Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 6. AGUST 1999 pags onn Ummæli Óþörf ríkis- stofnun „Nú er lag fyrir viðskipta- ráðherra að færa þessa glysgjörnu og óþörfu ríkis- stofnun inn í nýja öld. Kveðja allt gamla hyskið með kossi og ráða nýjan mann í staðinn sem stenst tímans tönn um bankarekstur." Ásgeir Hannes Eiríksson, um Seðlabankann, í Oegi. Dagur stóru mistakanna „Það er óhætt að segja að þetta hafi verið dagur hinna stóru mistaka hjá íslending- unum.“ Júlíus Brjánsson, staddur á HM íslenska hestsins í Þýskalandi, í Degi. Draumaúrslita- leikurinn - „Eg vona að andstæðing- arnir í bikarúr- slitaleiknum verði Skaga- menn. Það yrði draumaúrslita- leikurinn, með j aliri virðingu fyrir Eyja- mönnum." Bjarki Gunn- laugsson, KR, ÍDV. Lög og íslendingar „Svo virðist sem kvóti sé fundið fé fyrir suma. Það bara þýðir ekkert að setja lög fyrir íslendinga. Þeir eru bestir í því að spila með kerfið og mér liggur við að segja tefla á það.“ Gunnar Gunnarsson, fyrrv. sjómaður, í Morgunblaðinu. Umræða í skötulíki „Með örfáum heiðvirðum , undantekning- um er umræða um málaflokk þinn í hrein- asta skötulíki hér á landi." Stefán Jón Hafstein í \ skilaboðum sínum til um- hverfisráö- herra, í Degi. Ömmu að kenna „Þetta er ekki lengur sam- særi hægrimanna að kenna, þetta er ömmu að kenna.“ Bandarískur repúblikani um framhjáhald Clintons, í Degi. !V-=r< §Q]Í vi' MIKlí___ LXF'CTNiOjrS ÓSKíBf5 MRÐ ■ GJR: WíL V'EICe'R? K'K'LfVTiJ OULO •PE^SöJ BLES5ROF! FÓLKl t=^7 VErEXÁV^- ■STOVFLNÍNlJ,'7 O Ágúst Húbertsson, framkvæmdastjóri Keilis: Ætlumst til að þeir bestu leiki undir pciri Keppni á landsmóti í golfi hófst á miðvikudaginn á Urriðavöllum í Heiðmörk, golfvelli Golfklúbbsins Odds, en þar keppa annar og þriðji flokkur karla. í gær hófst síðan á Hvaleyrarvelli, en þar er til húsa Golfklúbburinn Keilir, keppni í meistaraflokki karla og kvenna, 1. flokki karla og kvenna og 2. flokki kvenna og er strax ljóst að keppni verður mjög hörð og spennandi í meistarflokkunum. I landsmóts- nefnd er Ágúst Húbertsson, sem einnig er framkvæmdastjóri Keilis, og hefur verið í nógu að snúast hjá honum að undanförnu. í stuttu spjalli við Ágúst sagði hann að allur undirbúningur hefði gengið mjög vel og mótið farið vel af stað: „Hvernig er hægt annað í þessu blíðviðri sem veriö hefur og verður áfram? Þetta er að vísu mjög mikill fjöldi keppenda sem við erum með á hvorum velli fyrir sig. Hjá okkur eru tvö hundruð og fjórtán keppend- ur og þurfum að byrja að ræsa klukkan sex að morgni og endum ræsingu kl. 15.45 þannig að lítið má út af bera til að við sleppum inn með siðast holl fyrir myrkur." Ágúst telur að keppni verði mjög spennandi í meistaraflokkum karla og kvenna. Það er auðveldara að sjá hverjar koma til með að berjast um titilinn í meistaraflokki kvenna þar sem fyrir fram eru taldar sterkastar þær Ragnhildur Sigm’ðardóttir og Ólöf María Jónsdóttir. Hjá körlum getur allt skeð, þar eru margir sem eiga möguleika á titlinum og ómögu- legt að segja fyrir fram hver sigrar þótt vissulega komi upp í huga manns nöfn eins og Örn Ævar Hjart- arson, Björgvin Sigurbergsson og Sigurpáll Sveinsson, sem hefur titil að verja, en allt getur gerst enda er meistarflokkurinn mjög jafn. Það eru margir mjög góðir kylfmgar í Maður dagsins meistaraflokki og við ætlum að vera með spjöld um helgina sem sýnir stöðuna og þar vil ég sjá að allir efstu menn leiki undir pari vallar- ins.“ Landsmótið í ár er fjölmennasta landsmót sem haldið hefur verið, 414 keppendur, var búist við slík- um fjölda? „Við vorum nokkuð nálægt réttri tölu í spám okkar þegar við lögðum af stað í undirbúninginn fyrir um einu ári, við reiknuðum með að keppendur yrðu minnst 400 og ^ það hefur gengið eftir og erum við mjög ánægðir með þátttökuna. Það er svo aftur annað mál að landsmótið þarf að fara í endurskoðun, þetta gengur ekki svona lengur að keppendum fjölgi og fjölgi, en eríítt verður að fmna nýtt fyrirkomulag sem aOir sættast á.