpverjahreppi Baula, Stafholtstungum, Borgarfiröi Bjarnarbúö, Brautarhóli Bitinn, Reykholtsdal Borg, Grímsnesi Brú, Hrútafirði Hlíöarlaug, Úthlíö, Biskupstungum Hreöavatnsskáli Laugarás, Biskupstungum Minni-Borg, Grímsnesi Reykjahlíö, Mývatnssveit Shell, Egilsstööum Shellskálinn, Stokkseyri Skaftárskáli, Klaustri Staöarskáli, Hrútarfirði Varmahlíö, Skagafirði Veitingaskálinn, Víöihlíö Verslunin Grund, Flúðum Verslunin Hásel, Laugarvatni Þrastarlundur DV safnað og afhent við heimkomu Áskrifendur sem fara aö heiman í sumarfríinu og veröa í burtu í lengri eöa skemmri tíma geta fengið pakka af DV afhentan viö heimkomu. Þaö eina sem áskrifendur þurfa aö gera er aö hringja í 550 5000 og tilkynna hvenær þeir verða aö heiman. Starfsfólk DV safnar blööunum saman á meðan og afhendir þau þegar áskrifandinn kemur heim aftur. W m®i \pBT I frílð) Fáið DV sent í sumarbústaðinn:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.