“ Ágúst segir að Golfklúbburinn Keilir hafi ekki farið varhluta af þeirri sprengingu sem hefur orðið í golfi á undanförn- um árum: „í ár hafa komið __________ 150 nýir félagar inn i Golfklúbb- inn Keili. Eru fé- --------- lagar nú að losa sjö- unda hundraðið og ég tel klúbbinn vera þokkalega mannaðan með 750 félaga þannig að sú tala nálgast óðfluga, án þess að nokk- urt lát verði á H§< r nýjum félögum." -HK Geir Ólafsson syngur á Rauða Ijóninu í kvöld og annað kvöld. Geir og Furstarnir Söngvarinn geðþekki, Geir Ólafsson, ætlar að mæta meö hljómsveit sína, Furstana, á Rauða Ijón- ið í kvöld og annað kvöld. Geir Ólafsson, sem vakið hefur athygli á undanfómum misser- um fyrir að fara aðrar leiðir í söng sínum en flestir jafnaldra hans, hefur valið klassísk Skemmtanir dægur- og djasslög, verður með létt skemmtiprógramm á Rauða ljóninu. Á sunnu- dagskvöld verða svo Furst- amir og Geir á Einari Ben og þar verður djassveiflan í heiðri höfð. Auk Geirs eru í Furstunum Ámi Scheving, bassi, Einar Scheving, trommur, Kjartan Valde- marsson, píanó, og Þorleif- ur Gíslason, saxófónn. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2468: eyÞoa- Örlátur maður Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Þórunn Lárusdóttir hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn. Litla hryll- ingsbúðin Leikfélag Reykjavíkur hefur sýnt að undanfömu Litlu hryll- ingsbúðina við miklar vinsældir og er næsta sýning í kvöld. Litla hryilingsbúðm, sem er söngleik- ur, fjallar um þau Auði og Bárð, sem eru afskaplega saklaus og sæt, og illu plöntuna sem spillir á milli þeirra. Upprunalega var Litla hryllingsbúðin ódýr B-kvik- mynd sem fljótt varð að neðan- jarðarklassík í kvikmyndaheim- inum. Upp úr myndinni var síð- an saminn söngleikurinn vinsæli sem einu sinni áður hefur verið settur upp hér, í íslensku óper- unni. Kvikmyndin var síðan end- urgerð fyrir nokkmm ámm. Ný þýðing verksins er eftir Gísla Rúnar Jónsson og Megas samdi söngtextana. Leikhús í aðalhlutverkunum eru Þór- unn Lárasdóttir, sem leikur Auði, og eru flestir á því að hún fari á kostum. Valur Freyr Ein- arsson leikur Baldur, Bubbi Morthens plöntuna og raddimar þrjár em Selma Björnsdóttir, Hera Björk Þórhallsdóttir og Regína Ósk Óskarsdóttir og Stef- án Karl Stefánsson leikur tann- lækninn. Bridge Þetta spil kom fyrir í síðustu um- ferð Norðurlandamóts yngri spilara á dögunum. Alslemma í spaða er vænleg á hendur AV og hagstæð lega ætti að tryggja sagnhafa 13 slagi. Sömu spil voru spiluð í öllum leikjum Nörðurlandamótsins og spilið var því spilað á 8 borðum. Alslemman í spaða náðist á fjórum þeirra, á tveimur borðum var spiluð hálfslemma og 4 spaðar á einu borð- anna. Hins vegar villtist eitt parið í 7 grönd og þau var ekki hægt að vinna, úr því laufadrottningin lá ekki fyrir svíningu. Austur gjafari og allir á hættu: 4 1094 *G1087 ♦ K76 * 1063 4 AKG83 * ÁD32 4 Á8 * 72 N 4 D652 *»K 4 D43 * ÁKG85 4 7 ** 9654 4 G10952 * D94 Alslemman í spaða náðist á báð- um borðum í viðureign íslendinga og Finna í eldri flokki. Frímann Stefánsson, sem sat í vestur, stóð slemmuna með því að trompa tvo tapslagi í blind- um. Finninn Jussi Tamminen var hins vegar öllu heppnari með leguna. Hann fékk út hjarta í upphafi, tók þrisvar sinn- um tromp og þurfti því að treysta á leguna i lauf- litnum. Hann tók þá ákvörðun að leggja niður ÁK í litnum og trompa síðan lauf og var heppinn þegar lit- urinn féll 3-3 hjá andstöðunni. Vel kom til greina að taka einfalda svín- ingu í litnum en þá hefðu íslending- ar grætt 20 impa á spilinu. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.